Morgunblaðið - 07.04.1973, Síða 4

Morgunblaðið - 07.04.1973, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRlL 1973 /r 14444 s25555 Fa Jj RÍLAI.VAUW 'AIAJRr 22*0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL íf 21190 21188 SKODA EYÐIR MINNA. Shodr LEÍGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. Bílaleiga CflR BENTAL . U* 41660 - 42902 FERÐABfLAR HF. Bilaleíga — sími 81260 Tveggia manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen &.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferSabtiar (m. bílstjórum). #má j mnrgfaldar markað yðar STAKSTEINAR Skapalón gagn- rýnendanna Tíminn birtir fyrir stuttu viðtal við Jóhannes Helga rit- höfund. f viðtalinu ræðir Jó- hannes nokkuð um gagnrýn- endur og segir þá m.a.: „Það versta við gagnrýn- endur hér er að það er ekk- ert gagn af þeim að hafa, ein eða tvær undantekningar kannski. En það er bót í máli að það sem maður heyrir ut- an að sér frá venjulegu óvit- lausu fólki um bækur, segir manni nokkurn veginn það sem maður þarf að vita. Lestrarkvöðin, sem hvíiir á gagnrýnendum hér síðustu mánuði ársins, nær ekki nokk urri átt, þeir melta hreinlega ekki þessa bókastafla, sem ekki er von, og það sem menn ekid melta verður að óþverra i þeim og síðan i blöðunum. Og því neyðast þeir sér til hægri verka að búa sér for- múlu, einskonar skapaión, sem þeir spenna fyrir augun og falli innihald bóka ekki þétt í þennan ramma, þá verða þeir ókvæða við, sem von er, dauðþreyttir van- svefta mennirnir. Skapa- lónið sem Óiafur á Vísi notar um þessar mundir er sænsksmíðað — og hann gaf Árna Bergmann kópíu af því. Jóhann Hjálmarsson þáði það ekki, enda hefur hann gert meira en að reyna að vera skáld, hann hefur skrifað bækur og þorað að gefa þær út, og ég fæ ekki betur séð en hann taki Ólafi og Árna langt fram um tvo veigamikla hluti, skrif lians eru ekki klisjuskrif, og hann gerir sér far um að vera sann gjarn og ætiar sér af, skrifar sumsé eins og siðaður mað- ur.“ Skortir heiðarleikann Jóhannes er siðan spurður, hvort gagnrýnendur geti drep ið bækur: „Ég hef ekki trú á, að þeir geti drepið aðrar en þær, sem hefðu drepizt hvort eð er. En þeir geta flýtt gangi mála á báða vegu, þvælzt fyrir góðri bók í bráð — en engu um- breytt í lengdinni. Það var stundum ekki mikið mark tak andi á bókmenntaskrifum Bjarna frá Hofteigi, ekki svo að skilja, að ég hafi þurft að kvarta undan umsögn hans, síður en svo, en það var stund um engu líkara en umsagnir hans gætu oltið á því hvernig stóð í bólið hans þegar bæk- ur bárust honum. En Bjami var sannleiksleitandi eldsál, alltaf skemmtilegur, alltaf snerpa í framsetningunni, oft geníall. Þess vegna fyrirgáf- ust honum mörg klámhögg. Það er færni Bjarna sem þá Ólaf og Árna vantar svo sár- lega, fyrir utan heiðarleikann, það er þessa tilhneigingn til að draga fjöður yfir kosti bók ar — en blása út gallana — og öfugt, allt eftir því hver höfundurinn er.“ „.......Aftur á móti lief ég ekkert á móti hinu að svo- kallaðar bókmenntamafíur séu i gangi, kjaftaklúbbarnir: hitt er varhugavert að svona menn nái tangarhaldi á fjöl- miðlum.“ CCIDGE BRIDGEFÉLAG KVENNA Munið að parakeppnin hefst mánudaginn 9.4. n.k. í Dom- us Mediea kl. 8 e.h. stundvís- lega. Þátttaka tilkynnist fyrir sunnudagskvöld til Júliönu Isebarn, sími 11827, Aðalheið- ar Magnúsdóttur, sími 12745 eða Guðrúnar Halldórsson, sími 16233. Þátttaka er öllum heimil. XXX FRÁ BIIIDGEFÉLAGI ÍSAFJARDAR Nýlega er lokið tvímennings keppni Bridgefélags Isafjarð- ar og urðu úrslit þau, að Isa- fjarðarmeistarar 1973 urðu Guðmundur M. Jónsson og Guðbjarni Þorvaldsson með 394 stig. Báðír eru þeir gamal kunnir bridgespilarar fyrir vestan og hafa um áraraðir verið í fremstu röð. Röð efstu para: stig Björgvin Bjarnason, Ólafur Þórðarson 393 Birgir Valdimarsson, Viggó Norðquist 379 Páll Áskelsson, Ása Loftsdóttir 356 Einar V. Kristjánsson Einar Árnason 335 Hinrik Guðmundsson, Ólafur Ásgeirsson 285 Sigurður Ólafsson, Sigurður Magnússon 275 Þórður Einarsson, Stéinn Guðmundsson 271 Nú stendur yfir sveita- keppni félagsins um titilinn Isafjarðarmeistari 1973. Þátt- taka er fremur