Morgunblaðið - 02.12.1972, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.12.1972, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1972 SAC3AIM stofunni. Hann kom aftur um hæl. — Það hefur ekkert ver- ið snert. Hann hlýtur að hafa orðið hræddur og forðað sér. Hann hlýtur að hafa verið í fel- um í bakdyrastiganum og þá heyrt til Fioru. Haldið, að hún hafi séð sig og þá skotið á hana og forðað sér síðan. Það virðist trúlegast. — Nú kemur bíll, sagði Cal. Það var læknirinn. Hann var ungur og órakaður, eins og von var til á þessum tima nætur og leit þess vegna hálf draslara- lega út. Ilann virtist líka syfj- aður og órólegur, sem vonlegt var, hugsaði Jenny, þegar kall- að var á hann á þessum tíma til að líta á skotsár. Mér þykir þetta leitt, læknir, sagði Pétur, sem tók eftir því hvernig ástatt var hjá læknin- um. —- Þetta hefur verið flakk- ari — eða þjófur, sem komst inn í húsið. Það lifnaði yfir unga læknin um. —- Náðuð þið i hann? — Nei, hann slapp. Við höf- um kallað á lögregluna. Læknirinn hristi höfuðið. — Það eru óþarflega margir slikir hér um slóðir. Jæja, við skulum líta á yður, frú Vleedam. Þetta var í fyrsta skipti sem Jenny hafði heyrt Fioru kallaða frú Vleedam — hún hafði alltaf hugsað sér sjálfa sig með því nafni. Cal sagði: — Ættum við ekki að koma henni í rúmið, læknir? Er það ekki þægilegra fyrir yður? — Jú, auðvitað. Jæja, ef þér getið nú gengið frú Vleedam. — Já, það get ég áreiðanlega, sagði Fiora, áður en augu þeirra Blanche mættust, en allt í einu hallaðist hún máttleysis- lega upp að Pétri. — Æ, berðu mig, elskan. Ég er með svoddan svima og mátfcleysi. Ég hlýt að hafa misst talsvert blóð. Pétur tók hana í fang sér. Læknirinn sagði: Ef svo er, þá verðum við að gefa yður blóð. Svo gekk hann fram í for- stofuna með svörtu töskuna sína í hendinni. Fiora greip andann á lofti. Æ nei, ég missti ekki það mik- ið blóð. Ég er bara dálítið mátt- laus. — Slagæðin hjá henni er sterk, ságði Blanche. Læknirinn leit á Blanche. Mér skilst, að þér hafið sett þessar umbúðir á hana? Blanche strauk einhverja Hdngt eflir midncelli M.G.EBERHART ímyndaða hrukku á hnénu. — Sagði Cal yður það? Já, ég hef verið á námskeiði í hjálp í við- lögum. Mmmm, sagði læknirinn og hélt áfraim fram í forstofuna. Pétur greip Fioru í fangið og bar hana út. Cal elti þau og Jenny heyrði eitthvert manna- mál utan úr forstofunná. Cal sagði: Lofið þið mér að hjálpa ykkur. Pétur sagði: — Hún er ekki svo þung. Og svo sagði Fiora dálítið ön- ug: Ég get gengið sjálf. Þetta virtist gera út um mál- ið. Svo heyrðist fótatak í teppa- lögðum stiganum. Blanche sat róleg og glæsi- leg, líkust ketti við músar- holu. Jenny hlustaði líka, en loks þoldi hún þetta ekki leng- ur. Hún þoldi heldur ekki þenn an djúpa hægindastól, svo að hún stóð upp, fékk sér annan stól og kveikti sér i vindlingi. Ljósgrænu augun í Blanche horfðu á hana stundarkom. Svo andvarpaði hún. — Æ, elskan hún Fiora. Ég er hrædd um, að hún sé óþarflega þver út af þessu. Ég held henni væri betra að kannast við, að hún hafi skot ið á sjálfa sig fyrir slysni. 4. kafli. Hún var ekki með neina byssu. Svo segir hún sjálf. Jenny starði á hana. — Ertu í einhverjum vafa um það? Blanche hugsaði sig um and- artak og yppti síðan öxlum. Ég veit svei mér ekki. Það ætti að vera auðvelt að komast að því. Hvernig þá? Nú vitanlega með því að ganga á hana. Blanche brosti. Cal er bú- inn að spyrja hana. Nú, en leita þá að byss- unni. — I öilu þessu húsi? Blanche brosti aftur. Áttu raunverulega við, að Fiora eigi sjálf byssu og hafi skotið á sig með henni? Og fal- ið hana síðan? Það voru ekki mín orð. Mér heyrðist þú segja það. Ég skal vem alveg hrein- skilin. Mér datt það í hug, af því að ég get ekki annað en haldið, að ef einhver hefði brot izt inn í húsið