Morgunblaðið - 30.01.1973, Page 15

Morgunblaðið - 30.01.1973, Page 15
MORGUNBLAEHÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1973 15 Einróma samþykkt Alþingis Jóhann Hafstein Framhald af bls. 1. verðnr að láni til bráðabirgða samkvæmt framansögðn, skal vera í höndum nefndar þeirrar, sem ríkisstjórnin skipaði 23. janú ar s.I. til að rannsaka, hverjar afleiðingar náttúruliamfarirnar í Vestmannaeyjum geta haft fyrir efnahagslega afkomu þjóðarbús- ins og hver lirræði eru helzt fyr ir hendi til að draga lir þeim af- leiðingum. Samkvæmt skipunar- bréfi sínu ber þeirri nefnd að hafa samráð við bæjarstjórn Vestmannaeyja. Hér fer á eftir ræða sú, sem Jóhann Hafstein, formaður SjáM stæðisflokksins flutti við umræð umar: Herra forseti. Ég vil hefja mál mitt með því að Iýsa samúð með Vestmanna- eyingum sem orðið hafa fyrir hinum ægilegu náttúruhamför- um við eldgosið í Heimaey, sem hefur svipt þá heimil'uim og öðr- um eignum og slitið þá frá heimabyggð og ættarslóðum að sinni. Ég vil einnig láta í Ijós þakk- læti og virðingu í garð þeirra, sem innt hafa af höndum frjáls framlög og veitt hafa aðstoð til bjargar á margan hátt og boðið fram aðstoð til þess að græða sár, sem neyðarástand eldgoss- ins hefur skapað. Sjálifstæðisflokkurinn heitdr á Islendinga alla að mæta þeirri ógn, sem að höndum hefur borið í Vestmannaeyjum, með þegn- skap og samhjálp. Ég hefi áður lýst yfir og lýsi því enn yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubú ínn til samstarfs uim ráðstafandr til aðstoðar Vesfcmannaeyingum I neyðarástandi þeirra. Það er rétt, sem kom fram hjá hæstvirtum forsætisráðlherra, að hann kvaddi okkur formenn stjórnarandstöðunnar til sam- ráðs strax fyrsta dag þessa eld goss í Vesfcmannaeyjum og næsta dag þar á eftir einnig og að við vorum kvaddir á fund ríkisstjómarinnar að morgni laugardags sJ. og þar voru ltögð fram frumdrög að frumvarpi, sem þó var sagt að rikisstjórnin stæði ekki ein að sjálf heldur væru tillögur, sem hefðu verið mótaðar í samráði við hana af embættismönnium og ætlazit til þess, að þingflökkar fjöliuðu um þessar tillögur síðar um dag inn eins og þeir munu hafa gert. Að loknum þeim fundí þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, þá átti ég tal við forsætisráðherra og gerði honuim efnisliega grein fyrir því, sem viö vildum á þessu stigi málsins segja, og tdl þess að það fari ekki neitt á miTIi méla þá vildi ég með íeyfi hæst- virts forseta mega lesa hér upp sem þar var um bókað í þing- flokki Sjáífstæðiisflokksins: Þingflokkur sjálfstæðismainna er einhuga um að veita beri Vesfcmannaeyingaiim allan nauð- synlegan stuðning vegna eldgoss ins þar. Varðandi „frumdrög að frum- varpi tid laga um neyðarráðsíaf- anir vegna eldgoss í Heimaey", sem forman.ni flokksins var af- hent á fundi með rikisstjó<rniniú í dag, vill þiingfl'okkurinn taka fram eftirfarandi: 1. Það er skoðun þingflokks Sjálfstæðisfliokksins, að tiUög ur um neyðarráðstafanir vegna eldgoss í Heimaey eigi ekki að leggja fram í þingin'U, fyrr en ful'lreynt er um sam- komulag milli allra þiing- flokka. 2. Eðlilegast væri, að frumvarp um ráðstafanir verði flutt sem þingmannafrumvarp allra fliokka. 3. Einskorða ber aðgerðimar við aðstoð til Vestmannaeyinga og úrbætur í tengslum við náttúruhamfarirnar. 4. Ýmis ákvæði frv. liiggja utan við þann tiligamg, og kanna ber fjáröflunarleiðir betur. 