Morgunblaðið - 02.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1973 Jóns Pálmasonar, fyrrverandi alþingisforseta minnzt VIÐ upphaf fundar í Sameinuðu þingi í gær, mhmtist Eysteinn Jónsson, forseti þess, Jóns Pálmasonar, fyrrverandi forseta Sameinaðs þings. Honum fórust svo orð: „Jón Páimason, fyrrverandi alþingismaður og alþingisfor- seti, andaðist í morgun í Hér- aðshælinu á Blönduósi, 84ra ára að aldri. Hann var fæddur 28. nóvember 1888 á Ytri-Lönguimýri í Svínavatnshreppi í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Pálmi bóndi þar Jónsson alþingismanns og bónda í Stóra dal Pálmasonar og kona hans, Ingibjörg Eggertsdóttir bónda á Skefilsstöðum á Skaga Þorvalds- sonar. Hann lauk prófi í Bænda- skólanum á Hólum vorið 1909. Bóndi á Ytri-Löngumýri var 'harun 1913—1915 og 1917—1923, á Mörk í Bólstaðarhlíðarhreppi 1915—1917 og á Akri í Torfa- lækjarhreppi 1923—1963. Hann var kjörinn alþingisimaður Aust- ur-Húnvetninga árið 1933 og átti síðan sæti á Alþingi samfleytt til vorsins 1959. Eftir það átti hann nokkrum sinnum sæti á Alþingi sem varaþingmaður á árunum 1960—1963, sat á 36 þingurn alls. Hann var forseti sameinaðs Alþingis 1945—1949 og aftur 1950—1953. Landbúnað- arráðherra va-r hann frá 6. des- ember 1949 til 14. marz 1950. Yfirskoðunarmaður ríkisreikn- inga var hann 1937—1964. í ný- býlastjórn átti hann sæti 1940— 1970 og var lengi form-aður hennar. Hann var í bankaráði Landsbanka íslands 1953—1956 og í bankaráði Búnaðarbanka fs- lands 1956—1968 og var forrnað- ur þess frá 1961. Auk þeirra starfa, sem hér hafa verið talin, gegndi Jón Pálmason ýmsum trúnaðarstörfum heima í héraði. Síðustu æviárin naut hann ró- legrar elli ýmist hér í Reykjavík eða norður á Akri, en átti við mikla vanheilsu að stríða síð- ustu mánuðina. Jón Pálmason ólst upp við landbúnaðarstörf á heimili for- eldra sinna og var síðan bóndi lengst af. Hann var ötull rækt- unarmaður lands og bústofns og framkvæmdamaður um bygging ar á jörð þeirri, sem hann sat lengst af. En hann var jafnframt áhugasamur um héraðsmál og landsmál, og á fimmtugsaldri var hann kjörinn til setu á Aiþingi og átti lengi að fagna öruggu fylgi kjósenda. Hann var athafnasamur við þingstörf, lét sig mest skipta landbúnaðar-, saimgöngu- og fjármál og átti frumkvæði að ýmsum nýmæl- um í löggjöf um þau efmi. Jón Pálmason var áhugamikill og sókndjarfur í baráttu fyrir! framgangi áhugamála sinna. Hann ritaði fjölda blaðagreina um landsmál og var ritstjóri ísa- foldar og Varðar á árunum 1943—1950. Hann var mælsku- maður og vel hagorður, gleði- maður í samkvæmum og höfð- ingi heim að sækja. Forsetastörf- um á Alþingi gegndi hann með reisn og skörumgsskap, og öll þingstörf vann hann af alúð. Við fráfall hans er á bak að sjá at- hafnasömum bónda og stjórn- MÞIÍIGI málamanni, sem um langt skeið hafði rnikil áhrif bæði heima í héraði og í sölum Alþingis. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Jóns Pálma- sonar með því að rísa úr sætum.“ „Bitnar á þeim, sem sízt skyldi“ — Um innheimtu veggjalda af hraðbrautum í sameinuðu þingi mælti Vil- I gjaldstofn að ræða. Hér væri hjálmur Hjálmarsson fyrir þings ekki verið að brjóta upp á neinni ályktunartillögu um innheimtu nýjung, þar sem slík innlheimta veggjalds af hraðbrautum. Með- hefði þegar verið stunduð við fiutningsmenn tillögunnar eru eina hraðbraut hér á landi, og Karvel Pálmason, Heligi Seljan, slíkt væri víða tíðkað erlendis. Steingrímur Hermannsson, Ragn Með til'lögunni væri líka stefnt ar Arnalds, Benóný Arnórsson að því að menn inntu af hendi og Stefán Valgeirsson. hluta af þeim sparnaði, sem yrði við rekstur bifreiða vegna til- .... ... , -komu slíkra hraðbrauta. Vilhjalmur Hjalmarsson kvað undirrót þessarar tiliögu vera í ingólfur Jónsson sagði að fyrsta lagi, fjárþörf vegasjóðs, fi.utningsmaður hefði tínt til öll en í öðru lagi teldu flutnings- þau rök sem finnanleg væru fyr menn, hér vera um eðlilegan j,r jnnheimtu