Morgunblaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 22
22 ---- ■ ■ ■}.■ f ... " . --------; '-"t t '■? MORGUNBLAÐIÐ, -LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1973 Hreiðarsína Hreiðars dóttir — Minning HREIÐARSÍNA Hreiðarsdóttir var fædd í Stóru-Hildisey i Auisf- ur-Landeyjuim 23. okt. 1879, dá- in 13. jan. 1973. Foreldrar henn- ar voru Hreiðar Hreiðarsson bóndi þar, Hreiðarssonar bónda Hvamimi í Landsveit, Haiigason- ar Jónssonar, Stóra-Klofa, en kona Helga var Mar.grét Jóns- dóittir systir Þoivalds í Klofa, sem fjölmienn ætt er frá komim. Móðir Hreiðarsínu var Inigi- bjöTtg Jónsdóttir frá Litlabæ í Vestmannaeyj'um. Hreiðarsina ólst upp í HMis- ey og Vatnshól ásamt þremur háitfsystklnum, sem voru eldri. Fermingarárið 1893 fer hún fyrst úr föðurhúsum að Lágafelli, en þetta vor er taílið að 18 heimili í Landfyjum hafi misst fyrir- vinnu í sjóslysiniu mikla við sandinn, en heimili Hreiðarsínu slapp við það. Frá Lágafelli lá lieiðin upp í FUjótshlíð. Um tvi- tugt var hún vinnukona í Ámundakoti. Kom það þá í henn ar Mut, er leið á veturinn að h'.rða fé á • beitarhúsum sumnan Þverár, en um aldamót fóru all- ir karknenn á vertíð, sem kallað er, er leið á vetur og varð þá kvenfólk og un.glin.gar að sinna skepinum. Ekki hefur þetta verið neitt sældarbrauð hjá Hreiðar- Binu, að fara yfir oft kolimárautt jökulvatnið, en allt blessaðist, enda harðdugleg o.g vandist fljótt við það að gefast ekki upp við erfiðiieikana. Frá Ámuindakoti lá leiðin inn að Barkastöðum til sómahjónanna Tómasar Sigurðssonar og Margrétar konu hans. Þar leið henni vel. Þaðan hettd ég, að hún hafi átt beztar minningar. Á Barkastöðum kynntist hún Ólafi Þorleifssyni. Hann var þar fædd- ur, sonur Þorleifs Þorleifssonar, sem ættaður var úr V-Landeyj- um og Sigríðar Árnad. af Álfta- nesi. Ólafur ólst upp með móður sinni á ýmsum stöðum, en rúm- lega tvítu.gur er hann kominn að Barkastöðuim aftur og 1903 genigiu þau Hreiðarsína í hjóna- band og voru þau i vimnu- mennskiu í Flj ótsh'áð til 1908, en þá flytjast þau til Reykjavíkuir. Bju.gig.u þau fynst á Frakkastig 16 en 1916 kaupa þau húsið Grettisgötu 61 og þar bjó Hreið- arsína í 56 ár, en á Ellilheimilið Grund fór hún í sept. 1971. Ólaf mann sinri missti hún 3. áigúst 1947 og ha-fði hún lengst af hald ið heimili mieð syni sínum, en sonarsonur hennar og hans kona voru með henni i íbúðinni i 8 ár og hafði hi'm þá aðhlynningu og fæði hjá þeim. Eftir að þau flutt ust til Reykjavíkur fór Hreið- arsána fljótt að vinna utan heim- ilis og var það þá við fiskþvott og á þurrkreitum. Þá var ekki eftir gefið; hún kepptist við að Ijúka mongunverkum og koma matnum í moðsuðuna. Elztu börnin áttu svo að sjá um að koma matnnum á borðið, sjálf fór hún í vaskið. Og heyrt hef ég að hún hofi skilað jafn mörg uim þvegmum fiskum upp úr kari og sumar sem stóðu við það allan daginn. Þess má gieta, að Hreiðarsína var ein af þeitm 17 konum frá fiskstöðinni Sjávar- bor.g er stóð við sjóinm neðam Skúlagötu móts við Barónsstíig, sem mættu í KFUM-húsinu 1913 ásamt Bríet Bjarmhéðimsdóttur, sem hafði orð fyrir þessum hópi. + I Systir min, Sigríður Magnúsdóttir andaiðs-t 18. janúar sl. Fyrir mína hömd og anmarra aðstiandenda. Sigurbjörg Jóna M agn úsdötti r. Þaikka inmálega samúð og hlutfceknmgu við andlát og jarðarför móður okkar, Elísu Bjarnadóttur frá Haga í Grimsnesi. Bömin. Sonur minn, bróðir okkar og mágur, ÞÓRIR HALLGRlMSSON, offsetprenta ri, andaðist aðfaranótt 19. þ.m. að heimili sínu að Brávallagötu 16. Þorgerður Guðmundsdóttir Gunnlaugur Hallgrimsson, Ásdís Hallgrímsdóttir, Helgi Angantýsson. Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR, »om andaðist að beimili stnu Kirkjuteigi 15 14. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Langaneskirkju mánudaginn 22. janúar Id. 3 eftir hádegi. