Morgunblaðið - 20.01.1973, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.01.1973, Qupperneq 10
10 MORiGUNBLAÐÍÐ, LÁUGARDAGtPR 20. JÁNÚAR 1073 ---------í_________________i_i_________________ SAMKVÆMT áætlunum verða íbúar Breiðholtshverfis 24 þúsund þegar það verður fullbyggt og það verður þá þar með næst stærsta „borg“ á landinu. Nú þegar búa þar um 10 þúsund manns. Um sex þúsund í Breiðholti 1 og um fjögur þúsund í Breiðholti 3. Það hefur varla farið fram- hjá mörgum að íbúum Breið- holts finnst þeir verða útund- an við ýmiss konar þjónustu versdanir, lyfjaverzlun, lög- gæzlustöð, heilsugæzlustöð, bókasafn, banka, pósthús, sundlaug, hugsanlega kvik- myndahús og þar fram eftir götunum. Þá þyrfti líka að vera hægt að komast auðveld lega að ýmsum opinberum stofnunum, t.d. til greiðslu á reikningum. Nú sem stendur er unnið að skipulagi miðstöðvar fyrir hverfið og i henni eiga m.a. að vera mörg þau þjónustufyrir ■■ 8= *; tfi? ÍS.Í;:- Hft.SSS ^ Börnin eru a.m.k. ekki svartsýn á framtiðina. Það er ekkert neyðarástand í Breiðholti og sérstaklega hefur löggæzla verið talin ófullnægjandi. En hvernig er þá að þeim búið að öðru leyti? Breiðholts hverfið verður það stórt og það er það langt frá ýmsum nauðsynlegum þjónustustofn- unum miðbæjarins að því minna sem íbúarnir þurfa að leita út fyrir hverfið því betra. Heppilegasta fyrir- komulagið við byggingu svona hverfis er án efa að það sé sjálfu sér nógt um sem flesta hluti. Það yrði sjálfsagt of rnikið að hafa þar fullkomna „mið- bæjarþjónustu" en meðal þess sem þyrfti að vera má nefna tæki sem upp eru talin hér að framan og sjálfsagt mörg fleiri. Gert er ráð fyrir að skipulaginu verði lokið á þessu ári og verður þá vænt- anlega fljótlega hafizt handa um framkvæmdir. 1 millitíðinni býr fólkið við ýmislega bráðabirgðaþjón- ustu. Þegar talað er um bráðabirgðaþjónustu er ekki endilega átt við að hún sé ó- fullkomin, heldur að hún er veitt í bráðabirgðahúsnæði. Þó eru sjálfsagt vankantar á ýmsu og er löggæzlan liklega efst í huga þegar um það er fjallað. Verzlanir komu svo að segja með fyrstu ibúðarhús- unum og þótt skiljanlega sé ekki eins mikið úrval þar að fá og niðri í miðbæ, gera þær sér far um að hafa sem flest- ar vörutegundir á boðstólnum og minna í því á gamlar kram búðir, þótt ólíkt séu þær snyrtilegri, eða kannski er réttara að segja nýtízkulegri. Lyfjaverzlun var opnuð ár- ið 1970 og þótt hún sé í bráða birgðahúsnæði er veitt þar öll þjónusta sem veitt er í öðr- um verzlunum af sama tagi. Bókabíll frá Borgarbókasafn- inu kemur þrisvar í viku í hverfið og í næstu viku verð- ur væntanlega opnað bráða- Birna Bjar nleifsdóttir. Lyfjaverzlunin * r eitt af þeim nauðsyniegu þjónustufyrirtækjum sem þegar eru í Breiðholti. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.). birgðabókasafn í kjallara Bú- staðakirkju og verða bílarn- ir þá jafnframt „gerðir út“ þaðan. Það hefur löngum verið svo að ný hverfi hafa þurft að sætta sig við að ýmsu sé ábótavant fyrstu árin og Breið holtshverfi er þar engin und- antekning. En það er þó langt frá því að þar ríki nokkurt neyðarástand. EKKERTSKUGGAHVERFI En hverju er helzt ábóta- vant eins og málum er nú háttað. Það liggur beinast við að tala við húsmóður um þau atriði. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það sem vantar, eins og allt annað, en við féngum Birnu Bjarnleifsdótt- ur, formann Kvenfélags Breiðholtshverfis til að segja okkur sitt álit: — Löggæzlan, eða kannski heldur skorturinn á henni, hefur verið efst á baugi hér undanfarið, eins og vonlegt er. En það er ekki út af síð- ustu atburðunum eingöngu, sem við erum á þeirri skoð- un, það hefur lengi verið okk ar álit. — Það er ekki vegna þess að þetta sé neitt skuggahverfi síður en svo. En það má alls staðar finna misindismenn og gott lögreglueftirlit er bezta tryggingin fyrir þvi að þeir haldi sig á mottunni. Við telj- um að þetta hverfi sé orðið svo stórt og fjölmennt að eft- irlitsstarfsemin eins og hún hefur verið hingað til, sé ó- fullnægjandi. — Mér finnst satt að segja heldur mikið gert úr ofbeldis- verkunum hér, í sambandi við hverfið sjálft. Þau hefðu getað verið framin hvar sem er í borginni, reyndar hvar sem er á landinu. En það er eins og blöðin taki sérstak- lega eftir því ef eitthvað ger- ist hér. BARNMARGT HVERFI — Það má segja að eitt af því sem við hugsum mest um sé aðstaða fyrir börnin okk- ar og þeirna veMíðan. 1 þessu hverfi eru fleiri börn en í nokkru öðru i borginni. Þau eru miklu fleiri en gert var ráð fyrir. Skólinn hér er teikn Framhaid á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.