Morgunblaðið - 06.02.1973, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.02.1973, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1973 23 Bjorns stóð áliugi hans á skritft og letuirgerð. í Árbók Lamds- bókasafns fslands (1948—1949) sferifaði hann mjög vandaða og gagnlega ritgerð, er hann af hæ versku sinni nefndi Nokkur orð um islenzkt skrifletur. Rannsóknir dr. Björns á rím- um, sem áður er á drepið, munu haifa beint áhuga hans að is- lenzkri málsögu, einikum á tima- bilinu frá 1350 og fram undir 1600. Má segja, að hann kæmi þar að nær því óplægðum akri. Helzta verk hans um það efni er riltið Um íslenzkar orðmynd- ir á 14. og 15. öld og breyting- ar þeirra úr fornmálinu, Rvik 1925, og er þar raunar einnig viðauki um nýjungar í orðmynd um á 16. öld og síðar. Enda þótt þessu víðtæka efni séu þarna hvergi nærri gerð tæmandi s'ki'l, er þetita rit samt enn í fuliu gildi og verður ávalit talið brautryðjendaverk. Þá skritfaði hann merka ritgerð um hljóð- dvalarbreytinguna í Islenzku (Kvantitetsomvæltningen i is- lamdisk, Arkiv för nordisk filo- lagi, 45. bd., Lund 1929). Naut dr. Björn jafnan ál'its sem gl'ögg skyggn málfræðingur, enda gegndi hann kennslu í islenzkri málssögu við Háskóla Islands veturinn 1947—1948 i forföllum dr. Björns Guðfinmsisonar. Nærri má um það fara, svo mjög sem dr. Björn handlék og hugleiddi söguleg gögn um dag- ana, að hann hafði mikinn áhuga á sögu íslands, þó að hann semdi ekki í þeirri grein neiitt samfellt meiri háttar verk. Til viðíbótar fyrrnefnduim greinum, sem eru í nánustum tengslum við skjalavarðarstarf hans, má nefna ævisöguna Dr. Valtýr Guðmimdsson (í Andvara 1937), skrifaða af persónulegum kynn- um af manninum og mikiOli þekkingu á stjórnmálastarfsemi hans, og um verzlunarsögu rit gerðina liinokunarfélögin 1733—1858 (í Andvara 1939). Af viðræðum við dr. Björn duld ist enguim, að hann bjó yfir víð- tælkri þekkingu á sögu landsins fyrr og síðar og hafði þar giögiga yfirsýn. Bkkert tímabil m'un þó hafa verið honum jafn huigstætt og sjálfstæðisbarátta Islendinga eftir fráfall Jóns Sig urðssonar og fram til 1918. Sú saga var honum einkar ljúft um ræðuefni. Gerði hann oft skarp- legar og skemmtilegar athuga- semdir um menn og málefni á þessu tímabiili. Sjálfur mundi hann gjörla öll h&imastjórnarár im og hefur vafalaust sem marg- ir aðrir hrifizt þar tii samúðar og andúðar í hita þeirrar bar- áttu, sem þá var háð, en þó hygg ég, að mat hans á sögu- legu samhengi atburðanna hafi verið furðulega hlutlægt, þegar frá leið. Eftir að hann lét af embætti, sökíkti hann sér niður í athuiganiir á fyrri hluta þessa timabils. Birti hann nokkuð af þessum athugunum sínum í Starni, en það eru greinamar Þingvallafundur 1885 og bene- diskan (1966) og Þlngvallafund ur 1888 og stjómarskrármálið (1969 og 1971). Um langt árabil var dr. Björn prófdómari í islenzkri bók- menntasögu við Háskóla Islands, og sýnir það m.a., hvers trausts hann naut í hópi lærdóms- manna. ÖU fræðistörf dr. Bjöms K. Þórólfssonar voru unnin af stakri vandvirkni og alúð. Hann lagði ótmuður til attögu við þau vandamál, sem hann kom auga á, og sparaði þá hvorki tíima né fyrirhöfn til að gera þeim skil. Því er ekki að leyna, að oft var á orði haft, að hann væri seinvirkur, og víst var maðurinn hæglábur, en vinnutorögð hans og kröfur þær, sem hann gerði tid sjálfs sín, voru þess eðl'is, að þess var eng in von, að hann væri stórvirk- ur. En þegar á allt er Li'tið, er það alls ekki lítið að vöxtum, sem eftir hann iiggur, enda var hann eljusamur og þrautseignir. Heilsubrestur háði honum tals- vert á síðustu skjalavarðarárum hans, en þann áratuig, sem hann lifði, eftir að han,n lét af emto- ættt, var hann yfirlei'tt öfflju hressari, þótt hann gengi hvergi nærri