Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 13
44 MQRGUNBLAÐIÐ, SU'NNUOAGUR 3. DESEMBER 1972 MORGUNBLAÐIÐ, SU'NNUDAGUR 3. DESEMBER 1972 45 ^ Meðal hinna ótal mörgu mannvirkja, sem eyðilögð voru í Póllandi í framsókn Rússa undir lok heimsstyrjaldar- innar síðari, var neðanjarðarvígi eitt, sem Þjóðverjar höfðu gert. Undir rústum þess lokuðust sjö menn, sem þar höfðu verið að starfi. Þeir fundu þar birgðir matvæla og kerta og lifðu þar áfram, óvitandi um gang og lok styrjaldar- innar — og án þess að nokkur hefði hugmynd um þá. ^ Sjö árum síðar var hreinsað til á þessum stað og bygg- ingin rifin og kom þá í ljós, að tveir þessara manna voru ennþá lifandi. Þeir voru þó svo illa farnir, hæði and- lega og líkamlega, að annar þeirra dó, þegar er hann var dreginn fram í dagsljósið, en hinn lifði aðeins í sólarhring. ^ Frakkinn Paul Clebert notaði þetta efni sem uppistöðu í skáldsögu, sem hlaut talsverða viðurkenningu í Evrópu. Menn gerðu sér og fljótt ljóst, að hún væri eftir- sóknarverð til kvikmyndunar og voru gerð af henni nokk- ur kvikmyndahandrit, sem gengu milli kvikmyndagerðar- manna — hið síðasta eftir John Gould. Enginn treysti sér þó til að ráðast í gerð myndarinnar fyrr en Anthony Rufus- Isaacs kom til sögunnar. Hann er ungur maður, sem hafði stundað bankastörf, en hætt við það og snúið sér að gerð sjónvarpsauglýsinga með skjótum og góðum árangri — og nú fannst honum tími til kominn að snúa sér að alvöru- kvikmyndagerð. Hann hafði stofnað dálítið fyrirtæki utan um starfsemi sína og kallaði það Nelson-films. — Nú breytti hann því í Galactacus Productions og kom sér fyrir ásamt liði sínu á eyjunni Guernsey í Ermarsundi, þar sem enn þann dag í dag eru óskemmd mikil neðanjarðarmannvirki, Kvikmyndatakan fór fram á suðvesturhorni Guernseyjar í Pleinmont einu af fáum auðum svæðum, sem þar eru enn eftir. Þar eru klettar og grasi vaxn- ir höfðar og leifar margra ára hersetu nasista. Franski rithöfundurinn hafði fært sögusviðið frá Póllandi tii strandar Normandy, þar sem nasistar láta fanga reisa vigi í nauðungarvinnu. Það á að vera liður í vörnum gegn inn- rás Bandamanna og það er einm itt í innrásinni, sem inngangur- inn að víginu er lagður í rúst og sjömenningarnir lokast inni. Kvikmyndin er öll tekin í Pleinmont, bæði úti- og imniatr- íiði og í stað þess að kvik- mynda hina ýmsu þætti sögunn ar án tillits til stöðu þeirra í handritinu, eins og svo títt er í kvikmyndagerð, lögðu aðstand endur myndarinnar, þeir Rufus- Isaacs og leikstjórinn Clive Rees, áherzlu á, að kvikmynda söguna frá byrjun í rétti röð — til þess að betur mætti takast að byggja upp spennu hennar og andrúmsloft. LEIZT STRAX VEL A HLTTVERKIB Peter Sellers leikur hlutverk skólastjórans Roquets, sem get- ur haldið sér lifandi meðan noíkkurt kerti er eftir, meðan hann hefur Ijós til að lesa og skrifa — en ekki lengur. . . . Hann dregur ósjálfrátt að sér athygli manna, sem komnir eru til að forvitnast um hvað þarna er á seyði. Sellers segir: „Ég las fyrst kvikmyndahand rit að þessari sögu fyrir tveim- ur eða þremur árum og hafði þar áður lesið bókina. Mér fannst strax að þarna væri hlut verk, sem ég gjarnan vildi leika — þetta verður merkileg mynd, ef hún tekst.