Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, SU'NNUDAGUR C. DESEMBER 1972
Hótel ísland
brennur til
grunna
Allur gamli
miðbærinn
í hættu
Einn maður
fórst í
brunanum
Hetjuleg fram-
ganga slökkvi-
liðs bjargaði
miðbænum
Hót<“l tsland var eitt stærsta timbnrhiis bæjarins. Það var reist í tveim hlutum. Austnrhluti hússins var b.vgg-ður 1882. Það var
■lóhan Holberg hóteliialdari, sem byggði það sem gistihús. Árið 1901 var það stækkað til muna og var í þeirri mynd, sem liér má
sjá, er það brann 3. febrúar 1941. Um liríð átti Góðtemplarafélag ið hótelið, en seldi það 1919. Alfreð Kósenberg eignaðist hótelið
nokkrum árum síðar og rak það til loka við mikla rausn og vinsældir.
Er
Ljósmyndirnar
frá brunanum
tók Vigfús
Sigurgeirsson.
Inngangur í Vöruhúsið, sem var á horni Austurstrætis og Aðal-
strætis.
Eldurinn í algleymi.
BRUNI Hótel Islands aðfaranótt 3. febrúar 1944 er einn
hinn mesti, sem orðið hefur hér á landi fyrr og síðar. All-
margir íbúa og gesta hússins hjörguðust rétt naumlega á
náttklæðum og gátu ekki bjargað neinuin verðmætum
með sér. Hótelið varð alelda á svo að segja andartaki. Lengi
var talið mjög tvísýnt, hvort takast myndi að bjarga næstu
húsum. Bálið var gífurlegt og hitinn óskaplegur og birtu frá
eldinum stafaði út í frostkalda febrúarnóttina.
Vindur var allmikill af norðvestri og stóð á tvö önnur
timburhús, Hótel Vík í Vallarstræti og verzlunarhús
Brynjólfs H. Bjarnasonar við Aðalstræti. Lengi voru líka
timburhúsin í Austurstræti, austan hótelsins og Aðalstræti
8, í mikilli hættu. Einnig húsalengjan við Veltusund, þar
sem m.a. er verzlun Magnúsar Benjamínssonar. Fólki í þess-
um húsum var gert aðvart og allt verðmætt fjarlægt úr
húsunum eftir því sem unnt var. T.d. voru þannig allar vör-
ur Thorvaldsensbasarsins bornar út á götu.
Margir gesta hótelsins og íbúa köstuðu sér út um glugga
á annarri og þriðju hæð og ofan af þaki. Voru þeir teknir
í segl og slasaðist enginn neitt að ráði við það.
þetta ekki agalegt,
darling?"
Einn
maður
fórst
Einn maður fórst í þess-
lun hræðilega bruna. Það
var ungur maður frá
Hveragerði, Sveinn Stein-
dórsson. Lík hans fannst
daginn eftir í rústunum
beint undir herbergi því,
sem hann hafði búið í.
UPPTÖK ELÐSINS
Klukkan var rúmlega tvö
þessa köldu og dimmu febrúar-
nótt, þegar eldurinn kom upp
og hans varð vart. Dóttir hótel-
eigandans varð einna fyrst elds
ins vör, er hún fann sviðalykt
á efsta lofti hússins og er hún
aðgætti það nánar, stóð geymslu
herbergi í ljósum logum. Vakti
hún þá strax alla, sem hún náði
til og gerði slökkviliðinu við-
vart. Það varð tvímælalaust íbú
um hússins til bjargar, að eld-
urinn kom upp á efstu hæðinni,
því unnt reyndist að gera nær
öllum íbúum þar strax aðvart
og síðan þeim, er bjuggu á neðri
hæðunum.
HÓTELIH ALELDA
Þegar slökkviliðið kom á vett
vang voru tvær efri hæðir húss-
ins atelda og stóðu logam-
ir út um glugga á vesturhlið
hússins, sem sneri að Aðalstræti,
en eld lagði einnig út um aðra
glugga. Þeir, sem bjargazt höfðu
úr eldinum stóðu fáklæddir á
gangstéttunum — margir berfætt
ir 1 12 stiga gaddinum, en virt-
ust ekki skynja kuldann, enda
lagði gífurlegan hita frá bálinu.
Strax var auðsætt, að ekki þýddi
að reyna björgun hússins og ein
beitti slökkviliðið þvi allri starf
semi sinni að björgun nærliggj-
andi húsa. Klukkan rúm-
lega þrjú hrundi turn hótelsins.
Varð það til happs, að hann féll
inn i bygginguna. Ef hann hefði
fallið á gatnamót Aðalstrætis og
Austurstrætis er stór hætta að
það hefði stórlega torveldað að-
stöðu slökkviliðsins. Auk is-
lenzka slökkviliðsins var sveit