Morgunblaðið - 12.05.1973, Page 14

Morgunblaðið - 12.05.1973, Page 14
14 MOR.GUNBT.AE>IÐ. LAUGARDAGUR 12. MAl 1973 Dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir: Hugsanir út af grein borgar- læknis um hj úkrunardeildir Dr. J6n Sigurðsson, borgar- læknir, skrifar grein í Morgun- blaðið þ. 5. þ. m. Er þessari grein væntanlega ætlað að skýra viðhorf heilbrigðisyfir- vaWa Reykjavikur til spítala- mála og þá fyrst og fremst þarfa lianglegusj úklánga, en vandamál þeirra hafa nú verið lítillega til umræðu í fyrsta síkipti á opinberuim vettvaingi svo mér sé kunmugt. Segir borgarlæknir réttilega, að allir séu sammála um, að það sé eitt mesta vamdamáiið í heil- brigðismálium Reykjavfkur. Borgariæknir spyr: „Af hverju vamtar þá þessar deild- ir?“ Og hann svarar: „Orsökin er of lítil fjárveiting til spítala- byggimga." f>etta er skýrt og afdráttarlaust. Fj ármátastj órn - ir ríkis og borgar skammta ákveðna fjárhæð til bygginga sjúkrahúsa. Ef hún ekiki hrekk- ur fyrir þörfum — þá það. Útgjöld ríkis og borgar eru fjölþætt, þar er i mörg hom að l'ífca og sýnist ekki öllium eitt hvað kalli mest að. Þó trúi ég, að margt megi frekar sitja á hakanum en heilibrigðismál. Vér skulium vera minmug þess, að stjómvöld þjóðarimnar eru ekki herrar hennar, heldur þjónar, kosnir af alþýðu manna til þess að stjóma sameignar- fyrirtækiniu ísliandi, eftir þvi sem geta þeirra frekast leyfir og samvizkan býður þeim. Heiibrigðisyfirvöld eru engin undantekniing frá þessari reglu. Þeim ber að nýta það fé, sem þeim er Skammtað þann veg, að það verði sem flestum lands- búum til mestrar hagsældar. Flestir í Reykjavik vita, að hér er spítalaskortur. Nú eru — þ. 8. þ. m. — á biðMsta á Landakotsspítala einum, 419 sjúfciingar. Væntanlega er ástandið líkt á hinum spítöiunum tveimur, Landspítala og Borgarspítala. 1 útvarpsþætti þ. 29. apríl sl., kom fram, að iangt á annað hundrað sjúklinga iigg.ja í þess- um spítölum, sem gætu eins vel verið annars staðar. Það gefur þvi auga leið, að eitt- hvað þarf að gera til þess að bæta úr spitalaskortinum og ailt er komið í eindaga með það. Þar sýnist mér vera um tvær leiðir að velja. Önnur er sú að stækka einn eða fleiri af spítölunum þremur í Reykjavík í sömu veru og nú er, og er þá ekki aðeins um að ræða sjúkradeildir, heldur þarf Mka að bæta við miklu af „stoð- Geildum". Það kostar mikið fé bæði í byggingu og refestri. Hin leiðin er að byggja hjúkr- unarspítaia, sem ekki kostar nema brot af hinum í byggingu og má reka fyrir minna en þriðjung, miðað við dýru spít- alana. 1 greinarkomi í Morgunblað- inu þ. 3. marz, benti ég á þessa leið. Nú segir borgarlæknir í grein sinni, að þessu reikningsdæmi mínu hafi verið haldið nokkuð á loft „og vantar þó alveg for- sendur fyrir dæminu. Kostnað- ur af 100 rúma hjúkrunardeild, sem reist yrði, kæmi ekki fram sem spamaður, heldur mundi kostnaður af henni bætast of- an á þann sjúkrahúskostnað sem fyrir er. Spítalamár, sem starfræktir eru, myndu reknir áfram með sama rúmafjölda og ekki minni tilkostnaði". Að „forsendur skorti" þýðir, að ég hafi farið með fleipur og vil ég ekki uma því. Mér er næst að halda að borgarliæknir hafi ekki lesið grein mína til enda. I næst síðustu málsgrein hennar segir svo: „Nú ber ekkii að skilja orð mín svo, að ég haldi að þetta sé fundið fé. Að sjál'f- sögðu yrðu spítaiamir þrír rekinir áfram með sama rúma- fjölda. En mér sýnist þetta (þ. e. bygging hjúkrunarspít- ala) vera einfaldasta, fljót- virkasta og langódýrasta