Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRiÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1973
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 225,00 kr.
i lausasölu 15,
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100.
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
00 kr eintakið.
að er leiðinlegt verk og
svarar sjaldnast kostnaði
að skattyrðast við andstæð-
inga um staðreyndir, sem
þeir vilja ekki horfast í augu
við. Þó kemur fyrir, að ósann
indi eru borin á borð, þess
eðlis, að ekki verður hjá því
kömizt að gera að umtals-
efni. Það á m.a. við um
sunnudagsþanka, sem formað
ur þingflokks Framsóknar-
flokksins, Þórarinn Þórarins-
son, birti í Tímanum í fyrra-
dag um athafnir ríkisstjóm-
arinnar að undanförnu vegna
atburðanna í Vestmanna-
eyjum.
f grein þessari víkur Þór-
arinn Þórarinsson í upphafi
að frumvarpi því um ráðstaf-
anir vegna eldgoss í Vest-
mannaeyjum, sem Morgun-
blaðið birti í heild á dögun-
um og segir formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins,
að ríkisstjórnin hafi undirbú-
ið þær tillögur, sem í frum-
varpinu felast. Þau ummæli
eru ánægjuleg staðfesting á
því, að Morgunblaðið hafði
rétt fyrir sér, en Magnús
Kjartansson, iðnaðarráðherra,
varð ber að ósannindum er
hann hélt því fram, að Morg-
unblaðið hefði „falsað" þetta
frumvarp.
Síðan segir í grein Þórar-
ins Þórarinssonar: „Það var
eitt fyrsta verk ríkisstjórnar-
innar eftir að þingið kom
saman að leggja þessar til-
lögur fyrir þingflokkana í
þeirri von að hægt væri að
ná samstöðu um þær. Það
kom nær strax í ljós, að
stjóraarandstöðuflokkarnir
vildu ekki fallast á þær.
Ríkisstjórnin taldi þá ekki
rétt að leggja þær fyrir þing-
ið, heldur flutti forsætisráð-
herra tillögu um, að Alþingi
kysi nefnd sjö þingmanna til
þess að gera tillögur um
neyðarráðstafanir vegna eld-
gossins í Heimaey.“
Það er ósatt hjá Þórarni
Þórarinssyni, að ríkisstjómin
hafi hætt við að leggja frum-
varp þetta fyrir Alþingi
vegna andstöðu stjórnarand-
stöðuflokkanna. Hið rétta er,
að ríkisstjórnin hafði ekki
óskiptan stuðning sinna eigin
þingmanna í þessu máli.
Hefði stjórnin lagt frumvarp-
ið fvrir Alþingi, hefði það
verið fellt og stjórnin ekki
átt annan kost en að segja af
sér. Þetta er ástæðan fyrir
því, að ríkisstjórnin lagði
frumvarpið ekki fram á
þingi. Tveir af þingmönnum
stjórnarflokkanna, þeir Björn
Jónsson og Karvel Pálmason
voru algerlega andvígir frum
varpinu. Tveir af þingmönn-
um Alþýðubandalagsins, þeir
Eðvarð Sigurðsson og Geir
Gunnarsson vöruðu alvar-
lega við því, að það yrði
lagt fram og verkalýðsfor-
ingjar kommúnista voru því
mjög andsnúnir eins og sam-
þykkt járniðnaðarmanna
undir forystu Guðjóns Jóns-
sonar sýndi glögglega. Þegar
ríkisstjórninni varð þetta
ljóst gerði hún tilraun til
þess að breyta frumvarpinu
nokkuð, en þrátt fyrir það
gat hún ekki tryggt sér stuðn
ing allra þingmanna stjórn-
arflokkanna. Þá reyndi hún
að tryggja framgang tillagna
sinna með tilstyrk eða hijá-
setu Alþýðuflokksins en sú
ráðagerð mistókst einnig.
