Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNHLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1973 A ODNU Frá Áma Johnsen, Vestmannaeyjum í gær. LOÐNIJMIÐIN 'voru í dag 20 mínútna sigpling'u norður af Heimaey eða eynni á Ál eins og það er kallað. Fimm loðnu bátar voru að landa hér í dag eftir hádegið og von var á fleirum, ef hann ryki ekki upp í suðaustan smell. Það var þó frekar fátrek- Iegt um bátakost í höfninni á Heimaey, móðurskipi Islenzka flotans við Suðurland, eins og höfnin hefur réttilega verið nefnd. En við gátum þó út- vegað okkur bát til siglinga á loðnumiðin, því rvo slæmt er ástandið ekki orðið, að Vest- mannaeyjar séu bátlausar. — Við ætluðum að heimsækja nokkra loðnubáta og rabba við sjómennina, en skömmu áður höfðum við farið í iflug vél með Birni Pálssynl út vfir loðnumiðin, bar sem milli 20 og 30 bát-r voru að dæla inn loðnu í gríð og erg steinsnar frá Evjum. Að öllu jöfnu hefðu bátamir flykkzt inn til Eyja með aflann, og landað í stærstu fiskimjölsverksmiðju landsins, Gúanóinu. Þangað mun bátaflotinn þó varla flykkjast um sinn, en þar er gnægð manna, sem ætla ekki að gefast app fyrr en í fulla hnefana, og enn, þrát.t fyrir þær óskaplegu ihamfarir, sem hafa gengið yfir, er ekki 1/13 hluti liúsanna í bænum ónýt- ur. Hjólin í atvinnulífinu eru aftur að bvrja að snúast, þau munu snúast hægt meðan séð verður hver framvinda eld- gossins verður, þau munu snú ast engu að síður, búin undir fullan kraft, þegar linnir lát- um. Við brunuðum á Eitla-T>oj út höfnina, uppblásnum gúmmíbát með utanborðsmót or. Það var sól og logn með austanblæ. Innsiglingin, enn ein sú bezta á landinu, en hluti hennar verður aldrei framar prýddur siglandi skip- um. Landið hefur lagzt yfir sæinn. Það var undarlegt að sigla þarna, ógnvekjandi en þó spennandi. Því þegar mað ur sér, hvernig hraunrennslið hefur stöðvazt, svo að nú er innsiglingin betri en hún var, þá t.rúir ínaður hreinlega ekki að forsjónin ætli sér svo nap- JííírMi urt verk sem eyðilegging hafnarinnar yrði. Það var hins vegar ekki undarlegt en lét vel í eyrum, að heyra fýl- inn hneggja í bjarginu í Heimakletti, svífa við snasir og virða fyrir sér jarðlífið. Sá kliður kynti jafnvel undir þá von, að Heimaeyingar eigi allir eftir að snúa til ey.janna sinna aftur og ekki var það til að draga úr stemningunni að hver einastl skúti í þverhníptu bjargi Yzta Kletts var setinn svartfugli. Hann er setztur upp, kominn heim óvenju snemma af hafi. Svartfuglinn hnitaði í hringi í flokkum við nýju sjávar- hamrana, þar sem glóandi taumar iiðu fram í sjóinn. — Arrið á bælinu við bjargið er bið sania, en skyldi ekki þessi kjólklæddi bjargbúi láta eldgosið trufla sig 5 höf uðreikningnum ? Beint út úr innsiglingunni í austri blasti Bjarnarey við. — „Hátignar frjóland friðað, frið sæla vanadís“, eins og segir í einu Eyjakvæðanna og beina- keldan var jafn úfin og svo oft áður. IJtli-Doj tiplaði keld una en varðskipið Ægir lét ekkert á sig fá og hneig og reis tígulega með stefnið í gosið. Það minnti á svartfugl inn, sem hneigir sig eins tígu- lega og hægt er að hneigja sig og auka þó virðinguna. — Varðskipin eru ávallt viðbúin. Við brunuðum framhjá drengjum við Yzta-Klett, Faxaskerið var að baki og undiraldan var að þyngjast. Xiplið var liðið og állinn sýndi sitt vanalag. Við komum fyrst að Hinriki KO 7. Litli-Doj renndi að síð- unni og við stukkum um borð á lagi. „Ykkur ber aldeilis vel að, eða ihitt þó heldur. Það er allt í basli hjá okkur,“ sagði Garðar Finnsson skipstjóri. „Og nótin er farin í skrúf- una.