Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 9
MORGUINBLAÐIÐ, SUNNUOAGUR 3. DESEMBER 1972 41 Upp úr pokahominu EFXIR BRAGA KRISTJÓNSSON. ameriskra slökkviliðsmanna fengin til hjálpar. Fjölda sjálf- boðaliða dreif og á vettvang. Gifurlegur hiti var frá þessu hræðilega báli. Rúður sprungu 1 öllum næstu húsum, t.d. í bóka- verzlun Finns Einarssonar, verzl un Ásgeirs Gunnlaugssonar, Björnsbakarii og Hótel Vik og verzlun B. H. Bjarnasonar. Hlið hússins B. H. Bjarnasonar sviðn aði mjög og skemmdist nokkuð. ÁRÆÐI STARFSFÓLKSINS Það var starfsstúlka á efstu hæð hússins, Rósa Vigfúsdóttir, sem fyrst varð eldsins vör. Vakn aði hún og fannst eitthvað vera að. Sá hún við athugun, að eld- ur var kominn í veggi á geymslu herbergi á sömu hæð. Stökk hún fáklædd fram úr herberginu og vakti alla á hæðinni, sem hún náði til. Þar bjó líka áðurnefnd dóttir eigandans, Esther Rosen- berg. Hún hljóp niður á skrif- stofu hótelsins og hringdi strax i slökkviliðið. Allt starfsfólkið gekk síðan mjög vasklega fram í þvi að vekja gesti alla og aðra íbúa hússins. GESTUR IIÆTT KOMINN Einn gesta hótelsins var Tóm- as Hallgrímsson verzlunarmað- ur. Hann bjó í herbergi á ann- arri hæð. Hann var ekki sofn- aður, þegar eidsins varð vart. Heyrði hann aðvaranir um eld- inn og brá yfir sig fötum. Þeg- ar hann kom fram á ganginn, var þar engan eld að sjá. Þar mætti hann Helga Rósen- berg, syni eigandans. Helgi bað hann koma með sér upp á efstu hæðina. Gripu þeir hand- slökkvitæki og hlupu með þau upp á loftið. Þegar þangað kom var þar enn litill eldur, aðal- lega í þiljum og upp með fata- skáp við geymsluherbergið. Tæmdu þeir úr slökkvitækjun- um á eldinn, en það virtist eng- in áhrif hafa. Tómas flýtti sér þessu næst aftur til herbergis sins og tindi saman dót sitt og setti i töskur og fór i föt. Tók þetta um það bil fimm minútur. Þegar hann kom fram á ganginn aftur var þar allt svart af reyk. Var svo dimmt á ganginum, að Tómas taldi að ef hann hefði ekki ver- ið þarna gagnkunnugur, hefði hann alls ekki komizt að stig- anum. Flýtti hann sér þvi niður stigann, en svo mikill var eld- urinn þá orðinn á þessum stutta tíma, að föt hans sviðnuðu og hann brenndist á höndum. Tal- ið var, að Tómas hefði verið hinn siðasti út úr hótelinu nið- ur stigana — aðrir, sem enn voru innan dyra, urðu að varpa sér út um glugga eða af þak- inu. ÁTTRÆÐUR BÓNDI B.IARGADI SÉR í KAÐEI í flestum herbergjum hótels- ins voru björgunarkaðlar eða reipi. Hafði hóteleigandinn jafn an séð um að hafa þau i góðu lagi og var einn sá fyrsti, sem setti slikan öryggisbúnað upp hérlendis. Aðeins einn mað- ur notaði sér þetta björgunar- tæki. Það var áttræður bóndi, Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra-Hofi. Hann bjó I þakher- bergi. Þegar honum var gert að Framhald á bls. 47 Hugleiðingar sjónarvotts ÓGIEVMANLEG NÓTT Þeir Reykvikingar, sem voru á ferli aðfaranótt 3. febrúar 1944 miili klukkan 2 og 5 — og þeir voru furðu margir — munu seint gleyma þeirri næturstund. Við Reyk vikingar, sem ekki vorum þá eldri en 35—40 ára höfðum heyrt okkur eldri menn lýsa nóttinni er Hótel Reykjavik brann og húsaþyrpingunni við Hafnarstræti og Póst- hússtræti. Við munum vafa- laust i framtíðinni segja frá þvi þegar Hótel Island brann á likan hátt og okkur hafði verið skýrt frá hinum mestu eldsvoðum, sem hér hafa komið fyrir. Þeir sem komu að Hótel íslandi um þrjúleyt- ið um nóttina hafa ábyggi- lega ekki gert sér neina von um að hægt yrði að bjarga einu einasta húsi allt frá Austurstræti 10 vestur í Að- alstræti og þó virtist einkum timburhúsaþyrpingin suður af Hótel íslandi frá Hótel Vík suður að Bæjarfógetagarði vera í mestri hættu. Þegar eldtungurnar fóru að sleikja utan Fjalaköttinn við Bröttu- götu, hristu hinir svartsýn- ustu meðal áhorfenda höfuð in og töluðu um — og ekki alveg að ástæðulausu — að svo gæti farið að Grjóta- þorpið yrði eldinum að bráð. ÞEGAR HÓTEL ÍSLAND BRENNtJR — ÞÁ FER MEÐBÆRINN Þegar menn hafa rætt um eldhættuna í timburhúsum við miðbæinn hefur oft heyrzt þessi setning: Þegar Hótel ísland brennur — þá fer miðbærinn eins og hann