Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1973 15 háir hér á landi gagnstætt þvi sem tíðkast með öðrum þjóðum. Um tíma var það meira að segja svo að tollar á hráefnum voru jafn háir tollum af fullunnum innflutt- um vörum og vélar tollaðar hærra en munaðarvörur í nærliggjandi löndum. Talsvert hefur áunnizt í þessum málum en þó er nokk uð langt i land að viðunandi sé orðið. Þó að meginþunginn í bar- áttu félagsins á þessum árum, sem liðin eru, hafi farið í að glima við timabundin vanda- mál misstu menn þó ekki sjón ar á framtíðinni. Á þessum ár um var leidd til sigurs bar- átta fyrir stofnun sérstaks iðnaðarbanka og sett var á laggirnar sú stofnun, sem nú ber nafnið Iðnþróunarstofn- un íslands. Félagið hafði veruleg áhrif á setningu nýrra laga um Iðn lánasjóð þar sem iðnaðurinn tók á sinar herðar að greiða verulegt gjald til sjóðsins og gera þar með mögulegan þann vöxt hans, sem gert hef ur hann að þýðingarmiklu afli í eflingu iðmaðar. Trúin á framtíðina lýsti sér einnig í þvi að Iðnrekendafélagið stóð fyrir þátttöku í kaup- stefnu í Brússel árið 1954 og kynnti þar í fyrsta sinn fjöl- breyttan íslenzkan iðn- varning. Varð þetta tii þess að þáverandi iðnaðarráð- herra, Ingólfur Jónsson, skip- aði samkvæmt tillögum félags ins nefnd, sem hlaut nafnið Vörusýninganefnd og sem starfað hefur æ síðan. VAXANDI ÚTFLUTNINGUB Kaupstefnur og útflutn- ingsmál hafa æ síðan verið mikið á dagskrá hjá félaginu. Fyrir utan þær almennu iðn- sýningar, sem félagið hefur staðið fyrir, með öðrum iðn- aðarfélögum, tók félagið upp þá nýbreytni að beita sér fyrir kaupstefnum, en þær haía til þessa einskorðazt við fatnað. Allt frá þátttöku i kaupstefnunni i Brússel hef- ur félagið unnið að því að efla útflutning á islenzkum iðnvarningi. Eftir lok hafta- tímabilsins var róðurinn hert ur og árið 1968 var þessi þró un komin það . langt að Iðn- rekendafélagið setti á stofn sérstaka deild á skrifstofu sinni, sem nefnd var Útflutn ingsskrifstofa iðnaðarins. Ár ið 1970 voru sett lög um Út- flutningsmiðstöð iðnaðar- ins og tók hún til starfa ár- ið 1971 og tók þá við starfi Útflutningsskrifstofunnar. Árið 1958 gerðist félagið aðili að samstarfi Norrænu iðnrekendafélaganna. Árang- ur þess samstarfs hefur ver- ið náin persónuleg kynni og samvinna, sem m.a. hafa leitt til þess að Iðnrekendafélag- ið hefur haft aðstöðu til þess að fylgjast mun betur en ella með þróun iðnaðar á Norð- urlöndum og þróun markaðs- mála í Evrópu, einmitt á þeim örlagaríka tíma, þegar Efna- hagsbandalag Evrópu og Fri verzlunarsamtökin voru í mót un. Meðal árangurs af þessu norræna samstarfi eru nokkr ar kynnisferðir íslenzkra iðn rekenda til Norðurlanda. Sú fyrsta var farin árið 1961 þegar sænska iðnrek- endafélagið bauð Félagi ís- lenzkra iðnrekenda að velja hóp manna til kynnis- ferðar til Sviþjóðar meðal annars tU þess að kanna möguleika á samsitarfi Svía og Islendinga á sviði iðnað- ar og þá sérstaklega á sviði orkufreks iðnaðar. Dr. Markus Vallenberg, sem þá var varciformaður sænska iðnrekendafélagsins, hafði mest með þetta mál að gera af hálfu Svía. Eftir þessa ferð setti þáverandi iðnaðar- ráðherra, Bjarni Benedikts- son, á laggirnar nefnd, svo- kallaða stóriðjunefnd, sem síðan vann að undirbúningi stóriðju á íslandi. Einnig hafa norrænu iðnrekendafé- lögin sent okkur sérfræðinga sína til ráðuneytis, m.a. þeg- ar í undirbúningi var aðild Islands að EFTA. BANNSÓKNIR OG MARKAÐSMÁL Árið 1959 tók Iðmrekenda- félagið upp virka