Morgunblaðið - 30.01.1973, Side 16

Morgunblaðið - 30.01.1973, Side 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1973 eigi ekki að leggja fram í þinginu, fyrr en fullreynt er um samkomulag milli allra þingflokka. 2. Eðlilegast væri, að frum- varp um ráðstafanir yrði flutt sem þingmannafrum- varp allra flokka. 3. Einskorða ber aðgerðirn- ar við aðstoð til Vestmanna- eyinga og úrbætur í tengsl- um við náttúruhamfarirnar. 4. Ýmis ákvæði frv. liggja utan við þann tilgang, og kanna ber fjáröflunarleiðir betur. 5. Leggja ber áherzlu á hið SAMHJALP OG ÞEGNSKAPUR Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 225,00 kr. á mánuði innanlands. I iausasölu 15;00 kr eintakið. j gær samþykkti Alþingi ein- róma þingsályktunartil- lögu um neyðarráðstafanir vegna jarðelda í Vestmanna- eyjum. Við umræður um það mál komst Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, svo að orði: „Ég vil hefja mál mitt með því að lýsa sarnúð með Vest- mannaeyingum, sem orðið hafa fyrir hinum ægilegu náttúrubamförurrvvið eldgos- ið í Heimaey, sem hefúr svipt þá heimilum og öðrum eign- um og slitið þá frá heima- byggð og ættarslóðum að sinni. Ég vil einnig láta í Ijós þakklæti og virðingu í garð þeirra, sem innt hafa af hönd- um frjáls framlög og veitt hafa aðstoð til bjargar á margan hátt og boðið fram aðstoð til þess að græða sár, sem neyðarástand eldgossins hefur skapað. Sjálfstæðis- flokkurinn heitir á íslendinga alla að mæta þeirri ógn, sem að höndum hefur borið í Vestmannaeyjum, með þegn- skap og samhjálp. Ég hef áð- ur lýst yfir og lýsti því enn yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubmnn til samstarfs um ráðstafanir til aðstoðar Vestmannaeyjum í neyðar- ástandi þeirra.“ Forsætisráðherra upplýsti á þingi, að ríkisstjórnin befði haft tilbúið uppkast að frum- varpi um fjáröflunarráðstaf- anir og hefði það verið sýnt stjómarandstöðunni sl. laug- ardag. Af því tilefni gat Jó- hann Hafstein um eftirfar- andi bókun í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins, senv gerð var þann sama dag: „1. í>að er skoðun þing- flokks sjálfstæðismanna, að tíllögur um neyðarráðstafan- ir vegna eldgoss í Heimaey sérstæða tjón og atriði ná- tengd því. 6. Meta ber framboðna er- lenda aðstoð og kanna mögu- leika, bæði varðandi framlög og lán. 7. Jafnhliða ítarlegum til- raunum til samstöðu þing- flokka ber að hafa samráð við bæjarstjórn Vestmanna- eyja um aðgerðir.“ Ríkisstjórnin hefur nú horf- ið frá þeirri ákvörðun, að reyna að fá það frumfvarp samþykkt, sem hún lét semja fyrir helgina, a.m.k. að sinni, og upplýst var í umræðun- um, að nefnd sú, sem kjörin hefur verið til að semja til- lögur til lausnar fái þessi frumvarpsdrög. Ástæðan fyr- ir þessari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar mun vera sú, að innan ríkisstjórnarflokk- anna sjálfra mætti það mik- illi andstöðu að tengja saman neyðarráðstafanir vegna eld- gossins og almennar efna- hagsráðstafanir. Og munu a.m.k. þrír af þingmönnum stjórnarflokkanna hafa snúizt gegn því. Um þennan tillögu- flutning sagði Jóhann Haf- stein m.a. í ræðu sinni: „Ég tel nú, að ríkis- stjórnin hafi með flutningi þessarar þingsályktunartil- lögu fallizt á þau sjó'nar- mið, að rétt væri að gefa viljayfirlýsingar við fyrsta tækifæri, en gefa sér síðan tóm til þess að freista þess að ná samstöðu um efnishlið þeirra úrræða, sem síðar verður sjálfsagt fjallað um í þinginu. Ég hefði hins vegar vænzt þess, að stjórnarand- stöðunni hefði verið gert að- vart um flutning þessarar þingsályktunar og jafnvel leitað samráðs um meðflutn- ing að henni, og það er í raun og veru í samræmi við þær viljayfirlýsingar okkar, sem fram hafa komið í því efni, og það hefði verið útlátalaust að mínu áliti og ekki skap- að nein vandkvæði.