Morgunblaðið - 02.02.1973, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.02.1973, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRIJAR 1973 31 Ármann sigraði í Mullersmótinu L. H. Mullers mótið svonefnda fór fram við Skiðaskálann í Hveradölum laugardaginn 27. janúar. Mót þetta er sexmanna sveitakeppni í svigi, þar sem tíminn er reiknaður af fjórum beztu mönnum hverrar sveitar. Keppt var í brekkunum fyrir ofan Skíðaskálann i Hveradöl- um og voru hlið um 30. Fjórar sveitir tóku þátt í keppninni, tvœr sveitir frá Ármanni, ein frá IR og ein frá KR. Sveit Ár- manns sigraði örugglega, KR | varð í öðru sæti, IR í þriðja og | B-sveit Ármanns rak lestina. Tímar sveitanna urðu þessir: A-sveit Ármanns 163,8 Sveit KR 171,0 Sveit IR 175,3 B-sveit Ármanns 192,4 I sigursveitinni voru þeir James Major, Georg Guðjóns- son, Guðjón Sverrisson og Krist inn Guðlaugsson. Beztan saman lagðan brautartíma hafði Jó- | hann Vilbergsson, KFt, 37,1. i Undanfari var Guðni Sigfússon, |1R. Isfirðingar fremstir — í æfingagöngumóti SR SUNNUDAGINN 28. janúar gekkst Skiðafélag Reykjavíkur fyrir æ.fingagöngumóti við Skíðaskálann i Hveradölum. Þrátt fyrir óhagstætt veður, súld og rigningu fór mótið ágæt lega fram. Mótsstjóri var Jónas Ásgeirsson og flutti hann snjalla ræðu að keppni lokinni í sameiginlegri kaffidrykkju í Skíðaskálanum. Orsiit keppn- innar urðu sem hér segir: mín. Guðjón Höskuldsson, Isaf. 13,7 Viðar Kárason, SR 14,7 Guðm. Kjartansson, ísaf. 15,37 Steinþór Jónsson, Isafirði 15,37 Högni Óskarsson, KR 16,37 Brautin var fjögurra kiló- metra löng og var gengið í þrjá hringi i dalnum fyrir innan Skíðaskálann. Mullersmótið og æfingagöngumótið eru fyrstu skíðakeppnir sunnanlands á þessu ári, en Skíðafélag Reykja- vikur áætlar að taka að nýju til við hin vinsælu unglingamót fé- lagsins. Sund: mót ÍR SUNDMÓT ÍR verður haldið í Suindhöll Reykjavitour miðviitou- daginn 14. febrúar ki. 8 e. h. Keppt verður í eftirtöi’.dum greinum: 1. 400 m skriðsund karla. 2. 200 m baksund kvenna. 3. 200 m flugsund kvenna. 4. 100 m brin’gusund toarla. 5. 100 m flugsund karla. 6. 50 m bringusund sveina, 12 ára. 7. 200 m brimgusund kvfenna. 8. 100 m bringusund telpna, 14 ára. 9. 100 m skriðsund kvenna. 10. 200 m fjóxsund karla. 11. 4x100 m fjórsund kvtenna. 12. 4x100 m skriðsund karla. Þátttatoa tilkynnist fyrir 9. febrúar til Guðjóms Bmilssonar, Lökastíg 5, siimi 16062. Þátttöku- titkymningar skulu berastt á tiima varðarkortum S.S.Í. Þessa mynd tók ÓI. K. Magnússon úr lofti af skiðasvæðinu í Hveradölum í fjTri viku. Er mótið fór bar fram imi helgina var snjór orðinn þar í minna lagi. Ægir A og KR sigruðu Sundknattleiksmeistaramót Reykjavíkur hófst í fyrrakvöld og fóru þá fram tveir leikir. AIIs taka fjögur lið þátt í mótinu: Ármann, KK og A- og B-lið Ægis. 1 fyrstu umferð mættust A- og B-lið Ægis. Lauk leitonum með sigri A-Mðsims, 11:5 (1:1, 7:1, 1:2 og 2:1). I fyrstu lotumnii þreif- uðu liiðin noktouö fyrir sér og könnuðu sityrtol'eiitoa hvort ainn- ars. 1 ammarri lotu settu svo A- liðisimemn ferðina upp og náðu góðum teito, sem hinium ungu B- Miðsmönnum tókst etoki að fimna svar við. Vtar nauinar gert út um teitoinn í þessari lotu og báru tvær síðusitu krtumar merki þess. Sí'ðan léku Ármanm og KR og lauto teiiikn'um með sigrd KR 5:2 (1:1, 1:0, 1:0 og 2:1). Leikur þéissi var mjög harður og varð dómiarinm að reka fjóra leik- menn upp úr, tvo úir hvoru Mði. Fremur litil hreyfing var í leikm- um og bar rneira á átökum. KR- siguriinn var verðsikuldaður, en hairun kom nokkuð á óvart, þar sem fyrirfraim var búizt við að Ármenminigar hefðu befcra Mði á að skipa. Það