Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1973 17 Umræður i sænska þinginu: Ríkiseinokun á útvarpi afnumin? Stokkhólmsbréf frá Hrafni Gunnlaugssyni AÐ undanförnu hafa farið fram mikl- ar umræður um það i sænska þinginu hvort rétt sé og tímabært að afnema einokun rikisins á útvarpi og sjón- varpi. Helzti upphafsmaður þessara umræðna er inn ágæti ri'thöfundur Per Olof Sundman, sem á sjálfur sæti i útvarpsráði en hann er jafn- framt þingmaður sænska Miðflokks ins. Sundman hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni, að tíimi sé till kominn að athuga hvort rétt sé að afnema einokun ríkisins á þessum fjölmiðl- um, þar sem þeir séu löngu staðnað- ir í gamatgrónu formi og breyttar þjóðfélagsaðstæður skapi möguleika á miktu fjölþættari og áhugaverðari rekstri slí'kra fjöl- miðla. Þá hefur Sundmann ráðizt harkalega á sænska sjónyarpið og útvarpið, fyrir slappleika og and- legan ræfiidóm. Sundman segir, að það samband sem áður hafi verið nauðsynlegt milli þessara fjölmiðla og ríkisiins, sé nú löngu úrelt, og ætti að hverfa úr sögunni í lýðræði'sþjóð félögum. Þess má geta hér til gamans að út- reikningar benda til að rekstur ltít- ifflar útvarpsstöðvar sem næði til meirihluta Svía yrði ódýrari en rekstur dagblaðs af minnstu gerð. Tækninni hefur fleygt svo fram á undanförnum árum, að útvarpsrekst- ur er aliur annar í dag en fyrir ára tugum. Athyglisverðast við þessar umræð ur er það, að Sundmann hefur feng- ið til liðs við sig Jan-Erik Wi'kström sem á sæti í útvarpsráðinu sænska, og er auk þess þingmaður fyrir Folk- partiet. Þessir tveir þingmenn hafa nú haf- ilð samei'ginlega baráttu, og ásaka sjónvarpið fyrir „hugmyndaleysi í málflutningi og s-kort á frumleika í dagskrárgerð — apahátturinn sé þar allsráðandii". Ef l'i.tið er til baka kemur i ljós að í greinagerð þingsins frá 1966 var gert ráð fyrir, að með því að hafa tvöfaldar sjónvarpsútsendingar (tvær rásir) skapaðist samikeppnis- grundvölQur, sem hefði jákvæð áihrilf á efnisval og flutning. Að áliti þing- ma.nnanna hefur þetta ekki gerzt, heldur éta rásirnar hverja tugguna upp eftir annarri. Gagnrýni á útvarpið hefur vald- ið meiri blaðaskriifum hér í Sviþjóð en flest önnuf menningarmál í ára- raðiir. Sýnist sdtt hverjum, en aug- ljóst er að aimennur áhugi er rikj- andi á þvi að gefa útvarpsflutning frjátean. Þeir sem mæla helzt á móti, eru auðvitað kommúnistar og önnur afturhaldsöfi. Stefna þingmannanna tveggja er auðvitað sú að einhvern tíma í fram- tiðinni verði útvarp og síðar sjón- varpsrekstur öilum frjális, og hann þá væntanlega háður sömu réttarregl um og biaðaútgáfa. Til að byrja með hafa þeir lagt fram tviliðaða tillögu varðandv sjónvarpið, sem' er á þessa leið: 1. Stofnað verði algerlega sjáltf- stætt félag serri sjái um rekstur ann- arrar sjónvarpsrásarinnar. Fyrirtæk ið iiúti eigin stjóm, en njóti rikis- styrks og megi innheimta afnota- gjöid. 2. Dreifing fjöimiðlanna. Rek- iin verði sjónvarpsrás sem kaupir til búi'ð utanaðkomandi efni frá eins kon ar dótturfyrirtækjum. Þessi sjónvarpsrás á ekki að framleiða dag skrárliði sjálf, en sér eingöngu um innkaup á efni og raðar því niður tii útsendingar. Að síðustu hafa þingmenniirnir bor ið fram tillögu i þinginu um stofn- un nefndar, sem vinni að uppkasti að riýjum útvarpslögum í Ijósi þeirra umræðna er verið hafa á döfinni. Er gert ráð fynir að nefndin skili áliti innan tveggja ára, Á síðustu árum hefur tækninni fleygt fram á sviði útvarps og sjón- varps. Það er því ekki siður na.uð- synlegt fyrir okkur íslendinga að endursikoða þessi mál. Auðvitað verða menn að sníða sér stakk eftir vexti, en hins vegar mæíir fátt á móti því að gefa útvarpsrekstur frjálsan á íslandi, þó sjónvarp verði að sjáltf- sögðu enn um sinn í höndum ríkis- ins. Ástæðulaust er að óttast einok- un einkaaðilja á útvarpsrekstri ef rétt er haldið á spöðunum. Verði rík i'sei'nokun útvarps afnumin má setja lög þess efnis að ekki komi til ein- okunar éinkaaðiila. Rekstur sjáLf- stæðra útvarpsstöðva hlýtur tvimæla laust að byggjast að mikiu leyti á auiglýsingum og þá er sú hætta fyrir hendi að fjársterkir aðiljar sitji ein- i'r að kökunni. Þetta má koma i veg fyrir með háum auglýsiiigaskatti er rynni í sérstakan sjóð, sem veitt yrði úr ti'l hinna ól'íku ’ út- varpsstöðva, eftir efni og ástæðum. Þá er eiinnig hugsanlegt að rikið inn heimti ákveðinn nefskatt til útvarps- rekstiurs er yrði síðan skipt milli stöðvanna. Þetta er síður fráleift, ef haft er i huga að dagblöðin njóita nú rikisstyrks. 