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Jónmundur Gíslason, Einar Guömundsson, Valdís Pálsdóttir, Sjöfn Jóhannsdóttir Black, David C. Black, Pálína I. Jónmundsdóttir, Guðmar Marelsson, Anna Jónmundsdóttir, Hilmar Ólafsson, Gísli Jónmundsson. Þetta var undk bún ngsfundur að stoifniun Verkakvennafélagsins Framsóknar. Var því Hreiðar- síina ein af stofnendium þess fé- lags og starfaði þar fram á efri ár. Hreiðarsína var sannkölluð kjamakona. Vílaði ekki fyrir sér erfiðdeika og tókst á við þá til að sigrast á þeim. Hún sagði oft, að hún væri ekki svona gömul aí því að hún hefði haft það svo náðuigt uan daigana. Það var ekki ósjaldan um 1920, að hún að af- Jokrau dagsverki færi inn i þvottalauigar með þvottiinn og annar hvor drengjanna keyrði þá þvottinn á hjólbörum með henni. Þau Ólafur eignuðust 7 böm og lifa nú fjögur. 1930 missfcu þau tvö börn í btóma lifsiins með fjögntrra mánaða millibili, en það vonu: Ólafur 19 ára meinnta- skódanemi og Si.gurbjörg rúm- lega tvítuig kennari. 1961 dó Ágúst pipulagningameistari, en hin sem eftir iifa eru eftir aldri: Guðjón bóndi, Stóra-Hofi, Hreið- ar verzlunarmaður, Ásta, frú í Reykjavík og frú Guðleif hjúkr- uinarkona. Hreiðarsína var ailt tíð heilsu- hraiust, en fyrir fáum árum fékk hún aðkenningu af slagi og var þá fliutt á Heiisuivemdarstöðina, en hún var búin að rtá sér að fuillu eft r það. Hún var marg- fróð og miimuig á það gamla í þjóðláfinu og mundi tvenna tím- ana. Hún hélt fullri andlegri Lárus Kjartansson Byggðarholti-Minning NÚ, þegar ég rita þessi kveðju- og miruningarorð um minn trygiga og trúfasta vin koma margar myndir liðinna daga fram í hug- ann. Ég minn'st þess fyrst, þetg- ár hann með hestinn sinn og kerruna kom út á Eskifjörð og vann þar allain daginn við að flytja vörur af hafskipabryggj - unni og til kaupmanna á staðn- um. Þá voru ekki bílamir. Mér fannst stumdium ótrúlegt hverju hann afrekaði og gætti þess þó vel að ofbjóða í engu hestunum sem ækið drógu. Ég mimnist hans með ristuspaðann fara á nrúlli bæja til að sýna bændum það, sem hann hafði lært hér á landi og í Danmörkiu. Kannski man ég hann bezt í félagslífimu. Við áittum samleið í félagsmáilum. Hann var einm af traustustu stoð um stúkunnar Bjarkar á Eskifirði og sótti hvern fund þótt um lang an veg væri að fara. Einnig hóid um við fundi í sveitinni á heim- ili hans. Einlægari manm gat ég ekki hugsað mér. Viniáttan hélzt til loka. Bréf fóru á miilli. Hann kom til mín, þegar hann var á ferð þótt um þvert land væri að fara ag auðvitað fór ég ekki framhjá honum, þegar lieiðin lá auistur. Lárus fæddist í Eskif jarðarseli 14. apríl 1891. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir frá Eyri í Reyðarfirði og Kjartan Péturs- som bóndi í Eskifj.seli. Kjartan var af hinnl kunnu ætt ísfelds snikkara og var eftirtektarverð- uir maður, dugJegur og aðgætinn, einn af beztu ferðamönnum um fjallvegi á Austurlandi og qtu margar merkar sagmir um ferð- ir hans. Láruis ólst upp i for- eldragarði, séra Lárus Halldórs- son skírði nafna sinn, en Jóhamn Lúther Sveiobjarnarson fermdi hann. Árið 1907 fór Lá.-us í E ða- skóla og var þar við nám í tvo vetur. Fyrri veturinn var bara einn bekkur við skólann og 6 nemendur en siðari veturinn voru 2 bekkir og 18 nemenduir. Bergur frá Klaustri Helgason var skóiastjóri Lárusar og var Lárus mjög hiiifin.n og hændur að honum og taldi hann einhvem miesta skóiamann, æm hann kynnt st um dagama enda vitnaði Lárus oft til hans. Þá réðst Lár- us til Danmerkur tlL frekari kynna og náms. Komst þar á fyr irmyndar búgarða, lærði þar margt, sem átti eftir að verða honum til gagna, þegar hann sjálfur hóf búskap, en hann kvæntist árið 1919 frændkomu sinini, Þorbjörgu Jóhannsdóttiur frá Áreyjum. Láruis fékk til ábúðar 600 úr Esk'fjarðarseli og reisti bæ og kallaði Bygigðarhoit. Hóf hann þegar undraverðar