Morgunblaðið - 09.05.1973, Side 28

Morgunblaðið - 09.05.1973, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUSR 9. MAÍ 1973 Eliszabet Ferrars: Samíaríis i dauriann Hann fann, 'að það eina, sem honum gat dottið í hug, var þessd ákvörðun Brians að fara ekki inn í símann. Hann hafði hugsað svo mikið um Brian und anfarið, að þetta, að hafa hann þama hjá sér var næstum orð- ið að þráhyggju. Samt hafði Paul ekki sett hann í neitt sam- hengi, varðandi síðustu atburði. Hann hafði ekki hugleitt þá ein kennilegu staðreynd, að frá þvi er Margot Dalziel hvarf, hafði Brian hvorki komið inn í hús Margot né heldur heimsótt þau Hardwickefeðginin. Hann hafði bara verið kyrr í hlöðunni. Hann hafði skágengið alla — kannski verið önnum kafinn, eða kannski bara forðazt fólík, til þess að firra sig vandræð- um. Hvað sem því öllu leið var þessi hegðan hans eigingjörn og kaldranaleg, og það meira en svo, að Paul hefði búizt við því af honum. Og það var ekki sið- ur óhyggilegt, því að fyrr eða seinna gæti það vakið grun- semdir. Vindhviðumar dundu á Paul, eins og ólög, þar sem hann stóð og beið, og allt í einu fannst honum hann heyra rödd Bern- iee í vindinum, veinandi á syst- ur sínar, um leið og hún hvarf sjónum hans inn á stíginn. I-Iún hlaut að hafa rekið upp ánnað óp, eftir það, datt honum í hug, en það hafði ekki heyrzt í þessu bölvaða roki. Honum duttu hin bömin í hug. Höfðu þau hlaupið beint heim, eða höfðu þau séð eitt- hvað af því sem gerðist, eða heyrt? Jafnvel þótt þau hefðu heyrt það eða séð, jafnvel þótt þau hefðu beinlínis horft á syst ur sina myrta á stígnum, þá var ólíklegt, að þau gætu gefið um það haldbærar upplýsingar. Skelfingin hafði áreiðanlega gert þau viti sínu fjær. Allt í einu mundi Paul eftir því, hvers vegna hann hafði far ið út og hvað hann var að vilja þarna á stignum. Hann hafði ætlað að tala við Applinfólkið. Hann hafði ætlað að vita, hvort hann gæti haft nokkuð upp úr flöskunni. Jæja, það var nú ekk ert hægt að gera í því máli héð- an af. En einhver yrði að tala við Applinfól'kið. Sem betur fór var það hlutverk lögregl'unnar. 1 bili hafði hann ekki aðrar skyldur en að bíða, þar sem hann var kominn, og hamingj- an mátti vita, að það var full- erfitt. Hann varð því ákaflega feginn er hann heyrði skröltið i vélhjóli Gowers. Gower kom einn sins liðs, en svo kom Brian rétt á eftir, og meðan Paul sagði Gower, hvem ig hann hafði fundið líkið, gekk Brian fram hjá þeim cg að hlöðudyrunum. Þar staðnæmd- ist hann, gekk síðan spottakom til baka og stóð þar, horfði í kringum sig og hlustaði. Gower athugaði forugu pen- ingana, sem Paul hafði rétt hon- um og hlustaði á hann segja frá því, hvers vegna Bernice hafði verið með þessa peninga. — Svo að þetta hefur þá orð- ið skömmu eftlr að hún skildi við yður, sagði Gower. — Hún hefur aldrei komizt heim. Hefði hún gert það, þá hefði hún af- hent mömmu sinni peningana. — Það virðist líklegt, sagði Paul. — Þá hefur hún hitt einhvern á stígnum. Hefði sá hinn sami verið að elta hana, hefðuð þér séð hann. — Ég býst við því . . . nema því aðeins að hún hafi farið aft- ur út á aðalveginn, eftir að ég var farinn heim. — En þér sögðuð, að hún hefði hlaupið og kallað á hin börnin. Hvers vegna hefði hún þá átt að snúa við? — Ég er ekki að segja, að hún hafi gert það, sagði Paul. — Mér datt bara í hug, að hún gæti hafa gert það. Þessi óp og hlaup hjá henni voru ekki ann- að en bragð til þess að losna frá mér, þegar hún sá, að ég ætl aði að fara að predika siðaregl- ur yfir henni. En eftir að hún var sloppin burt. . . þá veit ég ekki, hvað henni kann að hafa dottið í hug. — Stendur heima, sagði Gow er. — Þér hefðuð vist seint get- að getið upp á