Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1973 Félag íslenzkra iðnrekenda 40 ára FÉLAG íslenzkra iðnrekenda verður 40 ára í dag. Félagið var stofnað 6. febrúar 1933. Fyrsti formaður þess var Sigurjón Pétursson á Ála- fossi, en aðrir formenn hafa verið Kristján Jó- hann Kristjánsson, Sveinn Valfells og núverandi formaður, Gunnar J. Friðriksson. Stofnendur félagsins voru 14 og eru sjö þeirra enn á lífi. Haftastefnan var iðnaðinum mestur fjötur um fót — Rætt við Gunnar J. Friðriks- son, formann F.Í.I. Gunnar J. Friðrf^ison, for- maður Félags íslenzkra iðn- rekenda sagði m.a. er blaðið ræddi við hann í tilefni af af- mæli F.I.I.: Á tímamótum sem þessum er eðlilegt að horft sé um öxl og reynt að gera sér grein fyrir hvað áunnizt hefur og þá jafnframt hvert gildi sam- tök sem Félag íslenzkra iðn- rekenda hafa fyrir fé- lagsmenn sína og hvaða áhrif þau hafa haft á þróun iðnað- ar á íslandi. Félagið hefur að sjálf- sögðu haft mikil samskipti við þær rikisstjórnir, sem við völd hafa verið, hverju sinni. Eins og gefur að skilja hef- ur ekki tekizt að fá öllu því framfylgt, sem félagið hefur borið upp. Fyrst framan af voru iðnaðarmál ekki talin það mikilvæg, að ástæða væri talin til þess, að helga þeim sérstakt ráðuneyti. Að því kom þó, að iðnaðar- málin voru talin mikilvægari. Það var árið 1957, sem þá- verandi iðnaðarráðherra, Gylfi Þ. Gislason, fór að skrifa allt, sem fjallaði um iðnaðarmál, í nafni iðnaðar- málaráðuneytis. Þegar sett voru lög um Stjórnarráð ís- lands árið 1969, beitti þáver- andi iðnaðarráðherra, Jó- hann Hafstein, sér fyrir því, að stofnsett var sérstakt iðn- aðarráðuneyti. Þau mál, sem voru helztu viðfangsefni félagsins á fyrstu árunum og tóku mest- an tíma, voru annars vegar kaup- og kjarasamning'ar við Iðju, félag verksmiðjufólks í Reykjavík og hins vegar þrotlaus barátta við stjórn- völd og opinberar stofnanir vegna hafta, tolla, skatta og síðar verðlagsmála. Sú barátta hefur nú staðið linnulaust í þessi 40 ár og stendur enn og ekki sér fyr- ir endann á henni. HÖFT OG KVRRSTAÐA Allt frá upphafi félagsins og til ársins 1960 var allur innflutningur að meira eða minna leyti háður leyfum. Baráttan stóð við stofn- un, sem að vísu skipti nokkr um sinnum um nöfn en mun þó sennilega hafa orðið óvin sælust undir nafninu Fjár- hagsráð. Það dró þó nokkuð úr hinum neikvæðu áhrifum þessarar stofnunar gagnvart iðnaðinum, þegar fram- kvæmdastjóri félagsins, Páll S. Pálsson, tók sæti i stjórn hennar fyrst sem vara- maður og síðar sem aðalmað- ur. Það má segja að allt hafta tímabilið, að undanskild- um stríðstímanum, þegar nokkuð losnaði um, hafi ver- ið samfelld eyðimerkurganga fyrir islenzkan iðnað. Iðrv».ð- inum var haldið i algjöru svelti um kaup á nauðsynleg um hráefnum, vélum og bygg ingu verksmiðjuhúsa. Hæfi- leikar manna til þess að fram leíða góða vöru eða hafa góða stjórn á sínum fyrir- tækjum fengu ekki að njóta sín undir þessu kerfi heidur vegnaði þeim bezt, sem mesta hæfileika höfðu til þess að laga sig að þessum kringum- stæðum og lærðu að spila á kerfið, ef svo má segja. Þess- ari haftastefnu má kenna um að allt frá stríðslokum og fram til ársins 1960 var um að ræða nær algera kyrr- stöðu í þróun iðnaðar á Is- landi og tel ég að þar sé að finna meginorsök þess, að iðn aður á íslandi er af ýmsum talinn vera allt að 10 árum á eftir í þróun, ef borið er saman við iðnað hinna Norð- urlandanna. VERÐLAGSÁKVÆÐI og hAir tollar Einn angi af þessari hafta stefnu er verðlagsákvæði og verðstöðvun og þau afskipti, sem iðnaðurinn verður að Núverandi stjóm Félags is- lenzkra iðnrekenda. Talið frá vinstri: Haukur Eggertsson, Björn Guðmundsson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Gunnar J. Friðriksson, for- maður, Pétur Pétursson, Björn Þorláksson og Kristinn Guðjónsson. — Á veggnum eru málverk af þremur fyrr- verandi formönnum féiags- ins. sæta enn í dag, af hálfu op- inberrar stofnunar, um verð- lagningu vöru sinnar. Þessar hömlur hafa, ekki síður en innflutningshöftin, lamandi áhrif á þróun iðnaðar. Af hálfu félagsins var einn ig mikil vinna lögð í það að reyna að fá lagfæringu á toll skránni. Tollar á hráefnum og vélum hafa alla tið frá stofnun félagsins verið mjög F.