Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 20
52 MORGUNELAÐIÐ, SUflSTNUOAGUR 3. DESEMBER 1972 SAGAINI Blanehe og snerti þanmig við- kvæmasta blettinn. Og svo bætti hún gráu ofan á svart með þvi að segja biíð- lega: Æ, fyrirgefðu, Jenny. Sízt af öilu vi'ldi ég fara að særa tilfinningar þinar. Nú, það vildirðu ekki? hugs- aðd Jenny. En hún sagði: Þeg ar lögreglan kemur hingað, þá iffiiranur hún byssuna ef um tnokkra byssu er að ræða. Hún tók Upp kristalskveikjarann og af því að hann var i iaginu eins og kanína, datt henni í hug hundurinn hans Péturs. Hún hafði farið með Pétri að kaupa hann. Síðasta árið hafði hún næst'iMn þjáðst af þeimþrá, þrá eftir að heyra fótatak humdsins, eíkki siður en eftir húsinu. Hún sagði: Hvar var Skipper með an öhu þessu fór fram? Rétt sem snöggva.st brá fyrir skiiningsleysi í svip Blamche. Æ, þú átt við svarta hundinn. Hann er nú ekkd bein'línis svartur, heldur bláieitur. Já, ég veit. Hann er hafð- ur hjá þjónustufóikinu. Fiora er ekki sérlega hrifin af hundum. Auk þess lét hún innrétta aOlt húsið að nýju. Þvi hlýtur þú að hafa tekið eftir. Skipper hefði nú aldrei farið að skemma nedtt. Bianche iyfti brúnum, eins og efablandin. En að mdnmsta kosti hefði hann vitað um mannaferðir, hefði hanm verið héraa, og þá geflt, ef eimhver hefði komdzt inn í húsið. Ef hann þá er nokkur varðhundur. Hringt eftir midncetti M.G.EBERHART En ég varð hissa, Jenny, þegar Fkxra siagði, að þú værir vim- stúflka sin. Þá varð ég ekki síður hissa saigði Jemny hreinskilnislega. Hafið þið hitzt ? Nei, ég heí ekki séð Fi- oru síðan. . . ja, síðan tveimur m'ánuðum áður en við Pétur skildum. Og þá vissi ég ekki, að . . . Hún þagnaði, því að hún- ætiaði ekki að fara að tiala um þeesar sorgarsitunddir — að minnsta kosti ekkd við BOanche. í>að var skritið, að Fiora skyldi fara að segja það, sagði Blanche hugsi. Ég hef verið hennar hezta vinkona, síðan við vorum innan við tvitugt..En það veiztu náttúrlega. Satt að segja komum vrið saman til New York. Okkur dreymdd stóra dmauma. Fkxra ætlaði í leikflist og ég ætl- aði mér eifcfhvað stórt og mikið, emda þótt ég vissi ekki, hvað það ætti að vera. Ég fékk svo stöðu sem eánkiairitari. Fiora fékk ekkert að gera strax, svo að við 'Jifðum á kaupinu mínu, sem var nú engin ósköp. En þetta veiztu nú adlt. Já, ég veit það ailt, sagði Jemny og var fastmælt. Þú vannst hjá Art Furby. Hann bauð þér út í kvöldverð og bað þig að taka stúl'ku með þér, af þvi að Pétur ætiaðd flíka að borða með honum, og ég var ekiki í borginni. Ég var héma. Og þú komst með Fioru. — Já, þú hefur Jíklega hatað mig æ siðan. En hvernig átti ég að vita, að Fiora — ég á við, að þetta skyldi fara eins og það í þýðingu Páls Skúiasonar. fór. Mig gat ekki órað fyrir því, að Fiora. . . Hún virtist taka sig á og hætta við að nota eitt- hvert stóryrði Hún fitlaði við þunga armbandið, sem hún bar og var eini skartgripurinn ehennar, að undantekinnl grannri perlufesti. — Vitanlega kom það mér ekki við. Þetta er allt umliðið. Ég býst við, að þú viljir komast sem fyrst af stað til borgarinnar. Þetta var snöggt snúið við blaðinu. Jenny þagði andartak, velvakandi Velvakandi svarar í sima | 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. # Skammdegi Ekki verður um villzt, að nú hefur