Morgunblaðið - 30.01.1973, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1973
17
ílát fullt af eldi
HAFNARHRIP
v________y
KAUPMANNAHÖFN. — Þau Hafn-
arhrip sem birzt hafa hingað til voru
öil skrifuð og heim send, áður en
Helgafell brá 6000 ára gömhim vana
sin-um: að minna á fegurð . ísle-nzkr-
ar náttúru og íslenzkra örnefna; hið
helga fjall. Það stóð ekk: á Dönum
að minna á þá fögru nafngift. Þegar
þetta er ritað er enn óvíst um örlög
Heimaeyjar, en vonandi gefur nafn-
ið bendingu um að þar muni fólk
enn eiga heima og þar verði áfram
fögur, eftirsóknarverð eyja sem tek-
ur móti fóiki sínu. stærri og stoltari
en nokkru sinn. fyrr. Og þar geti
Vestmannaeyingar enn og alla tíð
unað glaðir við sitt og faárt björg í
bú og svifið í fuglabjörgum sín-um,
eins og sýnt var í sjónvarp'nu hér.
Myndin var gömul og ágæt: Danir
gátu upplifað lítinn, fagran og —
eins og einn þeirra komst að orði:
,,'dyllskan“ fiskimannabæ, þar sem
lifað var sérstöku og sérstæðu lífi
eins og myndin sýndi. Ég þykist viss
um að enginn sem sá þessa roynd —
og þeir skiptu milljónum — mundi
ekki sakna þessarar náttúrudýrðar,
ef hún yrði eyðileggingunni að bráð.
Danska sjónvarp ð sýndi l'ika ógleym-
anlegar kvikmyndir frá gosstöðvun-
uim: það flutti bókstaflega út þetta
einstæða eldgos, kom með það hing-
að tiil þessarar bræðraþjóðar að
kvöidi fyrsta dags gossins og þótti
mér það vel af sér vikið. Fyrstú
myndirnar voru teknar af brezkum
sjónvarpsmönnum frá BBC, svo
komu danskar myndir og íslenzkar.
Og siðan hefur sjónvarpið oft sýnt
mynd r af gosinu. Samt hafa þeir
verið gagnrýndir fyrir frétta-
mennsku sína af sjónvarpsgagnrýn-
endum svonefndum, en mér finnst
það ekki sanngjarnt. Flest annað
mætti gagnrýna i danska sjónvarp-
inu — og er gert.
XXX
Það þarf ekki litla atburði til að
leggja undir sig forsiður allra dönsku
blaðanna. Heligafel'l og guðlmir sem
því stjórnuðu áttu í harðri sam-
keppni við friðinn í Vietnam, lát
Johnsons og mesta flugslys sögunn-
ar, þegar 180 manns létust í Afríku,
svo að dæmi séu tekin. Daginn eftir
gosið tóku Vietnarofréttimir við for-
ystunni af Heimaey, þótt. henni væru
gerð frábærlega góð — og stundum
persóinuleg — skil áfram, en flug-
slysið hefur alveg fallið í skuggann.
Og þó erj 180 mannslíf 180 manns-
líf hvar sem er á hnettinum. „Legg-
ur Drottinn líkn með þraut," sagði
forseti vor í ávarpi sínu til þjóðar-
innar. Og þessa líkn fengum við að
upplifa: mannsiiífin skipta þó öllu
máli.
XXX
Gasmorguninn fékk ég nóg að
Starfa. Þá hringdi danska útvarpið í
miig og gaf fyrirskipun um að ég
kæmi þangað fyrir kl. 6 um morgun-
inn. Þar var ég svo tekinn traustataki
fram eftir degi og sagði frá Eyjum
og eyjaskeggjum og gaf skýringar á
fréttum. Úr fjarlægð hafa svona at-
burðir lamandi áhrií á mann. Og
reyndar verð ég að viðurkenna að
það var hrein martröð að bíða fyrsta
klukkutímann þarna niðri í útvarp-
inu og fylgjast með fréttunum
streyma inn. Klukkan hér er einum
tima á undan klukkunni heima og eng
inn vissi um mannbjörg fyrsta
klukkutímann. Ein versta kLukku-
stund í lífi blaðamanns. Það hvarfl-
Einhvers staðar uppi á laiuii saknar lítil stúlka brúðunn ar sinnar seni hún varð að yfirgefa i skyndi, vegna
miskunnariausra náttúruafla. Ljósm.: Kr. Ben.
