Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1973 17 Finnbogi Guðmundsson: Fylgjast verður fræði- lega með öllum veiðum Aflamagn Breta af Islands miðum hefur aukizt siðan í september, er fiskveiðilög saga okkar var stækkuð. Frá þessu er sagt þannig í fjöl- miðlum, að svo virðist sem fiskgengd hafi verið meiri við strendur íslands 3 síðustu mánuði ársins 1972, en var á sama tíma 1971. Þeir, sem nokkuð hafa fylgzt m.eð fiskveiðunum hér við land, vita að þessu er öf- ugt farið. Það var mun minni fiskgengd við S'trendur Is- lands árið 1972 en árið 1971 og ekki síður óhagstæð- ara síðustu 3 mánuði ársins en aðra. Það er sameigin- inlegt álit fiskifræðinga og fiskimanna, sem stundað hafa veiðar við ísland á ár- unum 1971 og 1972 að fisk- gengd hafi verið miklum mun minni síðara árið. Nú dettur mér ekki í hug að rangt sé sagt frá, um það að brezk fiskiskip hafi land- að meira fiskmagni af Islands miðum 3 síðustu mánuði 1972 en beir gerðu 3 sömu mán- uði 1971. Hér vantar því upplýsing- ar og athugasemdir, sem starfsmenn fjölmiðlanna ættu að afla sér og láta fylgja þessum frétt- um til þess að þær verði ekki eins villandi og þær eru nú, þegar þær eru settar fram athugasemdalaust. Það er óheppilegt að ekki skuli vera til fræðilegar upp lýsingar um fiskveiðar Breta hér við landið á undanförn- um árum og sérstaklega sið- an 1. september 1972. Við, sem höfum reynt að fylgjast með fiskveiðum, vit- um nokkurn veginn hvað er að gerast og hvað hefur gerzt. Ég skrifaði 3 greinar um veiðar og nýtingu fiskstofn- anna hér við land á s.l. ári. Þar gat ég þess, að Bretar hefðu nýtt fyrir markað sinn mjög smáan fisk og allt nið- ur í handfisk. Ef það er rétt, að afli hafi aukizt hjá þeim hér á okkar miðum, og það þá jafnvel miðað við sóknar- einingar þeirra, þá tel ég það fullvíst að verulegur hluti þess sjávarafla hafi náðst vegna þess, að þeir hafa enn gengið nær því að nýta smærri og smærri fisk. Og þá kastað minna og minna af smælki fyrir borð. Jafn- framt hafa þeir stundað í auknum mæli þau fiskisvæði, sem hafa gefið þeim meiri fisk að magni til, þótt htut- fallið í stærð og aldri fisk- anna hafi farið versnandi. Það er að segja, að þeir hafa aukið rányrkjuveiðiskapinn. Þetta hefur verið þeim hag- stætt, vegna þess að mark- aður þeirra hefur keypt þenn an afla þeirra á mjög háu verði, og það jafnvel þótt um smáseiði væri að ræða. Það hefur verið upplýst, að yfir 60% af lönduðum afla af ís- landsmiðum í fiskihöfnum Breta hafa verið það sem þeir kalla codlings. Þegar ég nú hefi í huga það, sem ég hefi séð á fisk- markaðsstað I Bretlandi og var selt sem codlings, en síð- an eru áratugir, þá er ég . ekki ínokkrum vafa um, að það sem þeir selja nú á mark aðnum sem codlings, er að verulegu leyti fiskseiði, sem ekki eru stærri eða eldri en smæsta gerð bryggjuufsa, sem drengir veiða víða hér á landi við klappir og bryggjur i vörum og höfnum. Það sem hefði átt að gera 1. septerober 1972 um lieið og við ákváðum stækkaða fisk- veiðilögsögu, var að stórauka landhelgisgæzluna, miklu meira en gert var. Og einnxg að fela Hafrannsóknastofn- uninni að fylgjast fræðilega með öllum veiðum hér við land, og efla þá stofnun til þess að gera henni þa ð kleift. Hafrannsóknastofnunin hefði átt að fá til ráðstöfun- ar nokkra togbáta til þess- ara verka. Þeir mættu vera 80—100 smálestir að stærð með góðum togbúnaði. Þetta hefði kostað nokkuð, en ekki stórvægilegt miðað við þörfina. Þessir bátar ættu síðan að ferðast um meðal þeirra skipa sem stunda togveiðiar