leið- in til þests að bæta úr spítala- skortinum nú og nokkuð fram í tímann." Ég held þá ekki, að útgjöldin yrðu færri krónur í heild. SpítalamálMn krefjast lausnar. Með byggingu hjúkr- unardeilda má í raun stækka spítaliama um langt á annað hundrað rúm íyrir lítinn hliuta af því, sem kostar að stækka spitaiama sjálfa, með öliiu sem þar til heyrir. Mér firanst þá þetta vera spamaður og hann ekki lltill. Hitt er svo annað mál, að sá spamaður er fuli- kominn að hafast ekkert að, en hvort landsfólkið sættir sig við það er annað mál. Enn segir borgariækndr: „Forsendur fyrir útreikningum eru þær, að til standi að byggja dýrar legudeildir með miiklium liegukostnaði (i stað ódýrari hjúkrunardeilda), en dýrar legudeildir em aBs ekki fyrir- hugaðar og forsendur dæmis- ins því engar.“ Ég hefi fregnað, að af 180 rúmum í fyrirhugaðri B-álmu Borgarspitaíians, hafi 120 verið ætluð fyrir bráða sjúkdóma. í Morgunblaðinu 24. marz sl. er frásögn af borgarstjómar- fundi þ. 15. marz. Þar er haft eftir formannd heilbrigðisráðs borgarinraar: „Ég tel þvi, að ef velja ætti á miM B- og G-álmu, þá yrði G-álman að hafa for- gang, þvi án hemmar verður B- álman ekki rekin. Væri fjár- magnsþörfinni aftur á móti fullnægt, mætti byggja báðar í einu, en til þess þarf senni- liega 1500 milljónár." Mér finnst þetta dýrar deildir og stangast þá á ummæíi borgarlæknis og formanns heilbrigðisráðs borg- arinnar. En sé það ofam á hjá heil- brigðisyfirvöldum borgarinnar nú að byggja eigi hjúkmnar- deildir, ódýrar í byggingu og rekstri og hraða beri fram- kvæmdum, svo sem unnt er, þá gleðst ég yfir þeim málalokum. Nokkru síðar seg'r í grein borgarlæknis: „Við uppbygg- ingu í sjúkrahúsmálum hér i borg síðusitu tvo áratuigina, sem báðir niefndir læknar (þ.e. Friðrik Einarsson og Bjami Jórasson) hafa verið virkir þátttakendur í, hafa hjúkrun- ardeildir verið liátnar sitja um of á hakanum fyrir deildum, sem ætlaðar eru sjúklingum með bráða sjúkdóma." Dr. Friðrik Einarssom mun hafa átt sæti í byggingameínd eða undirbúningsnefnd fyrir Borgarspítala. Hverjar hafa verið tiliögur hans þar eða hvórjar þeirra hafa náð fram að ganga, er mér alisendis ókunnugt. Hitt er mér fuil- kunnugt, að ég hefi aldrei komið nálægt áætlanagerð um spítaJiaþörf, endia aldrei orðað við mig. Ég á þvi engan þátt í því, sem gert hefir verið í spítalamálum borgarinnar. Ber ekki að þakka mér það sem gott er og vil ég þá heldur ekki láta eigna mér það sem miður fer. Borgarliæknir segir: „Skömmu eftir að byggmgarframkvæmd- ir við Borgarspítaianin hófust árið 1953, var farið að undir- búa nýbyggingar við Landspít- ala og nokikru síðar við Landa- kotsspítala." Og enn segir hann: „Þrjú sjúkrahús i Reykjavík stóðu nú í byggingu samtímis og fyrir sams konar sjúkradeildir og hlaut það að dreifa fjármagni tiil þessara mália og tefja framkvæmdir." Nýbyggingar við Landspít- ala voru stækkun á sjúkrahús- irau og sýnist nú ekiki hafa verið vaniþörf á þeirri stækikiun. Fé tid Landspífcaia og Borgar- spítala kom frá opimberum að- ilurn og má þá ætla að það hafi dreift fjármagni og tafið framkvæmdir, að heilbrigðis- yfirvöld ríkis og bæjar gátu ekki komið sér saman um það, sem hagkvæmast var fyrir fóllkið í landinu. Hvað bar á mil'li um skynsamdega lausn, hefir mér vitaralega aldrei verið látið uppi. Af byggingu Landakotsspít- aia er al'lt önnur saga og er hún það kunn yfirmanmi heil- brigðismála Reykjavikurborg- ar, að ekki þarf hann að nefna hana í sömu andrá og hina spítalana