hlyturn við að hafa heyrt tii hans. Ég vildi í þýðingu Páls Skúlasonar. bara óska þess, að Fiora vildi tala við mig um það, sem henni kann að liggja á hjarta. Þú heldur, að hún hafi gert það viljandi. En hvers vegna? Ég get ekki hugsað mér ástæð una. Nema henni hafi lent eitt- hvað saman við Pétur — eða viiljað vekja meðaumkun hams æ, það er ómögulegt að segja. En Pétur veslingurinn virðist vera talsvert sleginn. Ef þú átt við, að sekt eða samvizkubit skími út úr honum, þá er það mesti misskilningur. Hann lítur út aiveg eins og hanm á að sér, hugsaði Jenny. Alveg eins fallegur, sterkur og sjálfsöruggur. Blanche yppti öxlum. — Ég held lika, að Fiora haldi fast við þennan framburð sinn, að einhver hafi skotið á hana. Ef Fiora litla hefur tekið eitthvað í sig, verður engu um þokað. Það ættir þú bezt að vita, sagði velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi tii föstudags ki. 14—15. # Um leikskóla „Umbótasinmið móðir“ skrifar: „Velvakandi góður! Ég á barn, sem verið hefur á leikskóla hér i Reykjavík nú í nokkur ár. Ég vi-1 taka sérstaklega fram, að ég er mjög ánægð með þessa þjón ustu, sem ég hefi orðið aðnjót- andi. Barnið er einbimi og við búum í hverfi, þar sem aðstæð- ur til leikja utanhúss eru ekki svo góðar, að hægt sé að senda bömin út ein sins liðs. Þannig hefur leikskólavistin verið ómetanleg bæði fyrir bamið og okkur foreldrana. Bamið, sem er drengur, hef- ur einnig lært margt gagnlegt og skemmtilegt í leikskólanum, eignazt þar marga félaga og er hænt að fóstrunum. • Óumbeðnir styrkir Ég hefi nú lýst með mörg- um orðum ánægju minni með leikskólann. Eitt er það þó, sem ég er hvorki ánægð með, né skil. Það er hvers vegna þjónusfca þessi er greidd niður, óumbeðið, að einum fjórða. Mér finnst ástæðulaust, að annað fólk sé að borga leik- skólavist fyrir mitt bam, þeg- ar ég tel mig vel hafa efni á því að greiða hana sjálf við kostnaðarverði. Ég hef reyndar ekki rætt þetta mál við marga, en ég kannast nægilega vel við marga foreldra, sem eiga böm í margnefndum leikskóla, til þess að vita, að flestir þeirra búa við svo góðan efnahag, að þeir hafa vel efná á að greiða leikskólavist bama sinna fullu verði. • Er lítillækkandi að Ieita eftir aðstoð? Nú er mér fullljóst, að efna- hagur fólks er mismunandi góð ur og þeir foreldrar eða for- ráðamenn bama eru vissulega til, sem þurfa að fá aðstoð við að greiða gjöld á leikskólum og dagheimilum. Ég veit um nokkur dæmi, þar sem viðkom- andi hafa ekki einu sinni efni á að greiða þann hlufca gjalds ins, sem þeiim er ætlað að greiða. Þessir aðilar fá að- stoð og hún er ekki talin eftir, sem betur fer. Mér finnst því ekki til of mikils mælzt, að þeir sem að- stoðar þurfi við, leiti eft- ir henni. í því þarf ekki að felast nein litiUækkun. Það væri reyndar þokkalegt þetta rórnaða velferðairsamfélag, ef það gæti ekki veitt þá hjálp, sem þörf er fyrir, nema með eft irtölum. Reyndar hef ég ekki trú á því, að þeir séu margir sem ta* *kju nærri sér að biðja um aðstoð, ef með þyrfti, í því styrkjaþjóöfélagi, sem við lif- um i. Ég tei, að það sé sóun á al mannafé að greiða niður það, sem þarflaúst er. Það fé, sem hér um ræðir, væri miklu bet- ur kornið annars staðar. Umlxitasinnuð móðir.