skammdegið lagzt yf- ir okkur norðurhvels- búa. Þessa dagana er rétt svo að birti um hádegisbiiið, nema þegar dumbungur er í lofti, en þá verður varla lesbjart allan daginn. Skammdegið leggst misjafn- lega þungt á fólk, sumir leggj- ast hálfpartinn í dvala, meðan aðrir eru alltaf eins og lömb á vordegi. En svo — í miðju skammdeg- inu — koma jóiin til að lýsa upp. Það er næstum hægt að láta sér detta í hug, að tíma- setning þeirra hafi verið sér- stök ráðstöfun fyrir okkur skammdegisþolendur. Annað er jafnárvisst og skammdegið. Það er nöldr- ið vegna tilstandsins í jólamán uðinum. Hver kannast til dæm is ekki við að hafa heyrt, að jólin séu fyrst og fremst verzl- unarhátíð; fólk setji sjálft sig á hausinn með þessu jólahaldi; tilefni hátíðarinnar hafi gleymzt í öllum látunum, og svo framvegis. Fleiri munu þeir þó vera, sem vilja halda sína hátíð eins hátiðlega og þeir framast hafa tök á. Auðvitað verður hver og einn að hafa sína henti- semi, með það eins og annað. 1 dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Segja má, að hér sé orðið aflsiða að kveikja á einu kerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Þetta er nýr siður, innfluttur að vísu, en skemmti legur samt. • Saga um viðureign frú X við trygginga-„kerfið“ Hér kemur bréf frá konu, sem kailar sig frú Z: „Kæri Velvakandi. Af ýmsum ástæðum óska ég eftir, að mitt rétta nafn birt- dst ekki með bréfi þessu, en þar sem ég tel, að efni þess eigi erindi til margra, vona ég, að þú birtir það í dálkum þínum: Frú X var rúmföst í rúma 7 mánuði, vegna yeikinda, og gat ekki séð um heimili sitt á þeim tíma. Fjórum eða fimm vikum eítir að frú X lagðist, spurði hún heimilislækni sinn, hvort hún fengi eitthvað greitt úr tryggingum vegna veikind- anna. — „Aðeins ef þú verð- ur að kaupa manneskju í verk- in fyrir þig,“ var svarið. Og þar sem frú X átti duglega fjöl skyldu og hjálpfúsa ættingja, keypti hún aldred manneskju í verkin fyrir sig. Og hún fór aldrei fram á að fá greitt úr tryggingum vegna veikind- anna. Frú X hafði engin kynni af Tryggingastofnun ríkisins, nema að þau hjónin fengu greiddar fjölskyldubætur, eins LÆSILEGT SÓFASETT Úr ekta leðri og viði Sérstaklega ætlað fagurkerum SKEIFAN KJÖRGAROI SIMI. 16975 og aðrir, vegna bama innan 16 ára. Oftast sótti hr. X þessar fjölskyldubætur, þar sem frú X fékk þær ekki greiddar út á sitt nafnskírteini. Frú X hefur aldrei feng ið fullan bata. Hún hefur ekki sömu orku og áður og hefur takmarkaðri möguleika en áð ur til vinnu, bæði á heimilinu og utan þess. Fyrir nokkrum mánuðum frétti frú X af tiiviljun, að all- ir þeir, sem frá vinnu eru ieng ur en 11 daga samfleytt vegna veikinda, fái greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins með an á veikindum stendur. Fór frú X þá til heimilislæknis síns og spurði hann nánar um slík- ar greiðslur. Jú, heimilislækn irinn kannaðist við slíkt, en þégar húsmæður ættu í hlut, fengjust slíkar greiðslur að eins, ef sannanlegt reyndist, að heimilið hefðí orðið fyrir til- finnanlegum skakkaföllum eða fjárhagslegum útgjöldum vegna veikinda húsmóðurinn- ar. Slíkt væri alltaf erfitt að dæma um og kostaði mikið þras og þvarg. Og úr því að frú X hefði ekki þurft að kaupa manneskju i húsverkin meðan hún var veik, hefði hún litla möguleika á slíkum