Morgunblaðið - 02.02.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1973, Blaðsíða 16
 16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1973 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. i lausasölu 15, hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ,00 kr eintakið. Ctjórnarflokkarnir eru ber- ^ sýnilega þeirrar skoðun- ar, að þeim geti haldizt uppi hvers kyns vitleysa, einungis ef hún er gerð í nafni þjóðar- einingar. Þetta er mikill mis- skilningur. Á örlagatímum getur þjóðareining því aðeins orðið, að þjóðin eigi forystu- menn, sem eru vandanum vaxnir og leiða þjóðina fram til átaka á þann veg, að sam- rýmist réttlætisvitund al- mennings. Slíka forystumenn á íslenzka þjóðin því miður ekki í ríkisstjórn í dag. Þess vegna hefur komið upp sú einkennilega staða, að meðal þjóðarinnar sjálfrar hefur skapazt eining um það, hvernig bregðast skuli við vandanum, en fyrir utan þá þjóðareiningu stendur fá- mennur hópur manna, ríkis- stjórnin og fylgisveinar henn- ar. Sú þjóðareining. sem hefur skapazt meðal fólksins í landinu, mun tryggja, að byggð rís á ný í Vestmarana- eyjum með því að skynsam- stjórn til þess að hverfa frá upphaflegri afstöðu og taka í þess stað upp viðræður við fulltrúa vinaþjóða okkar um það í hvaða formi aðstoð væri bezt þegin. Fólkið í landinu er líka þeirrar skoðunar, að sjálfsagt sé og eðlilegt að leita eftir löngum erlendum lánum til þess að standa undir kostnaði við uppbyggingarstarfið í Eyjum, þegar að því kemur að það hefst. Vitað er, að okk- ur mun reynast auðvelt að fá slík lán erlendis til langs tíma með lágum vöxtum, og mun það greiða mjög fyrir endurreisn Vestmannaeyja- kaupstaðar. Loks er almenn- ur vilji fyrir því, að hver og við allri þeirri vitleysu, sem frá þessari ríkisstjórn hefur komið frá því að eldgosið hófst. En sú „þjóðareining“, sem ráðherrarnir þar tala um, er aðeins til í hugarheimi þeirra sjálfra. Hún er ekki til í raun meðal fólksins. Fátt sýnir betur hversu lít- ils trausts þessi ríkisstjórn nýtur meðal fólks en sú stað- reynd, að strax einum til tveimur dögum eftir að eld- gosið hófst komu fram radd- ir meðal fólks um það, að rík- isstjórnin mundi grípa tæki- færið og gera víðtækar efna- hagsráðstafanir í trausti þess, að við því yrði ekkert sagt vegna áfallarana. Jafnvel hörðustu andstæðingar ríkis- ÞJÓÐAREINING - EN RÍKIS- STJÓRNIN UTANVELTU legum ráðstöfunum verði beitt til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem þetta gífurlega áfall hefur í för með sér. Almenningur í landinu er þeirra-r skoðunar, að sjálfsagt sé að taka á rnóti fjárhagslegri og tæknilegri aðstoð, sem fram er boðin af öðrum þjóðum, og það er þetta almenningsálit, sem hefur knúið ráðvillta ríkis- einn fullvaxta einstakhngur leggi fram sinn skerf í formi t.d. einfaldrar skattheimtu til þess að vinna upp áfallið í Eyjum. Um allt þetta hefur skapazt þjóðareining meðal fólksins sjálfs. Ráðherrarnir og mál- gögn þeirra kvarta hins vegar undan því, að Morgunblaðið hafi rofið þjóðareiningu með því að segja ekki já og amen stjórnarinnar vildu ekki trúa slíkum getsökum — en því miður reyndust þær á rök- um reistar. Hvað kemur vísi- töluskerðing og verkfallsbann við áföllunum í Vestmamna- eyjum? — svo eitthvað sé nefnt af því, sem ríkisstjórn- inni kom til hugar. Sannleikurinn er sá, að þessir örlagadagar hafa leitt í ljós þá hryggile-gu stað- reynd, að