Morgunblaðið - 07.04.1973, Side 20

Morgunblaðið - 07.04.1973, Side 20
20 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1973 fclk i fréttnm .>!r. PERSÓNULEGT MET Poppsöngvarinn Elton John, nýtur stöðugt vinsælda og sankar að sér guUplötum, bæði í Engiandi og Bandaríkjunum. Hann hefur sett persónulegt met og gengur nú um í skóm með hærri hælum og þykkari sólum en nokkru sinni áður. Alls eru sólarnir fimm og eru af gömlu skónum hans, sem þóttu þó nógu háir einir sér. SÁ VAR HEPPINN Það er ekki að undra þó að frú Debbie Charlton gráti af gleði yfir því að Michael litli fékk ekki eina einustu skrámu. Hún var á 100 km hraða á bíln um sínum í Alabama, þegar Michael, sem er fimm ára fikt- aði eitthvað við húninn. Það hafði þær afleiðingar að hurð- in opnaðist og Michael lá á götunni. Stór vörubill hafði keyrt á eftir þeim, en bílstjór- inn hafði augun hjá sér og hemlaði snarlega. Michael hafði samt sem áður lent undir bilnum og þar lá hamn óskaddaður — með höfuðið 1 om frá framhjóli vörubílsins. ☆ FINNSK FEGURÐ Stúlkan héitir Helena Poski- parta og er frá Finnlandi, hún var nýlega kosin ungfrú Yard- ley Finnlands. Myndin er tekin á blaðamannaf. sem hún hélt nýlega í London, en ferð þang að fékk hún fyrir að vinna í Yard-ley fegurðarsamkeppninni. Poskiparta er 25 ára, en því miður herrar mínir, hún er gift Risto Poskiparta. HVERJUM ÞYKIR 5°GHO/Uo -2-3JL Myndin sýnir John Lennon ist John hafa áfrýjað dómi og Yoko Ono á blaðamanna- sem kvað á um að hann skyldi fundi sem þau efndu til á mánu vera á brott frá Bandarikjun- daginn i New York. Þar sagð- um innan tveggja mánaða. Steve McQueen og Ali McGraw eru vinsælt par á hvíta tjaid- inu. MORÖKVENDIB ALI MCGRAW Ali McGraw, stjarnan úr Love Story, hafði aldrei áður haldið á skammbyssu, en þeg- ar taka síðustu myndar henn- ar hófst var hún þó orðin sæmi lega leikin í að handfjatla slíkt vopn. Það var mikið stökk fyr- ir leikkonuna sem hafði unnið hvers manns hjarta með leik sínum sem hugljúf, ung stúlka í Love Story. Nú lék hún harð- geðja morðkvendi, sem einskis sveifst, en Ali McGraw var ánægð með skiptin og fegin að losna undan þeirri mynd sem almenningur hafði gert sér af henni. Hún segir: — 1 einkalífinu er ég hvorki sérstaklega lag- leg eða aðlaðandi, ég er bara kona. Þegar ég las handritið að „Vild Flugt“ og komst að að ég þurfti að aka bifreið i lífshættulegum atriðum leizt mér ekkert á blikuna. Ég vissi næsta litið um bifreiðar og alls ekki hvemig átti að aka svo- leiðis tækjum. Nú hef ég lært það og ég elska að aka, þvi hraðar því betra. Það var þó enn erfiðara að leika morðkvendi með skamm- byssu og ég ætlaði varla að geta miðað byssunni að Ben John- son, einum þeim albezta ná- unga, sem ég þekki i kvik- myndaiðnaðinum. Það átti að líta raunverulega út, en þetta var þó allt saman aðeins leikur og að lokum hafðist það lika. Kvikmyndin „Vild Flugt“ er fyrsta kvikmyndin sem fram- leidd er af fyrirtæki sem heit- ir „First Artists Production" og það eru engir smákarlar sem sitja í forstjórastólum fyrir- tækisins. Engir aðrir en leik- ararnir Paul Newman, Steve McQueen, Sidney Poiter og Barbra Streisand. Sá sem stjórn aði kvikmyndatökunni heitir Sam Peckingpah og er hann vel þekktur af fyrri myndura sínum. Bandariskir kvikmyndagagn- rýnendur hafa kallað Steve McQueen, Ali McGraw, Hump- rey Bogart og Laureen Bacall áttunda áratugarins. McGraw og McQueen búa nú saman i ó- vígðu hjónabandi að því að sagt er, en hún er ekki alveg á sama má'li. Hún segir að henni líki vel við Steve og lík- ir honum við dansarann Nurey- ev og Edward Villella, en það eru þeir þrir menn sem hún dáist mest að. UÆTTA Á NÆSTA LEITI -- Eftir John Saunders og Alden McWilliams r SHOULD'VE EXPECTED IT/ WHEN you WANT A RAVEN MALE TO DO SOMETHING IN A HURRy... you WALK Í BEHINO HIM r U WITH A CLUB !J J*ett& er hlæg'Regt. I>aö &etur ekki tékið fig hefði svo Sem mátt vita það, þegar eitthvað, þá verður að ganga. á eftir hon- Uee Roy merra en fiiiim án m nútiir að líarlkynstofn Rayen ættartnnar á að geta um með kylfij! staWa bíl o£ aka eina. hiisleni;d (2Tmyiid) J - 1 ☆ ADEINS GOÐSÖGN Menn eru misjafnlega hrifn- ir af Elvis Presley, rokksöngv aranum fræga. Sænskur blaða- maður eyddi einni kvöldstund i Las Vegas í að hlusta á Elvis og her hann honum ekki vel söguna, blaðamaðurinn sagði að Elvis væri hallærislegri en nokkum tímann fyrr, hann hefði fyrir löngu tapað rödd- inni og nú syngi hann eins og hann væri með „króníska háls bólgu“. Elvis væri búinn að vera, en lifði á goðsögninni sem hefði skapazt um hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.