greiðslum. Ennfremur sagði heimilislækn- irinn að tryggingarnar væru hugsaðar til að mæta skakka- föllum þeirra, sem lítils mættu sín, og ef ailir ætluðu að fara í vasa trygginganna, ef eitt- hvað bæri út af, væri komið út fyrir markmiðið. • Bætur og styrkir Enda þótt frú X sé ekki gef- in fyrir þras og þvarg og sæk ist ekki eftir ölmusu, gekk hún samt í hús Tryggingastofnun- ar ríkisins, til að afla frekari uppiýsinga. Eftir miklar vanga veltur starfsliðsins þar, I hin- um ýmsu glerbásum á hinum ýmsu hæðum byggingarinnar, var frú X vísað til starfsmanns, sem kallast tryggingalæknir. Sá visi maður kenndi frú X að skilja mismuninn á hugtökun- um „bætur" og „styrkur". Hann upplýsti einnig, að greiðslur til þeirra, sem frá vinnu eru 11 daga og lengur vegna veikinda, nefnast sjúkra dagpeningar og nemi nú, árið 1972, kr. 251,00 á dag, að við- bættum kr. 29,00 fyrir hvert barn á framfæri. Á þeim tíma, sem frú X var rúmliggjandi, grænt hreinol ÞVOTTALÖGUR hefði þessi upphæð verið eitt- hvað lægri. Aðspurður taidi trygginga- læknirinn, að ekki væri óiik- iegt, að frú X hefði átt rétt á sjúkradagpeningum vegna veik inda sinna, en hún hefði að sjálfsögðu þurft að sýna vott- orð þar um frá lækni. En þeg- ar frú X spurði, hvort hugsan- legt væri, að hún gæti fengið þessar greiðslur nú, gegn vott- orði læknis, var svarið: — „Nei, alveg óhugsandi, þar sem slíkar greiðslur virka aldrei aftur fyrir sig. Það hefði þurft að gera á meðan veik- indin stóðu yfir.“ Frú X sagðist hafa spurt heimilislækni sinn ráða, þegar hún var veik. — „Það er varla hægt að búast við því, að heim ilislæknir gefi siíkar upplýsing ar,“ sagði þá tryggingaiæknir- inn. „Hvar getur þá fáfróð hús móðir fengið réttar upplýsing- ar og leiðbeiningar?" „Hjá sér stökum lækni hjá Sjúkrasam- laginu. Þér eruð í sjúkrasam- lagi, er það ekki?“ Jú, frú X var, er og hefur í 30 ár verið I sjúkrasamlagi, en allar ofangreindar upplýs- ingar voru henni framandi. • Réttindi og skyldur Frú X er íslenzkur ríkisborg ari, lauk skyldunámi og aflaði sér nokkurrar menntunar eft- ir það. Hún les dagblöðin og fleira, hlustar dálítið á útvarp og horfir á nokkra þætti í ísl. sjónvarpinu. Þau hjónin hafa lagt hart að sér til að koma sér upp húsnæði. Þau eru reglusöm, greiða útsvör, skatta og skuldir ávallt á tilskildum tíma og hafa alltaf fúslega og skilyrðisiaust innt af hendi þær skyldur, sem lagðar hafa verið á þau sem þjóðfélags- þegna. En nú var allt í einu kom- ið að réttindum þeirra sem þjóðfélagsþegna. Hafði þá eng inn skyldur við þau? Hvers vegna þurfti frú X að efast um réttindi sín? Hvers var að upp lýsa hana um þau? Ef henni hefur borið að fá sjúkradag- peninga í 7 mánuði, hvað gerði hún rangt, sem firrti hana þeim réttindum? Á hún bara við sjáifa sig að sakast? Réttur frú X til sjúkradag- peninga verður sennilega ekki dæmdur af svo stuttri lýsingu sem þessari, en það er heldur ekki meginatriði málsins. En vegna þess að ég held, að marg ir þjóðfélagsþegnar geti verið í sporum frú X og vildu ógjam an verða af tugþúsundum kr., sem þeim ber, þá held ég, að það gæti orðið fróðlegt, að ekkl sé sagt nauðsynlegt, að fá svör eða umsagnir réttra aðila um ofangreinda frásögn frú X, ef þeir aðilar eru þá til. Frú Z.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.