Morgunblaðið - 22.05.1973, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1973
Hernaðarofbeldi Breta
Brezk blöð
um flotaverndina
Sýnisliom af því hvernig brezk blöð slógu því upp á forsíðum sínum, að flotavernd hefði feng:-
izt fyrir togara Hennar hátignar.
„Erfið ákvörðun, en
rétt“ segir Wilson
Getur orðið til að afla íslendingum samúðar segir Glasgow Herald
BREZK blöð gera sér mikinn mat
úr nýjustu atburðum í landheig
ismálinu nú um helgina og siá
fréttinni um flotaverndina dug-
iegra upp á forsíðum sínum, eins
ogr sjá má af meðfylgrjandi mynd.
Þó nokkur blöð birtu leiðara um
málið ogr í Liverpool Daiiy Post
segir undir fyrirsögrninni „Hin
rétta ákvörðun“ að víst hafi hún
verið erfið, en hún hafi verið
rétt. Sé þetta niðurstaða Har-
alds Wilson, leiðtoga stjórnar-
andstöðunnar sem hafi ennfrem
ur látið í ljós þá skoðun, að
sijórnin hafi sýnt dæmalausa
þolinmæði. Vissulegra hafi stjórn
in vonað í lengstu lög að ekki
þyrfti að senda brezk herskip á
vettvang. Ólögmætar séu vissu-
Iega aðgerðir íslendinga, en þó
sé ekki vafi á þvi, hvert samúðin
myndi beinast ef alvarieg átök
yrðu. Þá myndu Bretar enn einu
sinni ásakaðir fyrir ranga aðferð
fyrir að gerá hið rétta, eins og
gerzt hafi á Norður-írlandi.
Blaðið minnir á að togaramenn
hafi neitað að fiska nema þeir
fengju flotavemd og hafi stjóm
in aðeiins átt tveggja kosta völ:
að viðurkenna að ísland hefði
sigrað, ekki vegina þess hve hiið
ísiendinga væri sterk, siðferðd-
tega séð heldur vegna stöðugrar
áreitni, eða að láta togarana fá
umbeðna vernd. Margt bendi til
þess sdðamefnda. Nú hafi það
hins vegar gerzt eftir sífelldar
aðvaranir Sir Alec og Joseph
Godber, og þvi kunni nú svo
að fara að íslendingar samþykki
að þeir verði að gera einhverjar
tilslakanir ellegar horfast í augu
við langvinna og hættuiega bar-
áttu á hafi úti.
í blaðinu Glasgow Herald seg
ir í forystugrein, sem nefnd er
„Blotavernd“ m.a.: Ekki er unnt
að taka með léttu geði þeirri á
kvörðun ríkisstjómarinnar að
senda freigátur til að vernda tog
ara sem veiðar stunda innan
hinna umdeiidu 50 milna marka.
íslendingar hljóta að mótmæla
þvi sem þeir munu kalia harðlíinu
stefnu Breta gegn smáþjóð, sem
byggir afkomu sína á fiskveiðum
og hin sálgreimda túlkun þessara
aðstæðna þeirra getur þvi miður
orðið til að afla þeim samúðar
meðal þeirra þjóða, sem eru
reiðubúnar að horfa framhjá því,
hversu veikur málstaður Islend-
inga er. Frá þvi „þorskastriðið"
hófst í september sl. hefur is-
lenzka rikisstjómin af ráðnum
hug hundsað ýmsan sannleika,
sem verður til þess eins að grafa
umdan afstöðu þeirra.
Blaðið vill að sjálfsögðu skella
ailri skuidinni á íslendinga og á-
telur íslendinga fyrir að ætla
sér að meina Bretum að veiða á
þeim svæðum, sem þeir hafi fom
an rétt til. Blaðið vitnar einnig
til úrskurðar Alþjóðadómstóls-
ins í Haag, sem telji sig hafa lög
sögu í máldnu. Segir það að Is-
land mundi standa mun sterkar
að vígi — sem smáþjóð, sem
sætti kúgun stórveldis — ef ís-
tenzka ríkisstjómin hefði ekki
tekið lögin í sínar eigin hendur
og látið íslenzka fallbyssubáta
hrekkja brezka togara á viðsjár
verðan hátt, svo að ekki sé ís-
lendimgum að þakka, að mann-
tjón hafi ekki hlotizt af. Blaðið
lýslr fögnuði með þolinmæði
brezku ríkisstjómarinnar, sem
hafí verið óhagganleg, þar til
ekki var annarra kosta völ.
