Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.02.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBROAR 1973 ÍAC3AISI þessarar ótímabæru yfirlýsingar Péturs. Pétur mundi ekki hringja til hennar. Hann vissi, hve hættulegt það gæti verið. Sjálf hringdi hún og bað um, að sér yrðu sendar einhverjar matvörur. Þegar bjallan hringdi spurði hún fyrst, hver væri þar, áður en hún hleypti sendiinum inn, sem flýtti sér að afhenda vörurnar og hvarf síðan. Hún aflæsti aftur. Og aftur sýndist íbúðin auðari, eftir að hann var farinn. Og ekki hringdi sím- inn. Henni latt í hug að fara heim til Cals og ná í fötin sín og þau fáu snyrtitaeki, sem hún hafði skilið þar eftir. Hún þurfti ekki á þessum fáu kjólum að halda, sem hún hafði farið með heim til Cals, og hún hafði nóg af snyrtivörum frá Henri & Co. Þær gætu enzt ævi- iangt. Þetta heyrði undir starf hennar hefði hún þá nokkurt starf lengur! Hún gat á engan hátt afsakað það að hafa skróp- að aftur í vinnunni í dag. Hvern Veizlumatur Smúrt bruuð 09 Snittur SÍLD & FJSKUR mmá ig gat hún sagt Henri, að hún þyrfti að vera við réttarhald út af andláti konunnat, sem hafði orðið henni yfirsterkari. Þegar fór að dimma, herti hún upp hugann og blandaði sér í glas — vel sterkt. Henri hefði ekki orðið hrifnari af því en hinu, að hún kom ekki í vinn- una. Hann vildi ekki láta sýn- ingarstúlkur sínar vera að neinu næturgöltri, en var þó vægur, ef þær héldu sig á fín- um veitingastöðum. þar sem þær gátu sýnt nýjustu kjólana hans. Allt áfengi var andstyggð í aug- um hans og hann hræddi stúlk- urnar með væntanlegum andlits hrukkum og skvapkenndu taxt aríagi. Hann vi'ldi heldur ekki, að þær reyktu, en þar varð hann samt að láta í minni pok- ann. Hins vegar hafði hann ekk ert að athuga við það, þó að hann þrælkaði þeim út eins og vinnuvélum. Drykkurinn, sem hún bland- aði sér, var sterkari en hún hafði búizt við og steig henni dá lítið til höfuðs. Hún fór að hugsa um Pétur og hjónaband- ið. Einhvem tíma. ’Gæti það ekki verið hugsanlegt? Að end urheimta hamingjuna? Ein- hvern tíma, hugsaði hún enn. Setjum nú svo, að hún tæki Pét ur á orðinu og játaðist honum — þau mundu áreiðanlega gift- ast aftur, jafnskjótt og það væri óhætt. Óhætt! hugsaði hún og það fór um hana hrollur. Hún heyrði ofurlítinn dynk fyrir utan dymar, sem gerði henni bilt við, eins og hún var á sig komin, en brátt áttaði hún sig á því, að þetta var bara kvöldblaðið, sem var að koma. Hún beið samt og hlustaði á nokkra dynki í viðbót þarna í ganginum. Þá skauzt hún fram, náði í blaðið og aflæsti síðan aftur. Fregnin af réttarhaldinu var þarna ofurlítið ítarlegrí en velvakandi Hringt eftir miéncetti M.G.EBERHART í morgunblöðunum. Morð framið af óþekktum aðiia. Lögreglu- rannsókn. Hún bjó sér til kvöldmat neyddi hann ofan í sig og hlustaði eftir símanum á meðan. Hún leitaði vandlega á snyrti- borðinu þetta kvöld. Þar var ekkert nýtt pilluglas. Jafnvel þótt Fiora hefði neytt meðal- anna að staðaldri, hlutu glasa- birgðirnar samt að vera tak- birgðirnar sarnt að vera takmark aðar. Hún velti því fyrir sér, hvers vegna Fiora hefði ekki fleygt glösunum jafnharðan. Slóðafengið fólk safnar nú svo sem alls konar rusli, svo sem tómum og hálftómum meðalaglös um. Loks gekk hún samt til náða, og háMsofandi sá hún fyrir sér húsið við Sundið, með langa garðhjallanum, þéttum nunnun- um og sjógarðinum. Draugahús. Ekki gæti hún farið þangað aft- ur til dvalar — og nú var hún aftur orðin giaðvakandi. En það voru nú tffl fleiri en hún. Ekkert gerðist þessa nótt. Eng in framandleg rödd tilkynnti um skeyti. Næsta dag var veðr ið óþægilega heitt. Það var þeg- ar