Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 6. FEBRÚAR 1973 Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon, ljosmyndari Mbl., af biskupshjónuniim, vigsluþega og vígsluvottum, ásamt eiginkonum, eftir vígsluna. Talið frá vinstri: Mágar séra Karls, séra Bernharður Guðmimdsson, og séra Guðjón Guðjónsson, frú Kristín Guðjónsdóttir, eiginkona séra Karls, séra Karl Sigurbjörnsson, nývígður sóknarprestur Vestmannaeyinga, foreldrar hans, biskupshjónin frú Magnea Þorkelsdóttir og herra Sigurbjöm Einarsson, og bræður séra Karls ásamt eiginkonum sínum, séra Einar Sigurbjörnsson, frú Guðrún Edda Gunnars- dóttir, séra Ámi Bergur Sigurbjörasson og frú Lilja Garðarsdóttir. Prestsvígsla í Dómkirkjunni; Biskup vígði Karl son — til Vestmannaeyjaprestakalls Á SUNNUDAG fór fram prestsvígsla í Dómkirkjunni, er biskupinn yfir íslandi, herra Sigirrbjörn Einarsson, vigðl son sinn, Karl Sigur- bjömsson, cand. theol., til Vestmannaeyjaprestakalls. Vígsluvottar voru tveir bræður vígsluþegans, þeir séra Ámi Bergur Sigurbjöms- son, sem er settur sóknar- prestur í Ólafsvik, og séra Eiinar Sigurbj ömsson, sem er við írambaldsmám við há- skólanin í Lundi í Svíþjóð, og tveir mágar vígsluþegans, þeir séra Bernharður Guð- mundsson, æsíkulýðsfulltrúi þjóðikirkjunnar, sem kvæntur er Rannveigu Sigurbjöms- dóttur, og séra Guðjón Guð- jónsson, sóknarprestur að Stóra-Núpi í Gnúpverja- hreppi, sem er bróðdr Kristín- ar Guðjónsdóttur, eiginkonu Karls Sigurbjörnssonar. Annar sóknarpresturinn í Vestmannaeyjum, séra Þor- steinn L. Jónsson, lýsti vígslu, og séra Garðar Þorsteinsson, prófastur í Kjalarnesprófasts- dæmi, sean Vestmannaeyja- prestakall heyrir undir, þjón- aðd fyrir altari. Við athöfndna var flutt tón- list, sem bróðir vigsluþegans, Þorkell Siguirbjömsson, tón- skáld, samdi sérstaklega fyrir þessa athöfh, en han.n samdi BiskupLnn herra Sigurbjörn Einarsson, tekur Karl son sinn til altaris. sinn einnig sérstaka kirkjulega tónidst fyrir vígsluathafnimar, er hindr bræður hans, séra Einar og séra Ámi Bergur, hlutu vígslu. Tónverkið, sem flutt var að þessu sinni, nef.ndist „Te deum“ og var fluitt af stúltenakór undir stjóm Þorgerðar In.gólfsdótt- ur, við undirledlk Elínar Guð- jónsdóttur á hörpu. Þess má geta, að í kórnum voru ndkikrar frænkur vígsluiþeg- ans. Þetta mun í fyrsta skipti í yfir 200 ár, að biskup vígir þrjá syni sdna til prests. Áður miun það seinast hafa gerzt í tíð Finnis bdskups Jónssonar, föður Hannnsar biskups Finns sonar, sem síðastur var Skál- hioltsbiskupa. Prestsvigsla þessi var því óvemjuleg um margt, og þá ekki sízt vegna þess, að prestakall það, sem prestur var nú vígður til, er nánast í eyði, og söfnuðurinn dreifð- ur víða um land. Hins vegar voru Vestmannaeyingar í meirihluta við prestsvígsluna á sunnudaginn, en hún var mjög fjöisótt, o<g þegar tekið va>r tdl altardte, voru Vest- mamnaeyinigar þar í yfirgnæf- andi meirihluta. Ekki fráleitt að sigla til Færeyja — segir Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri á Guðmundi RK LOÐNUSKIPIÐ Guðmundur RE var sl. laugardag orðið aflahæsta sldpið á loðnuver- tíðinni. Þær frétttr bárust að skipið hefðl í eiinnl vriðkferð fengið yfir 700 tonn af loðnu, sem jafngildir um 1,5 milljón króna í aflaverðmæti. Vegna þessa hafði Mbl. samband við Hrólf Gunnarsson, skipstjóra á Guðmimdi. — Jú, þetta er rétt, sagði Hrólfur. Við töldum okkur vera með 720 tonn af löðnu á íau'gardaginn, en hins vegir voru það ekki nama 640 tonn, þegar við höfðum landað afi- anum. Ég held, að hún hljóti að hafa verið eitthvað í ólagi vigtin sú, því að við höfðum áður lanöað 680 tannum og þá var minna í lestinni heldur en í þetta skipti. Auk þess skakk ar sjaldnast meiru en 10—15 tonnum á því sem sdegið