í lög- sögu okkar, taka nöfn og heimilisföng sem flestra skipa og veiða á sama svæði og þannig fá upplýst hvaða fisktegundir og aiidursflokk- ar eru veiddir á hverjum stað. Einnig ætti sama stofn- un að hafa trúnaðarmenn alls staðar þar sem fiski af Islandsmiðum er landað og fá þannig vtneskju um hvaða afla hvert skip landar og sam anburð við þær athuganir sem fást með eftirliti á mið- unum. Mér fyndist ekki óeðlilegt, að hægt væri að fá einhvers staðar styrki frá alþjóða- stofnunum til þessara fræði legu athugana, sem gætu orð ið til gagns fyrir fles'tar íísk- veiðiþjóðir heims. Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktun um að leggja Hafrannsóknastofnuninni til 2 báta til rannsóknastarfsins. Sennlega þyrftu þeir að vera fleiri. Seint og hægt finnst mér miða afgreiðslu þessarar þingsályktunartil- lögu, og ótrúlegt tómlæti vera um vemdun fiskstofnanna yfirleitt. Rányrkjuveiði Breta á miðum okkar er svo alvar- leg, að húm getur orðið þess valdandi að enginn þorskur kornist fuliliþroS'ka á hrygn- ingarstöðvar okkar framar og það jafnvel þótt allar aðr ar þjóðir, og þar með við sjálfir, hættu ölium þorskveið um hér við land. Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþm.: Flöskuháls húsnæðismálanna í desember s.l. lagði ég fram á Alþingi tiilögu til þinssályktunar um hækkun íbúðarlána úr Bygging- arsjóði ríkisins. Þar er gert ráð fyr- ir, að Alþingi skori á félagsmálaráð- herra að hlutast til um, að húsnæð- ismáiastjórn breyti hámarki íbúðar- lána Byggingarsjóðs ríkisins úr 600 þús. kr. í 900 þús. kr. til samræmis við breytingar á vísitölu bygging- arkostnaðar. Samkvæmt gildandi lögum um Hús næðismálastofnun ríkisins frá 12. mai 1970 var gert ráð fyrir, að upp- hæð íbúðarlána úr Byggingarsjóði ríkisins væri 600 þús. kr. En jafn- framt var Húsnæðismálastjórn heim- ilað að fengnu samþykki félagsmála ráðherra að breyta þessari upphæð til samræmis við breytingar á bygg- ingarvísitölunni. Þetta ákvæði var nýmadi í löggjöfinni um Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Áður var upp- hæð íbúðarlánanna ekki breytt nema með lögum, en nú þarf ekki lagabreytingu til. Þessi þingsálykt- unartillaga mín fjallar um það, að ýta við réttum stjórnvöldum til þess að breyta upphæð lánanna. Það var ekki af ástæðulausu að þessi þingsályktunartillaga var bor- in fram. Frá því 1970 hafa orðið stór- kostlegar breytingar á byggingar- vísitölunni til hækkunar. í maí 1970 var vísitala byggingarkostnaðar 439 stig. Tveim árum siðar, eða í mai s.l. var þessi visitala orðin 603 stig og hafði því hækkað um 37,4%. Enn hækkaði byggingarvísitalan 1. júlí s.l. í 683 stig og var þá orð- in 55,6% hærri en í maí 1970. Og loks er þess að geta, að vísitala bygging- arkostnaðar er nú orðin 689 stig og er þar um að ræða 56,9% hækkun, síðan lögin um Húsnæðismálastofn- un ríkisins voru sett í maí 1970. Bæta má við, að öllum er ljóst, að framundan eru stórhækkanir á bygg ingarkostnaðinum. Hér var um svo sjálfsagt mál að ræða, að þingsályktunartillaga þessi bar þegar þann árangur, að viðkom- andi stjórnvöld rumskuðu í máli þessu. Félagsmálaráðherra tók á sig rögg í janúar sl. að samþykkja hækkun á byggingarlánum. Þetta var góðra gjalda vert, og það er kanns'ki ekki alltaf sem þingsálykt- unartillaga hefur svo skjót áhrif, sem í þessu tilfelli. Hins vegar var hér sá galli á gjöf Njarðar, að hækk un lánanna er einungis upp í 800 þús. kr. á ibúð en ekki í 900 þús. kr., eins og þingsálýktunartillagah gerir ráð fyrir. Það er þvi svo í