Morgunblaðið - 20.01.1973, Side 17

Morgunblaðið - 20.01.1973, Side 17
MORGUNBLAÐXÐ, LAUGARDAGUR 20. JANCAR 1973 17 Skattframtal áriS 1973 Skattframtal árið 1973 sjúkrasjóðum stéttarfélaga, þá koma þeir einnig til frádráttar, sbr. frádráttarlið 11. 10. Fjölskyldubaetur frá alm.trygg. Fjölskyldubætur frá almanna tryggingum s'kulu færðar til tekna undir tekjulið 10. Fjölskyldubætur greiddar á ár inu 1972 voru kr. 9.500 fyrir hvert barn á framfæri allt árið. Margfalda skal þá upp- hæð með barnafjölda og færa heildarupphæð fjölskyldubóta til tekna. Fyrir börn. sem bætást við á árinu, og börn, sem ná 16 ára aldri á árinu, þarf að reikna bæt ur sérstaklega. Fjölskyldubæt- ur fyrir barn, sem fæðist á ár- inu, eru greiddar frá 1. næsta mánaðar eftir fæðingu. Fyrir barn, sem verður 16 ára á árinu, eru bætur greiddar fyrir afmæl- ismánuðinn. Fjölskyldubætur árið 1972 voru: Jan. — júní kr. 667 á mán. Júll — des. kr. 917 á mán. 11. Tekjur barna. Útfylla skal F-lið framtals, bls. 4, eins og eyðublaðið segir til um. Samaniagðar tekjur barna (að undanskildum skattfrjálsum vaxtatekjum) skal síðan færa í tekjulið 11, bls. 2. Ef barn (börn), hér tilgreint, stundar nám í framhaldsskóla, skal færa námsfrádrátt skv. mati ríkisskattstjóra í frádrátt- arlið 12, bls. 2, og tilgreina þar nafn barnsins, skóla og bekk. Upphæð námsfrádráttar má þó ekki vera hærri en tekjur barns ins (barnanna, hvers um sig), sem færðar eru í tekjulið 11. Hafi barn hreinar tekjur (þ.e. tekjur þess skv. tekjulið 11, að frádregnum námskostnaði skv. mati ríkisskattstjóra), er nema kr. 19.200 eða lægri fjárhæð, skal færa helming hreinu tekn- anna i frádráttarlið 12, bls. 2. Hafi barn hreinar tekjur, er nema meira en hálfum persónu- frádrætti barns, þ.e. kr. 19.200. getur framteljandi óskað þess, að barnið verði sjálfstæður fram teljandi, og skal þá geta þess í G-lið framtals, bls. 4. í því til- viki skulu tekjur barnsins færð ar í tekjulið 11, eins og áður seg ir, en i kr. dálk í frádráttarlið 12, bls. 2, færist ekki námsfrá- dráttur, heldur sú fjárhæð, sem afgangs verður, þegar kr. 19.200 hafa verið dregnar frá tekjum barnsins skv. tekjulið 11. í les- málsdálk skal rita „v/sérskött- unar“ (nafn bams). 12. I.aunatekjur konu. Hér skal færa launatekjur eig inkonu. I lesmálsdálk skal rita nafn launagreiðanda og launa- upphæð í kr. dálk. t>að athugist, að þótt helmingur eða hluti af launatekjum giftrar konu sé frá dráttarbær, ber að telja allar tekjurnar hér. 13. Aðrar tekjur. Hér skal færa til tekna hverj- ar þær skattskyldar tekjur, sem áður eru ótaldar, svo sem: 1) Greiðslur úr lífeyrissjóðum (tilgreinið nafn sjóðsins), þar með talinn barnalifeyrir. 2) Meðlög með börnum eldri en 16 ára. 3) Skattskyldar bætur frá al- mannatryggingum, aðrar en þær, sem taldar eru undir tekju liðum 8, 9 og 10, og skulu þær nafngreindar, svo sem ekkju- og ekklabætur, ekkjulífeyrir, maka bætur og örorkustyrkur. Einnig skal færa hér barnalífeyri, sem greiddur er frá almannatrygg- ingum með börnum eldri en 16 ára, eða greiddur vegna örorku eða elli foreldra (framfæranda), eða með barni manns, sem sæt- ir gæzlu- eða refsivist, en barna Lífeyrir, sem greiddur er af al- mannatryggingum með börnum, yngri en 16 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað, færist hins vegar i dálk inn til hægri á bls. 1, svo sem áður er sagt. Hér skal enn fremur færa mæðralaun úr almannatrygg- ingum, greidd ekkjuim, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem hafa börn yngri en 16 ára á framfæri sínu. Á árinu 1972 voru mæðra- laun sem hér segir: Fyrir 1 barn kr. 7.224, 2 börn kr. 39.180 og fyrir 3 börn eða fleiri