Í.I. átti að vekja þjóðina til skilnings á gildi iðnaðarins — Rætt við Svein Valfells, fyrrv. formann félagsins — Félag íslenzkra iðnrek- enda var stofnað 6. febrúar 1933, sagði Sveinn, er Mbl. ræddi við hann í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. — Að stofnun þess stóðu for- ystumenn í hinum ýmsu grein um iðnaðarins. Oft var búið að ræða um það áður en til endanlegrar stofnunar þess kom, að koma þyrfti á fót slíku félagi. — Það, sem rak endahnútinn á félagsstofnun ina, var það viðhorf, að far- ið var að Mta á þá, sem störf- uðu í þessari atvmnugrein sem eina stétt og þar með kom þörfin fyrir það, að þess ir aðilar kæmu fram sem einn samningsaðili í launadeil- um en ekki væri ver- ið að semja við þá hvern út af fyrir sig. Aðilum að félaginu fjölg- aði, eftir að samtökin höfðu verið stofnuð, því að menn sáu það fljótt, að þau verk- efni voru mörg, sem bezt var að vinna á félagslegum grundvelli. Viðskiptakreppan mikla, sem gekk yfir allan heim eftir 1930, hafði i för með sér mikið verðfall á is- lenzkum útflutningsvörum og mikinn gjaldeyrisskort af þeim sökum. Jafnframt óx at- vinnuleysið í kaupstöðum landsins mjög mikið. Ýmsir, sem höfðu skilning á þessu ástandi, sáu að þjóð- inni myndi verða það mjög í hag að geta nýtt þenn- an mikla vinnukraft og reyna að vinna eitthvað af þeim vörum í landinu, sem áð ur voru fluttar inn fullunn- ar. Það hafði þann tvíþætta tilgang að verðnýta starfs- krafta atvinnulauss fólks i landinu og spara gjaldeyri fyrir sams konar vinnu, sem unnin væri erlendis. Þetta ýtti mjög undir menn til þess að hefjast handa um framkvæmdir á ýmsum svið- um og vegna þess að flest- ar nýjungar eiga gjarnan erf itt uppdráttar, þá varð það eitt af mikilvægustu viðfangs efnum félagsins að vekja þjóðina dl skilnings á þjóð- hagslegu gildi þessarar starf- semi. Sjálfur hafði ég annazt inn kaup erlendis á ýmsum teg- undum fatnaðar og kynnt mér framleiðsluhætti þar. Gerði ég mér þá grein fyrir því, að margt mætti vinna á ís landi til hagsbóta fófkinu sjálfu, og þegar kreppan skall á með sínum afleiðing- um, sá ég, að nú var tækifær- ið til þess að reyna þetta. Það var helzta hvöt mín til þess að snúa mér að iðnaði, en ekki að hann stæði mér nær en aðrar atvinnu'greinar. Fyrsta skrifstofa Félags ísl. iðnrekenda var til húsa í kjallaraherbergi í bakhúsi í Bankastræti og var hún op in tvisvar í viku, 2—3 tíma í senn. Það var því mikill munur á þeim húsakynnum og þeim ágætu húsakynnum, sem félagið hefur nú í Iðnað- arbankahúsinu. Það var við ærin verkefni að glíma en við teljum, að það, sem áunnizt hefur, hafi allt verið til þjóð- hagslegra bóta. Eitt örðugasta vandamálið var að fá fjármagn til þeirra framkvæmda, sem menn höfðu áhuga á. Ástæðan var tregða lánastofnana landsins við að viðurkenna giidi þess arar atvinnugreinar. Einmitt þess vegna var ráðizt i að snúa sér beint til fólksins og koma á fót lánastofnun, sem þjónaði þeim tilgangi að afla iðnaðinum lánsfjár. Iðnað- arbankinn var stofnaður 1953. Hann hefur ekki bara verið ómetanleg lyftistöng fyrir iðnaðinn í landinu vegna eigin starfs, heldur hef ur hann með samkeppni sinni einnig opnað augu annarra lánastofnana fyrir gildi iðn- aðarins. Verkleg menntun þjóðar- innar hefur farið stórbatn- andi á þessu tímabili. Heill herskari ungra manna hefur á undanfömum árum aflað sér mikillar og góðrar tækni menntunar hér heima og er- lendis, þannig að það lofar mjög góðu urn framtíðína, en við eigum eftir langa leið ófarna til þess að geta náð leikni og afkastagetu eldri iðnaðarþjóða. Róm var ekki byggð á ein- um degi. Eins og ísilending- ar hafa stundað fiskveiðar öldum saman, þá hafa sumar þjóðir lagt stund á iðnað kyn slóðum saman og það tekur langan tíma að standa jafn- fætis þeim, rétt eins og þess- ar þjóðir myndu varla verða ötulir fiskimenn í fyrstu kyn slóð. Sá iðnaður í landinu, sem bezt hefur náð sér á strik, er sá, sem starfar í tengslum við náttúrlegar aðstæður hér — það er að segja að hrá- efnin eru fyrir hendi — eins og vinnsla ullar og skinna svo og hvers konar vinnsla matvæla úr sjávarafurðum. Með bættri flutningatækni og meðfylgjandi lækkandi flutningskostnaði, þá er það ekki goðgá að ætla, að við getum í vaxandi mæli flutt inn erlent hráefni til vinnsiu hér en til sölu á erlendum markaði. Slíkt gæti hvort heldur orðið sem sérstakt ís- lenzkt framtak eða i sam vinnu við erlenda aðila, sem dreifðu slikri framleiðslu í sínum löndum. Ég vona, að það verði allt- af til menn á ísiandi, sem hafa þann kjark og þá hug- kvæmni til brunns að bera, er þarf til þess að leysa öll þau vandamál, sem upp kunna að koma á hverjum tíma og eru fylgifiskar allra framfara. Þá mun ís- lenzkum iðnaði og þjóðinni í heild farnast vel, sagði Sveinn Valfells að lok«m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.