“ Allir fóru aftur á báta- dekk að kanna málið og Garð ar hafði orð á því, að hann þyrfti að kalla á lóðsinn i Eyj um og fá kafara. En eftir nokkrar bollaleggingar sáum við möguleika á, að luegt yrði að ná draslinu að mestu úr skrúfu skipsins með því að nota ifarkostinn okkar, IJtla- Doj. Og það tókst með dálk frá blaðamanni Morgunblaðs- ins að skera nótina frá skrúf unni og síðan var það skrúf- unnar sjálfrar að tæta það sem eftir var. Það léttist held- ur hljóðið í þeim skipverjum og það valt upp úr einum, að liklega værum við engir draug ar. Þeir Hinriksmenn hafa feng ið 700 tonn í fjórum róðrum, en þeir byrjuðu 6. febrúar. — Fyrstu loðnuna fengu þeir út af Hornafirði við Hvalbak- inn. En þeir sögðu þó að þetta hefði gengið stirðlega. Þeir hafa landað á Hornafirði, Akranesi og í Reykjavík. „Ein löndunin fór í fryst- ingu á Akranesi," sagði einn skipverjinn, sem var að rimpa „og sá róður gefur afkomu á við þrjár landanir í bræðslu." Hinrik er í eigu skipstjór- ans Garðars Finnssonar, en hann er kunnur aflamaður og var m.a. með •lörund III og fleiri aflaskip. Þeir voru komnir á miðin fyr ir þremur tímum, þegar okkur bar að um kl. 15,30, og vand- ræðin urðu í fvrsta kastinu. Nótin varð yfirfull og sprakk og lenti snarlega i skrúfunni. Þeir töldu að 400—500 tonn hefðu verið í nótinni. Eftir að búið var að skera korkteinana úr skrúfunni átti að hífa nótina inn og rimpa hana, ef mögulegt væri. Ann ars yrðu þeir að fara í land aftur án þess að kasta. Þeir bjuggust frekar við þvi að geta rimpað. Við höfðum ekki búizt við þ'í að geta gert sjó mönnunum neit.t gagn á loðnu miðunum, en það var ánægju Iegt að heyra einn skipverj- anna kalla, þegar við stukk um frá borði: „Þið spöruðuð okkur dýrmætan tíma og björguðuð okkur frá því að þurfa að 'ialla á kafara.“ Skammt frá Hinrik var Heimir SU 100 að dæla loðnu úr nótinni. Þetta stóra skip frá Stöðvarfirði tekur 470 tonn, en það var orðið allsig- ið, þegar viö renndum að bak borðshliðinni og stukkum um borð. Lærin hafði raustina og það var kominn austankaldi. Magnús Þorvaldsson, skip- st.jóri, var í brúnni. „Við tók- um eitt kast í morgun,“ sagðl hann, „og fengum 100 tonn í því og nú erum við að ljúka við að dæla úr öðru kastinu, sem liklega er um 250 tonn. Það dugir bó ekki i fullfermi og eitt kast verðuni við að minnsta kosti að taka ennþá, því að 100 tonn vantar." „Hvar ætlarðu að lanila ?“ „Við förum eitthvað austur á land.“ „Hver er heildaraflinn?" „Við enim komnir með 4.200 tonn í land, mest á Aust firðina." „Hvað heldur þú um loðnu magnið núna?“ „Það er áreiðanlega mjög mikil Ioðna, en hins vegar höfum við ekkert leitað, þess hefur ekld þurft."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.