heilll til skógar, auk þess sem aldur og vinnulúi sagði til sín, eins og lög gera ráð fyrir. Afstaða dr. Björns til visind anna var í fullu samræmi við eðli hans aLlt. Hann var heill- steyptur drengiskaparmaður, sem hvergi mátti vamm sitt vita. Hann var hámenntaður og sannmenntaður maður, sem varð veiitti hjatalag lítils bams til hinztu stundar í váðsjálli ver- öld. Það á því við uim hann, að hann batt ekki bagga sínuim sömu hnútum og samferðamenn fremur en sá Skaftfellingur, sem svo var áður um kveðið. Dr. Björn. var rrxaður öhiutdeilinn og horfði á erjur liðandi stundar og hið iðandi mannlíf í kring- udi sig með heimspekilegri ró og góðmannlegum glampa i augum. Hann vissi sem var, að alltaf gerast nógir til að bíta í skjald arrendur. Sú afstaða jafngilti þó engan veginn áhugaleysi um mannleg efni, enda þurfti ekki lengi að ræða við dr. Björn til að fimna, að mannleg örlög í öll um sínum fjölbreytileik voru honum þrotlaust umhugsunar- efni. Þegar við þennan áhuga bættist frumleikur í hugsun og býsna sérkennileg og notaleg kímniigáfa, gat dr. Björn verið manna skemmtilegastur i sam- ræðum, enida brá hann oft óvœntu ljósi yfir umræðuefnið og átti það til að koma mönnum snilldarlega í opna skjöldu með nýstiárieg sjónarmið. Viðbrögð hans voru að- vísu seinni en al- mennt gerist, svo að hann kom mönnuim af þeim sökum stund- um undarLega fyrir sjónir, en þegar hönum gafst það tóm, sem honutn hentaði, kom i ljós, að það voru einmitt rökfesta og skýrleiki, sem einkenndu hugs- un hanis. Dr. Björn var tvíkvæntur. Ár ið 1922 kvæntist hann Kristínu Guðmundsdóttur frá Skinnastöð um í Torfulækjarhreppi, en þau siitu samvistum. Dóttir þeirra, Sigriður Guðlaug, er búsett í Bandarákjunum. Árið 1937 gekk hann að eiga Guðrúnu Pálsdótt ur frá Bakkakoti á Rangárvöll- um, en hún lézt 12. desember 1969. Kjörsonur þeirra er Sigm- ar Björnsson fultrúi hér í bæ. FyrLr hönd Þjóðskjalasafns Is lands vil ég svo að leiðarlokum kveðja dr. Björn K. Þórólfsson og þakka honum vel unnið starf í þágu stofnunarinnar. Einnig er ég þakklátuir forsjóninni fyr ir að hafa kynnzt þessum sér- stæða heiðursmanni og verið samstarfsmaður hans um hríð. Vandafólki hans flyt ég samúð- arkveðjur. Ég er þess fullviss, að dr. Björn K. Þórólfsson þarf engu að kvíða er hann stígur fyrir dómara allra tíma. Bjami Vilh.jálmsson. Ólafur Bergmann Erlingsson -■ Minning Sunnudaginn 28. janúar síðast liðinn andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík Ólafur Bergmann Erlingsson, prentari og bóksali. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um mörg ár og þurft að vera um tíma á sjúkrahúsum vegna sjúkdóms síns eða kannski væri réttara að segja sjúkdóma þeirra, sem hrjáðu hann. En Ólafur var slíkrar gerð- ar, að jafnan komst hann aftur til nokkurrar heilsu sakir óbil- andi viljaþreks og ná- kvæmni í því að fylgja ráðum líflækna sinna og eigin skyn- semi. Sjúkdómsþrautir sinar bar hann með þeirri karlmennsku, sem seint mun líða úr minni þeirra, sem til þekktu. Ólafur Bergmann var fædd ur 12. október 1898 að Indriða- stöðum í Skorradal, en það er einn fegursti dalur á landi hér, sem kunnugt er. Foreldrar hans voru Erlingur bóndi á Stóru Drageyri, síðar á Akranesi og síðast verkamaður i Reykjavík, Jóhannsson bónda á Þyrli, Torfasonar. og kona hans Krist- ín Erlendsdóttir bónda á Efri-_ Hreppi í Skoddadal Magnússon- ar. Ólafur ólst upp á Indriðastöð ura og á Akranesi i stórum systk inahópi við nægjusemi og vinnusemi, eins og þá var títt. Af atvikum, sem hann sagði mér frá æsku sinni, var Ijóst, að hann átti frá þeim árum hugljúf ar minningar, þótt í þær bland- aðist tregi yfir því, hve oft var úr litlu að spila á mannmörgu heimili. Rúmlega 15 ára hóf Ólafur Bergmann prentnám hjá Davíð ÖstLund