þessu máli, að félagsmálaráðherra hefur aðeins drattazt áfram, en of lítið og of seint hefir verið aðhafzt. Með því, að ekki hefur iengra ver ið eengið i þessu máli af háifu stjórn valda, er þingsályktunartiilaga sú. sem hér um ræðir, í fullu gildi enn þá og verður það, þar til búið verð- ur að hækka lánin upp í 900 þús. kr. eða um 50% eins og tillagan ger- ir ráð fyrir. Til þess að sá árangur náist, þarf Alþingi að sam- þykkja þessa tillögu, því að nú er komið í Ijós, að félagsmálaráðherra ætlar ekki ótiineyddur að gera svo sjálfsagða ráðstöfun. Þetta kom í ljós í umræðum í sameinuðu þingi 15. þ.m., þar sem þingsályktunartil- laga þessi var til umræðu. Ráðherr- ann barðist þar um á hæl og hnakka gegn þessu réttlætis- og hagsmuna- máli húsbyggjenda. Kom þar í ljós, að þessi ráðherra er sem fyrr ráð- þrota og ráðvilltur í húsnæðismálun- um og hefur engu gleymt og ekkert lært frá því að hann hrökklaðist úr stöðu húsnæðismálaráðherra árið 1958. Er félagsmálaráðherra bersýni lega fvrirmunað enn að skilja þýð- ingu þess að efla og bæta íbúðar- lánakerfið, eins og stöðugt hefir ver ið unnið að, frá því að hann lét af embætti hið fyrra sinni, árið 1958, þar til núverandi vinstri stjórn tók við völdum. 1 tíð Viðreisnarstjórnarinnar urðu verulegar framfarir í þessum efnum. Má þar nefna, að þegar Viðreisnar- stjórnin tók við völdum árið 1959 var vísitala byggingarkostnað- ar 132 stig. En þegar stjórnin lét af völdum árið 1971 var vísitalan 535 stig, eða hafði hækkað um 305,3%. Þá er þess að geta, að þegar Við- reisnarstjórnin tók við, var hámarks upphásð ibúðarlána 100 þús. kr. En þegar stjórnin lét af völdum, var upphæð lánanna 600 þús. kr. eða höfðu hækkað um 500% á sarna tíma, sem visitalan hækkaði einungis um 305,3%. Þannig var á þessum tíma ekki misst sjónar á því markmiði að hækka íbúðarlánia hlutfallslega meira heldur en sem nam hækkun bvggingarvísitölunnar. Þorv. Garðar Kristjánsson. Þó að vinstri stjórnin hafi vel gert í húsnæðismálunum, væri ofmælt að segja, að þar væri fullgert og engu þyrfti þar við að bæta. Hér er enn mikið verk að vinna. Mikið vantar á að fullgert sé í þessum efnum. Raun- ar verður það seint að eigi megi betr umbæta i þessum málum. Hins veg- ar er engu öðru líkara en félags- málaráðherra telji afrek Viðreisnar- stjórnarinnar svo mikil, að þar verði engu við aukið. Sannleikurinn er hins vegar sá, að við búum í þessu efni við alls kostar ófullnægjandi ástand, þó að það hafi farið batnandi. Það þolir engan saman- burð við þau lönd, sem sambærileg eru í þessu efni, eins og t.d. Norð- urlöndin og önnur nálæg lönd, þar sem er almennt lánað 80—90% af byggingarkostnaði eða jafnvel meira. Sjálfir erum við ekki komn- ir lengra en það að lána úr hinu almenna veðlánakerfi um 40% af byggingarkostnaði, ef miðað er við 2—3 herbergja íbúð. Að sjálf- sögðu er þetta hlutfall mildu lægra, þegar um stærri íbúðir er að ræða, og kemur það ekki sízt niður á barn- mörgum f jölskyldum. Sannarlega er þörf á hærri íbúð- arlánum. Ekki má heldur gleyma þörfinni á að lengja lánstímann og bæta lánskjörin. Þetta vinnst ekki nema með stöðugri viðleitni, svo að málum verði þokað áfram. Þannig var haldið á málum frá þvi félags- málaráðherra lét af stjórn húsnæðis málanna árið 1958, þar til hann tók við þeim á ný árið 1971. Þá er kom in á ný tregða og þrengsli i fram- rás umbótanna svo að ekki sé meira sagt. Er Hannibal Valdimarssyni áskap að að vera flöskuháls húsnæðismál- - anna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.