5. Leggja ber áherzlu á- hið sér- stæða tjón og atriði nátengd því. 6. Meta ber framboðna erlenda aðstoð og kanna möguleika, bæði varðandi framlög og lán. 7. Jafnhliða ítarlegum tilraun- um til sarmstöðu þingflokka ber að haía samráð vilð bæjar stjórn Vestmannaeyja um að- gerðir. Ef einhverjir hafa e.t.v. skilið orð hæstvirts forsætisráðherra áðan á þann veg, að það standi á stjómarandstöðunni, að hæst- virt ríkisstjórn hefur ekki borið fram frumvarp það, sem hanrí sagði að hún hefði tilbúið, þá verð ég að leiðrétta það, í því er misskilningur. Það er rétt, að í þessum punktum, sem ég las hér, þá felast ýmsar athuga- semdir, og hæstvirtur forsætis- ráðíherra sagði einmitt i viðræð unum við mig á laugardaginn, að við mundum þá setja fram okkar tillögur eftir helgina. Við höfum verið að vinna að þvi og m/undum hafa gert það, ekki hér í þinginu heldur í viðræðum á millli allra fl'okkanna. Við höfum lagt, — og ég hef gert það sjálf ur á fundi með ríkisstjórninni — áherzliu á það, að við reyndum fyrst og fremst i öndverðu að ná samstöðu, fullri samstöðu, í þinginu, áður en nokkrar tillög- ur yrðu lagðar fram. Ég tel nú, að rílkisstjórnin hafi með flutn- ingi þessarar þingsályktunartil- lögu fafflizt á þau sjónarmið, að rétt væri að gefa viljayfirlýs- ingar við fyrsta tækifæri, en gefa sér siðan tóm til þess að freista þess að ná samstöðu um efnishlið þeirra úrræða, sem síð ar verður sjálfsagt fjallað um I þinginu. Ég hefðd hins vegar vænzt þess, að stjórnarandstöð- imni hefði verið gert aðvart um fliutning þessarar þingsályktunar tillögu og jafnvel leitað samráðs um meðfliutning að henni, og það er í raun og veru í sam- ræmi við þær viljayfirlýsingar okkar, sem fram hafa komið í þvi efni og þaS hefði verið út- látalaust að minu álilti og ekki skapað nein vandlkvæði. Við sjálfstæðismenn erum sammália þessari málsmieðferð og hún er í samræmi við þann vilja, sem við höfurn áður lýst yfir að láta nú kioma fram vilja Al- þingis og undirbúa síðan frek- ari aðgerðir. Við eruim sam- mála þvi að kjósa þessa nefnd, sem þingsályktunartillagan fjald ar um og einnig þeirri fjáröflun, sem þar er getið um. Við erum þess vegna efnislega samimála þessari tillögu, en þó vil ég mæl ast ti'l þess að tillagan fái skoð- un í neðri deild, sem ég hins vegar tel ekki þurfa að taka nema mjög stuttan tima, þvi að það kynnu að vera frekari heim ildir en í henni felast, sem menn yðu sammála um að rikisstjórn- in fengi þegar í stað. En að sjálf sögðu er þetta ekki mælt til að tefja framgang málsins og ég tel ekki að þetta þurfi að tefja rnáli'ð neitt og við erum reiðu- búnir til þess að afgreiða málið með öðrum nú þegar á þessum degi. Ég tel ekki ástæðu til þess að orðlengja um þetta mál. Ég vii mega vona það að ég hafi í þess um fáu orðum gert nægjanlega greim fyrir afstöðu sjálfstæðis- manna. Við höfum verið að vinna að því að móta tillögur í málúnu yfir helgina, en eins og ég sagði áðan þá er það allt mið að við að freista þess i samiráði og viðræðum milli flokkanna að fella saman þær hugmyndir, sem fram koma hjá fleiri aðil- um og ná að endingu samstöðu í málinu, áður en það kemur j inn í þingið og þannig, að um j það þurfi ekki á þeim vettvangi j neinn ágreiningur að vera. Þetta er okkar afstaða. Ólafur Jóhannesson sagðd, að ékki þyrfti að rifja upp ógnar- j atburði þá, s@m gerðust aðfarar nótt hins 23. janúar, né heldun þau ósköp, sem síðan hafa gerzt. ■ Hugur manna, ekki aðedns Vestmannaeyimga, heldur allra landsimannia, hefur snúizt um þau ótíðindi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um, að náttúru- hamfarir þessar hafe valdið stór fle'.ldri röskun. Það væri skylda samfélagsiins að standa straum af ráðÍBtöfunuim við að flytja fólk til lands og kostnaðd við húsnæði og annars konar að-j stoð. Engiinn kostur væri enn að meta fjárhagslegt tjón, jafnvel þó að gosið rénaði