aði ekk að mér að nokkur mann-
eskja hefði lifað af þau ósköp að
„Helgafeli sprakk í loft upp“, e'ms og
fyrstu fregnirnar hermdu, eldsúlur
stæðu upp úr fjallinu og hraun
streymdi úr gígum þess. Em svo
fór að rofa til: hraunið stefndi til
hafs, fólkinu bjargað og von um að
bænum yrði þyrmt. Það var léttara
yfir íslendlngnum sem sagði Dönum
frá Vestmannaeyjum eftir þvi sem
á morgun nn leið. Og þá var orðið
skemmtilegt að fylgjast með frétta-
mennsku dönsku útvarpsmannanna,
sem að flestra dómi hér, held ég, ber
af. Allar útsendingar fram yfir há-
degi voru beinar, eins og kallað er.
Á morgnana er útvarpið aðaifrétta-
miðiliinn, þvi að sjónvarpið er ekki
byrjað og blöðin, með fréttír frá
kvöidimu áður stöðva ekki pressuna
og gefa út aukaútgáfur, nema heims
viðburður gerist á danskan mæli-
kvarða. öil lönd hafa sinn mæli-
kvarða eins og kunnugt er.
XXX
Eitt af því sem mesta athygli hef-
ur vakið hér er skipulagt starf Al-
mannavarna og björgunarmanna.
Það hefur vakið aðdáun, aukið hróð-
ur íslands. Það má kannski rifja jpp
deilur um þá stofnun eins og aðrar
en ekkert aðaiatriði, heldur hitt að
hún hefur sannað á'gæti sitt. Hvenær
hafa íslendingar verið sammála um
eitt eða annað? Á kan.nski Heigafell
eftir að sameina þá, minna þá á að
þeir eru ein fjölskylda, og heimili,
þar sem ekki gengur á öðru en rifr-
ildi og iHdeilum, er leiðinlegt heimili.
Vonandi getur einnig eitthvað gott
hlotizt aí þessum náttúruhamförum.
Þær voru áminn'ng. Margar slikar
áminningar má lésa i Gamla testa-
mentinu.
XXX
Fyrstj fréttirnar sem Danir
fengu um eldgosið voru auðvitað úr
mörgum áttum, en áreiðanlegastar
voru Ritzau-fréttir Sverrá Þórðar-
sonar. Við þær vöknuðu frændur
hans, Danir, við þá bláköldu stað-
reytid að þeir eiga bræður og vini á
íslandi. Og það hefur verið ógleym-
anlegt að upplifa hlýtt viðmót í garð
íslendinga hér á Hafnarslóðum: Dan
ir eru drengir góðir, það mátt: finna
þegar ísl’endingar, og þá fyrst og síð
ast Vestmannaeyingar, þjrftu að
glíma við sina eldraun: þetta skap-
heita, en agaða fólk sem æðrast ekki
á örlagastund, í mesta lagi það fjölgi
mannkyninu. Fæðing barns er raun
ar ekki minni viðburður en harofarir
Helgafells, og okkur v 11 sjást yfir
það. Ég sagði í útvarpinu i fyrstu
sendingunni, ráðvilltur og óundirbú-
inn, að það væri kraftaverk, ef öllum
yrði bjargað. En okkur hættir til að
gleyma því að fæðing barns er einn-
ig kraftaverk. Kannski Kraftaverk-
ið.
XXX
Undarlegt var það að skömmu áð-
ur en eldgos ð hófst vorum v ð Bent
A. Kock að leita íslands á Friðriks-
bergi og hittjm m.a. danska skáld-
ð Hans Hartvig Seedorff í Bakkahús
inu sem kemur síðar við sögu i þess-
um pistlum. Hann hefur sérstakan
áhuga á eldfjöllum og kvaðst aldrei
mundu gleyma Keili: „Den er min
yndlings barnevulkan," sagði skáld-
ið fuíiur aðdáunar. Það var Helgafell
líka: dásamlegt eldfjallsbarn, uppá-
hald Vestmannaeyinga og stolt.
En börn stækka, og börn gera jafn
vel uppreisn gegn umhverfi sinj.
Vonandi er þó Keilir sæmilega ánægð
ur með sitt hlutskipti.
XXX
Nú er gos dönsku blaðanna og opin
beru fjölmiðlanna farið að minnka.
Samt er fylgzt ræklega með öllu
sem gerist á Heimaey, enda er fjöldi
danskra blaðamanna enn á íslandi.