því. — Ég man núna, sagði Paul, — að það var biU á stígnum. Ég held, að það hafi verið bíll hr. Dalziel ég á við bróður ungfrúarinnar, en ekki bróður- sonarins. En ég er nú ekki glöggur á bíla, svo að ég get ekkert fullyrt um það. En þarna var að minnsta kosti bíll, sem hafði verið lagt á stígnum, og Bernice gæti vel hafa gengið til baka til að skoða hann. — Til hvers hefði dr. Dalziel átt að fara að leggja honum þarna, í staðinn fyrir á heim- reiðinni að húsinu? spurði Gow- er. — Það veit ég ekki og eins og ég sagði, er ég alls ekki viss um, að það hafi verið hans bíll. Gower sneri sér að Brian. — Sáuð þér eða heyrðuð nokkuð óvanalegt um þetta leyti, hr. Burden? — Nei, sagði Brian. — Ekki i i áttina til þeirra — en ég var að vinna og það er mesta furða, hve litið maður heyrir þegar rit vélin er i fullum gangi. — Sáuð þér þá aldrei Bern- ice sjáifa eða systkini hennar í dag? spurði Gower. — Þau hafa ekki komið að dyrunum hjá yð- ur, eða neitt þess háttar? — Nei, siagði Briaai. — Ekki í dag. Og hvaða erindi hefðu þau svo sem átt að dyrunum hjá mér? — Voru þau ekki talsvert oft að flækjast þama? — Jú, ailoft. — En ekki í dag? — Nei, ekki í dag. Ég sá Kevin . . Brian þagnaði. Hvenær sáuð þér Kevin? — Einhvem tíma í morgun, sagði Brian. — Einhvern tima eftir að þið voruð hérna á ferð- inni að spyrja hann, hvað hann hefði hafzt að á laugardaginn. — Og var einhver sérstök ástæða til þess, að hann kom? — Ég býst ekki við því, nema þá að kvarta undan ofsóknum lögreglunnar, sem hann sagði, að gæfi sér ekki tækifæri til að vera heiðarlegur maður. — Nú? sagði Gower. — Og talaði hann nokkuð um, að hann ætlaði að fara að stinga af ? — Nei, sagði Brian. — Er hann horfinn? — Það lítur helzt út fyrir það, sagði Gower. Brian kom enn nær, nokkur skref. — Sjáið þér nú til, Gow- er. Kevin getur ekki hafa átt neinn þátt í þessu. Applinkrakk arnir eru samhentir. Hann hefði getað gefið telpunni glóðarauga í þýóingu Páls Skúlasonar. ef hann reiddist, en hann gæti aldrei hafa. .. Orðin dóu út, rétt eins og hann væri ekki alls kostar viss í sinni sök. Það var þá sem Fred Harper, eini lögreglu- þjónninin í þorpinu kom á vett- vang og stundarkorni siðar fyrsti lögreglubillinn með Creed innanborðs. Paul sem beið þess að verða spurður frekar, eða skipað að fara heim, hörfaði spölkom eft- ir stígnum. Hann sá, að Fred Harper var sendur tii að tala við Applinfólkið. Hann sá, að læknirinn kom og kraup niður, inni í runnanum. Allt í einu kom Neil Dalziel og staðnæmd- ist hjá Paul. Hann sagði ekkert strax, en horfði á hreyfingar mannanna, sem stóðu í kringum líkið. Loksins sagði hann: — Hver er þetta? — Bernice Applin, sagði Paul. — Telpan úr kofanum þarna. Aftur þögn, en svo spurði Dal ziel: — Var það nauðgun? Paul minntist þess, sem hann hafði sagt Gower, að það gæti hafa verið bíll þessa manns, sem hafði verið á stígnum, þegar Bernice kom hlaupandi. — Ég veit það ekki, sagði hann. — En hvað dregur yður hingað, ein- mitt núna? — Ég stanzaði bara hjá hús- inu, þegar ég sá lögreglubílinn með fulltrúann koma þjótandi hingað, sagði Dalziel. — Og mér datt í hug, að það væri eitthvað í sambandi við systur mína. — Kannski er það líka svo, sagði Paul. Dalziel lei-t á hann. — Hvern- ig gæti það verið? — Ef barnið hefur séð eitt- hvað. . . . Dalziel hélt áfram að glápa á hann. — Hún var alltaf að flækj- ast þarna kringum húsið, sagði Paul. — Hún gæti vel hafa ver- ið eina manneskjan, sem vissi, hvað þar gerðist. Dalziel hristi höfuðið og varp aði þessari hugmynd frá sér, en það erti Paul, og nú þóttist hann alveg viss um að hafa hitt á rétta skýringu á þessu morði. urasunit ULIÉÍT1PLETUK The Beatles 1962 — 1966 The Beatles 1967 — 1970 