þeir, sem valizt hafa í ríkisstjórn íslands, eru ekki menn til þess að veita þjóðinni þá forustu, sem hún þarf, þegar slíkir ógnarat- burðir verða. Og því miður hefur það komið í ljós, að fólk er hætt að trúa því, sem frá ríkisstjórninni kemur. Það traust, sem hún karan að hafa átt eftir, hefur horfið eins og dögg fyrir sólu síð- ustu daga. Þótt Morgunblaðið sé and- stætt þessari ríkis-stjórn fagn- ar það ekki þessum stað- reyndum. Á örlagatímum í lífi einstaklinga og þjóða ríð- ur á samstöðu. Pólitískt þra-s og dægurdeilur á að leggja til hliðar. Þega-r hamfarirnar hófust í Vestmanraaeyjum greip samhugur um sig með- al þjóðarinnar. Strax í upp- hafi lá ljóst fyrir, að sterk samstaða gæti tekizt um það, hvernig við þessum áföllum yrði brugðizt. Þess vegna urðu það mikil vonbrigði, þegar fram kom, að ríkis- stjórnin ætlaði að blanda saman ólíkum vanda-málum og stofraa þar með þjóða-r- einingu í hættu. Með því varð hún utanveltu við þá þjóðareiningu, sem þegar var tryggð. Ríkisstjórnin hefur enn tækifæri til að breyta um stefnu. Hún hefur þegar gert það að því er erlenda aðstoð varðar. Með því að falla frá frumvarpi því, sem hún lét semja, getur hún enn bjargað nokkru. Gunnar Thoroddsen; Fjárþörf og fjáröflun vegna eldgossins í Eyjum BÚSIFJAR BORNAR AF Þ.JÓÐINNI ALLRI ÞAÐ VAR vel ráðið, að Alþingi sam- þykkti síðastliðinn mánudag álykt- un þess efnis, að búsifjar af völdum náttúruhamfaranna i Ve.stmanna- eyjum skuli bornar af þjóðinni allri sameiginlega. Þar er mörkuð sú stefna, sem allir landsmenn telja sjálfsagða og munu styðja heils hug ar. 1 ályktun þingsins var ákveðin 500 milljón króna fjárveiting til bráðabirgða til þess að greiða áfall- in útgjöld og þá aðstoð, sem nauð- synleg er á næstunni. Um leið var kosin nefnd sjö alþingismanna til þess að gera tillögur um fjáröflun vegna alls þess skaða, sem eldgos- ið veldur. Með þessum hætti vinnst nokkurt tóm til þess að skoða málið nánara. Var sú leið, er Alþingi valdi, æski- legri en hin leiðin að lögfesta með hraði nýjar milljarða álögur í einu og öðru formi. F.IÁRÞÖRFIN Það er erfiðleikum bundið að gera sér nú grein fyrir því, hver fjár- þörfin verður. Slík óvissa er um elds umbrotin, hraunrennsli, vikur, gjall og öskufall, og svo mjög er tjónið komið undir veðri og vindáttum, að heildaráætlanir um tjón er tæp- ast hægt að gera nú, svo að nokk- urt gagn sé að. Hins vegar má gera sér grein fyrir, hver kostnaður er þegar orðinn og áætla nokkurn veg- inn, hver útgjöld verða á næstu vik- um. Auk kostnaðar við björgunar- missir atvinnutekna. húsnæðiskostn- aður, félagsleg aðstoð og fjölmargt fleira. SÉRSTAKUR S.TÖRI R Tillögur hafa komið fram um að stofna sérstakan sjóð, er hefði það hlutverk að bæta tekjumissi og eigna tjón, greiða kostnað vegna björgun- arstarfa og stuðla að endurreisn hyggðar í Vestmannaeyjum. Vilja menn velja honum hið gamia heiti Viðlagasjóður, en lengi var til bjarg- ráða- og varasjóður með þvi nafni. Um tekjustofna sliks sjóðs eru þeg- ar uppi margar tillögur, svo sem að taka um sinn í sjóðinn þær 6 og 7% kauphækkanir, sem launþegar eiga að fá 1. marz samkvæmt samn- ingum, leggja skatt á fiskframleiðsl una, hækka -söiuskatt, hækka útsvör og hækka eignarskatt. Er gert ráð fyrir, að þær álögur muni nema tvö til þrjú þúsund milljónum, til við- bótar öllum þeim sköttum og gjöld- um, sem fyrir eru og upp á síðkast- ið hafa