er á í lest og lokavigt við löndun. Þessi 80 tonna mismunur sam svarar 156 þúsund kr. í verð- mæti. Guðmundur hafði ekkert afl að í fyrri nótt, þar sem skip- ið fékk nót í skrúfuna og var á leið til lands til viðgerðar. Taldi Hrólfur, að aðeins mundi taka skamman tima að gera við þessa bilun. Hró'.ifur var spurður að þvi hver hugur væri í loðnuskip- stjórunum út af ioðnuvarð- inu (tekið skal fram að sam- talið átti sér stað áður en fréttir bárust um hreytimguna á loðnuverðinu). Sagði Hrðlf- ur, að samitök væru um það hjá skipstjórunum á loðnu- flotanum að hætta veiðum ef ekki femgist leiðrétting á verð inu, og taldi hann fulllvíst að svo færi, ef ekki yrði komið til móts við óskir þeirra. Hins vegar kvað hann skipisitjórana hafa heyrt óljósar fregnir af verðtilboði fiskimjölsverk- smiðjunnar í Fuglafirði i Fær eyjum og sagði að menn væru nú orðnir vanir því að Færey ingar byðu tvisvar sinnum og jafnvel þrisvar sinnum hærra verð en hér heima. Taldi Hrólf ur alls ekki fráieitt að ein- hverjir skipstjóranna mundu hugleiða að sigla allla leið þanigað til að selja loðnuafla. „Þetta er svo s'em engin vega lengd — um 240 míllur eða um 20 tima sigling,“ sagði Hrólf- ur. Lögreglan í Reykjavík; Handtók sömu piltana tvisvar um helgina — eftir bílþjófnaö og innbrotstilraunir Fyrirlestrar um vistfræðilega kerfisgreiningu PRÓFESSOR George M. Van Dyne, g stiprófessor við Háskóla Islands á vegum UNEISCO, flyt- uir í þessari viku þrjá fyrirlestra um vistfræðilega kerfisgrein- ingu, og ec sá fyrsti í dag, kl. 15.30—17.00, í stofu 201 í Áma- garði og nefnist Introducitom to eco'ögical systems analysis. Annar fyrirlesturinn verður á morgun, miðv'fcudag, kl. 16.30— 18.00 á sama stað og nefnist Some problems of simulation of ecoOoigical sysitems. Þriðji fyrir- -lesturinn verður á fimmtudag á sama stað kl, 16.30 —18.00 og nefnist hann Some optimization approaches to res- ource systems management. öl'l- um er heimill aðgangur. Söfnun á Suðurnesjum ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til almennrar söfnunar í Kefla- vík, Njarðvík og Sandgerði til styrkta-r Vestmannaeyi-ngum mið vikudaginn 7. og flmmtudaginn 8. febrúar. Gengið verður fyrir hvers manns dyr og tekið á móti framlögum gegn kvittun frá Hjálj>arstofn-un kirkjunnar. LÖGREGLAN í Reykjavík liand- tók aðfaranótt iaugardags tvo pilta, 16 og 17 ára, sem ásamt þriðja piitinum höfðu atolið nokkHnrra ára gamaili Opei-bif- reið í vesturbæmim, en óku síð- an á stapr skammt frá lögregiu- stöðinni i miðbænum. Bifreið þessi er frá Vestmannaeyjum, en var ólæst, þar sem eiigandinn hafði týnt lykiiinum, er hann flýði Eyjamar. Fyrr um nóttina 14 ÁRA piitur var aðfara-nótt s-u-nn-udags handtekinn, er hann var a-ð -reyna að brjótast inn í hús við Vesturgöt-u í Reykjaví'k. Við yfirheyrsliur kom í ljós, að haran hafði fyrir viku síðan far- ið að heima-n frá bróður sínum í Hafnarfi-rði, sem hetfiu-r haft hann í sinini umsjá í 2 mánuði. Hafði stráksi þessa viku þvædzt höfðu piltamlr reynt að brjótast inn í hús í vestiirbænum, en orð- ið frá að hverfa. Aðfaranófct siunnudags voru tveir þeissara þriggja pil'ta afllur gripnir, etftir að þeir höfðu reyn-t að brjótast inn í verzlun SS i Álfheimium. Hafði maður séð ti-1 þeirra, en þei-r hlu-pu og föddu sig í húsagarði þar sikammt frá, en þar fann lögregtan þá. um í borginni og gist á hinum óMWegust-u stöðum. í eitt sikipyti laiuig hann sér út gistin-gu á hótieli og stundum svaf hann í kyndikilaflum húsa eða s-vipuðum kytrum. Þar sem logbeimM hans er á Settjarnamesi, tók bama- vemd-amefndi-n þa-r við hon-um og ráðstafaði hon-u m í vist á siunniudaginn. 14 ára piltur á flækingi: Svaf í kyndiklefum og kytrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.