Þegar hér var komið sögu
var ríkisstjórnin kölluð sam-
an til skyndifundar og á þess-
um fundi var ráðSherrunum
ljóst, að þeir höfðu tapað
leiknum. Þess vegna var
ákveðið að leggja fram þings
ályktunartillögu þá, sem sam
staða tókst um á Alþingi. En
svo mikil var heift og beizkja
Ólafs Jóhannessonar, forsæt-
isráðherra, vegna þess að
hann kom frumvarpinu ekki
í gegn, að hann sinnti ekki
þeirri sjálfsögðu kurteisis-
skyldu og sýndi ekki af sér
þá almennu mannasiði, að
hafa samband við aðalleið-
toga stjórnarandstöðunnar til
þess að skýra honum frá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Það var því andstaða inn-
an stjórnarflokkanna sjálfra,
sem varð þess valdandi, að
ríkisstjórnin lagði á flótta í
málinu, svo og auðvitað vax-
andi þrýstingur frá almenn-
ingsálitinu í landinu, sem frá
upphafi var andsnúið því, að
blandað yrði saman ráðstöf-
unum vegna tveggja ólíkra
vandamála. Hitt er svo ann-
að mál, að svo virðist sem
heiftin hafi gripið foringja
stjórnarflokkanna heljartök-
um. Hún kemur m.a. fram í
óhróðurstali þeirra um frétta
menn og hið vandasama
starf þeirra í Vestmannaeyj-
um og alveg sérstaklega í ó-
frægingarherferð gegn ein-
um þeirra fréttamanna, sem
fyrir Morgunblaðið hafa starf
að í Vestmannaeyjum. Eru
tvær greinar hans frá Vest-
mannaeyjum, sem mikla at-
hygli hafa vakið, kallaðar
„rógsskrif“. Þeir menn, sem
unnu myrkranna á milli í
Vestmannaeyjum fyrstu sól-
arhringana rnsettu gjarnan
taka eftir þessum óhróðurs-
skrifum stjórnarblaðanna,
því að óhætt er að fullyrða,
að greinar þessar lýstu ein-
staklega vel viðhorfum ein-
mitt þeirra manna, sem unnu
að björgunarstarfinu fyrstu
og erfiðustu sólarhringana.
HVERS VEGNA LAGÐI
STJÓRNIN Á FLÓTTA?
BYLTINGIN EILÍFA
Frönsku stúdentaóeirðirnar náðu há inarki vorið 1968 þegar minnstu niun-
aði að de Gaulle hrökklaðist frá völd um. Hér hafa stúdemtar lagt undir sig
listaskóla.
Eftir
C. L. Sulzberger
Stúdentaóeirðirnar í Egyptalandi
minna umheiminn á þá staðreynd, að
í fjölmörgum löndum, hvaða stjórn-
arkerfi sem þau fylgja, blasir við
sama vandamálið: hvernig á að brúa
bilið á milli kynslóðanna? Gamall
suðuramerískur málsháttur á vel við
hér, en hann segir: í augurn afa okk-
ar erum við öll róttæk.
Utan Egyptalands eru um þessar
mundir engin merki uppreisna æsku-
fólks og stúdenta sjáanleg, a.m.k.
ekki í líkingu við ólguna á sjö-
unda áratugnum, þegar rótgrónum
þjóðfélögum í Frakklandi, V-Þýzka-
landi, Bandaríkjunum og Júgóslavíu
var ógnað. Engu að síður kraumar
enn í pottinum, jafnt í ríkjum komm-
únista og kapitalista, en nú er heim-
spekilegt viðhorf ungu kynslóðarinn
ar til hinnar eldri helzta deiiumáíið.
Á Vesturlöndum hefur verið reynt
að brúa kynslóðabiiið með því m.a.,
að lækka kosningaaldurinn, l'eggja
niður herskyldu og stuðla að endur
bótum á fræðslukerfinu. Allt hefur
þetta gengið í rétta átt, en lausn
vandamálsins er þó enn Iangt und-
an.
Sovézki menntamaðurinn Kairov,
skrifaði eitt sinn seint á Stal'ínstíma-
bilinu: „Sérhver stétt reynir að efla
sín eigin völd með því að mennta og
ala upp börn sín í anda þeirra við-
horfa, sem hún sjál'f telur réttust og
mikilvægust."
Þetta er mikill sannleikur, og hon
um er fylgt eftir um víða veröld,
jafnt í Tyrklandi sem Tékkóslóvakíu.
Þegar Kinverjar ræða þetta vanda-
mál vitna þeir gjarnan til orða Kon-
fúsíusar, sem sagði: „Það er hægt að
fá fólk til að fyl'gja ákveðinni stefnu
en það er ekki hægt að skipa því að
ski'lja hana.“
Kynsióðabilið stafar í raun af
skorti á gagnkvæmum ski'lningi.