leggur sig. Nú er Hótel fs- land brunnið, en miðbærinn stendur, þó að all ljót sár séu á nokkrum húsum i kring. Ef athugull áhorfandi að eldsvoðanum yrði að þvi spurður, hvað hann teldi að bjargað hefði ná- grenni Hótel íslands frá því að verða eldinum að bráð, finnst mér líklegt að hann myndi svara: Dugnaður slökkviliðsmannanna, sem settu sig í bráða lífs- hættu við slökkvistarfið. Góð og örugg stjóm Péturs Ingi- mundarsonar slökkviliðs stjóra, sem gaf ákveðið og hiklaust sínar fyrirskipanir. Og síðast en ekki sizt heppi- legir duttlungar veðurs og vinda. Það var allhvasst er eldsins varð vart og stóð hvassviðrið lengst af meðan húsið var að brenna. En svo undarlega vildi til, að vind- urinn var sífellt að breyta sér á áttinni með nokkurra minútna millibill. Stundum var hann nærri á hánorðan og stundum á norðvest- an. Þetta varð til þess, að eld tungurnar frá hinu brenn andi stórhýsi, beindust ekki stöðugt í sömu átt og veitti það næstu húsum nokkra hvíld frá eldinum við og við. HROLLKÖLD ALVARA Hvað hugsar fólk, sem vak ið er upp um miðja nótt í brennandi húsi og bjargast nauðuglega á náttklæðunum út í hörkufrost? Það eru vafalaust misjafnar hugsanir, sem koma upp í hugum hvers einstaklings, en hrollköld hlýtur sú alvara að vera, sem flýgur i gegnum hugi manna, sem þannig er ástatt fyrir. Þarna stóðu konur og karl- ar á götunni þessa örlaga- nótt I Aðalstræti. Sumar kon urnar voru berfættar. Fólkið virtist ekki finna til kuld- ans. Það starði bara á hina æðisgengnu loga læsa sig um húsið og magnast með hverri mínútunni sem leið. Þannig stóðu flestir þar til lögreglu- menn og aðrir komu og fóru með það i næstu hús. Það var enginn órói, óp né köll. Mun ekki mörgum, sem þarna voru hlutlausir áhorfendur, hafa orðið á að hugsa augna- blik út í heim, til borganna, sem nótt eftir nótt verða fyr ir ógnum ófriðarins. Þar sem hundruð eða jafnvel þúsund ir húsa á stærð við Hótel Is- land og miklu stærri, brenna til ösku og ibúarnir í þús- undatali, standa ráðþrota á köldum götunum. Eða varð ekki fleirum það á en mér að ímynda sér þá hörmung, sem af þvi hefði getað leitt, að Reykjavík yrði fyrir loftárás og tugir eldsvoða eins og þessi hefðu orðið á víð og dreif um bæinn. MISMUNANDI ÁHRIF Einkennilegt er að fylgjast með því, hver áhrif alvarleg ir atburðir eins og þessi mikli eldsvoði hafa á áhorf- endur. Sumir hugsa um það eitt að geta orðið að liði við björgunarstarf. Fjöldi sjálf- boðaliða var þegar boðinn og búinn að aðstoða við að bjarg£\ út úr húsum, sem rýmd voru og gekk öt- ullega fram í því starfi. Aðr ir horfðu á eldsvoðann eins og skemmtun eða sýn- ingu. Á einum stað hallaði frið stúlka sér upp að myndarleg um erlendum liðsforingja og andvarpaði: Er þetta ekki agalegt, darling? Á víð og dreif stóðu hópar manna og veltu vöngum yfir hvernig fara myndi. Sumir létu i ljós ánægju sína. Aðrir brostu kaldranalega og fannst bezt að allir fjandans kofam- ir færu I einu. Það væri hreinsun í þvi. Það var svo sem ekkert frá þeim tekið. SLÖKKVILIÐIÐ Ekki er hægt að ljúka svo við hugleiðingar um þennan eldsvoða, að ekki sé minnzt þeirra manna, sem björguðu miðbænum frá þvi að brenna til ösku þessa köldu nótt. Það voru bæði islenzkir og amerískir slökkviliðsmenn á staðnum og hver og einn gerði sína skyldu þegjandi og hljóðaiaust. Af slökkviliði Reykjavíkur, eru tiltölulega fáir fastamenn. Meirihlutinn eru menn sem vinna ýmiss konar störf. Sumir eru verka menn, iðnaðarmenn eða verzl unarmenn Þeir koma, þegar þeir eru kallaðir á nóttu eða degi. Slökkvistarfið hlýt- ur að vera ákaflega erfitt og ekki á færi néinna veifiskata. Um 7 leytið morguninn eftir, þegar ég gekk framhjá þvi, sem eftir var af Hótel Is- landi voru þeir enn að berj- ast við eldinn. Margir voru eins og íshrönglar. Föt þeirra og hár allt frosið. Þegar ég kom aftur niður í bæinn nokkrum klukku- stundum síðar, voru margir sömu slökkviliðsmennim- ir enn að starfi sinu og sást enginn munur á þeim og fyrr um morguninn — nema ef vera skyldi að töluvert meiri ísing hafði hlaðizt utan á þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.