Morgunblaðið - 12.05.1973, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.05.1973, Qupperneq 28
28 MORGUNöBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1973 Eliszabet Ferrars: Sarnferás í Jauíknn og sagði: — Nei, Rakel, ég fékk þessa hugmynd mina of seint. )Það var þegar orðið. Telpan hún Bernice. . . Hann sá skelfingarsvip fær- ast yfir andlitið á Rakel, þegar hann þagnaði, og honum varð ljóst, að með svipbrigðum sín- um hefði hann líklega þegar sagt Rakel allt, sem hann ætl- aði að segja. — 1 runna, hélt hann áfram. — Dauð. Liklega kyrkt. Lögregl an er komin á staðinn, og Creed kemur líklega hingað bráðum. Rakel glennti upp augun, en hún sagði ekki neitt, og þvi varð Paul feginn. Hann greip aftur höndunum fyrir andlitið. Eftir stutta þögn stóð hún upp aftur og sagði með fram- andlegri rödd: — Ég ætla að hita okkur tesopa. Svo opnaði hún dyrnar og lokaði þeim á eftir sér. Paul sat kyrr andartak, en svo stóð hann upp og tók að stika fram og aftur um gólfið. Hann sá fyrir sér höfuðhreyf- ingar allra mannanna á stígn- um, þegar þessari fáránlegu ásökun hafði verið hreytt í hann, en nú fannst honum öll andlitin véra sviplaus. Þau höfðu hvorki svip né persónu- leika til að bera. Þau voru orð- in að einhverjum sviplausum leirklessum, sem aldrei yrði unnt að rökræða við. — Þetta er hræðilegt, sagði Paul upphátt. — Þetta er hlægi legt. Enginn gæti trúað. . . Nei, vitanlega ekki. Enginn gæti hugsanlega imyndað sér, að . . . En þessi sviplausu, ógnandi andlit litu við, rétt eins og til að elta hann fram og aftur um gólfið. Til þess að hafa eitthvað ann að að hugsa um, greip Paul krotuðu örkina, sem Rakel hafði skilið eftir á borðinu við arininn, og las: „Kæri Fergu- son læknir! Væri yður mögu- legt að leyfa mér að tala við yður einhvem tima í næstu viku. Ég hef verið að hugleiða, hvort það væri mögulegt, að . .“ Hanin þurfti ekki að lesa lengra. Hann gerði sér sam- stundis ljóst, að Rakel hafði verið að reyna að gera uppkast að bréfi til að sækja um gömlu stöðuna sína aftur. Hann lagði frá sér örkina og var aftur far- inn að ganga um gólf og reyndi að herða sig upp í að bjóða þessum sviplausu andlit- um byrginn og þeim ugg, sem stafaði frá þessu bréfi — en þá kom Rakel inn með tebakkann. Hún tautaði um leið og hún settist niður: — Þessi stormur . . . hvað ég hata hanm. Þá er frostið skárra. Að minnsta kosti er það kyrrlátara. Hitt nefndi hún ekki, að í hvert sinm sem vindurinn hvein í reykháfnum, heyrði hún Bem ice æpa úti á stignum, og húin hafði verið að hugsa um fyrir- boða og dauða, en án þess þó að hafast að. Kannski var erfiitt að vita, hvemig snúast átti við fyr irboðum, en henni faninst samt, að manneskja með meira ímynd- unarafl hefði eitthvað getað tek ið til bragðs. En hún hafði bara, rétt eins og ekkert væri, farið yfir í húsið með inniskó Jane og hlustað á ruglið í henni um, að Margot Dalziel hefði far ið á fylliri i einrúmi og brotið allt og bramlað, og svo horfið með einhverjum ímynduðum elskhuga, meðan verið var að fremja glæp á næstu grösum. Þannig sátu Paul og Rakel, niðursokkin í hugsanir sínar, og bæði urðu fegin, þegar bjöll- unni var hringt