“ • Að heyra dýrin tala Guðrún Jakobsen skrifar: „Velvakandi góour og les- endur. Síðan „karlinn á kassanum", leið, og aðrir vitnendur sinn- ar trúar hættu að kalla synd- ugar sálir í ,,ausbursfcræti“, himnaríkis með söng og spili- ríi, »r fátt um fína drætti i bæj arlífi Reykvíkinga urn helgar. Einn er þó sá bæjarsið- ur við lýði enn —- að labba í góðviðri niður að Tjör». Og vissulega er það ánægju- leg útiskemmtun í sól og sum- aryl á fallegum sunnudegi, að líta lítil börn í fylgd feðra sinna eða eldri systkina gefa öndum brauð, meðan aðrir fugl ar hæfmsríkari, fljúga um loftin blá, syngjandi — dýrr- inn, dýrrinn, og mamma iagar h ádegismatinn. Eftir allt sól- skinið á einum sunnudegi, kem ur svo bara mánudagur — og hvað blasir þá við? Fjali'háir hraukar af franskbrauðspört- um fjöl.skyklunmar fljótandi á vatnsborðinu, innan um plast- poka, bréfadrasl og pakksadda Tjarnarbúa. Það er öimurlegt að mæta rannsakandi augnaráði lífsreyndrar stokk- andar, sem á sólskiinsdegi í gær var pislarvott- ur í „ódýrri" dæmisögu um, hvei’nig á að vera góður við bra bra á tjörninni — en spyr að morgni: Er þetta fyrir yður — eða fyrir oss fugiana! Það líður að mestu gjafahá- tíð mannanna, þegar kaupaug- lýsingar blaða, útvarps og sjónvarps dynja yfir heims- byggðina — og boða lýðnum með hverjum hætti honum ber að gleðjast með glöðum. Nú hef ég ekki löngun til að stela senu frá þrautpínd- um söluskattsgreiðendum. En væri nú ekki gaman ef við, sem gefum f uglabömum á sólskins eða frídegi, hefðumst eitthváð að hina dagana líka? Drægj- um okkur til dæmiis eitt and- artak í hlé úr götuhasamum á Þorláksmes.su, settuimist nið- ur við Tjöm í frosti og norð- angarra, með glæný, ilmandi toei'Ihveiitibrauð handa vanda- lausum, undrandi sértióp líf- vei'a -— ekki aðeins í snapi eft ir þeirri fríaura andlitslyft- ingu, sem öilum er föl, heldui' til að gleðjast með glöðum á endumýjaðan háfct? Jafnvel harðskeyttur gæsasteggur, sem lært hefur í hailæri að þekkja vininn sinn, rennir goigginum lárétt og mjúklega eftir manns lófanum, líkt og maður kunni á skmi tíð að stinga sér til sunds í vatn, er vart náði 50 sentiimetra hæð á laugardags- morgni í gömlu laugunum — án þcss að dælda botninn. Nú, nú. — Og þá er nú hægt að syngja inn jóliin á fleiiri vegu en leika jólasvein á anda polli borgarinnar. — Eða hvað segið þið húsmæður góðar, um að heiga slatta jólabakstúrsdnis að þessu sinni frostbólgnum bei’fæfcldnigum loffcsins, sem ekki hafa enn fengið bóðskort in sín, og þurfa kannski sök- um kulda og fannfergis, að haida til í borginnd yfdr há- tíðina, eins og hvert annað ökutæki, fennt í kaf norðan- lands? Ef í harðbakkann slær sökum matlystugra jóla- gesta. — Er ekki forkastanlegt að fleygja molum af gestaborði í úrga'nigsfcunrau heiimilisins, þegair snæviþakinn liúsgíu’ður er gæfudegri til síns brúks? Og þá er koinið að hedmidiis- vi/llfcum fjórfæfilingum götunn- ar í dag, sem énginn útiask- ur bíður effcir eins og annars koniar búálfum. Ja, ef þau dýr kynnu nú að lesa sér fcil, um spillingu heimsins, i dagbiöðun um, skyldu þau ekki segja si- sona: Harðsvíruðustu glæpaanenn í þekn löndum þar sem dauða- refsing er við lýði, fá gott *ð éta fyriir aftöku. - - Mætfcum vér aðrar sképnur, sakLausar, njóta sömu hlunnipda á hedð- ursdegd Frelsarans. — oöa er hann ekki iausnari vor lika? Og þá — þegar jarðairdýirið hefur fengið síha saðningu eins og mannsbamið, sem á að gefa brauð, að bíta í á jólun- um, getur einn eidífðar smáfugl, sem máski húfcir einmana, kald ur og hnípinn uppi í tné á að- fangadagskvöld, sungið jóla guðsspjailið: Slá þú hjartans hörpusfcrengi hrær hvern streng, sem ómað fær. — Á aðfarandi aðvenfcu, Guðrún Jacobsen“. • Tyríingar Ilaiikur Óskar Ársælsson hringdd. Hann leggur tid að að- standendur væntanlegra Torfu samtaka nefni sdg Tyrfinga, i sfcað „þeir, sem stuðia vilja að verndun og varðveizlu Bem- höftstorfuwniar.“ „Tyrfingar" er mikd'u þjálla og þægilegra. VIÐ MIKLATORG OG HAFNARFJARÐARVEG HAPPDRÆTTI S J ALFSTÆÐISFLOKKSINS I»cir, sein hafa fengið heimsenda happdrætt- ismiða, cru vinsamlegast heðnir að gera skil hið fyrsta. Dregið verður 9. desember um VOLVO 142 Grand Lux að verðmæti kr. 630.000.00. Andvirði miða sótt, ef óskað er, sími 17100. Opið til kl. 7 í kvöld að Laufásvegi 47.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.