bar- áttu fyrir rannsóknum i þágu íslenzks iðnaðar. með því að fá hingað sænsk- an sérfræðing, G. E. Ljung- berg, fyrir milligöngu iðnað- armálastofnunar Islands, til þess að gera athuganir á rannsóknarþörf iðnaðarins. Félagið hafði síðan afskipti af endurskipulagningu rann- sóknarmálanna, sem raun- ar eru enn í mótun, og tekur íélagið enn virkan þátt í þeim málum. Eins og gefur að skilja voru markaðsmál mikilvægt viðfangsefni fyrir félagið og þá sérstaklega eftir að um- ræður hófust um aðild Is- lands að EFTA. Lagði félag- ið fram mikla vinnu við að kynna sér og félagsmönnum sínum öll helztu atriði máls- ins og fékk, eins og áður er getið, sérfræðing norska iðn- rekendafélagsins, til þess að koma hingað til skrafs og ráðagerða. Beitti félagið síð- an áhrifum sinum við ríkis- valdið til að hafizt yrði handa um ýmsar aðgerðir til eflingar íslenzkum iðnaði, til þess að auðvelda honum þau umskipti, sem aðild að stór- um tollfrjálsum markaði hlutu að valda. Efndi félagið síðan til skoðanakönnun- ar meðal félagsmanna sinna og reyndist yfirgnæfandi meirihluti iðnrekenda fylgj- andi aðild að EFTA. Það hefur verið lán félags- ins að það hefur haft mjög dugandi framkvæmdastjór- um á að skipa og það segir ság sjálft að það hefur af- gerandi þýðingu i starfi svona samtaka. Formenn og stjórnarmenn eru kjörnir og hafa hver um sig fullt starf í sínu fyrirtæki og hvíla því á herðum framkvæmdastjóra öll dagleg störf og málarekst ur. Eftir að félaginu óx fisk- ur um hrygg hafa starf- að með framkvæmdastjóran- um duglegir skrifstofustjór- ar, sem fram að þessu hafa tekið við, þegar framkvæmda stjórar hafa farið til annarra og þýðingarmeiri starfa. Má geta þess að einn fram- kvæmdastjóranna tók við bankastjórastarfi við Iðnaðar bankann og annar við fram- kvæmdastjórastarfi við hinn norræna iðnþróunarsjóð. Hin umfangsmiklu störf, sem fé- lagið rekur, kosta að sjálf- sögðu talsvert fé og þá pen- inga hefur þurft að sækja i vasa félagsmanna, sem ekki hafa kveinkað sér undan því að borga allhá ársgjöld til fé- lagsins. 1 upphafi, meðan félagið bjó við lítil efni, voru skrif- stofur þess í leiguhúsnæði, en þegar Iðnaðarbankinn byggði hið nýja hús sitt við Lækjargötu gerðist Iðnrek- endafélagið eignaraðili að því húsnæði. Það húsnæði er nú orðið of litið og þessa dag ana er skrifstofa félagsins að flytjast í nýtt húsnæði, á efstu hæð iðnaðarbyggingárinn- ar við Hallveigarstig, en Iðn- rekendafélagið á fimmta hluta þess húsnæðis. 8 bátar á loðnu frá Akranesi Akranesi, 30. jan. LÍNUBÁTAR gátu loks róið að kjvöldi sunnudags sl. Afli var 4 til 6 lest r á bát. Sjóveður var ekki gott. Átta bátar fara héðan á loðnuveiðar, sá síðasti leggur út í kvöld. Átta bátar veiða með línu og netum síðar. Einn er á togveiðum. Fiskimjölsverksmiðj- an er tilbúin að taka á móti loðnu afla. — hjþ. Ekið á tvo kyrrstæða bíla Á FÖSTUDAGSMORGUN, kl. 08 —11, var ekið utan í græna Volvo sitation bifreið, R-11517, á stæði Við Amtmannsstig, gegnt húsi KFUM og K, og vinstri hlið bifreiðarinnar dældiuð og rispuð. Á miðvik'Udaig, 31. jan., kl. 18.30—20, var ekið á græna Saab bifreið, R-30785, á stæði við Safa- mýri 34, og vinsitra afturbretti dældað. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um þessar ákeyrsl- uæ, eru beðmir að liáta rannsókn- arlögregluna vita. Stjórn Sements- verksmiðjunnar ALÞINGI hefur kosið fimm menn í stjóm Sementsverk- smiðju ríkisins til fjögurra ára, frá 6. febrtiar 1973 til jafnlengd- ar 1977. Kosriirigu hlutu: Daníel Ágúst- ínusson, fulltrúi, Ásgeir Péturs- son, sýslumaður, Sigmundur Guðbjarnason, prófessor, Haf- steinn ‘Sigurbjömsson, pipulagn- ingameistari, Jón Árnason, al- þingismaður. íðnaðarráðherra hefir skipað dr, Sigmund Guðbjarnason, pró- fessor formapn hinnar nýju stjórnar. 