veitoti Ármanns- fiðið að aðalmarkvörður þess, Sæmundur Sigurðsson, lék ekki með. Næstá leikur móitsims fer fram nlk. fimimft.udia'g og hefst kl. 22. Þá lei'ka Ægir og Ánrnann og síðam Ægir B og KR, ef ttmi vinmisit tiil. Tvöföld umferð er teiiiklm í mótinu. Stighæstu einstaklingarnir EINS og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu þá bar Ægir sigur úr býtum í Unglingameist aramóti Reykjavíkur, en KR varð í öðru sæti. KR hlaut 8 unglingameistara, en Ægir 4. Stigahæstu einstaklingarnir I mótinu urðu eftirtaldir: Þórunn Alfreðsdóttir, Æ 39 Guðrún Magnúsdóttir, KR 27 Elías Guðmundsson, KR 27 Hermann Alfreðsson, Æ 22 Hrefna Rúnarsdóttir, Æ 19 Finnur Óskarsson, Æ 14% Bjarni Björnsson, Æ 14 Sigríður Finsen, KR 13 Halldór Ragnarsson, KR 13 Jóhann Guðmundsson, KR 13 MINNISBUO VESTMANHAEYINGA ALMENN upplýsingaþjón- usta: Bæjarstjórn Vestmanna eyja og Rauði krossiam reka skrifstofu í Hafnarbúðum. Simar hennar eru þessir- 11690 — skip og farmur. 11691 — sendibílar. 11692 — geymislurými og 25896 — húsnæðismál. 25843 — húsnæðismál og atvinnumiðlisn. 11693 — almennar upplýs- ingar. 25788 — ferðaleyfi. 12089 — heimilsföng Vest- mannaeyinga. 14182 — sjúkrasamlag. 25788 — fjármál. 22203 — ósk lamunir og nætursimi. Skiptiborð fyrir allar deil'd- ir: 25788, 25795, 25880 og 25892. Nemendur barna- og gagn- fræðaskólanna í Vestmanna- eyjum: Nemendur mæti til viðtals föstudaginn 2. febr. sem hér segir: Nemendur gagnfræðaskól- ans (2., 3., 4. og 5. bekkur) Itomi i Laugalækjarskóla kl. 15. Nemendur 7. bekkjar komi í Langholtsskóla kl. 15. Nemendur 6. bekkjar komi í Laugarnesskóla kl. 15. 7, 8, 9, 10 og 11 ára börn (1.—5. bekkur) verða boðuð símleiðis til nærliggjandi skóla. Upplýsingamiðstöð fyrir of- angreinda skóla verður fyrst um sinn i fræðslumáladeild menntamálaráðuneytisins, Hverfisgöfcu 6, 4. hæð, sími 25000. Bœjarfógetaembættið í Eyjum: Almenn afgreiðsla í Hafnarbúð- um, sími 26430, nema lögskráning sjómanna, sem fer fram hjá lög- skráningarstjóranum I Rvik 1 Toll stööinni við Tryggvagötu. HúsnæðiskönnUn R.E.Í.: Skrif- stofan er í vesturenda Tollstööv arinnar við Tryggvagötu, simar 25543 og 25232. Athygli er vakin á, að hægt er að koma nokkrum nemendum fyr ir í heimavist úti á landi. Nemendur Vélskólans í Vest- mannaeyjum: Komið til viðtals í Vélskólanum i Reykjavík mánu daginn 5. febrúar kl. 14. Kennsla hefst 6. febrúar. — Skólastjóri. Kirk.iurmil l.andaki rkju: Séra Þorsteinn I,. Jónsson er til viðtals alla daga kl. 14—17 (ekki sunnu daga) í sima 12811 og heimasíma 42083. Iðnnemar: Aðstoð við iðnnema frá Vestmannaeyjum á skrifstofu Iðnnemasambands Islands, Skóia vörðustíg 12, kl. 15—19, slmi 14410. Þeir iðnnemar, sem voru í 1. og 2. belck iðnskólans, komi til viötals við skólastjóra sinn i Iðnfræðsluráði, Laugavegi 103, 4. hæð, miðvikudag eða fimmtu- dag kl. 10—12 eöa síödegis á föstudag, simi 21685. Akureyri: Skrifstofa Vestmanna eyjanefndarinnar er i Hafnár- stræti 107, 3. hæð, símar 21202 og 21601. Upplýsingaþjónusta, útvegun húsnæðis og atvinnu, tekið á móti framlögum i fjár- söfnun á vegum RK-deildar Ak- ureyrar. Útvegun peninga til Vestmannaeyinga fer fram ár- degis. Opið kl. 10—19, en á öðr- um timum má ná til nefndar- manna I simum 11546, 21842 og 11382. Selfoss: Vestmannaeyingar snúi sér til skrifstofu Selfosshrepps, Eyrarvegi 6, simar (99)1187 og 1450. Hafnarfjörður: Vestmannaeying ar snúi sér til bæjarskrifstofanna, Strandgötu 6, simi 53444. Kópavosur: Vestmannaeyingar snúi sér til Félagsmálastofnunar- innar, Álfhólsvegi 32, slmi 41570. Keflavik: Vestmannaeyingar snúi sér tii skrifstofunnar að Klapparstíg 7, slmi 1800. Barnastarf í Neskirkju: Á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunnar er haldið uppi barnastarfi fyrir börn frá Vestmannaeyjum í Nes- kirkju, alla daga nema laugar- daga og sunnudaga. Skipting barna í hópa eftir aldri er sem hér segir: 2—4 ára börn kl. 10—12; 4—6 ára börn kl. 13—16. Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyinga: Skrifstofa þess er i húsa- kynnum Samábyrgðar Islands á fiskiskipum, i Lágmúla 9, 4. hæð, sími 81400, opið kl. 09—17. Iðnaðarmenn: Landssamband iðnaðarmanna veitir aðstoð, m.it. við vinnuöflun, á skrifstofunni i Iðnaðarbankahúsinu, Lækjargötu 12, kl. 09—17, símar 12380, 15095 og 15363. Sjómenn: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur skrifstofu i húsakynnum L.I.Ú., Hafnarhvoli, simi 16650. Verkafólk: Á skrifstofu A.S.I., Laugavegi 18, er veitt þjónusta öllum félagsmönnum verkalýðs- félaganna í Vestmananeyjum, sem aðild eiga að A.S.l. kl. 09—17, sími 19348. Útlbú Útvegsbnnkans f Vest- mannaeyjum: Afgreiðsla þess er I Útvegsbankanum við Lækjartorg, opið kl. 09,30—15,30, sími 17060. Sparisjóður Vestmaimaeyja: —. Afgreiðsla hans er i Seðlabank anum við Hafnarstræti, opið kl. 09,30—15,30. Vélsmiðjurnar í Vestmannaeyj- um: Skrifstofa í Garðastræti 41, símar 17882 og 25531. Afgreiðsla Eimskips f Vest- mannaeyjum: Skrifstofan er I Eimskipafélagshúsinu, Pósthús- stræti 2, sími 21460, innanhúsnúm er 63. Eæknisþjðnusta: Vestmanna- eyjalæknar hafa opnað stofur 1 Domus Medica við Egilsgötu — og eru viðtalstímar sem hér seg- ir: Ingunn Sturlaugsdóttir: Kl. 09:00—11:30 og 13:00—15:00, simi 26519. Einar Guttormsson: Mánudaga og föstudaga kl. 14:00—16:00. Aðra daga, nema laugardaga, kl. 10:00—12:00, sími 11684. Kristján Eyjólfsson, héraðs- læknir: Kl. 10:00—12:00, simi 15730. Einnig viðtalstimi að Digranesvegi 12 I Kópavogi kl. 14:00—16:00, simi 41555. Öli Kr. Guðmundsson, yfirlækn ir: Tímapantanir eftir samkomu- lagi I sima 15730. Einar Valur Bjarnason, yfir- læknir. Tími auglýstur síðar. Einn læknir mun hafa þjón- ustu að staðaldri I Vestmanna- eyjum og munu læknarnir skipt- ast á um hana. Heilsugæzla: Ungbarnaeftirlit verður f Heilsuverndarstöð Reykjavlkur og starfar heilsu- verndarhjúkrunarkona frá Vest- mannaeyjum þar. Fólki, sem dvelst i Kópavogt, Garðahreppi og Hafnarfirði, er heimilt að leita til heilsuverndar stöðva viðkomandi svæða. Tíma- pantanir æskilegar. Mæðraeftirlit fyrir Stór-Reykja víkursvæöið verður I Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Tima- pantanir æskilegar. Almannavamfr: Upplýsingasimi er 26120. Póstur: Afgreiðsla á pósti til Vestmannaeyinga er í kjallara Pósthússins, gengið inn frá Aust- urstræti, kl. 09—18, simi 26000. Ráðstafanir verða einnig gerðar til að bera út póst til þeirra, sem gefa upp ákveðið heimilisfang á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Upplýsingasími lögreglunnar f Keykjavík: er 11110. Húsdýr Vestmannaeyinga: Upp lýsingaþjónusta Sambands Is- lenzkra dýraverndunarféiaga er 1 síma 42580, eftir hádegi. Fjárhagsaðstoð: Skrifstofan I Hafnarbúðum veitir styrki og Vestmannaeyjaútbú Útvegsbank ans og Sparisjóður Vestmannaey- inga veita lánafyrirgreiðslu. Hjálparsjóður æskufólks styrkir æskufólk; umsólcnir sendist Magnúsi Sigurðssyni, Hofteigi 18. Fatnaður: Systrafélagið Alfa, félag innan safnaðar aðventista, úthlutar fatnaði til Vestmanna- eyinga i kjallara Aðventkirkj- unnar, Ingólfsstræti 19. Tannlækningar: Börnum á skóla aldri eru veittar nauðsynlegar bráðabirgðatannviðgerðir i tann- lækningadeild Heilsuverndarstöðv arinnar við Barónstíg, simi 22400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.