Unga kynslóðin hefur annað verð-
mætamat en sú eldri, og á Vestur-
löndum reynir hún að losna við efna-
legan gróða, en leitar þess í stað eft-
ir nýjum hugsjónum og viðhorfum.
Vestrænir unglingar þrá byltinguna
en hini'r austrænu eru leiðir á henni.
í mörgum korrumúnistaríkjum leiðíst
unglingunum alll hjalið um bylting-
una, sem foreldrar þeirra frömdu
fyrir svo sem einum mannsaldri, en
óska helzt þeirra efnalegu gæða, sem
jafnaidrar þeirra á Vesturlöndum
hafa lýst vanþóknun sinni á.
Þjóðfélagsleg rannsókn, setn fram-
in var í Póllandi, leiddi í ljós, að
ungt fólk þar í landi sækist fyrst og
fremst eftir hjónabandi, barneígnum,
háskóiaprófum, sem gefa fyrirhei.t
um góðar stöður, öryggi, efnahags-
legri velferð, failegu og vel búnu
heimili, og síðast en ekki sízt rólegu
Mfi. Svipaðar rannsóknir hafa lieitt í
ljós að æskufóik í Júgóslaviu óskar
sér helzt öryggis og ferðalaga erlend
is, og þar í landi virðist unga fólkið
vera í hreinni andstöðu við stefnu
stjórnarinnar.
Tító Júgóslavíuforseti hefur ný-
lega lýst því yfir, að u.þ.b. 300 þús
und ungir Júgóslavar, sem starfa
erlendis, og afia þannig gja.ldeyri's,
myndi „þrjá sterka heri“. Svo mik-
ið er vist, að á nýafstöðnum fundi í
Kommúnistafylkingunni var sam-
þykkt að skjótra endurbóta væri
þörf í skipulagningu æskulýðs- og
stúdentastarfsemi i liandinu.
í Tékkósióvakíu sér Saniband un.g
sósialista um kennslu í hernaðarfræð
uim og forstöðumaður hins póli'tíska
hiuta Alþýðufylkingarinnar fullyrð-
ir, að herþjónusta sé einniig nám í
hugmyndafræði.
Albanir eru ung þjóð, 73% lands-
manna eru yngri en þrjátíu ára.
Engu að síður er barizt þar gegn
skaðlegum erlendum áhrifum, svo
sem síðu hári, frjálsum ástum og
hippalíferni af engu minni hörku
en í Grikklandi herforingjastjórnar-
innar.
í lýðræðisrikjunum hafa menn
svspaða tiiíhneigingu til þess að
greina erlend áhrif, sem geti orðið
hættuieg æskunni. í Bandarí'kjunum
og Frakklandi heyrir maður t.d.
eldra fólkið tuldra um þá hættu,
sem ungu fólki, ei'nkum þó því sem
notið hefur góðrar menntunar, stafi
af kenningum Marx, Maó og stjórn-
ieysingja, f sérhverjum hugmynda-
fræðilegum hópi þykjast menn sjá þá
bölvun, sem steðjar að ungu fólki
með nýtt verðmætamat. Og oftast
nær er þetta nýja mat upprunnið er-
lendis, stutt af erlendum mennta-
mönnum, sem vilja nýja pólitíska
stefnu, ef þeir komast til valda.
Þegar á allt er litið er þessi ótti
manna við uppreisn æskunnar ekk-
ert nýtt fyrirbrigði. Fyrir tvö þús-
und og fimm hundruð árum skrifaði
Plató: „Ef kennarar skjál'fa af ótta
við nemendiurna og koma sér í
mjúkinn hjá þeim, í stað þess að
leiða þá á hinn rétta veg. . . ef svo
langt er gengið, að æskunni finnst
hún jafn rétthá hinum eldri, og
óhiýðnast þeim í orði og verki. .
ef af þessu leiðir svo að æskan verð
ur uppreilsnargjörn og þykist særð,
ef einhver segir henni tii synd-
anna: ef svo lan.gt 'gengur, að æsk-
an óhlýðnast lögunum af því hún tel
ur sig hafna yfir allt og aWa, þá
mun lýðræðið ieiða beint til þræl-
dómsoks harðstjórnarinnar.“
Er mikill munur á þessum orðum
hins hára þular og því, sem hug-
myndafræðilegir arftakar Jeffei-sons,
Lenins eða jafnvel Nassers eru að
kenna okkur i dag'
! v;u«.A',7
V /