í Reykjavík. Námstím- inn var að ýmsu leyti söguleg- ur, og kunni Ólafur skemmti- lega frá því að segja. Davið öst lund hefur um margt verið sér- kennilegur og merkilegur maður, sem vel kunni að bjarga sér. Prentsmiðja hans var ekki stór, en þó voru þar til hlutir, sem enn eru fáséðir í prentsmiðjum hér, svo sem nótnastíll (músik- nótur). Áður en námstíman- um lauk seldi Östlund prent- smiðju sína og átti Ólafur víst að fylgja með i kaupunum. Hann kaus heldur þann kost að ráða sig í Isafoldarprentsmiðju, og þar lauk hann námi. Árið 1918 réðst Ólafur Berg- mann til Félagsprentsmiðjunnar og gerðist þar vélsetjari, en það var þá tiltölulega ný grein í prentiðninni hér á landi. Var hann talinn röskur vélsetjari og vandvirkur. enda íslenzku- maður ágætur. Eftir fimm ára starf í Félagsprentsmiðjunni fór Ólafur aftur til Isafoldarprent smiðju og vann þar óslitið í meira en tvo áratugi, lengst af sem setjaraverkstjóri. Kunnugir lýsa verkstjórn Ólafs þannig, að það hafi komið eins og af sjálfu sér undir hans stjórn að menn legðu sig fram um að vinna rösklega og vanda verk sín. Ólafur Bergmann var alla tíð mjög starfsfús maður og elju samur. Starfið var honum nauð- syn, ekki eingöngu vegna aur- anna, sem fyrir það fékkst, held ur af hreinni starfsgleði. Það lætur að líkum, að slík- um manni nægði ekki dagsverk- ið eitt. Jafnframt prentverkinu gerðist Ólafur því snemma bóka útgefandi. Þótt hann væri fram- an af ekki mjög stórvirkur á því sviði var hann þar eins og ann- ars staðar velvirkur. Hann gaf út góðar bækur og eru þar á meðal frumútgáfur sumra þeirra skálda íslenzkra, sem einna Iengst hafa náð. Árið 1937 stofnaði Ólaf- ur Bergmann ásamt fleir- um Prentmyndastofuna Leiftur og var forstjóri þar frá upphafi og fram á mitt ár 1955. Árið 1946 keypti fyrirtækið öll tœki Skálholtsprentsimiðju, en af þeim stofni varð til Prentsmiðj- an Leiftur. Jókst þá bókaútgáf- an að miklum mun, og eru sum- ar bækur fyrstu áranna mjög merkar og nú ófáanlegar. Þegar Ólafur lét af forstjóra starfi Leifturs, gerðist hann framkvæmdastjóri Bókaverzlun- ar Snæbjarnar Jónssonar, en auk bókasölunnar hefur það merka fyrirtæki einnig gefið út bækur. Þannig hefur allt lífs- starf Ólafs Bergmanns allt- af snúizt um bækur og bókara- mennt. Það má því teljast eðli- Legur þáttur í slíku ævistarfi, að hann safnaði merkum og fágæt unj bókum, en mig skortir kunn- ugleika til að segja frá þeim þætti nánar. Að skapferli var Ólafur Berg mann mjög hógvær maður og óáleitinn. Hann virtist frek- ar hlédrægur og dulur og ekki fljótur til kunningsskapar. Hann var þó í rauninni félagslyndur og kunnugir vissu, að hann var flestum tryggari vinur vina sinna og mjög hjartahlýr. Skap- laus var hann ekki og stóð þétt ur fyrir, ef á hann var leitað. Aðfinnslusamur var hann nokk uð um mannanna verk, en það mun hafa sprottið af því, að hann vissi vel, að ef alúð fylgir starfi, geta menn oftast gert bet ur en þeir gera. Ólafur var einlægur trúmaður og vildi vinna kristinni trú allt það gagn, sem hann mátti. Hann átti um árabil sæti í stjórn Hins íslenzka biblíufélags og sá um útgáfu Biblíunnar, eftir að prentun hennar fluttist til Is- Lands. Á meðan Ólafur Bergmann vann að prentverki starf- aði hann talsvert fyrir Hið ís- lenzka prentarafélag, var f stjórn þess og nefndum, var m.a. formaður svokallaðrar Hóla- nefndar, sem undirbjó og stjórn aði pílagrímsferð prentara að Hólum í Hjaltadal í tilefni af 500 ára afmæli prentlistarinnar. Við það tækifæri gáfu prentar- ar Hóladómkirkju gott eintak af Guðbrandsbiblíu, en það kostaði þá um árskaup prentara. Fyrir elju og framsýni Ólafs á Hið is- lenzka prentarafélag nú safn merkilegra hluta og gagna til minningar um þá ferð, sem hann safnaði og hélt til haga. I