fljótt. Orð og tölur væru hér miagnvana. Þó má reyna að geta sér tid um stærð þess vanda, sem jarðgosið leggur þjóðinni á hendur, og til þarf að kosta, svo að tryggt sé, að þjóðin leggi öll á siig byrðar, til að bæta Vestmamnaeyingum eignatjón þeirra. Vestnr" nnaeyjar væru mikil- vægasta verstöð landsdns, og væri hlutdeild þeirra 12—13% af þjóðarbúskapnum. Búast hefði mátt við, að á árinu 1973 hefði útflutningsfram'leiðsla Vest mannaeyinga orðið 2000 milljóna króna virði. Jafnvel þó að gosið gengi nú fljótlega niður, er ekki hægt að búast við, að af rekstri fiskvmnsluhúsamoa geti orðið á þéssari vertíð, eða á þessu ári jafnvel. Því h’ýtur að verða um mikið tap að ræða, þótt flotinn sæki frá öðrum verstöðvum. Óhætt er að ætla að útflutnimgs- tap verði ekki umdir 1000 millj. króna. Áætlað er að tekjur Vest- mannaeyinga hefðu orðið 1700 milljónir, eða 3% þjóðartekn- anrna. Ósköpin hljóta að valda milklum tekjumissi, þó að Vesfcmantnaeyingum megi fljót- lega útvega atvinmu annars stað- ar. Svo getur farið, að þegar á þessu ári, þurfi að afl.a 2000 milljóna kxóna svo að þjóðfélag- ið geti rækt slkyldur sínar við Vestmannaeyinga. Vegna þessa áfalls, sem þjóðarbúið hefur orðiið fyrir, verðnr að draga úr imnfl'utningi og útgjölduim. Ekki er hægt að gera sér grein' fyrir því öllu mú, sem gera þarf, en augljóist er, að í fyrsta ' lagi þarf að greiða hiinn marg- víslega kostnað vegna björgun-1 arstarfsemd'nnar og flutnings og1 vegna röskunar á stöðu manna.! í öðru lagi þarf að veita bætur vegna tekjumissis og vegna ým- is?a útgjalda, sem á hafa hlaðizt. í þriðja lagi þarf bersýnilega að veiita fjárhagsaðstoð til þess að leysa ýmis félagsileg vandamál, svo sem skó'ahald, og umönnun sjúkra og aldraðra. í fjórða lagi rmá ætla að veita þurfi sikyndilán til útgerðarmanna og amnarra, sem atvininustarfsemd hafa með höndum. Þá er ekki ólííklegt að veita þurfi fjárhagsaðistoð vegna flutnings á fiski. f fimmta lagi standa Vestmannaeyingar undir mdkluim skuldum, sem borga þarf af vexti og afborgainir og verður að hlaupa þar undir bagga, svo að ráðstöfumarfé lána sjóða þverri ekki. Og í sjötta lagi þarf að veita Vestmanna- eyj akaupstað f járhagsstuðning, því að ljóisit er, að tekjustofnar hans munu engir verða, en hann þarf að taka á sig margvísleg út- gjöld við að halda uppi björgun- arstarfi. Strax og náttúruhamförunum linmir verður meginverkefnið að veita fé til uppbyggingar þeirra mannvirkja og eigna, sem orðið hafa fyrir skemmdum. Ríkisstjórnin tók þetta mál fyrir strax að morgni hins 23. jamúar og gerði þá þegar nökkr- ar skyindiráðstafanir. Var þegar sett á laggirnar nefnd tid að rann saka hvaða afleiðingar þessi at- burður miyndi hafa á þjóðarbú- skapimm. Strax var ákveðið að hafa samráð við stjómarandsitöðuna. Hef ég átt fundi með formönn- um stjómarandstöðuflokkanna, og þeir hafa setið minn.sta kosti eiinn ríkisstjórmarfund. Ríkisstjórnin gerði ráðstafanir til að láta semja iög vegna ástandsins og lagði þau fyrir stjómarandstæðinga. — Varð ágreiningur um viss atriði, svo sem eðlilegt má telja. En það kom fram, hjá foringjum stjóm- arandstöðunnar, að þeir töldu mifcilvægt að ná siamstöðu um i þesisá mál. Kamu þeir með viss- ’ ar ábendingar í því sambandi, og eftir að hafa athugað þaer, og þetta mál allt að nýju, varð niðurstaðan sú að flytja þá þingsályktunartillögu, sem hér iiggur fyrir, en hún er um neyð- arráðstafanir vegna goss í Heimaey. Er óhjákvæmilegt að gera ráð- stafanir til þeas að afla reiðu- fjár, tiíl að gera ráðstafanir, sem nú eru nauðsynlegar. Því er far- ið fraim á að Allþingi véiti heim- ild til lántöku að