“ Spitfire-vél þýtur yfitr . . . að- eins 3—4 metra frá klettabrún, það er verið að kvikmynda inn- rásaratriðið.....Hafið þér séð hana þessa. Þetta er makalaust eintak, árgerð 1942 i fullkomnu lagi.“ Það er oft sagt um Sellers, að hann sé persónulaus maður, sem lifi einurugis í þeim Mutverkum, sem hann hefur leikið. En hann er sá leikaranna sjö, sem mest hefur fengizt við að leika í kvikmyndum, sem byggjast á at burðarás og tæknibrögðum fremur en á orðum og andblæ. í hans augum er Spitfire-vélin kannski aðeins fallegur hlutur, án tilfinningalegra tengsla við Per Oscarsson í hlutverki sínu . . . „Ég hef mestan áhuga á að afla fjár .. . hljómar það illa? atburðina fyrir 28 árum. Hann gerir sér sennilega grein fyrir þessu sjálfur, því að hann seg- ir. „Það, sem við erum að gera hérna úti er ekki annað en skátaleikur. Annað mál er, þeg ar við komum inn fyrir, í myrkr ið og rakann, ég veit, að það hefur mikil áhrif á okkur and- lega. Jafnvel búningurinn hef- ur strax áhrif,“ bætir hann við og bendir á föt sin. Per Oscarsson, sænski leikar inn, sem kunnastur er af kvik- myndinni „Sultur" eftir bók Hamsuns, liggur í grösugri brekku og drekkur te. Hann er 45 ára að aldri fremur smá- vaxinn, gráhærður og með áber andi sterklegar tennur. Ellefu ára sonur hans leitour sér í kringum hann. Oscarsson hefur átt í erfiðleikum í hjónaþandi og verður að hafa son sinn með sér. „Ég hef mestan áhuga á að afla fjár,“ segir Oscarsson og bætir við „Hljómar það illa? — Mig langar að skrifa og stjóma og til þess að vera frjáls að því að geta gert það, þarf ég peninga. Þegar maður leikur í kvikmynd fer svo mikill tími í vafstur og bið . . .“ Það er hann einmitt að gera þessa stundina, bíða. „Ég verð að viðurkenna, að ég er að verða dálítið latur við að leika, kamnski hefur mér auk- izt sjálfstraust. Ég hef komizt að því, að skrifi ég ekki handrit- ið sjálfur, hef ég ekki svo mik- inn áhuga á því, það verður mér ekki eins nákomið. En þeg- ar ég hugsa um þessa sögu. . . . sjö ár lokaður inni. . . áhugi sem nasistar gerðu í styrjöldinni meðan þeir höfðu eyjuna á valdi sínu. ^ Meðal liðsmanna Rufus-Isaacs voru þeir sjö leikarar, sem hann hafði fengið til að fara með hlutverk mann- anna, sem lokuðust inni, þeir Peter Sellers, Charles Azna- vour, Per Oscarsson, Jeremy Kemp, Peter Vaughan, Leon Lissek og Nicholas Jones. Brezkur blaðamaður dvaldist um hríð í Guernsey og fylgdist með kvikmyndatökunni og reyndi að gera sér grein fyrir því fyrst og fremst hvernig leikararnir sjö færu að því að lifa sig inn í hlutverk mann- anna, sem hlutu svo ömurleg ævilok. Er eftirfarandi úrdrátt- ur úr frásögn hans af starfinu í Guernsey. Frá töku kvik- myndar um líf manna í ein- angrun minn eykst eftir því sem á myndatökuna líður Þessi mynd fjallar um hæfileika mannsins til þess að lifa af og ég er sjálf- ur maður, sem lifir af.