og frú Godfrey kom inn. Hún sagðist hafa ver ið i þorpsbúðinni og frétt um morðið, en þar snapaði hún jafn an upp fréttdr. — Ef ég bara gæti eiignazt kæliskáp, þá veit ég ekki, hvað ég kynni að gera, sagði hún, um leið og hún settist niður og þáði með þökkum að fá tebolla. — Þá þyrfti ég ekki að fara í búð nema einu sinni eða tvisvar í viku í staðinn fyrir daglega. — Þá rnundi ég ekki þurfa að vita um allt sem gerist. En þama voru allir að tala um þetta rétt eins og þeir hefðu átt von á þessum hryllilegu tíðindum. Það sagði, fóikið, að eitthvað svipað þessu hefði hlotið að koma fyr- ir telpugarminn, fyrr eða seinna jafn vanrækt og húm var. Það býst við, að þetta hafi verið kynferðisglæpur, vitanlega. — Það er alis ekki víst — síður en svo, sagði Paul. Rödd- in var reiðiieg og andmæiandi og hann var farið að hita í and- litið. Hann velti því fyrir sér, hvað frú Godfrey hefði frétt í búðinni. Og hvað fólk væri far- ið að segja um þetta í þorpinu. En hann huggaðást nokkuð í þýáingu Páls Skúlasonar. við rólega en einbeitta rödd hennar. — Það er svo sorglegt með þessa fjöiskyldu. Ég man eftir Nel'l Applin, þegar hún var ung stúlka. Einhver laglegasta stúlka, sem maður sá — svona rjóð og svarthærð eims og Tat- ari. Hún var nú aldrei sérlega greind, en hún var geðgóð og vel uppalin stúlka, og fór í kirkju á hverjum sunnudegi, með fallegan stráhatt með blóm um á og með hreina hanzka. Hún hefði getað náð í hvaða ungan mann í þorpinu sem var, þar með talinn Jim Gower, jafn vel eftir að Applin skepnan barnaði hana. En Burtfólikið var afskaplega siðsamt og gifti hana Applin í einum grænum hvelli á þeirri forsendu, að hann gæti fengið eitthvað að gera í Fall- ford, þar sem hann var talinn hafa einhvers konar atvinnu. Og þangað fóru þau, en svo voru þau bara komin aftur, áð- ur en árið var liðið, og settust að í þessum skúr, þar sem þau hafa verið siðan, og Applin aBt af atvinnulaus annað veifið, og svo hafa þau hlaðið niður ómegð. Og veslings Nell varð eins og raun ber vitni. Frú God frey saup aftur á bollaniun. — Ef það var ekki kynferðisglæp- ur, þá veit ég ekki, hvað það var. — Kannski þetta standi í ein- hverju sambandi við það, sem kom fyrir ungfrú Dalziel, sagði Paul. — Bemice var alltaf að sniglast í kringum húsið henn- ar. — Já, það hús hlýtur að hafa verið hræðileg freisting fyrir krakkana svona mannlaust iengst af. Og ég man eftir, að fyrst þegar ungfrú Dalziel kom þangað, þá heldur hændi hún að sér krakkana en hiltt. Hún Seljum í dag TAUNUS 20 M X.L. hardtop árg. 1969, ekinn 46 þús. km. SKODA guli pardus 1972, ekinn 12 þús. km. DATSUN 1200 Coupe 1971, ekinn 46 þús. km. VAUXHALL VIVA árg. 1971, ekinn 22. þús. km. CHRYSLER 180 1971, ekinn 22 þús. km. CITROEN special 1972, ekinn 18 þús. km. CITROEN Amy 8 station 1971, ekinn 22 þús. km. VOLKSWAGEN VARIANT árg. 1966. SKODA 1000 árg. 1969. TOYOTA CORONA árg. 1968. FIAT 1100 station árg. 1967. RAMBLER CLASSIC árg. 1963. Til söfu og sem ný Benz diesel vél 94 ha. OPIÐ ALLA HELGINA. Notið tækifærið og fáið yður góðan bíl fyrir sumarleyfið. Lækjargötu 32, simi 52266. BlLASALAN HAFNARFIRÐI H.F., Einbýlishús innan Hringbrautar