vegtolls, en þau Um greiðslu kostnaðar við skólabyggingar Magnús Torfi Ól'afsson mælti í gær fyrir breytingu á lögum nr. 49/1967 um skólakosfnað. Fel ur frumvarpið í sér þá breyt- ingu, að framvegis verði sá hlut ur sem ríkissjóður greiðir á móti sveitarfélögum i kostnaði við byggingu skólahúsa greiddur út á fjórum árum í stað þriggja áður. Þá er í frum- varpinu ákvæði til bráðabirgða um að útborgun fjárveitingar á árunum 1973 og 1974 verði í nokkrum tilvikum dreift á 5 ár. Magniis Torfi Ólafsson sagði, að megin rökin fyrir þessari breytingu væru þau, að ekki hefði tekizt að framfylgja lögun um um að greiða hlut ríkissjóðs út á þremur árum. Ákvæðið væri því raunverulega dauður bókstafur. Þar sem það væri borin von, að hægt væri að framfylgja ákvæðinu, þá væri j skynsamlegt að breyta þvi svo, að það stæði í samræmi við getu og vilja Al'þingis til fjárveit- inga. Ákvæðið til bráðabirgða væri vegna þeirra sérstöku ástæðna, að á árinu 1973 væru í byggingu óvenju margar, stór- ar og fjárfrekar skóla'oygging- ar og ef fylgja hefði átt 4 ára reglunni, þá hefðu margar bygg ingar orðið útundaii. Matthías Bjarnason kvaðst í sjálfu sér vera samþykkur frum varpinu. Vissulega hefðu menn verið bjartsýnir, þegar 3 ára út borgunarreglan hefði verið sett, en hins vegar hefði sýnt sig, að mörg sveitarfélög þyrftu mun lengri tima til að uppfylla skyldur sínar. Vissulega væri greiðsluskylda ríkissjóðs þrengd með þessum lögum, en ekki stoðaði að hafa lög í gildi, sem ekki væri hægt að fram- inum, að það myndi nokkra erfiðleika, að þörf myndi safnast fyrir, en hann gæti ekki gefið skýr svör um hverni'g úr þessu yrði ieyst við fjáriagagerð fyrir árið 1974. Hins vegar væri trú sín að hægt yrði að standa við 4 ára regl- una. Þá tóku til máls Lárus Jóns- son, Magnús Kjartansson, hei'l- íylgja. Sagðist þingmaðurinn ef j brigðismálaráðherra og Ólafur ast um, að ríkissjóði yrði auð- I Jóhannesson, forsætisráðherra. ið að standa við að greiða sitt !________________________________ framlag á 4 árum. Þá stæði til l að fresta ýmsum greiðslum | vegna skólabygginga, með heim j ildinni um 15% niðurskurð út- j gjalda og sýnt væri, að þeirri þörf væri bara ýtt á undan sér og hrannaðist upp, ðg myndi það skapa örðugleika, þegar að i skuldadögunum kæmi. Þá | spurði Matthías Bjarnason hvernig ráðherrann og ríkis- stjómin hygðust framkvæma 15% niðurskurðinn, hvort dreg in yrðu 15% frá heildinni, elleg- ar hvort draga ætti mikið af sumum. en minna af öðrum. Mngnús Torfi Ólafsson sagði að niðurskurðarheimildinni yrði ekki beitt blindandi, og reynt yrði að draga þar úr út- j gjöldum, þar sem talið væri að minnstur skaði yrði að. Auðvit- j að væri það rétt hjá þingmann- I væru haldlitil, ef þau væru skoð uð í réttu ljósi, en ekki ldtið bara til hraðbrautaspottanna. Það væri t.d. litil sannigimi, ef 5. þingmaður austurlands myndi, er hringvegurinn væri kominn, þurfa að borga sig inn I Reykja- vík, fyrir að aka 50 km góðan veg, þó að hann væri búinn að aka 6—800 kílómetra eftir slæm- um vegum. Sama miætti segja skapa um Norðlendinga. Auik þess óleyst j væri þessi vegtöllur ósanngjarn, þar sem hann kæmi niður á þeim sem sízt skyldi. Rætt hefði verið um i þessu sambandi að setja tollskýlið niður fyrir innan Hveragerði, til þess að skiða- menn myndu sleppa við tollinn. Reykvíkingar, sem að jafnaði keyrðu á malbikuðum götum þyrftu ekki að greiða sérstak- lega fyrir það. Það væri ljóst, að sá kostnaður, sem af þessari innheimtu yrði kæmi niður á þeim, sem þyrftu að eiga dagteg ar eða vikulegar ferðir um þessa vegi, en ekki þeim sem skryppu einu sinni á sumri í ferðalag j eins og Reykvíkingiar. Þetta gjald myndi þvi koma þyngst við bændur, sem verða að senda afurðir sínar á eiginn kostnað til Reykjavíkur, og þyrftu iðu- lega, jafnvel í viku hverri, að sinna erindum í Reykjaví’k. Þetta gjald myndi því bætast ofan á nýálagt jeppagjald, og fleiri á- lögur. Sagðist þingm.aðurinn hafa talið, að