“ FANN SÉR FÆÐINGARSTAÐ Jeremy Kemp kemst næst Pet- er Sellers í fjölda kvikmynda. Hann leikur Grabinski — Pól- verja, sem fyrst hefur nokkurs konar forystuhlutverki að gegna í hópnum en missir smám saman tökin, því að hugur hans snýst allur Um samband hans við sér yngri mann — hann er kynvilltur. Kemp er stór maður eins og hnefaleikari en málróm urinn er þægilegur og þýður. Fyrsta verk hans við að und- irbúa hlutverkið var að finna sér ákveðinn fæðingarstað í Pól * ' Að ofan: Leon Lissek i hlutverki Kohzecks . . . „Áhugavert að mennirnir hætta að vera nún>er í flokki, þegar þeir lok- ast inni, — þeir verða aftur einstaklingar . . .“ Að neðan: Peter Vaughan leikur verkstjórann Aufret. „Hann verð- ur að fá útrás . . .“ landi og li'fa sig inn í hlutveirk- ið með það umhverfi að bak- grunni. Grabinski er harður í horn að taka en eirðarlaus. Hefur hann áhyggjur af kyn- villuatriðunum? spyr blaðamað- ur. — Ef þér eigið við hvort ég óttist, að fólk haldi héðan í frá, að ég sé kynvilltur, læt ég mér það í léttu rúmi liggja, svar ar Kemp — það varðar mig alls engu. „Þegar við byrjuim héma niðri,“ heldur hann áfram, „verða tvö atriði að þróast með oktour, hatur —' og húmor. Jafnvel í dag, við þá litlu hættu, sem skapaðist af sprengingunum fyr ir myndatökuna, voru þau við- brögð áberandi, að menn fóru að grínast. Þessir menn hafa áreiðanlega látið brandara fjúka — svona fyrst i stað að mininistia kosti.“ Þegar lokið er kvikmyndun á upphafsatriðunum úti við, verð ur hlé á starfinu. . . 1, 2 og 3 dagar, sem leikstjórinn notar til þess að hugsa á ný um hvert atriði í handritinu. Leikararnir ættu að taka þessu hléi með þökkum, en þeir verða æ upp- stökkari, rétt eins og þeir finni skugga fangelsunarinnar, sem fram undan er, færast yfir þá. Ekki batnar skapið við að læknir liðsins er sífellt að kalla þá til bólusetninga. Það er allt gert, sem hægt er, ti'l að byggja upp viðnám þeirra gegn sýk- ingu, seim hætta er á í rötou, imnibyrgðu loftinu neðanjarðar. Nicholas Jones er ungur og kátur og lítur út eins og hægt væri að hugsa sér norrænan víking. Hann bregður sér á hest bak eða sjóskíði. Jones er að mestu óþekktur, hefur leitoið notokrum siinnum í sjónvarpi. Fyrir hann gæti þessi kvikmynd orðið stóra tækifærið i lífinu. Hann leitour unga mann- inn, sem ástleitni Grabinskis beinist að. „Við Jeremy höfum þegar átt sarnain langt samtal," segir Jon- es — „mjög náið og opinskátt. Við unnum að þvi klukkustund um saman að finna hvernig við gætum lýst þessu sambandi rétt, lýst því sönnu og með tilhlýðd- legri blíðu og viðkvæmni." VERÐA AFTUR EINSTAKLINGAR Leon Lissek var valinn eftir að hann hafði leikið í sjón- varpisau.glýsiíngu sem Rufus- Isaacs gerði fyrir ESSO. Hainn hæfir einstaklega vel í hlutverk vinnuþrælsins, höfuðið kringl- ótt, hárið strítt, augun dauf- gerð. Hann fer með hlutverk Cauvins, sem í bótoinni er franskur búðareigandi en í kvikmyndahandritinu hefur því verið breytt — þar heitir hann Kohzeck og er tékkneskur. Hann á að hafa mikið dálæti á pylsum. „Þetta er dálítið hrjúft hlutverk," segir Lissek, ,,en allt í lagi með það. Áhugavert er það atriði, sem fljótlega kemur upp í samskiptum mannanna sjö — þeiir hafa verið númer í vinnu flokki en verða aftur sjö ein- staklingar, þegar þeir eru lok- aðir inni saman." Lissek hefur haft samvinnu við Peter Vaugham um ýmis atr- iði, en Vaughan leikur verk- stjótrann Aufret, sem er fransk- ur en hefur haft nægilega sam- vinnu við Þjóðverja til þess að komast í trúnaðarstöðu. Kohz- eck er háður því öryggi, sem venjur veita honum, hann verð- ur að fá þrjár máltíðir á dag og þarfnast þess, að einhver skipi honum fyrir. „Við höfum komið okkur saman um að láta þetta meðal annars koma fram í því, að þegar Aufret gefur fyr- irskipanir, byrja ég fyrstur að hreyfa mig til að hlýða þeim — en sé svo, að enginn annar ger- ir sig líklegan til þess og átta mig þá — og verð svo síðastur til að láta undan.