orðið heitt, þegar Jenny klæddi sig til að fara í vinnuna og því fór hún i bómullarkjól frá sumrinu. Hún stakk lyklun- um i renniláshólfið i veskinu sínu. Hún hefði hins vegar eins vel getað verið kyrr heima og sparað sér það óanak að fara í vinnuna, þvi að henn. var þeg- ar í stað tjáð, að hún þyrfti ekki að koma meira. — Ég get fengið hundrað stúlkur, sem fegnar vilja fá þetta starf. Ég er með langan biðiiista. Hún varð samt fegin. Henri var sýnilega ekki búinn að lesa blöðin. Hún sagði: — Mér þyk- ir það leitt, en þetta var óum- flýjanlegt. — Það þýðir ekkert að tala um það. Ég er þegar búinn að tala við ráðningarstofuna og biðja u:m aðra tii að taka við af yður. Eins og venjulega gat hann talað gallalausa ensku, bara ef sá gállinn var á hon-um. Og hann var vel upplagður tii þess þennan morgun. — Satt að segja hef ég aldrei verið sérlega ánægður með vinnuna yðar. Þó að þér myndizt vel, þá eru til hundrað aðrar stúlkur, sem gera það. En mér hefur aldrei fundizt þér hafa verulegan áhuga á þessu. Og enga metorða girnd. En það verður sýningar- stúlka að hafa. — Hvers vegna voruð þér þá að halda í mig? spurði hún þurr lega. Hann yppti öxlum og varð samstundis franskur frá hvirfli til ilja. — Það var eitthvað sér- stakt. Eifthvað, sem ég gerði mér ekki almennilega grein fyr ir. Þér fáið kaupið yðar hjá gjaldkeranum. Hún fór í skápinn sinn — þar var ekkert nema einhverjir gamlir sokkar, regnkápa og varalykill. Hún fleygði lykl- inium, setti eigur sínar í umbúða kassa frá Henri, og var fegin, að hinar stúlkurnar skyldu ekki vera komnar. Hún kvaddi gjald kerann og Henri kvaddi hana með handabandi og var nú all- ur hinn vingjarnlegasti og ósk- aði henni góðs gengis. — Þegar þér eruð orðin gift milljónera, sagði hann, — Þá komið hing- að aftur, þér skuluð fá gott verð hjá mér. Jæja, þá var hún orðin at- vinnulaus. Henni var nokkurn veginn saman, en samt fannst henni eins og hún hefði beðið ósigur. En hitt var þó satt, að hún hafði aldrei haft teijandi áhuga á starfinu. Hitasvækjan fór versnandi. Það skynsamlegasta væri að fara í einhverja ráðningarstofu og láta skrásetja sig þar. Henri í þýðingu Páls Skúlasonar. hafði verið svo almennilegur að gefa henni meðmœli. En þess í stað ranglaði hún upp eftir Fimmtutröð, kom kass anum frá Henri i geymislu og fór svo að ganga í garðinum. Hún vildi ekki hugsa um sim- ann, sem kynni að hringja með- an hún væri að heiman. Og hún vildi heldur ekkd vera eins og fangi heima hjá sér. Hún gekk þangað tii hún var orðin þreytt, þá settist hún á bekk í sólinni, gekk svo aftur yf ir í Fimmtutröð, fékk sér há- degisverð og nú fannst henni eins og hún stæði fyrir utan all an þennan heim, sem var svo önnum kafinn. Allir höfðu eitt- hvað að gera, alliir voru í ein- hverjum félagsskap og höfðu eitthvað að tala um. Allir voiji að flýta sér, dunduðu svo yfir hádegisverðinum, en flýttu sér svo út aftur. Henni fannst bún eitthvað einkennilega rótlaus og næstum eins og hún væri ósýnileg. Hún fór í kvikmyndahús, en eftir á hafði hún enga hugmynd um, hvað hún hefði verið að horfa á. Þegar hún kom út, var enn mjög heitt. Hún tók kass- ann frá Henri úr geymslunni og gekk svo eítir breiðu gangstétt- inni fram með garðinum. Þegar hún kom heim til sín, var síminn á sínum stað, róleg- ur og þögull. Hún tók að gerast óróleg. Áreiðanlega mundi Pétur — nei, Cal — hringja til hennar og segja henni, hvað lögreglunni hefði orðið ágengt, ef þá nokk- uð væri, og að minnsta kosti, hvað þeir hefðust að. En Cal hringdi ekki, og nú þóttist hún viss um, að hún hefði bitið af Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Enn um þjóðhátíð . . . Ásmundur Brekkan skrifar: „Velvakandi, Þökk sé samtökum skóla- stjóra í Reykjavík fyrir sam- þykkt þeirra, áskorun og ábendingar um þjóðhátíðina 1974. Er það vonum seinna, að ábyrg samtök iáti opinberlega í Ijós álit mikils þorra þjóðar- innar á þessum grátbrosiegu áformum og áætlunum þjóðhá- tíðamefndar, sem fyrir oss hafa verið borin í fjölmiðluim. Flest af því, sem þar hefur komið fram, ber vott um bama- legt óraunsæi og mjög tak- markaðan skiLning á skipulags- vandam&lum, auk vanmats á óskum og afstöðu almennings í landinu á áttunda tugi aldar- innar. — Ekki man ég hvað kostn- aður af almannafé vegna Þing- vallahátíðar, salemahönnunar og annarra stórvirkja var áætlaður, en ekki get ég ímyndað mér, að beinn útlagð- ur kostnaður yrði undir 150 milljónum króna, auk allra annarra fjárútláta, svo sem byggingar og siglingar víkinga- skips (eða var það kannski fcnörr?), viðlegu 60—70 þúsund manna á Þingvöltluim, mjaðar- drykkju og brennivínskaupa. Þá þarf ekki lítið benaín á bflaflota, sem hóflega áætlað yrði 60 kílómetrar að lengd. Við þurfum nú þessa pen- inga alla, og miiklu fleiri, tdl Skynsamlegra nota og getum jafnframt minnzt íslands- byggðar á mun verðugri og virðulegri hátt en „þjóðhátíðar- nefnd“ hefur ætlað okkur. Ég vona, að sem flestir einstaki- ingar og féiagasamtök, þing- menn og stjórnmálaflokkar, taká nú opinberlega undir ályktun Reykjavíkurskólastjór- anna, þannig, að þessi viíleysa verði stöðvuð áður en skaði hefur hlotizt af. Reykjavík, 1. febrúar 1973 Ásmundur Brekkan.“ £ Göfuglyndi Rússa Sveinki skrifar: „Hissa varð ég þegar ég las MF= __________ A/ -Nnsfgildadráttarvéi SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK* SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS Massey Ferguson TvöfföBd kúplinl Tvöföld kúpling MFdnáttarvélanna eykurgildi þeirra fréttatilkynningu hinnar rússn- esku fréttastofu í Morgunblað- inu s.I. sunnudag, þar sem sagt var að nú stæðu yfir samninga- viðræður mili íslenzkra aðila og rússneSkra um kaup á fiski héðan. í þessari fréttatilkynn- ingu kom flram, að með þess- um fiskkaupum væri verið að láta í ljós skilning á þeim erfiðleikum, sem upp voru komnir á íslandi vegna eld- gossins! Með leyfi að spyrja, síðan hvenær er það einhver sérstök góðgerðastarfsemd við okkur íslendinga að kaupa af okkur fisk? Ég veit ekki betur en, að ekki sé hægt að anna eftir- spurminni. Ef Rúissar halda, að yfirlýsingar eins og þessi, sé leiðin til þess að gera þá vin- sæla hér á íslandi, þá er það mikill misskilningur. Þeir hafa auðvitað látið það fara í taug- arnar á sér, að aðrar þjóðir hafa keppzt við að bjóða okkur rnargs konar aðstoð; aðallega þó fjánhagsaðstoð. Því tíima Rússar ekfci, en halda svo, að þeir geti slegið sjálfa sig til riddara út á það að kaupa af okkur fisk! Oj bara. Sveinki.“ 0 Heitið á Rauða krossinn Álfhildur Friðriksdóttir, Hafnarfirði hringdi. Hún vildi koma á framfæri tillögu um það, að menn, aðrir en Vest- mamnaeyingar, hétu á Rauða fcrossinn um að gefa ákveðimn hunidraðshiiuita af hugsanlegum happdrættisvinninguim sánum í Vestmannaeyjasöfnunina. Álf- hildur sagði ennifremur, að hefði hún tillögurétt um orðuveitingar myndi hún mæl- ast til þess, að Magnús Magmásson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum fengi heiðurs- merki fyrir kjark, bjartsýni og óbiiandi dugnað í erfiðledkum þeim, sem hafa steðjað að í Vestmamnaeyjum nú að undan- förnu. fcí Nýjung! penol SKIPTIBLÝANTINN • þarf aldrei að ydda . alltaf jafn langur • ótrúlega ódýr! Fæst í næstu ritfanga- og bókabuð HFILDSALA'. FÖNIX.PEVKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.