Surnir hafa skrifað mjög persónuleg
ar og góðar lýsingar á aðkomunni og
ógnum sem við bJöstu. Danir þurfa
minna til að fá innblástur. Og ég
varð satt að segja undrandi að sjá
hve persónulega þeir lýstu atþjrðun
um. Stöku sinnum jafnvel á eftir-
mnnilegain hátt. Beztu blaðamenn-
irnir þeirra geta skrifað betur en ég
héit. Bl’öð hér eru yfirleitt heldur
ómerkileg, eða öliu heldur leiðinleg:
„pópúlaríseruð", segja danskir
menntamenn og hrista höfuðið. Jafn
vel gamli Berlingur: Það sem helzt
hann varast vann, varð þó að koma
yfir hann. í frásögn blaðamanns Ber
lingatiðinda, sem var góð með köfl-
um, hentl slys: hann sagði að það
hefði verið kaldhæðni örlaganna að
utanríkisráðherra ísiands hefði verið
i Washington til að reyna að ná sjálf
stæði landsins úr höndum Banda-
ríkjamanna! Hann hefur kannski hitt
einhvern af þessum útkulnuðu smá-
gigum heima, sem alKa f eru að
reyna að bisa við að sletta „hugsjón-
um“ sínum framan í útlendinga, hvað
v tlausar sem þær eru. Og rangar.
Þessi „eldfjöll" eru brunnin aska, og
það sækir enginn eldmóð og hugsjón
ir í ösku. En vesalings blaðamaður
Berlingatíðinda varð sér til skamm-
ar í miðri annars góðri frásögn af
Heimaey, vonand: þó fyrir misskilin
:ng.
Þá fór öskutunnan, Extrablaðið,
eitthvað að tala um það í ramma-
grein að ekki hefði verið fyrr búið að
flytja fólkið frá Vestmannaeyjum í ör
ugga höfn ein einkaflugmenn og aðr-
ir, ef ég man rétt, tóku að verzla
með eldgosið og græða á því. Ég
þekki konu hér í Kaupmannahöfn
sem varð svo re;ð að hún hringdi i
ritstjórann og hundskammaði hann,
en hann kvaðst hafa heimildir fyrir
þessu. Þá saigði konan að hann skyldi
ekki vera að senda blaðamenn til ís-
lands til að selja snspilbin sinn: hann
skyldi bara halda sig v:ð pornóið.
Þessi kona er ekki Vestmannaeying
ur. En Vestmannaeyingurinn kom
upp í henni.
XXX
Stóru blöðin, Politiken og Berling-
ur, eru ekki stórblöð lehgur. En þau
stóðu sig vel og sumt af því bezta
sem um eldigosið hefur verið ritað
birtist i Pol t'ken og litlum blöðum
víðs vegar um Danmörku, s.s. Lange-
lands Folkeb’ad. þar sem bent var
á að megimlöndin flytu — ailir tönnl
uðust á því og Atlantshafssprung-
unni, Asoreyjum og Tristan de
Cunha og hlutum sem allir vita, —
en bætti því að ísland breikkaði um
nokkra sentimetra á hverju ári, og
eftir nokkrar milljónir ára y.rði Mið
jarðarhafið ekki lengur til (svo að
einhvern tima hljóta friðarvonir að
batttá á þeim slóðum) og Kalifornía
mund eyðiteggjast. Ekki þóttu mér
það góðar fréttir: menning n v;ð Mið
jarðarhaf er undirstaða menningar
vorrar og Kalifornia yndlsiegt land
með m:kla framtíð. En hitt þótti mér
stórum athyglisverðara og gleðilegri
tíðindi að á þesS’Um tima mundi ís-
land hækka til muna, lengjast og
breikka.
Vonand að þær hamfarir aliar ger
ist hægt og án mannskaða.
XXX
Extrablaðið segir að Ameríka fjar
lægist Afríku og Evrópu um 2—3
sentimetra á ári, en heimildin er ekki
sú bezta. Læt hana þó fljóta með.
Kannski að blaðið hafi ekki kunnað
að lesa rétt úr heimildum: að Amer-
ika sé að fjarlægjast okkur póli-
tískt sem þessu nemur. En kannski
er þetta líka rétt, að meg'nlöndin
fljóti hvert frá öðru sem þessu nem-
ur á ári, Oft ratast kjöftugum satt á
munn.
Framhald á bls. 21