1 Birmingham Post er forystu
greinin: Flotinn er kominn þang
að, og þar er tekið undir orð
hinna blaðanna, og margendur-
tekin þoiinmæði sú og dæmafátt
umburðarlyndi, sem Bretar hafi
sýnt í þessum erfiðu þrenging
um sínum. Bretar hafi verið ófús
ir að fara með herskip inn á þess
ar umdeildu 50 mílur, þar eð
þeir ættu á hættu að vera sakað
ir um yfirgang við smáríki. En
nú hafi brezkir togaramenn tek
ið af skarið með því að fara af
miðunutm, og með þvi sýnt að að-
staða þeiirra, svo varnarlausra,
var óþolandi. Því sé nærvera frei
gátanna í senn óhjákvæmiteg og
rétt. Þetta þurfi ekki að þróast
í vopniuð átök, nema því aðeins
að ísienzku varðskipsstjórarnir
verði svo ábyrgðarlausir að
hefja slík átök. Nærvera brezka
flotans sé aðeins viðvörun til
stjómarinnar i Reykjavík, um
að brezkir togarar geti ekki lið
ið þessa stöðugu áreitni og þeir
séu hindraðir í löglegum aðgerð
um — i allra augum nema Islend
inganna.
Fordæmanlegar aðgerðir
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Kristjáns Ragnarssonar,
formanns Landssambands ísl. út
vegsmanna og .lóns Signrðsson-
ar formanns Sjómannasambands
ins og bað þá um að segja álit
sitt á síðustu aðgerðum Breta í
íslenzkri landhelgi. Unimæli
þeirra fara hér á eftir:
Mikil \í.onbrigði
Kristján Ragnarsson, formað-
ur LÍÚ, sagði:
„Þessi ákvörðun veldur mér
miklum vonbrigðum, því að ég
hélt, að samTiingaumileitanir
væru komnar á lokastig. Eins og
slfýrt hefur verið frá hafa ísleinzk
stjórravöld boðið Bretum að
veiða 117 þúsund testir á ári í
næstu 2 ár, það er 60 tid 70%
af þeirra afla á Isiaoidsmiðum
undanfarin ár. Auk þessa áttu
þeir að hlita takmarkaðri svæða-
skiptingu.
Þetta tilboð er svo hagstætt
Bretum, að það hvarflaði ekki að
mér, að þeir létu koma til vald
beitiragar. AWar líkur benda til
þess, að möguleikar þeirra til
veiða imdir herskipavernd séu
takmarkaðri en tilboð okkar gef
ur þeim. Ég tel því útilokað að
Kristján Ragnarsson
setzt verði að samniragaborði á
ný í næstu framtíð.
Við Verðum að halda áfram
okkar takmörkuðu aðgerðum á
miðunum og biða þess, að Bret
um verði ljóst, að þeir eru að
tapa þes®ari deiliu. Eraginn skip-
stjóri getur tii lengdar fiskað v!ð
þessar aðstæður.“
Svörum
fullum hálsi
Jón Sigurðsson, formaður Sjó
mannasambandsins, sagði:
„Þetta eru fordæmaralegar að-
gerðir. Ég held að við eiigum að
svara þeim fui'lum hálsi, eftir því
sem v'ð höíum getu til. Ég segi
fyrir mig, að ég er mjög ánægð-
ur með þá ákvörðun forsætisráð
herra að neita brezkum herflug
vélum um tendingaleyfi hér. Við
eigum að gera eitthvað meira í
þessum anda.
Mím skoðun er sú, að Bretar
tapi þessu máli því fyrr, ef þeir
giípa til fteiri aðgerða af þessu
Jón Sigurðsson
tagi. Ég hef þá trú, að við séum
raunverutega búnir að vinraa,
Bretarnir séu dæmdir til þess
að tapa þessu máli.“
Norskir
sjómenn
skilja
aðstöðu
okkar
Osló, 21. maí.
Einkaskeyti til Mbl. frá AP.
SAMTÖK norskra sjómanna
hvöttu í dag norsku rikis-
stjórnina tii að beita áhrif-
um sínum í höfuðborgum
Bretlands og íslands til að
koma í veg fyrir átök á ís-
landsmiðum. í yfirlýsingu
sjómannasamtakanna segir,
að þau skilji aðstöðu íslend-
inga, en samtökin líti svo á,
að leiða eigi slík ágreinings-
mál til iykta í alþjóðasamn-
ingum.