“ Með samþykkt þessarar til- lögu hefur málinu verið kom- ið inn á eðlilegan farveg og vonandi er, að algjör sam- staða náist um aðgerðir vegna neyðarástandsins. Rík- isstjórnin hefur nú þegar fengið heimild til bráða- birgðalántöku til að ráífet fram úr brýnasta vandanum og heildartillögur munu vafa- laust sjást von bráðar. í nefndaráliti er þess getið, að rætt hafi verið um það, að ríkisstjórnin kanni nú þegar, hvort unnt sé að fá lán til langs tíma hjá sjóð- um á vegum alþjóðastofn- ana. í umræðunum í gær báru ráðherrarnir á móti því, að hlífzt hefði verið við að þiggja alla þá hjálp, sem varnarliðið gæti látið af höndum rakna. Þær yfirlýs- ingar eins og margar aðrar af stjórnarinnar hálfu tekur al- menningur nú orðið með öll- um fyrirvara. En hvað sem því líður ber að fagna sam- stöðunni, sem náðist í gær, hvort svo sem hún endist eða ekki. ÞAKKIR VEST- MANNAEYINGA /^uðlaugur Gíslason kvaddi ^ sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær og flutti fram þakkir Vestmannaeyinga til allra þeirra, sem vel hafa brugðizt við. Hann sagði: „Ég vil flytja þessar þakkir til þjóðarinnar allrar. Hvar sem á hefur þurft að halda höfum við fengið hin sömu einlægu svör, að allt væri til reiðu til þess að greiða úr hinum margvíslegustu vanda- málum, sem að hafa steðjað.“ Nú ríður á, að sá andi, hjálpsemi og fórnfýsi, sem ríkt hefur undanfarna örlaga- daga, endist, sá „þegnskapur og samhjálp“.' Þáttur varnarliðsins í björgunar- störfum ÞÁTTUR varnarliðsins á Keflavikurflngvrlli i björgun arstörfunum i Vestmannaeyj um hefur verið mjög til um- ræðu meðal almennings og hafa stjórnvöld sætt gagn- rýni fyrir að hafa ekki not- fært sér þá aðstoð sem yfir- menn varnarliðsins hafa boð- ið fram. Mbl. sneri sér til upp lýsingaþjónustu Bandarík.j- anna og bað hana um skýrslu um þátt varnarliðsins. Þar segir að þriðjudaginn 23. janúar hafi flugvélar varn arliðsim, tvær Dakotavélar, tvær stórar þyrlur af gerð- inni Jolly Green Giant og ein Herkúlesflugvél flutt 67 manns til lands, aðallega sjúklinga og gamaknenni, sem ekki hafi verið hægt að flytja með öðru móti. Voru flugvélarnar komnar á stað- inn nokkrum klukkustundum eftir að gosið hófst. Föstudag og laugardag 28. Flugvél varnarliðsins við fjárflutninga frá Vestmannaeyjum — 27. janúar fiut'tu Dakotavél- arnar og þyriurnar 399 kind- ur til lands. Um helgina fór síðan Sveinn Eiriksson slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli ásamt þremur manna sinna til Vest mannaeyja til að aðstoða við slökkvistörf og eldvarnir. Þá iagði varnarliðið til háþrýsti- dæiubíl, sem getur dælt 2000 lítrum af vatni á mínúbu og auk þess sérstakt tæki til að berjast við vatnsmeng'jn, sem aíkastar einnig 2000 lítrum á mínútu. Af öðrum tækjabúnaði má nefna að varnarliðið hefur lagt til gáma og stóra kassa, t;l að geyma búslóð i og auk þess nokkra asbestbúninga, sem þola allt að 600 gráðu hita. Á Keflavíkurfiugvelli gekkst prestur staðarins fyr- ir fatasöfnun og afhenti hann AðventLstakirkjunni í Reykja vík um eina lest af fatnaði. Nú eru á Keflavíkurfhig- velli 5 flugvélar á neyðar- vakt og margar áhafnir, sem eru til taks með mínútn fyrir vara ef beðið er um aðstoð við björgunarstörf. Þá hefur yfirmaður várnar liðsins boðið ríkisstjóminni afnot af öllum hugsanlegum tækjum og aðstöðu auk mann afla, eftir því sem ríkisstjórn- in telur nauðsynlegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.