Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUfNN-TJDAGUR 3. DTiSEMBBR 1972 43 Hver var Juri Galanskov? Ekki alls fyrir löngn fluttu blöð lesendum sínum þá frétt, að sovézka skáklið Juri Gal- anskov hefði andazt i nauð- ungarvinnubúðum. Og hver var þá Juri Galanskov? Á árinu 1968 öndverðu varð hann ásamt Aiexander Gins- burg, þekktur um Vest- urlönd, vegna þess að þeir stóðu þá fyrir rétti, ákærðir fyrir að hafa saman gefið út skjalasafn um réttarhöld- in yfir Daniel og Siniavsky og einnig fyrir útgáfu neðanjarðarbókmenntaritsins „Phoenix-66“. heir Ginsburg og Galan- skov höfðu þekkzt í þó nokk ur ár, unnið á sama stað og numið við sama háskóla. C't frá því reyndi ákaeru- vaidið að sanna að þeir hefðu unnið í sameiningu að þessum útgáfum og kom- ið þeim til útflytjendastofn- unarinnar NTS, sem hefur að aðalaðsetur i Paris og Frank- furt. Af útdráttum frá réttarhöld unum (sem nú eru komnir út í bókarformi á ensku og heita „The Trial of the four. A collection of materials on the case of Galanskov, Ginsburg, Dobrovolsky og Eashkova 1967—68) kem- ur þó greinilega fram, að þeir Ginsburg og Galanskov höfðu ekki samvinnu sín á milli, heldur höfðu unnið að þessu hvor án vitundar hins. Verk Ginsburg heitir „Hvíta bókin um Siniavsky og Daní- el“ og Galanskov gerði grein fyrir sama máli i „Phoenix 1966“. Það verður heldur hvergi ráðið af þessum skýrsl um, að þeir hafi nokkurn tima haft i hyggju að senda þessi plögg til útflytjenda- stofnunarinnar, sem áður er getið. Geta skal þess sérstak lega að Ginsburg sendi til dæmis eintak af bók sinni til KGB, en aftur á móti gerði KGB síðan „Phoenix 1966“ upp tækt hjá Veru Eashkova, sem vann þá að þvi að vélrita skýrslu Galanskovs. Galanskov var ákaerður samkvæmt 70. grein sovézku hegningarlaganna, sem fjall- ar um andsovézkan áróður. Allir ættu að skynja það frá- leita í að ætia sér að sanna að skýrsla sé andsovézk, svo ekld sé nú minnzt á það und- arlega i því að slík grein skuli finnast í hegningarlög- gjöfinni, þar sem hún brýt- ur þar með í bága við stjórn- arskrána, kveður á uni tjáningarfrelsi. En þó varð málið enn afkáralegra, þegar að því kom, að Galan- skov skyldi sanna, að skýrsla hans væri ekki andsovézk. Dæmi úr réttarhöidunum: Gaianskov: Mér Ieikur hug ur á að koma því á fram- færi að ég skii ekki ákæru- atriðin. Ég hef aldrei á ævi minni haft andsovézkar skoð anir og sú afstaða er gersam lega óbreytt. Ég hef alltaf verið fylgjandi alræði öreig- anna . . . Að þessum orðum mæltum skipaði dómarinn Galanskov að halda sér við efnið. Við yfirheyrslurnar síð- ar reyndi Gaianskov síðan að sanna, að þær greinar, sem hann hefði skrifað væru hvorki glæpsamlegar né and sovézkar í sjálfu sér. Hann reyndi að rökstyðja mál sitt eftir föngum, en dómarinn greip hvað eftir annað fram í fyrir honum og sagði, að hann ætti ekki að lialda hér bókmenntalegar ræður, rétt- urinn hefði ekki áliuga á bók- menntarýni. Ýmislegt bendir til þess að hafi einhver þeirra fjögurra, Ginsburg, Galanskov, Lash- kova eða Dubrovolsky haft samband við NTS, hljóti það að vera sá síðastnefndi. Hann slapp með vægan dóm, enda vitnaði hann í réttarhöldun- um gegn hinum þremur. Sönn unargögn sem styðja þetta fundust við húsleit hjá Dub- rovolsky. Aftur á móti stað- hæfði hann, að Galanskov ætti þessi plögg öll og enda þótt ótal margt yrði til að mæla gegn staðhæfingu Dub- rovolskys, var Galanskov dæmdur. Hann var dæmdur til vistar í nauðungarvinnu- búðum í sjö ár. I»ar með hefði átt að láta hann lausan í janúar 1974, þar eð hann hafði setið í fang elsi síðan i janúar 1967 — eða í heilt ár, áður en rétt- arhöldin voru sett. Bendir það til erfiðleika dómsvalda að koma réttarhöldunum í kring, ef svo má orða. Ein- kennandi var það og fyrir þessi réttarhöld, að dómari greip hvað eftir annað fram í fyrir vitnmu, sem vitnuðu þeim ákærðu í vil, með þvi að segja að þetta kæmi reynd ar ekki málinu við. Sjálfsagt er að rifja upp, að Galanskov hafði afburða snjallan og skeleggan verj- anda Dinu Kaminskayu, en alit hennar