öllum væri ljóst, að mælirimn væri orðinn fullur, og reyndar farið að fljóta út fyrir, en það ætti bersýnilega að reyna á þolrifin í mönnum. Sagði hann, að samkvæmt þing- sköpum, færi fruimvarpið nú í nefnd, og vonaðist hanh til, að það ætti ekki afturkomu auðið þaðan. Jón Skaptason hvaðst andvig- ur þessu veggjaldi, eins og veg- gjaldinu á Reykjanesbraut á sin uim tlma. Sagði Jón að meir en helmingurinn af þeim álögum sem bifreiðaeigendur greiddu gengju til annarra framkvæmda en vegagerðar. Þá benti hann á, að langflestir bílaeigendur byggju i nágrenni hraðbraut- anna, og væru þeir búnir að greiða sinn hlut í þessum kostn- aði og myndu gera það áfram. Auk þess væru hraðbrautir að- eins óverulegur hluti af þjóð- vegakerfinu. Vistheimilinu að Breiðuvík breytt í heimavistarskóla ? í Sameinuðu þingi spurðist Ingólfur Jónsson fyrir um vist- heimilið í Breiðuvík. Kvaðst Ingólfur bera fram fyrirspurn- ina vegna þeirra umræðna, sem orðið hefðu á Alþingi fyrr í vet ur um af'brotavandamái ungl- inga. Kvað Ingóifur vanta samastað fyrir þessa ungl- inga meðan vistheimilið að Breiðnvík væri ekki notað sem skyldi. Alþingismaðurinn spurði hverju það sætti, að vistheimil- I ið væri ekki notað, Iivað þar | gætu dvalið margir drengir og | hvað margir drengir hefðu að . jafnaði dvalið þar árið 1972. Magnús Torfi Ólafsson, ! menntamálaráðherra sagði að [ mest gætu dvalið 14 drengir að i Breiðuvlk og þá við þrengsli en ! æskilegt hámark væri 12. | Nú væru 3 drengir að Breiðu j vik en árið 1972 hefðu dvalið | þar 6 drengir en auik þess hefðu í 5 brautskráðst þaðan, eða sam- | talis 11 drengir. Sagði hann að I drengjum sem dvalið hefðu að Breiðuvík hefði stöðugt farið fækkandi. Áður hefðu dvalið þar saman drengir frá 7—10 ára og eins frá 14—16, en mjög óheppilegt væri að blanda þess- um aldursskeiðum saman, Sagði menntamálaráðherra, að nú lægju fyrir til'lögur frá stjórn upptökuihei.milisins í Kópavogi, um að vistheimilinu yrði breytt í heimavistarskóla fyrir erfiða unglinga á aldrin- um 14—16 ára. Menntamálaráð- herra kvaðst enn ekki hafa tek ið afstöðu til þeirra tillagna. En ástæðuna fyrir því að drengjum hefði fækkað á heimilínu kvað hann vera þá, að barnaverndar- nefndir og ráð, væru ófús að senda þangað unga drengi. 730 — húsnæðis- tilboð HÚSNÆÐISKÖNNUN Rauða krossins höfðu í gærkvöldi borizt; 730 tilkynningar um húsnæði, sem Vestmannaey ngar ættu kost á- Er þetta húsnæði af ýms- j pjm stærðum og gerðum og tals vert um húsnæði, sem ekki er íbúðarhaeft, og þyrfti því að kosta fé til að koma því i íbúðar hæft áistand. — I Neskirkju Framhald af bls. 3 aukna öryggistilfinningu við að koma í hópinn sinn og nú leika þau á alls oddi eins og þú sérð. Víð sem erum börn- unum ókunn, reyndum að hafa okkur sem minnst í frammi til að byrja með en þau eru nú að kynnast okkur smám saman. — T 1 að byrja með verður starfinu hagað þannig, að 2ja til 3ja ára börnin verða á morgnana kl. 10—12 en börn 4—6 ára kl. 13—16 síðdegis. Þó verðir að sjálfsögðu breytt út af þessu, þegar með þarf. Það stendur líka til að sinna eldr: börnunum, — þeim, sem voru byrjuð í sex ára bekk barnaskóla. Við vit um um kennara, sem eru fús- ir að kenna þe'm í sjálfboða- liðsvinnu en það starf þarf að skipuleggja. Þetta er allt í fæð ngu. Auk þess vomim við, að mæðurnar komi hér við öðru hverju. Það gæti verið gott fyrir þær meðan óvifí;an varir og eins meðan þær eru að koma sér fyrir að hittast stund o? stund héma og fá sér saman kaffsopa. Hvað reiknið þið með að reka þessa starfsemi lengi? — Því get ég ekk: svarað, en ég vænti þess, að við ger- um þetta svo lengi sem með þarf eða þar til aðrar ráðstaf- anir hafa verið gerðar, sagðt Hreína Tynes að loku.m. ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á hjólaskóflu með skóflustærð 3'/2 • 4 yards'1 SAE, fyrir Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð föstudagírm 23. febrúar nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.