jarðabætur og var mönnum óskidjanLegt sem sáu, hvernig þetta mátti verða með fruimistæð- um verkfærum. En auðvitað var þá ekki kominn í gang 8 stuinda vinnudagur og 5 daga vinnuvika. Ekki var bústofninn mikiB enda viinna sótt eftir mætti út í kaup- stað. 1919 átti hann 20 æ:r og jókst siðan bústofninn jafnt og þétt. Þau hjón voru samhent og ég fiufflyrði að ég hefi fáa vitað bera jafnmikla virðingu fyrir konu sinn: og Lárus, og veit ég að siumum þótti nóg um, Heim- i!i þe'rra var í alla staði elsku- legt. Þar sveif sá andi yfir, er ölliu góðu temur tii vegar. Böm og gamalmenni áttu þama grið- land, þvi þau hjón vöru bam- laus en ólu upp annarra böm sem sín eigin, og margir, sem hvergi áttu höfði sinu að halllia, flýðu að Byggðarholti. Þar var opinn faðmur og öllum leið vel. Þetta þekkti ég vel af eigin sjón. Konu sina missti Lárus 1951 og eftir það fór hann að minnka við Þökkum innrlega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Borgarnesi. Jón Hermannsson, Ester Hermarmsdóttir. Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför sonar okkar og bróður, EYJÓLFS RUNÓLFSSONAR, Vík í Mýrdal. Sigríður Karlsdóttir, Runólfur Sæmundsson, Oddný Runólfsdóttir, Karl Runólfsson, Sæmundur Runólfsson, Runólfur Þ. Runólfsson. reisn fram undir það siðasta. Fótafsrð hafði hún fram á síð- asta haust. Síðustu dagana Iiá hún í móki en svo leið hún út af og lífsneist inn slokknaði eftir að hafa logað í 93 ár og þrem mánuðum bet- ur. Hún fékk hægt andlát. Við trúuim því, að ástvin rnir sem á undan eru farnir hafi tekið á móti henni við landamærim miklu. Að endingu skulu hér færðar alúðarþakkir til starfs- og hjúkr- unarliðs og lækna á Grund, fyr- ir frábæra hjúkruin og um- hyggju. Eiins ber að þakka skyld- mennum og vandalaiusutm, seim heimsóttu hana og styttu henni stuindir. Við ættingjar og vinir þökkum Guði fyrir að hafa fengið að hafa hana með okkur svona liengi og henni sjálfri fyrir það sem hún var okkur. Far þú svo í Guðs fr'ði. Friðuir Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðjón Ólafsson. sig búskap unz hann hætti og settist að á Eskifirði og víðar þar sem hann stuindaði margs konar viinnu, meðal annars tók hann að sér um skeið að bera út póst til Esifcfirðnga. Átti hann gott reiðhjól og þótti það skemmtileg sjón að sjá hann klyfjaðan pósti renna um götuir, og hiverju, sem honum var trúað fyrir, kom harm til skila. 1 Lárus var ráðhollur og fals- laus, og engan rengdi hann fyrr en hann hafði staðið hann að hinu 'gagmstæða. Hann var því bam í aðra röndina. En einnig þéttur fyrir. Órétt gat hann aMrei þol- að, hvorki gagnvart sér né öðr- um og kom þar fljótt til vamar. Þatnniig var þessi elskulegi mað- ur. Seinustu ár var hann farinn að heiisu, en meðan hann gat var hann að vinna. Iðjuiiaus gat hann ekki verið. Um Lárus gæt' ég ritað langt mál og margiar sögur kann ég, sem hann bæði sagði mér og upplifði. Hann hafði sérstaka frásagna rhæfiieika og var því víða auifúsugestur. Bn slík upp- ri’fjun yrði of langt mél, enda til gangur þessarar greinar ekki sá heldur að kveðja minn góða vin og þakka samfylgd, sem var s!5k að ekki bar neinn skug.ga á. Á öðrum vettvangi mun Lár- usar betur minnzt og bíður það síns tíma. Hann var miér og mínu fóiki tryggðatröll fram í daiuða og enn finn ég ylinn streyma úr hans hJýja handtaiki, þéttu og alúðlegu og enn er sem ég heyri róm hans og bles&unar- orð í ,garð mín og minna. Hin gömhu kynni gleymast ei, segir í vlsunni, og satt er það. Ég veit að vinur minn var hvíldinni feginn. Hainn bjó sig vel titt ferðar öruggur um það, sem við tæki. Hann var í en.gum vafa uim, hverju skyidi fela fram tíðina og veit ég að honuim verð- ur að trú sinni. Því kveð óg hann nú og þakka hönum allt, sem hann var mér og mímim. Stykkishótoni 16. jan. 1973 Árni Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.