upphæð allt að 500 milíjónir króna, og mun sú nefnd, sem slkipuð var strax 23. janúar, sjá um úthlutun þess fjár. Stjómin hefur alveg tilbúið frumvarp um þetta efni. Tel ég ekki viðeigandi að rekja frum- varp ríkisstj órnarin na r, þar sem þingmannanefnd er nú ætlað að semja nýtt frunavarp, en hún fær írumvarp ríkisstjómarinnar í hendur, og kentur til með að mefca, að hve milklu leyti hún vill byggja á því. Margvíslegum upp lýsingum hefur verið safnað, og fær nefndin þær í hendur, svo og eru þeir sérfræðingar, sem unnið hafa fyrir ríkisstjórnina í þessum málum reiðubúnir til að aðstoða nefndina. Ég vil ekki rekja frumvarp ríikisstjómarinmar í einsitökum. atriðum, þó að fúifrágiengið sé. Hi'tt vil ég þó segja, að höfuð- hugmyndin var, áð rrrynda sér- stakan sjóð, mjög myndarlegan, sem gæti haft yfir að ráða 2000 til 3000 millj. kr Fjáröfliunin | átti að byggjast á hugmyndum ] um, að hver og einn legði fram sinm sikerf til sóóðsins. En þetta mun néfndin kanna betur, er hún fær gögnin í hendur. Ég vil, vegna þess að sögu- sagnir hafa verið á gangi, taka það fram, að það er algjör mis- skilniingur, að ríkisstjórnin hafi I hafnað aðstoð annarra ríkja. i Þvert á móti hefur verið tekið ! fram, að aðstoð verði þegin með | þökkum. Bnda engin vansæmd að taka við að'toð við þessar aðstæður. þó að frumiskylda sé, að hjálpa sér sjálfur. Utanrikis- ráðherra hefur þegar hafið við- ræður við erlenda fulltrúa um hveus konar aðstoð verður um að ræða. Vitað er t. d., að í sumum löndum eru framleidd tilbúin hús, sem hægt er að setja upp á skömimuim tíma. Það er verið að Frambeld á Ws. 81 Guölaugur Gíslason: Ég vil flytja þakkir til þjóðarinnar allrar Guðlaiigur Gislason í UPPHAFl fundar í neðri deild Alþingis í gær kvaddi Guðlaug ur Gislason alþingismaður Sunn lendinga sér hijóðs utan dagskrár og sagði þá: „Herra forseti. Ég vil við þetta tækifæri, sem mér gefst, flytja hér þakk'r fyr ir auðsýnda samúð og vináttu- huig, sem Vestmannaeyingum hef ur verið sýndur i sambandi við þær náttúruhamfarir, sem yfir standa. Ég leyfi mér að flytja forseta SÞ., forseta þessarar hv. deiidar og alþm. ö'lum þennan þakklætisvott okkar Vestmanna eyinga, einnig forseta íslands, biskupinum yfir ísland', hæstv. forsætisráðherra og rík'sstjórn- inni allri og einnig og ekki síður hinu-m fjölmörgu einstaklingum, samtökum, féiagasamtökum. Samtökum sveitarfélaga vil ég elnn g flytja þessar þakk'r okk- ar fyrir, eins og ég sagð:, auð- sýnda samúð og vináttu og alla þá margvíslegu fyrirgreiðslat, sem allir þessir aðilar hafa látið í té. Ég get sagt þetta í einu orði: Ég vil flytja þessar þakkir til þjóðar'nnar al'irar. Hvar sem á hefur þurft að ha’da, höfum v'0 fengið hin sömu, einlægu svör, að allt væri til reiðu til þess að greiða úr hinum margvísiegu vandamálum, sem að hafa steðj að. Eg ætia ekki, á þessu stigi, að fara að ræða afleiðingar hars*- faranna. Siíkt er útilokað. Þetta stendur yfir og því miður sjáum v ð ekki fyrir endann á hinum margvíslegu vandamáluim, sem upp koma í þessu sambandi. Þá vil ég ekki síður og ekki sízt þakka það fyrirheit, sem ríkis'- stjórn ísiands hefur gefið um efnaha.gslega fyrirgreiðslu, þeg- ar vandamálið hefur verið skoð- að og v:ð kunnum að sjá að ein- hverju leyti fyrir endann á því. Eins og ég sagð í upphafi, vildi ég nota þetta tækifæri til þess að koma hér á framfæri, þakk- ’æti okkar Vestmannaeyinga allra, fyrir hina margvíslegu og margþættu samúð, vináttu og fyr irgreiðslu, sem við höfum orðið aðnjótand í sambandi við þá at- burði, sem nú eru að gerast hjá okkar heimabyggð.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.