Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, t»RIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1973 25 — Við þurfum dugandi ungan mann, sem vill byrja á botn- inuin og vera þar æviiangrt. — Nú svo þannig liggur í því, mér fannst líka alltaf að storkurinn hefði of lítið væng- haf, til að geta borið fjögurra til fimm kílóa farm. — Þeir virðast ekki hafa fengið neitt að borða. — Eftir að maðurinn sagði upp með hendur við hann í síðustu viku heftir hann staðið svona. — Hvernig væri að fá sér einn áður en við leggjum í hann? — Hún er leynilega trúlofuð. 1 þorrabyrjun var haldm kvöldvaka hjá Félagi ís- lenikra rithöfunda að Hót- el Esju. Gtinnar Tlmrodd- sen, prófessor flutti er- indi um skáldskap Jóns Tboroddsens, Þóroddur Guðnumdsson skáld frá Sandi flutti frumort ijóð. Kvöldvakan var f jölsótt og liefur félagið í ráði að lialda aðra iiuian tiðar. Myndin var tekin á kvöld- vökunni. Minning: Una Kristjánsdóttir Fædd 7. ágúst 1915. Dáin 18. desember 1972. Una varð bráðkvödd að heim- ili sínu, Grettisgötu 79, þann 18. desember sl. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Skúlasonar og Steinunnar Jónsdóttur. Hún var íædd á Spjör í Eyrarsveit, en ólst upp að Naustum í sömu sveit, þar til hún fluttist til Reykjavíkur. Una giftist eftirlifandi manni sínum Gunnari Jóhannssyni, múrarameistara, þann 7. ágúst 1941. Eignuðust þau sjö böm, sem öll eru á lífi og öll gift, nema ein dóttir, sem var í for- eldrahúsum. Það var árið 1945, sem leiðir okkar Gunnars lágu saman og hófust þá góð kynni á milli heim iia okkar, sem hafa staðið óslitið siðan og urðu konur okkar mjög góðar vinkonur til síðustu stundar. Var mjög ánægjulegt að koma á heimilí þeirra hjóna. Með Unu er gengin mikilhæf kona og móðir. Var hún mjög vel verki farin tE allra starfa. Hún var mjög glaðvær kona og viðmótsþýð. Hún mun oft hafa þurft að leggja nótt við dag, sem að likum lætur, þar sem svona mörg börn voru til að annast. Hvenær sem maður kom á heimili þeirra var þar ávallt allt i röð og reglu og bar vott um mikinn myndarskap og voru þau hjón samhertt um upp- eldi barna sinna, sem eru vel gefin og myndarbörn. Að endingu viljum við hjónin votta eftirlifandi eiginmanni og bömum hinnar látnu okkar inni legustu samúð. Með þessum lín- um kveðjum við þig Una mxn og þökkum þér allar ánægjuleg ar samverustundir, sem við átt- um með þér. Gústaf A. Gestsson. *» 'stjörnu . JEANE DIXON SDÍ Ifrúturinn, 21. man — 19. apríl. Gott er að taka hlutunum raeS ró í dag ogr iliuga vel vandamál þín off reyna að ráða bót á þeint. Nauttð, 20. april — 20. maí. Tilvalinn dagur til að iðka íþróttir, og gera eitthvað fyrir heiN- una. Tvíburamir, 21. maí — 20. júni L.eitaðu aðstoðar hjá kunningjum þínum í vandamálum þ|ium, ort niundu að þú átt góða að. Krabbinn, 21. júní — 22. jútí. Tilvaliiin dagur til að koma þvi i framkvæmd, sem þú liefur lengi dregið. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Allar líkur eru á, að þetta reynist þægilegur dagur á allan hátt, og seimilegt er, að í dag gerist eitthvað, sem þú hefur leugi verið að vonast eitir. Mærin, 23. ágúst — 22. september. l»að benda allar líkur til þess, að eitthvað óvænt hendi þig í dag, sem gæti valdið þér vonbrigðum á einhvern hátt. Vogin, 23. septeniber — 22. október. Dagurinn verður óskö|> venjulegur í dag, en líklegt að kvöldið verði ívið betra. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. I»ú færð óvænta heimsókn i kvöld, sem þú átt lengi eftir að minnast. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Dagurinn mun væntanlega verða þér hagstæður á allan hátt, og vel gæti verið, að þú yrðir fyrir einhverju óvæntu happi. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. I*að bendir allt til þea», að þú þurfir að sýna hörku i dag, þó eiukum ef þú stendur í einlivers konar samningamáluni. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Nú er tími til kominn, að þú látir skoðtsn þina í Ijös varðandi eitthvert málefni, sem þú vinnur að. Eftir því hefur lengi verið beðið. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. I»ér er vissara að fara gætilega í öllum peningamálum í dag, ann ars gæti illa farið. — Minning Ólafur FramiiaJd af b*s. 23. hann gott efni til bókaútgáfu, kom hann því á framfæri til bóksala á eftirmiinnilegan máta, svo bókaútgáfunafnið Leiftur varð trygging fyrir úrvals vinnu, bæði að innri og ytri frá- gangi. 1 þvi sambandi langar mig aðetns til þess að minnast á hinar sögulegu bækur sem hann sá um útgáfu á: Aíþimgis- hátíðin 1930 og Lýðveldishátíð- in 1944; Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen og Feröabók Hend- erson. Einnig gaf hann út fyrstu bækur Kristmanns Guð- mundssonar og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Ólafur var í stjórn Hins ís- lenzka biblíufélags í rúm tutt- ugu ár og var framkvæmdastjóri þess í rúman áratug. Hann sá um fyrstu prentun Biblíunnar hér heima eftir að útgáfa hennar var flutt heirn frá Bretlandi. Er ég að lokinni skólagöngu hér heima, var við nám í Eng- landi, bauð Ólafur mér að taka við verzlunarstjórn Bókaverzl- unar Snæbjarnar, sem hann átti hlut L Þá hófum við mikið sam- starf er bókaverzlunin flutti í Hafnarstræti, Ólafur 55 ára og ég 19 ára. Ég mun ávallt minn- ast þess með mikilli ánægju, hve samstarf okkar gekk snurðu- laust öU þau ár sem við unn- um saman, því Ólafur var ein- staklega sveigjanlegur fyrir hugmyndum nötímans. Hefði ég ekki getað hugsað mér betri hugmyndasmið né starfsfélaga á þessum árum. Við gerðum okk ur Ijóst, að með það markmið að leiðarljósi, sem Snæþjörn Jóns son hafði ávaUt sett sér, meðan hann starfaði við bóksölu, að hafa á boðstólum það bezta úr heimsbókmenntunum og gagn- legar bækur, þá yrðum við að fara varlega, þvi slikt var ekki arðbært, nema ýtrustu ná- kvæmni og aðgátar væri gætt. Undirtekir viðskiptavina okkar gáfu okkur byr undir báða vængi og við fylltumst sameígin- legri vellíðan að loknu dags- verki; við vorum á réttri leið. Þetta veitti Ólafi mikla ánægju í starfi hans fyrstu árin hjá Bóka- verzlun Snæbjarnar í Hafnar- stræti. En er árin liðu við þetta upp- byggilega starf, tók heilsu Ólafs mjög að hraka, en æðrulaus vann Ólafur að því starfi, sem hann taldi geta orðið öðrum til heilla og vann hann fullan vinnudag þar til í nóvember s.l. að líkamlegt þrek hans neitaði honum um að fara til vinnu og neyddi hann til að hvílast heima um stund. En Ólafi fannst hann gæti meir, en stuttu síðar varð hann að fara á spítala, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt þrátt fyTir heitar óskir um að koma aftur tU starfa með hækkandi sól. Ég veit að ég get sagt með fuflu samþykki sbarfsfólks Bóloa- verzlunar Snæbjarnar, að það fór ekki varhluta af hjarta- hlýju Ólafs, meðan hann starf- aði með okkur. Nú er hann horf inn og hans er saknað af okk- ur; það finnum við svo áþreif- anlega þessa daga. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig hinztu kveðju og þakka þér hjartanlega allt og allt. Við hjónin vottum frú Jófriði, dætrum og barnabörnum dýpstu samúð okkar. Steinarr Guðjónsson. Blað allra landsmanna Bezta auglýsingablaðið Við Fellsmúla Til sölu nýtízku 3ja herb. endaíbúð um 96 ferm. á 3ju hæð með svölum og frábæru útsýni. Utborgun 2,2 milljónir króna. Möguleg eignaskipti á nýtízku 5 herb. íbúð eða raðhúsi í borginni. Nánari upplýsingar gefut NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12. — Sími 24300. Utan skrifstofutíma 18546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.