dræm. Búizt er við að ein vestfirzk sveit taki þátt í Islandsmótinu og verður það trúlega sveit frá ísafirði. XXX Sveit Hjalta Elíassonar hef- ur nú náð forystunni í meist- arakeppni Bridgefélags Reykjavíkur en aðeins fjögur vinningsstig skilja að tvær efstu sveitirnar. Röð og stig efstu sveitanna er nú þessi: Sveit: stig Hjalta Elíassonar 209 Arnar Arnþórssonar 205 Gylfa Baldurssonar 193 Óla M. Guðmundssonar 166 Braga Erlendssonar 154 Jóns Björr.ssonar 148 Viðars Jónssonar 142 Ingimundar Árnasonar 138 Eftir er að spila tvær um- ferðir og er sú næsta spiluð í Domus Medica n.k. miðviku dag kl 20. XXX ÍSLANDSMÓTIÐ f TVÍMENNING í BRIDGE Mótið fór fram um helgina 31. marz og 1. apríl. Til keppni mættu 5 pör frá Vesturlandi, 4 pör frá Suðurlándi, 3 pör frá Keflavik, 5 pör frá Kópa- vogi, 2 pör frá Hafnarfirði og 23 pör frá Reykjavik. Norð- lendingar og Austfirðingar sóttu mótið ekki nú, og er ástæðan fyrst og fremst mik ið ferðalag fyrir ekki lengri keppni, svo og frekar óhent- ugur tími. Vestfirðingar ætl- uðu að vera með, en ferða- veður brást. Spilað var með barometers- fyrirkomulagi, sem þýðir að árangur spilanna var reiknað- ur út, strax að þeim loknum, en allir .,piluðu sömu spilin í einu. Gékk mótið vel undir stjórn Guðmundar Kr. Sig- urðssonar og reiknimeistar- ans Inga Eyvinds, en honum til aðstoðar voru þeir Einar Guðjohnsen og Jón Baldurs- son. íslandsineistarar urðu þeir Ásmundur Pálsson og Hjalti Eliasson, en þeir hafa sigrað í þessu móti oft áður. í öðru sæti voru sveitarfélagar þeirra, Jón Ásbjörnsson og Páll Bergsson, en þeir sigr- uðu í þessu móti síðast, og þá urðu Ásmundur og Hjalti í öðru sæti. Á laugardeginum voru spil- aðar 14 umferðir og höfðu Hjalti og Ásmúndur þá þegar tekið forystuna, Staðan var þá þessi: Hjalti — Ásmundur 698 Einar — Jakob 688 Hallur — Þórir 673 Haukur -- Valdemar 669 Helgi — Sverrir 668 Kl. 14 á sunnudag hófst svo spilamennskan að nýju, og eftir 28 umferðir var staðan orðin þessi: Hjalti — Ásmundur 1428 Helgi — Sverrir 1404 Jón Á. — Páll B. 1400 Einar — Jakob 1363 Óli Már -- Guðm. P. 1342 Þegar 33 umferðum var lok ið höfðu svo Hjalti og Ás- mundur náð afgerandi for- ystu, sem þeir svo héldu til leiksloka. Staða efstu paranna varð þessi: Ásmur.dur Pálsson, Hjalti Elíasson B.R. 1942 Jón Ásbjörnsson, Páll Bergsson B.R. 1874 Benedikt Jóhannsson, Jóhann Jónsson B.R. 1834 Guðmundur Pétursson, Óli M. Guðmundsson B.R. 1831 Hallur Símonarson, Þórir Sigurðsson B.R. 1828 Agnar Jörgenson, Róbert Sigmundsson B.R. 1823 Einar Þorfinnsson, Jakob Ármannss. B.R. 1819 Bernharður Guðmundsson, Július Guðmundss. T.B.K 1819 Helgi Sigurðsson, Sverrir Ármannsson B.R. 1776 Hermann Lárusson, Lárus Hermannsson B.Ásar 1763 Rósmundur Guðmundsson, Stefán Jónsson T.B.K. 1748 Hörður Blöndal, Jakob R. Möller B.R. 1738 Haukur Valdimarsson, Valdimar Þórðarson B. Ásar 1724 Ragnar Halldórsson, Vilhjálmur Aðalsteinsson B.R. 1721 XXX FRÁ BRIDGEFÉLAGI MÝVETNINGA Nýlokið er sveitakeppni fé- lagsins. Spilaðar Voru tvær umferðir, en alls tóku 8 sveit ir þátt í þessari keppni. Fjór- ar hæstu sveitirnar urðu þess ar: Jóns Árna Sigfússonar 211 stig. Ásamt Jóni eru í sveit- inni: Pétur Jónasson, Bóas Guðmundsson og Gústav Níls- son. Sigurðar Þórarinssonar 193 Jóns P. Þorsteinssonar 192 Jóns Aðalsteinssonar 159 Að lokinni sveitakeppninni var spiluð keppni með Patton- fyrirkomulagi. Spiluð var tvö föld umferð með þátttöku 8 sveita. Úrslit urðu þessi —- efstu sveitir: Jóns Árna Sigfússonar 136 Jóns P. Þorsteinssonar 131 Jóns Aðalsteinssonar 117 Ragnars Sigfinnssonar 109 Næsta keppni verður ein- menningskeppni, þrjár um- ferðir. A.G.R. Brezki vinsælda- listinn í dag 1 ( 1) The Twelfth Of Never Donny Osmond 2 ( 7) Get Down Gilbert O’Sullivan 3 (11) Tie A Vellow Ribbon Dawn 4 ( 3) Power To AII Our Friends Cliff Richard 5 ( 2) Cum On Feel The Noize Slade 6 (20) I’M A Clown David Cassidy 7 ( 4) Feel The Need In Me The Detroit Emeralds 8 ( 9) Never Never Never Shirley Bassey 9 ( 5) Twentieth Century Boy T. Rex 1« ( 6) Killing Me Softly With His Song Roberta Flack

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.