kr. 78.354. Ef barn bætist við á árinu eða börnum fækkar, verður að reikna sjálfstætt hvert tímabil, sem móðir nýtur bóta fyrir 1 barn, fyrir 2 börn o.s.frv., og leggja saman bætur hvers tíma- bils og færa i einu lagi i kr. dálk. Mánaðargreiðslur á árinu 1972 voru sem hér segir: Fyrir 1 barn: Jan. — júni Júli — des. Fyrir 2 börn: Jan. — júní Júlí — des. Fyrir 3 l»örn og fleiri: Jan. — júní Júlí — des. kr. 568 á mán. kr. 636 á mán. kr. 3.080 á mán. kr. 3.450 á mán. kr. 6.160 á mán. kr. 6.899 á mán. 4) Styrktarfé, gjafir (aðrar en tækifærisgjafir), happdrættis- vinninga (sem ekki eru skatt- frjálsir) og aðra vinninga svip- aðs eðlis. 5) Skattskyldan söluhagnað af eignum, sbr. D-lið framtals, bls. 4 (sjá þó „Aðrar upplýsingar" í lok leiðbeininga), afföll af keyptum verðbréfum og arð af hlutabréfum vegna félagssiita eða skattskyldrar útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. 6) Eigin vinnu við eigið hús eða ibúð, að þvi leyti, sem hún er skattskyld. 7) Bifreiðastyrki, þar með taldð kilómetragjald og hverja aðra beina eða óbeina þóknun fyrir afnot bifreiðar framteljanda, risnufé og endurgreiddan ferða kostnað, þar með taldir dagpen- ingar. Um rétt til frádráttar vegna þessara tekna, sjá tölulið 12, „Annar frádráttur". IV. FRÁDRÁTTUR 1. Kostnaður við ibúðarhtis- næði, sbr. tekjulið 3. a. Fasteignagjöld: Hér skal færa fasteignaskatt, brunabóta- iðgjaid, vatnsskatt o.fl. gjöld, sem einu nafni eru nefnd fast- eignagjöld. Enn fremur skal telja hér með 90% af iðgjöldum svonefndrar húseigendatrygging ar, svo og iðgjöld einstakra vatnstjóns-, gler-, fok-, sótfalls- og innbrotstrygginga, einnig brottflutnings- og húsaleigutaps trygginga. Hér skal þó eingöngu færa þann hluta heildarypphæð ar þessara gjaida af fasteign, sem svarar til þess hluta fast- eignarinnar, sem tekjur eru reiknaðar af skv. tekjulið 3. b. Fyrning og viðhald: Hér skal færa sem fyrningu og viðhald eftirtalda hundraðshluta af fast eignamati þess húsnæðis. sem tekjur eru reiknaðar af skv tekjulið 3: Af íbúðarhúsnæði úr steini 2,5% hlöðnu úr steinum 2,8% úr timbri 4,0% 2. Vaxtagjöld. Hér skal færa mismunartölu vaxtagjalda skv. C-lið framtals, bls. 3. Færa má alla sannanlega greidda vexti af lánum, þar með talda vexti af lánum, sem tekin hafa verið og/eða greidd upp á árinu. 3. a. og b. Greitt iðgjald af lífeyristryggingu. Hér skal færa framlög fram- teljanda sjálfs í a-lið og eigin- konu hans í b-lið til við- urkenndra lífeyrissjóða eða greidd iðgjöld af lífeyristrygg- ingu til viðurkenndra vátrygg- ingarfélaga eða stofnana. Nafn lífeyrissjóðsins, vátryggingar- félagsins eða stofnunarinn- ar færist í lesmálsdálk. Reglur hinna ýmsu trygging- araðila um iðgjöld eru mismun- andi, og frádráttarhæfni iðgjald anna því einnig mismunandi hjá framteljendum. Er því rétt, að framteljandi leiti upplýsinga hjá viðkomandi tryggingaraðila eða skattstjóra, ef honum er ekki fullkomlega ljóst, hvaða upphæð skuli færa hér til frádráttar; 4. Iðgjstld af lifsábyrgð. Hér skal færa greitt iðgjald af líftryggingu. Hámarksfrádrátt ur er kr. 19.200. (Rétt er þó að rita í lesmálsdálk raunverulega greidda fjárhæð, ef hún er hærri en hámarksfrádráttur.) 5. S tél ta rfé 1 a gs g j a Id. Hér skal færa iðgjöld, sem launþegi greiðir sjálfur beint til síns stéttarfélags, sjúkrasjóðs eða styrktarsjóðs, þó að há marki 5% af launatekjum. 6. Greitt fæði á sjó . . . dagar. Hér skal rita sama dagafjölda og Aflatryggingarsjóður greiddi hlutdeild í fæðiskostnaði fram- teljanda. Siðan skal margfalda þann dagafjölda með tölunni 64 og færa útkomu í kr. dálk. Greiðslur Aflatryggingar- sjóðs til útvegsmanna upp í fæð iskostnað skipverja á bátaflot- anum skal framteljandi hvorki teija til tekna né gjalda. 