tvo. Saga St. JósefsspítaJa er fá- um kunn. Ailir Reykvikingar vita, að á Landakotshæð stend- ur stór spítaii. Hann rúmar nú u. þ. b. 190 sjúklinga. Elztu menn muna ekki leragra en að þar hafi verið sjúkrahús og ölil- um finnst það sjálfsagt. En hef ir nokkur lieitt huga að þvi hvort það sé svo sjálfsagt? Kannski er ekki úr vegi að rifja upp í örfáum orðum sögu þessa spítaia, sem er eirastæð í íslenzkum heilbrigðismálum og þó víðar veeri leitað. Það er saga af nokkrum sjálfboðalið- um, sem hafa notað alla starfs- orku sína og þekkiragu til þess að Islendingar gætu fengið við- hlítandi spítalaþjónustu. Hefði þeirra ekki notið við, væru spítalamál landsins i öngþveiti og hefðu verið það í sjö ára- tugi. Launin, sem hafa komið fyrir þetta starf, eru nauð- þurftir, stundum stirfni yfir- valda, stunduim svikin loforð. 1901 lá fyrir Alþingi frum- varp um 24 rúma landsspítala og átti hamn að kosta 118 þús. krónur eða nærri 5000 krónur á rúm. Hafði staðið í lands- stjóminni í hálfa öld að koma upp spítala. Bauðst þá systra- regla heilags Jósefs til þess að byggja spítala, eftir kröfum kennara Læknaskólans, ekki minni en 35 rúm og gæti farið þar fram kennsla læknaniema. Jafnframt fóru systumar þess á lieit að fá 60.000,00 króna lán með 6% vöxtum, sem greiddist upp á 28 árum og 3.000,00 krónia styrk á ári til rekstrar spítalans. Þessu var vel tekið og f járhagsnefnd Alþingis mæiti með lánsbeiðninni og var örlát- ari á styrkiran, sem hún mælti með að yrði 4.000,00 krónur á ári. En Al'þingi sló tvær fliugur í einu höggi, felldi landsspítala- frumvarpið og synjaði láns- beiðni og styrk. Systumar byggðu samt. Þær byrjuðu á byggingunni í april 1902 og í október sama ár, stóð fullgerð- ur 40 rúma spítali á Landa- kotsihæð og hafði hann kostað 80.000,00 króraur eða % af því, sem lamdsspítali átti þá að Bjarni Jónsson. kosta fyrir hvert rúm. Var þetta eini kennsluspitali iamds- imis í 28 ár. Síðan hefir smám saman verið aukið við spital- arnn, 1933—1935 var vesturálm- an byggð og 1956 var byrjað á austurálmu spítalans, en það er sú bygging, sem borgar- iæknir víkur að. Timburhúsið, sem reist var 1902 og var þá fullframbæri- legl, eins og Íesa má í blöðum frá þeim tima, var, þegar hér var komið, orðið algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúkldnga og lœkna, auk eldhættunnar, sem lá eiras og mara á stjórn spitalans. En spítaliamálum var þann veg háttað, að óhugsan- legt var að leggja spítaiann niður. Var þá horfið að því ráði að byggja yfir sjúkling- ana, sem voru til húsa í gamla spítalanium, og er það austur- álima spítalans nú, en ekki fjölgaði sjúkrarúmum spítal- ans við það. Ætlunin var að byggja álmu norður úr spítal- anum fyrir þjónustudeildir og hefði þá sjúkrarúmum fjöligað um 28, en þess var enginn kostur sökum fjárskorts. Má geta þess, að það sem systum- ar fengu af opimbeiru fé til byggingaframkvæmda voru 13.518.000,00 krónur samtals. Varla hefir það tafið mikið fyrir byggimgu hinna spital- anna tveggja. Lágu þessir pen- ingar þó ekiki á Lausu og þarf ég eikki sagnir annarra um það. Byggingarkostnaður Borgar- spítaia mun hafa verið hátt í 500 mililjónir og liklega tilsvar- andi við Landspítaia. Ég tók við yfirlæknisstörf- um í Landakoti 1959. Var þá löngu lokið öllum teiikndngum af auistuirálmu og byggingm komin vel á veg. Verður mér því hvorki kennt né þakkað neitt, sem þar var gert. Er þá ljóst, að ég hefi hvergi nærri spítalabyggingum kom- ið í þessum bæ. Hitt er rétt, • að ég hefi