“ Enn er farið yfir handritið. Leikararnir velta þvi fyrir sér, hverju smáatriði. Peter Vaug- han er ekki ánægður. „Aufret verður að fá útrás með einhverj um hætti, þegar þeir taka ekk- ert tillit til þess, sem hann seg- ir. . . Ég held mér hafi dottið í hug dálítið i sambandi við yfir- skeggið . . .“ segir hann og leiðir leikstjórann burt um leið og hann togar í skeggið og geifl ar sig. Aznavour leitour Visconti, annan þeirra tveggja, sem lifa það af að sjá dagsins ljós. Lít- ill maður og skæreygur, andlit hans rist djúpum dráttum. „Stundum hafna ég atriði af þv! að mér finnst það verða upp- gerðarlegt. Þetta verður allt að verða eðlilegt, eins og ósjálf rátt. Visconti er mjög líkur mér, — eða réttara sagt þeim manni, sem ég eitt sinn var. Hann er Peter Sellers í hlutverki Roquets skólastjóra. „Þetta verður merkileg mynd, ef hún tekst venjulegur maður, reiður yfir því að vera í vinnubúðum Þjóð- verja. Hann er ítalsk-franskur, — ég er armensk-franiskur Hann er fæddur í Frakklandi en þó ekki venjulegur Frakki. Einu sinni á stríðsárunum — þegar ég var sautján ára og orðiinn söngvari, söng á veitinga- húsum og jafnvel á götuhom- um —- lentum við tveir fé- Laigar einu sinni skyndilega imni í hóp ungra manna, sem Þjóðverjar voru að uimkrimgja og tina úr memn til að senda í vinnubúðir í Þýzka- landi. Meðal þeirra vair framsk- ur lögreglumaður. Ég tók strax viðbragð, þegar ég sá hann, fór til hans og sagði. Gætuð þér haft okkur afsak- aða? Rétt si svona — og hann sleppti okkur framhjá. Ekkert hik, enginn ótti, aðeins dálítið skrítin tilfinning hérna inni fyr ir“ —- segir hann og bendir á brjóst sér. „Þeir, sem sjá þessa mynd, eiga eftir að velta því fyrir sér, hvernig þeir sjálfir mundu bregðast við í slíkum aðstæðum, hugsa um hvernig hegðun þeirra yrði. Ég mundi sjálfsagt verða að einhverju leyti eins og skólastjórinn, ég gæti ekki hugs að mér að vera lokaður inni án þess að hafa penna — ég verð að geta skriíað. Visconti er sá maður, sem ég hefði getað orð- ið. Hann er hinn litli, sem verð ur að berjast vegna þess, að hann er litill. Hann verður árás argjarn, sífellt að storka fólki. Hann getur verið afar hættu- legur, maður veit aldrei upp á hverju hann kann að taka. En hann lifir af — og ég lifi af. í skemmtanaiðnaðinum er sá eiginleiki nauðsynlegur." VERK VINNUÞRÆLA Þarna i Pleinmont var á stríðsárunum byggð bygging inni í hæð einni. Var annar hlut inn sjúkrahús, hinn hlutimn skotfærageymsla. Það, sem enn er eftir af sjúkrahúsinu er opið ferðafólki, þa á meðal líkhús- ið. Djúpt imni skotfærageymsl- unni er svið kvikmyndarinnar. Þar hefur ver<ð komið fyrir plastleiðslu til Mftræstingar en steinsteypan er grá og slírwug og ofan úr I-»fthvelfingunni hanga steypudrönglar. Þetta er verk vinnuþræla. Að minnsta