hækkað sem þvi nemur, að útgjöld ríkisins hafa tvöfaldazt á tveim árum. LEIDIR TIL F.IÁRÖFLUNAR 1 Viðlagasjóð, sem væntanlega verður stofnaður, með því verkefni að bera búsifjar af völdum eldgoss- ins, virðist eðlilegt, að renni fé úr fjórum áttum: 1. F.járframlög innanlands. Þar hafa Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar haft myndarlega for- göngu. Ef þessar ágætu stofnanir teldu það heppilegra, að söfnunarfé á þeirra vegum yrði haldið aðgreindu og úthlutun yrði undir þeirra stjórn, en sjálfsagt að hafa þá skipan. At- vinnuleysistryggingasjóður á að 2. Framlag ríkissjóðs. Ríkissjóður á að leggja fram álitlega upphæð, t.d. einn milljarð, án nýrra skatta. ar heilt byggðarlag missir atvinnu sína á einni nóttu. hlaupa myndarlega undir bagga, þeg- Þessu ætti að mæta með því m.a. að fresta framkvæmdum hins opin- bera, sem fé er veitt til í fjárlögum eða í framkvæmdaáætlun ríkisins. Af tuttugu og tveggja milljarða fjár lögum ætti ekki að vera ómögulegt að lækka útgjöld um þessa fjárhæð. til þess að rikissjóður, sem borinn er uppi af þjóðinni allri sameigin- lega, leggi sitt af mörkum. Þegar efnahagserfiðleikar, þótt allt annars eðlis væru, steðjuðu að árið 1968, flutti Magnús Jónsson fjármálaráð- herra frumvarp um lækkun rikisút- gjalda, nokkru eftir að fjárlög höfðu verið afgreidd. Það frumvarp varð að lögum og fól í sér hlutfallslega meiri niðurskurð útgjalda en þann, sem hér er stungið upp á. 3. Lán frá alþ.jóðlegum hjálpar- sjóðum. Á vegum Sameinuðu þjóð- anna og Evrópuráðsins eru til stofn- anir og sjóðir, sem gegna því hlut- verki, að veita lán til langs tíma með vægum vöxtum, þegar tjón verður af óviðráðanlegum ástæðum. Rífleg- ar fjárhæðir ættu að fást úr slíkum sjóðum til uppbyggingarstarfsins. 4. Aðstoð frá öðrum þjóðum. Marg ar þjóðir brugðu þegar við, er frétt- ist um eldgosið, og buðu fram fjár- hagslega aðstoð. Alla slíka aðstoð á að þakka og þiggja. Það er engri þjóð minnkun eða vansæmd að taka erlendri hjálp, þegar slíkan voða ber að höndum sem Vestmannaeyjagos- ið er. Ekki er vitað, að nokkur þjóð, hversu stolt og viðkvæm sem hún er, hafi slegið hendi við hjálp að utan, þegar jarðeldar, landskjálftar, flóð eða önnur firn hafa skollið á. Gunnar Thoroddsen. Forsætisráðherrann hefur lagt sig fram um það í fjölmiðlum með nokkrum hneykslunarblæ að bera til baka sögusagnir um að ríkisstjórn- in hafi hafnað eða sýnt tregðu við að þiggja erienda aðstoð. Annað að- almálgagn stjórnarinnar hefur þó átt drjúgan þátt í þvi að lyfta þeim orðrómi á kreik og ljá honum vængi. Blaðið sagði þrem dögum eftir að gosið hófst, að erlenda aðstoð skyld- um við þakka, en eldskattinn ættum við að gjalda sjálf og láta gjafakorn ið renna á aðra staði; Bandarikja- mönnum var bent á, að bezta fram- lag þeirra væri að fara af landi brott, en Bretar og Þjóðverjar fengu þær kveðjur, að þeirra aðstoð ætti að vera í því fóigin að skila aftur fisk- inum, sem þeir hefðu tekið ófrjálsri hendi á íslandsmiðum. Stundum finnst manni meiri þörf á því, að forsætisráðherrann reyni að siða samherjana en að áminna landslýð- inn. ★ Trúlegt þætti mér, þegar þessir liðir koma saman, að þeir nemi há- um fjárhæðum, ekki undir tveim milljörðum króna. Alla þessa mögu- leika þarf að grandskoða, áður en stórfelldar nýjar álögur eða launa- skerðingar eru lagðar á landsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.