7. Sjóntannafrádr. ntiðaðnr við slysatryggingn á ísl. skipi . . . vikur. Hér skai rita vikufjölda, sem framteljandi er háður slysatrygg ingariðgjaldi sem lögskráður sjó maður á íslenzku skipi. Ef fram teljandi er lögskráður á íslenzkt skip í 26 vikur eða lengur, skal margfalda vikufjöldann með töl unni 1714 og færa útkomu í kr. dáik. Sé framteljandi lögskráð- ur á islenzkt skip skemur en 26 vikur, skal margfalda vikufjöld ann með tölunni 237 og færa út- komu í kr. dálk. Hlutaráðnir menn skulu og njóta sama frádráttar, þótt þeir séu eigi lögskráðir, enda geri flt gerðarmaður fulla grein fyrir, hvernig hlutaskiptum er farið og yfir hvaða tímabil launþegi hef- ur tekið kaup eftir hlutaskipt- um. 8. 8% af beinunt tekjum sjóntanna af fiskveiðum. Hér skal færa 8% af beinum tekjum sjómanns af fiskveiðum á íslenzkum fiskiskipum, þ.m.t. hvalveiðiskipum. Sjómaður, sem iafnframt er útgerðarmaður fiskiskipsins, skal njóta þessa % frádráttar af hreinum tekjum fiskiskipsins af fiskveiðum eða hlut, hvort sem lægra er. Þessi frádráttur reiknast ekki af öðrum tekjum, sem sjómaður kann að hafa frá útgerðinni, þótt lögskráður sé, né heldur af tekjum af störfum í landi svo sem hlutaráðins landmanns (beitingamanns, netamanns). 9. Skyldusparnaður. Hér skai færa þá upphæð, sem framteljanda, á aldrinum 16 25 ára, var skylt að spara og inn- færð er í sparimerkjabók árið 1972. Skylduspamaður er 15% af launatekjum eða sambærilegum atvinnutækjum, sem unnið er fyrir á árinu. Sparimerkjakaup umfram skyldu eru ekki frádráttarbær. 10. a. 50% af launatekjum konu. Hér færast 50% þeirra launa- tekna eiginkonu, sem taldar eru í tekjulið 12, sem hún hefur afl- að sem launþegi hjá vinnuveit- anda, sem á engan hátt er tengd ur henni, eiginmanni hennar eða ófjárráða börnum, rekstrarlega eða eignarlega eða sem laun- þegi hjá hlutafélagi, þótt hún, eiginmaður hennar eða ófjár ráða börn eigi eignar- eða stjóm araðild að hlutafélaginu, enda megi ætla, að starf hennar hjá hlutafélaginu sé ekki vegna þessara aðilda. b. Vegna starfa konu við atv.r. hjóna . Hér færast 50% eftirtal- inna tekna eiginkonu, þó að há- marki kr. 70.400. 1. Hreinna tekna af atvinnu- rekstri, sem hún vinnur við og er i eigu hennar, eða af sjálf- stæðri starfsemi, sem hún rekur. 2. Launa vegna starfs við at- vinnurekstur eða sjálfstæða stárfsemi eiginmanns hennar. 3. Launa vegna starfs við at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi ófjárráða barns (barna) hjónanna. 4. Hluta hennar af hreinum tekjum af sameiginlegum at- vinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi hjóna, metins mið- að við beint vinnuframlag henn- ar við öflun teknanna! 5. Launa frá sameignarfélagi, sem hjónin eða ófjárráða börn þeirra eru aðilar að, eða hluta- félagi, enda megi ætla, að starf hennar hjá hlutafélaginu sé vegna eignar- eða stjórnaraðild ar hennar, eiginmanns hennar eða ófjárráða barna. 11. Sjúkra- eða slysadagpeningar. Hérgskal færa sjúkra- eða slysadagpeninga frá almanna- tryggingum, sjúkrasamlögum og siúkrasjóðum stéttarfélaga, sem jafnframt ber að telja til tekna undir tekjulið 9. 12. Annar frádrátt.ur. Hér skal færa þá frádráttar- liði, sem áður eru ótaldir og heimilt er að draga frá tekjum. Þar til má nefna: 1) Afföli af seldum verðbréfum (sbr. A-lið 12. gr. laga). 2) Ferðakostnað vegna lang- ferða (sbr. C-lið 12. gr. laga). 3) Gjafir til menningarmála, vís indalegra rannsóknarstofnana, viðurkenndrar líknarstarf- semi og kirkjufélaga (sbr. D- lið 12. gr. iaga). Skilyrði fvrir frádrætti er, að framtali fylgi kvittun frá stofnun, sjóði eða fé lagi, sem ríkisskattstjóri hefur veitt viðurkenningu skv. 36. gr. reglugerðar nr. 245/1963. 