Morgunblaðið - 15.04.1973, Page 1

Morgunblaðið - 15.04.1973, Page 1
SUNNUDAGUR 15. APRÍL — 16 SIÐUR ÞÚSUNDUM saman ganga þau upp að altarinu á vori hverju og heita að reyna af fremsta megni að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Vafalaust finnst þeim flestum frekar auðvelt að gefa þetta heit — það er svo teygjanlegt hugtak „að reyna af fremsta megni“ og hver leggur þar í þann skilning, sem hann er mað- ur til. Efndirnar eru svo undir ýmsu komnar. Ferming eru mikið mál á Islandi og fer yfirleitt öllu meira fyrir veraldlegu inn- taki hennar en trúarlegu. Hundruð heimila um landið gervallt eru undirlögð ferm- ingarundirbúningnum. Hús- mæðurnar skúra og skrúbba út í hvern krók og kima, láta mála og breyta, sauma Séra Ami Pálsson ferniir og snurfusa — og heimilis- feðurnir tæma vasana og veskin og slá svo gjarnan víxla ekki sízt, þegar tæki- færið er notað til að betrum bæta húsbúnaðinn, áður en fjölskyldurnar eru kallaðar saman til að hylla ferming- arbarnið og liella yfir það gjöfum. Og víst þykir unglingun- um þetta spennandi, þótt það sé kannski ekki aðal- atriðið. „Það sakar svo sem ekki að fá fermingargjafirn- ar, úr því þetta er nú einu sinni orðinn siður . . .“ En fjöldi fermingarbarna kýs að stíga þetta spor, þó að þau eigi ekki von mikillar veizlu né stórra gjafa. Fyr- ir þeim er þetta annað hvort mikilvæg trúarathöfn eða þau líta á ferminguna sem þáttaskil í uppvextin- um, endapunkt barnæsk- unnar og upphaf alvarlegra lífsskeiðs, sem færir þeim meðal annars síaukið sjálf- ræði. Sum standa í þeirri trú, að með fermingunni verði þau fullkomlega sjálf- ráð gerða sinna og þurfi ekki framar við leiðsagnar foreldra né annarra — og þykir illt, ef þeim verður Séra Jóhann Hliðar fermir í Neskirkju í fyrsta slnn. Fermingabörn ganga til kirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.