kosti 54 Frakkar, °ólverjar og Belgar eru jarð®ettir þarna skammt frá og v«falaust eru bein margra annar-a grafin í rústunum við innganginn. Loft- ið er rakt og mollm'egt, lyktar af plastinu, sem no*«ð er við sviðsgerðina og öð-u hverju bregður fyrir ilmi »f steiktu svínsfleski, það hrer«<r svolít- ið upp á andrúmsloftia Sviðið er eitt hor < byrgis- ins, þar sem mennirnir *>afa bú- ið um sig, þar eru dýnnræskni og teppi á gólfinu, niðnrsuðu- dósir, vínflöskur, alls xonar vín, sem var eini vökvin sem mennirnir sjö höfðu til tllra þarfa, — og kertaljósi* eru þarna eini ljósgjafinn. Sellens er sofiandi á dýnuinmi simni, — ektoi að leiikia — hann steiinisefur með munmiinn opdnn. Ekltoi sérlega stjömu'legur, Sell- ers er yoga-iðkandi oig hefur lært að fá sér hæniuiMund, hve- nær sem tækifæri gefst. Þegair hann er vatoinn til starfa er hanm þegar í stað fuillur starfs- ortou og gtaðværðajr. Dagiamir líða andrúmsloiftið í byrginu hefur mismunandi áhiriif á menn. Peter Sellers virðist enn ósnort- dnin, aðrir eru farnir að tatoa svefntöflur eða önnuir róandi lyf og allir eru komnir með sær indi í hálsinn. Kvikmyndunin heldur áfram skref fyrir skref. Kvikmynda- vélar eru settar upp, ljósum komið fyrir og breytt, stellingar athugaðar og afstaða. „Burt með pappírsbollana . . .“ Clive Rees sér fyrir hverju smáatriði. Döktohærður, keltneskur í yf- irbragði, klæddur grænum gallabuxum og vinrauðri peysu. Hann hefur aldrei stjórnað svona kvikmynd áður en allir eru sannfærðir orðnir um, að sé hann ekki þegar orðinn frábær leikstjóri eigi hann sannarlega eftir að verða það. Atriðin eru tekin hvert af öðru. Mennirnir velta þvi fyrir sér hve lengi þeir hafa verið lokaðir inni. . . fyrsta rifrild- ið, handalögmál. . . Að kvöldi snúa mennirnir uppgefnir til dvalarstaða sinna. Sumir fá sér myndarlegan sjúss. Peter Vaughan segir, að þeir sem hafi þá reglu að lokn- um vinnudegi, þoli spennuna í neðanjarðarbyrginu betur en bindindismennirnir. Samt finnur hann þegar dregur að lokum upptökunnar, hvernig örlög hans sjálfs og persónunnar, sem hann er að leika, fléttast í hon- um. Hann á fyrir höndum að fara heim til konu sinnar og sonar en hann tekur þangaó með sér áhrif endaloka Aufr- ets, sem verður smám saman ein angraður í hópi sjömenninganna úrhrak, sem biður ömurlegan dauðdaga. Þeir ræða um það, sem að baki tækninni býr, því það skiptir mestu máli. Það er svo margt, sem ekki er hægt að ákveða fyrirfram, ekki hægt að sjá fyrir og þá er að skynja, hvað ber að gera á hverju augnabliki, skynja þegar eitt- hvað gerist, sem er handan þess sem handritið segir eða sviðið j og staðan. 1 Tilviljanirnar skipta mestu ntáli, segir Rees — og listin er að hafa stjórn á þeim. Og þanmig heldur áfram starf- ^ ið að kvitomynd um menmina sjö fáeina af þeim huindruðum vimnuþræl'a, sem haildið var nauðugum á þessum stað. Það er ektoi stoáldsaga hélduir sann- im atburðir -— svo nærri otokur í tima. Spurningir. er, hvort steinamir á þessari eyju geta talað til mammamina, sem leit- ast við að bregða upp mynd af því sem gerðist í lífi sjö manna, — og gert þeian fært að skiila því á sannam. og eðlilegan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.