verið mieð í ráðum um nýtimgu inman húss. Hefir sumu þurft að breyta, en aðal- tega að þrengja að sér, því þrátt fyrir aðrar spítaiabygg- ingar, hefir verið fuli þörf fyrir Laindakotsspítala og starf- semin aukizt þar á ýmsan veg, og er nú svo komið, að húsrúm spítalams er gjömýtt. Má gefca þess, að við endurskipulagn- ingu Röntgen-deildar spítalans á síðasta ári, varð að taka undir hana sjúkrastofu og var það ekki gert með léttu geði, eiras og raú er háttað spítalia- málum. Röntgen-þjónusita I bæmurn er ófuMraægjandi, þrátt fyrir stóra og nýlega Röntgen- deild Borgarspítala, sem ekJká hefir anr 1 þörfum borgarbúa eins og vonir stóðu til. Kemur það niður á rjúklimgum utan spítala, sem bíða eftir skoðum. Sömu þremgsilin eru á raran- sóknastofum Lamdakotsispítada. Má segja, að þar sitji hver á öðrum. Kvarta meimatækmar sárian og vitna til rraeira hús- rýmis í hinum spítöliumum. Skiiist mér þó á borgariækni, að þar sé lika þröngt setinn 1 ' ‘urinn. Borgariæknir segir: „Nú er erfitt að leiða getum að þvi, hversu mifcil þörfin er raun- veruliega fyrir liaraglegiurúm hér í borg. Nákvæm kannun yrði hér ssorn amnars staðar mjög tímafrek og erfið.“ Þetta kann að vera rétt, en eins og raú er ástatt vitum vér, að lamglegu- rúm vantar fyrir þá sjúklinga þeirrar tegundar, sem nú liggja í spítölum borgariranar — framt að tveimur huradruðum. Er efcki rétt að byggja strax yfir þá og sjá svo hvað vantax? Borgariaaknir teLur að oft sé erfitt að draga mörk miMl gamalmenma og langlegusj úkl- inga og ér það rétt. Haran mefnir tölur um rúmaþörf fyrir þessa sjúklimga á Norðuriönd- um og hve mörg rúm Rey'kvík- ingar hafi til ráðstöfunar í þessu skymi. Er ljóst af þeim tölum, að Reykvíkingar hafa mun flieiri rúm til ráðstöfunar en a. m. k. Damir, Finnar og Svíar og ætti þá, eftir mati þessara þjóða, mörg af þessum rúmum að stamda auð. En það gegnir öðru máli hér og leyfi ég mér að tilfæra orð borgar- læknis: „Vist er um það, að mikil þörf er fyrir flieiri hjúkr- unar- og endunhæfingarrúm e<n nú eru til ráðstöfunar hér í borg. Þörfin lýsir sér einna bezt í stöðuigum og oft örvænt- imgarfulilium beiðnum aðstand- enda sjúkiinga í heimahúsum." Ber þá ekki á milld hjá oikkur borgarlækni um þörfina fyrir hj úkrunarspítala. Af því, sem nú var sagt, er auðséð að óvariegt er fyrir oss að ieita til annarra þjóða um það hve mörg langlegurúm vér þurfum, þjóða, sem búa við önnur skilyrði, þó skyldar séu og rennir það stoðuim undir ummæli min i fyrri grein. Að lokum: 1. Nú eru á biðlistum spítal- anna mörg hundruð manns, á Landakotsspítala eiraum, nofckuð á fimmta hundrað. Það þarf þá ekki frekari rannsókna við, að spítala- sfcortur er í borginni. 2. 1 spítöLumum þremur liggja nú Langt á annað hundrað manns, sem eins vei mætti vista í hjúkrunarspítölium og er þá ekki þör. rann- sókna á þvi, að oss vantar hjúkrunardeildir. 3. Væru hjúkrunardeildir byggðar fyrir þetta fóllk, myndu losna þau sjúkrarúm í spítölunum. Væri þá fljótt að saxast á biðlistana og hægt að gera sjúku fólfci í landimu þau skil, sem Al- mannatryggingar gera ráð fyrir. Ég sé því ekki, að „forsendur skorti" fyrir um- mæLum i greinum minuim tveimur. Þar stendur aMit óhaggað. Ég ber þá von í brjósti, að yfirvöld rlkis og borgar — þjónar þjóðarinnar — bregði við hart og drengilega og byggi hjúkrunardei'ldir svo hægt sé að simna „örvæntingarfuUuim beiðnum aðstandenda sjúklinga í heimahúsum". Reykjavík 9. mai 1973

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.