eða í næsta nágrenni óskast til kaups. Gott timburhús kemur mjög til greina. Hugsanleg skipti á 180 ferm. íbúð í tvíbýlishúsi í Hlíðunum. Þeir sem hafa áhuga á að kanna málið eru beðnir að senda tilboð um slíkt til afgreiðslu blaðsins eigi síðar en næsta fimmtudag merkt: „Timburhús i mið- bænum — 8335". velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Takið magnarann úr sambandi „Einn hálíærður“ skrifar: „í þættinum Spurt og svarað i Morgunblaðinu s.l. fimmtu- dag svarar þjóðleikhússtjóri fyrirspum varðandi bassa- drunur, sem berast upp i aðal- eal Þjóðleikhússiins og ættaðar eru úr Leikhúskjallaranum. Lætur hann þess þar getið, að þetta sé vandamál, sem ráða- menn hússins hafi lengi orðið að glíma við en án árangurs — og nú séu kannaðar enn nýj ar ráðstafanir. Nú get ég glatt þjóðleikhús- stjóra og aðra, sem vilja ótrufl aðir hlusta á það, sem er á boð stólum á sviði Þjóðleikhússins með því, að ég kann ráð við þessum ófögnuði. Og það sem nieira er, vandarm má leysa án þess að það kosti Þjóðleikhús- ið einn einasta eyri. Það þarf aðeins að kippa í snúru og taka magnara hljómsveitar Leikhúskjallarans úr sambandi Leikhúskjallarinn ' er ekki stærri en það, að tónlist hljóm sveitarinnar kemst vel til skila þar niðri án þess að not- aðir séu magnarar, sem upphaf lega eru sennilega ætlaðir þús und manna danssal. Gengi Leikhúskjallarinn þá á undan með góðu fordæmi fyrir önn- ur danshús þar sem yfirþyrm- andi hávaði er alla að æra." 0 Leikfimikennsla í sjónvarpi „Triinma" skrifar: „Kæri Velvakandi. Viltu koma því á framfæri í dálkum þínum, að mjög almenn ur áhugi er á því, að sjónvarp að verði leikfimikennslu. Sólaóir hjólbaróar til sölu ó ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð, Full óbyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Áhugi fólks á llkamsrækt hef- ur farið vaxandi undanfarið og þess vegna væri einmitt alveg upplagt að þetta ágæta sjón- varp værí notað í þágu þessa góða málefnis. Mig hálfmimnir að þessi ósk hafi komið fram einhvers stað ar áður, en það er kannski ekki von, að hlaupið sé til og allt gert, sem farið er firam á. Þess vegna mælist ég til þess að fleiri sem áhuga hafi á þessu máli láti til sína heyra. „Trimma“.“ 0 Fýla út í gatna- viðgerðir Maður nokkur hafði samband við Velvakanda. Hanm hafði ek- ið í leigubíl nýlega og hafði þá bifreiðarstjórinn varla verið mömmium sinmandi af illsku og taugaveiklun vegna gafmaviO- gerða i borginrtí. — Hafði hann tvinnað saman blóts- yrðutn i hvert sinn, sem hann þurfti að taka á sig krók vegna þessara fram- kvæmda. Vinur vor var mjög hneykslaður á þessari afstöðu bifreiðarstjórans og viil minna þá, sem eru líkt simmaðir á það, að þessar framkvæmdir eru í þágu borgarbúa og þakk- arvert sé hversu vel er staðið að þessnm nauðsynliegu við- gerðum. Djúpmenn! Kaffi verður á morgun sunnudag frá kl. 3 — 5.30 í Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg. Mætið öll Skemmtinefndin. Flugvirkjafélag íslonds Flugvélstjórar! Fundur verður haldinn að Brautar- holti 6 í dag laugardaginn 12. maí kl. 2 e.h. Fundarefni: Samningarnir. Stjómin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.