4) Kostnað við öflun bóka, tíma- rita og áhalda til visindalegra og sérfræðilegra starfa, enda sé þessi kostnaðarliður studdur fullnægjandi gögnum (sbr. E- lið 12. gr. laga). 5) Frádrátt frá tekjum hjóna, sem gengið hafa i lögmætt hjóna band á árinu, kr. 70.400. 6) Frádrátt V/björgunarlauna (sbr. B-lið 13. gr. laga). 7) Frádrátt einstæðs foreldris, er heldur heimili fyrir börn sín, kr. 76.800, að viðbættum kr. 8.320 fyrir hvert barn. 8) Námsfrádrátt, meðan á námi stendur, skv. mati ríkis- stjóra. Tilgreina skal nafn skóia og bekk. Nemandi, sem náð hef- ur 20 ára aldri, skal útfylla þar til gert eyðublað um námskostn að, óski hann eftir að njóta rétt- ar til frádráttar námskostnaðar að námi loknu. sbr. næsta tölu- lið. 9) Námskostnað, sem stofnað var til eftir 20 ára aldur og veit ist til frádráttar að námi loknu, enda hafi framteljandi gert full- nægjandi grein fvrir kostnaðin- um á þar til gerðum eyðublöð- um (sbr. E-Jið 13. gr. laga). 10) Afskrift heimæðargjalds v/ hitaveitu, heimtaugargjalds v/rafmagns og stofngjalds v/vatnsveitu í eldri byggingar 10% á ári, næstu 10 árin, eftir að hitaveita, raflögn og vatnslögn var innlögð (tengd). Ofangreind stofngjöld vegna innlagna (tenginga) í nýbygg- ingar teljast með byggingakostn aði og má ekki afskrifa sér í lagi. 11) Sannanlegan risnukostnað, þó eigi hærri upphæð en nem- ur risnufé til tekna i tekjuiið 13. Greinargerð um risnukostn- að fylgi framtali, þar með skýr- ingar vinnuveitanda á risnu þörf. 12) Sannaniegan kostnað vegna rekstrar bifreiðar i þágu vinnu- veitanda. Útfvlla skal þar til gert eyðublað „Bifreiðastyrkur og bifreiðarekstur", eins og form þess segir til um. Enn fremur skal fylgja greinargerð frá vinnuveitanda um ástæður fyrir greiðslu bifreiðastyrksins. Til frádráttar kemur sá hluti heiid- arrekstrarkostnaðar bifreið- arinnar, er svarar til afnota hennar í þágu vinnuveitanda, þó eigi hærri uppha>ð en nemur bif reiðastyrk til tekna í tekjulið 13. Hafi framteljandi feng- ið greiðslu frá ríkinu á árinu 1972 fyrir akstur eigin bifreið- ar sinnar í þess þágu og greiðsl an var greidd skv. samningi sam þykktum af fjármálaráðuneyt inu, er framteljanda heimilt að færa hér til frádráttar sömu upphæð og færð var til tekna vegna þessarar greiðslu í tekju- lið 13, án sérstakrar greinargerð ar. (13.1) Ferðakostnað og ann- an kostnað, sem framteljandi hef ur fengið endurgreiddan vegna fjarveru frá heimili sínu um stundarsakir vegna starfa í al- menningsþarfir. Til frádrátt- ar kemur sama upphæð og tal- in er til tekna í tekjulið 13. (13.2) Beinan kostnað vegna ferða í annarra þágu, þó eigl hærri upphæð en endur- greidd hefur verið og til tekna er talin i tekjulið 13. ADRAR UPPLÝSINGAR Aðra liði framtals skal út- fvlla eins og eyðublaðið segir til um, sbr. eftirtalið: a. Á bls. 2 neðst til hægri fær- ist greidd heimilisaðstoð, álagt útsvar og greidd húsaieiga. b. í D-lið á bls. 4 ber að gera grein fyrir byggingu fast- eigna með tilvísun til húsbygg- ingarskýrslu, sem fylgja skal framtali, einnig þótt um sé að ræða viðbvggingu, breyting- ar eða endurbætur á fasteign. iEyðublöð fðst hjá skattyfirvöld um.) Enn fremur skal gera þar grein fvrir kaupum og söl- um fasteigna, bifreiða. skipa, véla, verðbréfa og hvers konar annarra verðmætra réttinda. Einnig ber að tilgreina þar greidd söiulaun, stimpilgjöld og þinglesningarkostnað. svo og af föll af seldum verðbréfum. Viljl framteliandi nota heimildir 4. og 11. mgr. E-liðar 1. mgr. 7. gr. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.