Morgunblaðið - 12.05.1973, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAl 1973
23
Þj óðleikhúsiö:
Lausnargj aldið
Viðfang'sefni Lausnargjaldsins
er nútíminn, andstæðumair á
milli kynslóðanna: annars vegar
er fuliorðinn fjölbragðaglímu-
kappi, nú sennilega velstæður
kauðsýslumaður. Hann er harð-
ur og ákveðinn, viðhorf hans
eru mótuð af erfiðri lífsbaráttu
miHistriðsáranna og glímunni.
Þar að auki hefur hann aðals-
Itiannslegt fyrirlitningarviðhorf
til sumra samborgara sinna,
einkanlega ef þeir búa ekki í fin
um gömlum einbýlishúsum eins
og hann sjálfur. Valur Gíslason
leiikur þennan mann og gerir
það vel, enda er Valgarð lif-
magnaðasta persóna verksins.
Konu hans Gró, milda og geð-
Ijúfa en sennilega töluvert upp
gefna á hörku manms síns leik-
ur Guðbjörg Þorbjarnardóttir
ágætlega.
Andspænis fína gamla einbýl
ishúsinu, en það heitir Ásgarð-
ur og umhverfis það eru Ás-
grindur, er risið mikið háhýsi,
sem heitir Jötunheimar — skilji
þeir sem skilja vilja! Þeir í Ása
trúarfélaginu hljóta að fagna
mjög starfi leiikhúsanna þessa
dagana, það verður ekki amnað
sagt en að „menningararfleifð
heiðins siðar“ sé lifandi með
Höfundur: Agnar Þórðarson
Leikstjóri: Benedikt Árnason
Leikmynd: Gunnar Bjarnason
Tónar: Sigurður Rúnar Jónsson
Sigurður Skúlason og Þórhallur Sigurðsson.
Bryndis Pétursdóttir og Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
þjóðinni!
Fyrsti fulltrúi Jötunheima
innan Ásgrinda er saumakona,
sem komin er til að breyta göml
um kjól frúarinnar, Jötunheima
saumakonuna Völu leikur Bryn
dís Pétursdóttir og tekst
ágætlega að bregða upp mynd
viðkvæmrar málglaðrar konu.
Það þarf að breyta kjólnum því
frúin er að spara fyrir lausnar-
gjaldi fyrir son sinn, sem hún
álítur að skæruliðar hafi tekið
höndum, en sonurinn, sá heitir
eða hét Baldur, dvaldi síðast í
Amsterdam, paradís hippanna í
Evrópu og stundaði þar víst að-
allega fíknilyfjaneyzlu og ann-
að fýsilegt til frelsunar mann-
kyninu. Senniiega hefur hanm
verið hátt uppi og haldið að
hann gæti gengið á vatninu og
drukknað við það blessaður.
Baldur á yngri bróður, Grím,
sem Sigurður Skúlason leikur
eða reynir að leika því það er
lítið um heilar línur í persón-
unni í verkinu og hvað þá í
túlikuninni, persónan fær ekkert
líf. En saumakonan á dóttur,
sem heitir Unna og Rósa Ing
ólfsdóttir leikur laglega. Sú ku
vem eitthvað bækluð, manni
skilst helzt lömuð eða einhvern
veginn hölt en svo er hún bara
með staurfót þegar hún kemur
inn á sviðið. Hún á að vera
mjög hortugur unglingur, frek
og kjaftfor, sem ekki er sérlega
sannfærandi i túlkun leikkon-
umnar. Þegar hún mætir augna-
ráði Grims er eins og falli á
hana fjötur og gengur hún með
honum til herbergis hans og þar
kiknar hún í hnjáliðunum í bók
staflegri merkingu, þvi eftir
fund þeirra er hún ekki lengur
Húsnæði
ú Selfossi
Vil leigja 2 til 3 herbergi og
eldhús i sumar. Uppl. í sírma
99-1262 eftir kl. 17.
Bútneigendur
Óska eftir bát á leigu tii humar-
veiða. Aðeins góður bátur með
góðri vél og útbúnað kemur til
greina. Tilboð með nauðsynleg-
um upplýsingum sendist Morg-
unblaðinu, merkt Humar 8021.
með staurfót. Af þessu sést að
Grimur býr yfir duldum krafti
enda dvelur hann gjarnan úti
um nætur og gjarnan í eða við
kletta, sem á hvilir forn helgi
og segir hann þar vera blótstein
þar sem Óðni hafi verið blótað
mönnurn.
Annar gestur úr Jötunheimum
er kvaddur tii leiks, sá heitir
Logi og er þeldökkur og munað
arlaus, hann er leikinn af Þór
halli Sigurðssyni, sem gerir
sem hann getur. Logi og Grím-
ur og Unna verða vinir og
ástunda nú öll sambandstilraun
ir við hinar duldu vættir og er
þar viða leitað fanga og nægir
ekki Ásgarður enn forni einn,
þvi þegar Grími er talin trú um
að slys hafi orðið við kuklið þá
er það Kalí úr Hindúasið,
gyðja tortímingarinnar, sem
hann ákallar.
Skal hér ekki rakin atburða-
rás leiksins nánar utan þess að
lausnargjaldið greiðist með
mannblóti á hinum forna stað
og hinn þeldökki Logi verður
að Baldri í augum Gró.
Unglingarnir segjast vinna sig
ur í lokin, en sá sigur er mjög
óskýr og lítt sannfærandi sem
leikritið allt.
1 einu atriði koma fram tveir
reiðir feður, Lárus Imgólfsson
og Valdimar Helgason, atriðið er
ver skrifað en reyndum leikrita-
höfundi sæmir og verða leikar-
arnir þvi ekki sakaðir um vand
ræðin. Erlingur Gíslason leikur
hins vegar blaðamann, Fáfni, í
miklu betur skrifuðu atriði og
tekst það vel.
Þetta verk verkar ekki, lif-
ir ekki, sennilega vegna þess að
það er of pappírskennt, of mik-
il eftirskrift sbr. öll hin aug-
ljósu tákn, of fjarlægt llfi og
lifaðri reynslu.
Leikmynd Gunnars Bjarna-
sonar er mjög snjöll, rís hærra
en leikritið og tónar Sigurð-
ar Rúnars Jónssonar eru einn-
ig mjög áheyrilegir, leiða inn í
heim átaka, sem ekki verður svo
úr. Báðir hefðu átt skilið betri
forsendu fyrir verki sín-u.
Þorvarður Helgason.
ítalskar gólfklukkur
.4
-sí
VORUM AÐ FA ÞESSAR GLÆSILEGU
GÓLFKLUKKUR MEÐ KORTERS-
SLAGI (WESTMINSTERSLAG) 0G
VERÐA ÞÆR TIL SÝNIS í GLUGGA
VERZLUNARINNAR.
KOMIÐ OG SJÁIÐ HINAR 60 GERÐIR
SEM HÆGT ER AÐ ÚTVEGA MEÐ
STUTTUM FYRIRVARA I LIT-
SKREYTTUM MYNDABÆKLING.
*
Ur og klukkur
Laugavegi 3
Sími 13540
Valdimar Ingimarsson, úrsmiður.
Óskar Kjartansson, gullsmiður.