til- efni af 75 ára afmæli HlP var Ólafur Bergmann kjörinn heið- ursfélagi þess, og var það vottur virðin'gar og þakklætiis fyrir störf hans. I fleiri félögum hefur Ólafur Bergmann starfað af áhuga og fórnfýsi. þótt hér verði ekki tal- ið. En óhætt mun að fullyrða að alúð hans og vandvirkni mun alls staðar bera honum þann vitnisburð, sem krýnir hann heiðri og sæmd um ókomin ár. Árið 1923 kvæntist Ólaf- ur Bergmann eftirlifandi eigin- konu sinni, Jófríði Kristínu Þórðardóttur, og hefðu þau því átt gullbrúðkaup á þessu ári. Þau eignuðust þrjár dætur, sem allar eru búsettar í Reykjavík: Kristínu húsfrú, Ólöfu kennara og Eddu skrifstofustúlku. Hjónaband Jófríðar og Ólafs var alla tíð mjög farsælt, fullt skilnings og kærleika, enda voru þau samhent um það, sem þeirn þótti mestu skipta, heill og hamingju dætranna og barna- barnanna og fjölskyldunnar allr Ólafur og fjölskylda á sér un- aðsreit í Laugardal, „Óðal“, eins og hann kallaði það stund um í gamni. Þar eru landkostir og allt yndi svipað og i Skorra- dalnum fagrsK þar sem Ólafur ólst upp ungur sveinn. Óðalið hafði verið endurbætt á síðast- liðnu sumri, og ábyggilega hefði Ólafur farið a.ustur næsta suim- ar, ef hann hefði lifað. En nú stefnir sálin í sólarátt: Hann er „farinn austur" í þá ferð, sem við eigum öll að fara einhvern tíma. Útför Ólafs Bergmanns fer fram i dag. Prentarastéttin og samferðafólkið í Dalnum sendir Jófríði, dætrunum, tengda- syni og ástvinum öllum hugheil- ar samúðarkveðjur og biður þeim öllum blessunar guðs í söknuði þeirra. Ellert Ág. Magnússon. 1 dag verður til moldar bor- inn vinur minn og samstarfs- maður, Ólafur Bergmann Erl- ingsson, fyrrum prentsmiðju- stjóri og bókaútgefandi, en hann lézt sunnud'aginn 28. janú- ar s.l. sjötíu og fjögurra ára að aldri. Síðastliðin 15 ár hefur Ólaf- ur átt við vanheilsu að stríða, sem kom í veg fyrir þá lífs- ánægju, sem mikill og fagur skerfur hans til þjóðfélagsins, hefði veitt heilsuhraustum manni, að loknu góðu lífsverki. Ég kynntist Ólafi lítillega, er hann veitti forstöðu Prent- smiðjunni og Bókaútgáfunni Leitftri hf, en þá vann ég hjá Bókaverzlun Siigfúsar Eymunds- sonar. Þar átti Ólafur góðan vin og félaga, Stefán Stefáns- son bóksala og var náin vinátta ávallt með þeim. Ólafur var djarfur og vandvirkur bókaút- gefandi, og liggja að baki hon- um margar perlur í úrvalsbók- um bókatnanna og bókasafna, hérlendis og erlendis! Fengi Framhald á bls. 25 Minning: Stefán Egilsson F. 19. 1. ’40 — D. 28. 1. ’73. „Því bilið er mjótt milli bllí'ðu og éls“. NÚ skortlr mig orð, svo snögg- lega varstu kallaður frá okkur, eás'ku frasndi minn. Ég veit að þú hefðir ekki viljað neinn fag- urgala sem síðustu orð mín til þín. Ég ætta ekki heldur að láta svo vera, en með mokkrum lín- um verð ég þó að kveðja þig, svo margar eru minningarnar sem streymia að, þegar til baka er litið. Góðviljaður og elsíku- legur varstu og þegar að innsta kjamanuim var komið þá var þar margt, sam kom í ljós, sem eniginn hefði getað trúað að til væri þar, nemia þeir er til þekktu. Oft þegar ég, lítil stúlka í sveit, fjarri míinum foreldrum fékk Leiðindaköst, þá voru fáir betri I til þess að korna því í sarwt lagi aftur, en þú. Eimnig hér í Reykja- j vík hugsaðir þú alltiaf um að j heiimisækj a móður mlína í hvert j skipiti, sem þú komst, og var hún ein af þeiim fáu, sem kom-1 ust að þér oig fðkk þig til að tala 1 um það aeim í brjósti bjó. Ég i veit að hún vill þafcka þér fyrir öll þau skipti, sem þú hjáipaðir henni á erfiðum situndum. Ég ætta ekki að hafa þessi orð lengri, ein votta foreldrum, sysfkinum og vandamiönnum, sem nú eig.a um sárt að binda, samiúð mína og bið góðan guð að geymia þig og þau. Þín fraenka Kiddý.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.