1 dag þykir sjáltfsagt að hver og einn fái að gefa út dagblað eða tSima rit, sé ákveðnum reglum fylgt. Hið sama ætti að gi'lda um útvarp. Tæknt nútiimans gerir útvarpsrekstur auð- veldari en blaðaútgáfu og hvers vegna þá að hafa ríkiseimokun? Því miður bindur oft vaninn menn í báða skó, en yrðu ekki sumir skrít.nir á svipinn ef rikinu einu yrði heimi'iuð blaðaútgáfa? Það er knýja.ndi spurn ing, hvort þeir aðiljar og stjórnmála- samitiök er barizt hafa harðast fyrir skoðanafreísi á íslandi, eigi ekki að taka upp frjálst útivarp á stefnuskrá sína. Skemmtiferd á Stórhöfða: Engin aska á öllum suðurhluta Heimaeyjar Frá Árna Johnsen, vísu ófá vikurtonnin, sem Vestmannaeyjuin á föstu- þarf að flytja úr bænum, en dag. til þeirra hluta eru stórir vöru ÞAÐ er ekki allt jafnsvart í bíl'ar og mikilvirk ámoksturs- Eyjum um þessar miundir. tæki. Vonandi verður þess Fyrir utan þau 100 hús, sem ekki langt að biða að tugir eru meira og minna skemmd, slíkra tækja a.m.k. verði flutt bmnnin eða hulin ösku er hingað til Eyja, svo að hreins ástand bæjarins í heild miklu un bæjarins geti hafizt. betra en maður skyldi ætla að Við brugðum okkur suður ókönnuðu máli. Það eru að á Stórhöfða í dag í björtu og Oddur á Lyngfelli með hænsni sin í di-áttarvagninum. góðu veðri. Strax og komið var upp að Hivild var askan að fjara út og við Olnboga var aðeins grátt í rót. Ef vikur- safn eykst ekki meira þar, munu öll túnin á suðureynni koma grösug að vanda undan vetrinum. Það var satt að segja aldeiiis hressandi að koma suður á Eyju. V.ð stöldr uðurn við í Suður-Garði, þar hefur ekkert'verið hreyft og á ekki að hreyfa, enda búast þau hjónin þar, að þess verði ekki langt að bíða, að það verði farið að skerpa undir könnunni áð vanda. Þar stóð kleinubakki á borðinu okkur til mik ll'ar ánægju. Hjá Steinsstöðum hitt- um við Odd á LyngfeHi. Hann var á dráttarvélinni og með heyvagninn fullan af pút- um, 1000 stk., sem átti að flytja flugleiðis og sjóleiðis til Reykjavíkur. Þeir tfeðgar höfðu femg ð fjósið á Vítfils- stöðum fyrir púturnar. 1100 höfðu þeir fliutt fyrir nokkr- um döigwm, en tæplega 1000 af þeim köfnuðu í lest báts.in's, sem flutti þær. Þetta var á fyrstu dögum gossins, þegar kapp réð meira en forsjálni. Oddur var hinn versti yfir því að þurfa að flytja púturnar. ,,En,“ sagði hann, „við erum alveg orðnir fóðurlausir." Hann hafði sk lið eftir 2 pút- ur og 2 hana í hænsnabúinu. „Þétta eru tvær ágætar álegupútur," sagði Oddur, „og þær verða þá klárar, þeg- ar búskapurinn hefst aftur. Og ekki er vert að hafa þær hanalausar.“ Iívergi á þessu svæði sést vikurmoii. Og Breiðabakki var eins og á vordegi. Við fór um upp á Stórhöfða, þaðan gátum við mælt, að nýja eld- kei'an er u. þ. b. 65— 75 m há. Það var að vísu gjóla og og Lundinn er ekki kominn ennþá. En við nutum þess að setjast í grasið og horfa yfir Eyjarnar, jökuiinn og frá Stórhötfða séð, var gosið ekki mikið að sjá. Nýja eldkeilan hvarf á bak við Helgafell, það var aðeins reykur undan aust- urjaðrinum, enda hetfur eld- gosið minnkað miklð síðustu daga og engan v kur sent fm sér svo að orð sé á gerandi. En það biðu nóg verkefni í bænum, skemmtiferðinni út í Stórhöfða var lokið. Það þarf ekki að taka til hendinni þatr til þess að fá rétta litinn á eyjarnar, en þeim mun frekar í bænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.