77/ leigu tvö herbergi og skáli með aðgangi að baði. Tilboð óskast send blaðinu fyrir 10. febrúar, merkt: „Kópavogur — 9331.“ Flytjendur & íramhvæmdamenn VÖRUBlLAR VÖRUBÍLAR Við höfum mjög góða aðstöðu til þess að flytja inn notaða vörubíla frá Þýzkalandi, bæði Man og Mer- cedes-Benz. Bílarnir geta verið árg. 1968 til 1971, og af þeim stærðum, sem hverjum hentar. Þeir geta ver- ið með tveimur hásingum eða einni, framdrifi, palli og sturtum eða með flutningakassa, en allir eru þeir í fyrsta flokks ástandi, og bera af hvað útlit snertir. Það er hagstæðast að kaupa vörubíl núna, bæði vegna þess að framboð er meira en á sumrin og verðið mun hagstæðara. Bílarnir eru valdir af færum kunnáttumanni, og við bjóðum mun lægra verð en aðrir innflyjtendur. M. Benz 1623 69 m. palli st. 260 hestöfl, 17 tonn. M. Benz 1518 69 m. framdrifi og sturtuvagnin, 16 tonn, 220 hestöfl. M. Benz 1513 70 m. palli og st. 8,5 tonn, 170 hestöfl. M. Benz 1418 69 skífubíll m. sturtuvagni, 24 tonn. M. Benz 1513 71 m. sturtum og palli, 9,5 tonn. M. Benz 1620 67 skífubíll, 2ja hásinga, 22 tonn. M. Benz 1113 65 m. palli og st., 5,5 tonn. M. Benz 322 63 m. palli og sturtum, 6,5 tonn. Scania Vabis ”76” 67 2ja hásinga (lyfti), 14 tonn. Scania ”56” 66 m. palli og st., 8,5 tonn. Scania ”36” 66 m. palli og st., 7 tonn. Scania ”76” 63 m. palli og sturtum, 9 tonn. Volvo 458 67 m. palli og st.Stálskuffa, 8 tonn. Bedford 67 m. palli og sturtum, 9,5 tonn. Bedford 67 m. palli og st., 8,5 tonn, Laylandvél. Bedford 63 og 66 m palli og st., 5—7 tonn. Skúlagötu 40, 15014 og 19181 HnAI BlLASALAN lin|||BÍLASALAN SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ISLANDS Tónleikar Fyrstu tónleikar á síðasta misseri verða í Háskólabíói fimmtu- daginn 8. febrúar klukkan 20.30. Stjórnendur: Miklos Erdelyi og Atli Heimir Sveinsson. Einleikari: Robert Aitken flautuleikari. Flutt verður Sinfónia nr. 5 eftir Schubert, Sinfónía nr. 2 eftir Brahms og frumfluttur flautukonsert eftir Atla H. Sveinsson. Aðgöngumiðar í bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Askrifendum er bent á, að skrifstofa Sinfóniunnar er flutt að Laugavegi 3, 3. hæð. — Sími 22260. STEREO 8 rása hljómböná (8-track cartridges) The Beatles Frank Sinatra Deep Purpie Crosby Stills Nash & Young Biack Sabbath James Brown Chicago Perry Como Stephen Stills Simon & Garfunkel Andy Williams Guess Who Tom Jones Cat Stevens Don McLean Engelbert Humperdinck Emerson Alice Cooper Santana Lake & Palmer Led Zeppelin Traffic Jimi Hendrix Bob Dylan The Who The Moody Blues Jose Feliciano Joe Cocker Jethro Tull Donovan The Rolling Stones Doors Jim Reeves Neil Diamond Dean Martin Sammy Davis Sly & The Famiiy Stone Humble Pie Al Jolson Neil Young Carole King Yes Three Dog Night Paul McCartney Roger Mille The Partdige Family Graham Nash Ella Fitzgerald Elvis Prestley Rod Stewart Lús Amistrong Johnny Cash Ray Charles Harrv Belafonte John Lennon Blood Sweat & Tears Nat King Cole Elton John Diana Ross Paul Anka Janis Joplin Ten Years After O. m. fl. PÓSTSENDUM. F. Björnsson Bergþórugötu 2. Sími23889 - opiö eftir hádegi - á laugardögum er opið fyrir hádegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.