erfiði var til einskis. I*að dómsorð var kveðið upp, sem saksóknari hafði krafizt. I»að tilskrif Gaianskovs, sem réttinum fannst hvað erf iðast að kyngja var opið bréf hans til Mikhails Sholokovs vegna orða Nóbelsskáldsins um Siniavsky og Daniel. Sho- lokhov hafði höfðað til her- manna landsins og spurt hvað þeir myndu gera, ef svikarar fymlust í þeirra hópi. Galanskov skrifaði meðal annars: „. . . Vel kann svo að vera, að dómar herdómstóls séu liarðir og að „hermenn okk- ar“ viti ekki annað um mann úðina en það „að hún á ekk- ert sameiginlegt með slepju- Iegum lindýrsháttum". En hvað vakti fyrir þeim, sem þetta sagði. Kannski Sholo- kov hugsi sér Sovétríldð sem eins konar herdómstól, og þar af leiðandi hafi hann get að séð þá Daniel og Siniav- sky sem svikara. l»á liggur allt ljóst fyrir. I»á eru „her- menn okkar“ ugglaust skyld ugir til að bregða við snar- lega og láta ekki leiðast af ákvörðunum laganna . . . þér, borgari Sholokov þér eruð ekld rithöfundur lengur. I»ér voruð áður fyrri sæmilegur bókmenntamaður, en þér er- uð það ekld lengur. Nú eruð þér ekki annað en hreinn og klár pólitískur lýð- skrumari . . .“ Hörð orð og afdráttarlaus að vísu, en eru þau glæpsamleg? Juri Galanskov var fædd- ur þann 19. júni 1939 í Moskvu og var faðir hans verkamaður og móðir hans vann við hreingemingar. Hann varð ungur að fara að vinna fyrir sér með skólan- um og að loknu stúdents- prófi nam liann í nokkur ár sögu við Moskvuháskóla, en var rekinn þremur árum síð- ar, þegar hann hafði sent frá sér Phoenix-61. Galan- skov lét ýmis mál til sín taka upp frá því og var óspar á að hafa í frammi mótmæli, meðal annars lét hann í Ijós gremju sína úti fyrir banda- ríska sendiráðinu í Moskvu vegna bandarísku ihlutunar- innar i Dóminikanska lýð- veldinu. Svo virðist lika i öll um skrifum lians sem hann sé bæði friðarsinni og einn- ig mjög sannfærður marxisti. Hann var einn af þeim mörgu, sem trúðu á hina upp- runalegu hugsjón byltingar- innar, en fannst framfylgd hennar hafa brugðizt gersam lega. Eftir að Galanskov var hnepptur í nauðungarvinnu tókst honum nokkrum sinnum að koma frá sér bréf um og eitt þeirra komst síðar til Vesturlanda og var birt árið 1970 í fjöimörgum blöð- um. Þar ræðst hann harðlega gegn sovézku réttarkerfi og spyr meðal annars konvmún- istaflokka á Vesturlöndum, hvernig þeir geti fengið sig til að trúa að þeirra flokkar séu öðruvísi, myndu starfa öðruvisi í valdaaðstöðu en flokkurinn gerir í Sovétríkj- unum. Hann hvetur og menn á Vesturlöndiim til að freista þess að fylgjast sem gleggst með þeirri andlegu kúgun, sem sovézkir borgarar séu beittir og reyna eftir megni að hafa áhrif i jákvæðari átt, Galanskov þjáðist af maga sári, þegar hann kom til vinnubúðanna árið 1968. Þær fréttir flugu fyrir, að hann hefði dvalið i sjúkra- deild búðanna lengi, en á hinn bóginn var hann jafnan reiðubúinn að mótmæla, fynd- ist honum samfangar sín- ir órétti beittir. I»ó nokkrum sinnum fréttist að hann hefði farið í hungurverkfall, þrátt fyrir bágborið heilsufar. Þó svo að hann hefði gætt sta betur er þó vafasamt, að haa um hefði orðið langra lífdaga auðið, þar sem maturlm i búðunum, hvort setn mt á sjúkradeildum eða nt- an þeirra, er ekki beinlínis heilsusamlegur eða vítamín- bættur. Marchenko hefur lýst kosti í slíkum búðum í bók sinni „My Testlmony" og seg ir þar að hann sé: 510 g af svörtu brauði á dag, 14 g sykur. í morgunmat 7—8 brislingar (smáfiskar), súpu skál um 350 g og krús af hálfvolgu vatni. Hádegisverð ur: 350 g kálsúpa (kálið venjulega skemmt) með kart öflubitum í, þegar bezt lét. Til kvöldverðar 140 g kart- öflustappa. snyrti-og hárgreidslustofan austurstræti 6 símí22430 Veitum alla hárgreiðslu- og snyrtiþjónustu. Coty-vörur í úrvali. Sérstök krem fyrir viðkvæma húð. "bílQttQllQi guomunidap Berjþérugötu 3. Slmar 19032, 2001% SAMVINNU BANKINN JOLAKORT t * í V......ýSsySN-:w.«o..4 , 1jf2tu ,)ól.i og' nýáru- óehir eftir fiimum yöar pantió í tínia QITáFSfð Anstnrstræti,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.