The Dark Side of the Moon — PINK FLOYD For Your Pleasure — ROXY MUSIC Lark's Tounges in Aspic — KING CRIMSON Houses of the Holy LED ZEPPELIN Byrds — BYRDS Moving Waves — FOCUS Dont Shoot them out — TRAFFIC Slayed — SLADE. FÁLKINN Hljómplötudeild Laugavegi 24, Suðurlandsbraut 8 HALLÓ HALLO t Rýmingarsalan í fullum gangi. Nýjar vörur teknar fram í dag. — Kjólar og sloppar á 500 kr. Köflótt síðpils á 500 kr. Síðbuxur : 500 kr. Toppar á 500 kr. Hálsklúta-r og slæður á 50 kr. Alls konar ódýr barnafatnaður. L I L L A H.F., Víðimel 64. Sími 15146. velvakandi Velvakandi svarar i sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. f Opið bréf um vegamál Vegamál verða ætíð ofarlega á baugi í okkar stóra en strjál býla landi. — Nú á síðustu árum hafa þau mál tæpast ver- ið rædd svo að nafn Sverris R-unólfssonar hafi ekki borið þar á góma. Hann hefur kvatt sér hljóðs svo eftir hefur ver- ið tekið. Ekki vill Velvakandi leggja dóm á ágæti þeirra að- ferða, sem hann boðar við vega lagningu, en kyrrstöðu boða þær ekki. — Hér fer á eftir bréf, sem Sverrir hefur skrif- að vegamálastjóra og óskar eft ir að verði opið bréf: „Eins og yður er kunnugt var minnzt á það í leiðara Suð- umesjatíðinda að ég fengi Grindavíkurveginn, til að sanna ágæti blöndunar á staðn um. Ég veit að við erum sammála um margt, þ. á m. að sú tegund vega sem ég hef mestan áhuga á, þ.e. með bundinni undirstöðu, eru sterkari en með óbundinni t.d. gegn vatnsrennsli. Ég álít að þér hafið gott tæki færi nú að leyfa mér að fá Grindavíkurveginn vegna þess að lægsta tilboð í hann var 20 millj. hærra en yðar kostnaðar áætlun. Ég fer fram á þetta vegna þess, að ef ég fæ aðeins einn km er mjög hæpið að ég geti sannað ágæti blöndu-nar á staðnum að fullu. Ég mun gera allt í mínu valdi til að lækka verðið fyrir yður og þá að vissu um leið fyr ir okkur skattgreiðendur. Nú skora ég á sem flesta að segja sitt álit á þessu við mig og við samgöngu- (vega) yfir- völd. Virðingarfyllst, Sverrir Runólfsson.“ 0 Uppnefni eða . . . Sigurður Guttormsson lætur í eftirfarandi bréfi í ljós furðu sína yfir þeirri áráttu frétta- manns, að ,,kom-a uppnefnum á fólk“: „Velvakandi. Einhver af fréttamönnum yð ar — sá, er jafnaðarlega skrif ar í bl-aðið fréttir frá Vest- mannaeyjum — virðist hafa furðulega áráttu ti-1 að koma að uppnefnum á fólki. Hvað eftir annað er þessi maður að tala um „Manga krumm" þar sem átt mun vera við Magnús frá H-rafnabjörgum d Eyjum. Gömlu selstöðukaupmennim ir höfðu of-t þan-n sið, að skrá alþýðufólk í bækur sínar undir illkvi-ttnislegum viðumefn-um og fannst vel hæfa sauðsvört- um almúganum. En maður var fari-nn að halda að slíkt virðing arleysi fyrir samborguirunum — og kannski þá ekki síður fyrir sjálfum sér — væri úr sögunni. Vel má vera að maður þessi reyni að afsak-a sig með því að Magnú-si muni vera alveg sama um slíkt, en hverjum er sama þó að reynt sé að skrumskæíla nafn hans og gera hann bros- legan í a-ugum alþjóðar? Það er erfitt að sjá hverju blaðamennska af þessu tagi á að þjóna. Sennilega mun þetta eiga að vera fyndni, sem blaða- maðurin-n telur sér óhætt að beita þegar i hilut á fólk, sem ekki er líklegt til að bera hönd fyrir höfuð sér. Ég á þó erfitt með að skilja, að slíkur stráksskapur geti samrýmzt hvort heldur er siðaregl-um blaðamanna eða sjálfsviirðing nokkurrar ritstjórnar. Með þökk fyrir birtingu-na. Sigurður Guttormsson.“ Fréttamaður mun væntan- lega svara fyri-r sig, en frá sjónarhóli Velvakanda getur sá hlýi andi, sem verið hefur í fréttunum urn „Manga krumm" engan sært, þar hefur skinið i gegn hiifning á mannin-um og því s-tarfi, sem hánn hefur stundað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.