Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Uandvarnarádherrar Noregs og Danmerkur á NATO-fundi; Skora á Breta að kalla herskipin burt Einkaskeyti frá Carl Magnus Thomgren, fréttaritara Mbl. í Brússel, 7. júní. FUNDUB landvarnaráðherra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins hófst með því í morgun, finnntudag, að Jos- eph Luns, franikvæmdastjóri bandalagsins, sem er þar í forsæti, gat þess og harmaði að fulltrúi Islands væri þar ekki staddur — en á miðviku- dag hafði Tómas Á. Tómas- son, sendiherra íslands hjá aðalstöðvum NATO, tilkynnt framkvæmdastjóranum, að ríkisstjórn hans hefði ákveð- ið að taka ekki þátt í fund- inum á fimmtudag. Er þetta í fyrsta sinn sem íslendingar eiga ekki fulltrúa á þessum fundum. Jafnvel árið 1958, þegar kom til síðustu alvar- legu fiskveiðideilu við Breta, sendu íslendingar fulltrúa á fundi landvarnaráðherra NATO. Áður en dagskrá fundarins í morgun hófst, kvöddu sér hljóðs þrír ræðumenn, Iand- varnaráðherrar Noregs og Danmerkur, Johan Kleppe og Kjeld Olesen, og skoruðu á Breta að kalla herskip sín burt af Islandsmiðum, og Carrington, lóvarður, land- varnaráðherra Bretlands, er vísaði þeirri málaleitan á bug. Johan Kleppe ráöherra Nor- egs lagöi áherzlu á hve ástand iö í deilu Breta og Islend'nga væri orðið alvarlegt og benti á hve óheppiiegar afleiðingar deil a0i kynni að hafa va.rðandi örygg ismáliin og samstarf miilii aðildar- rikja NATO. Hann kvaðst skiija, eð erfitt væri að stíga fyrsta skreíið í deilu, þar sem báðir aðilar hefðu gemgið svo la.ngt — Framhald á bls. 12. Fiskveiðimál EBE: Danir hyggjast taka frumkvæðið PARÍS 7. júmí — NTB. Ivar Nörgárd, efnaliagsniálaráð- herra Danmerknr, sagði í París f dog, að Danir myndu taka Irmnkxa-ðið um að reyua að leysa fiskveiðivandarnálin á Norðiir-Atlantshafi. Hann tekur við forsæti ráðherranefndar Efnaha.gsb4MHSa.lags Evrópn 1. FramhaJd á bls. 12. — án skilyrða um eftirgjöf af íslands hálfu. — Fulltrúi Breta neitar. Joseph Luns styður afstöðu Norðmanna, sagði Varvik, utanríkis- ráðherra Noregs í norska Stórþinginu Frá fundi iandvarnaráðherra NATO í Brussel. Fremst á myndinni má sjá auðan stól Islands. Heath á fundi um fiskveiöi- deiluna London, 7. júní. AP. EDWARD Heath, forsætisráð herra Bretlands átti í dag 45 mínútna fund með ráðgjafa- neifnd stjórnarinnar um land- varnir og utanríkismál svo og Anthony Stodart, ráð- herra þeim, sem fjall- ar um sjávarútvegsmál í brezka landbúnaðarráðuneyt- inu. Ekki var upplýst hvað þar fór fram, að öðru leyti en því, að fnndurinn hefði verið haldinn vegna síðustu atburða á íslandsmiðum, þar sem Æg- ir hafi siglt á freigátuna Scyllu — en þannig er skýrt frá atburðinum af hálfu brezka flotans. Talsmaður utanrikisráðu neytisixis upplýsti, að semdi- ráðið breaka í Rv'íik hefði fyr- irskipanir uim að mótmæla slíikium atburðum ag yrði það gert. Talið er að sendiherra Breta á íslandi, John McKenz ie, fari til ísiands á morgun og haft fyrir satt, að Bretar séu nú ákveðmari en nokikru simni fyrr í því að hafa brezku freigáturnar áfram innan 50 milma fiskveiðimarkanna þar til islenzku varðslkipin hætti að áreita brezka togara. í>á lét Austen Laing, fram kvæmdastjóri brezka togara- sambandsins svo um mælt í dag, að ási.glingin í morgum hefði fyiigt i kjölfar fyrri ásigl inga á óvarða dráttarbáta og togara á síðustu mánuðum. „1 þetta simn varð Scylia fyrir árásinni. Við þökkum guði fyir ir að flotinn skuli hafa veríð þarna." „Drottinn fremur réttlæti - og veitir rétt öllum kúguðum“ Willy Brandt, kanslari V-Í*ýzkalands las 103 sálm Biblíunnar við minnismerki um Gyðinga, sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista Jerúsaiem, 7. júni. AP. • VVilly Brandt, kanslari V- býzkalands, kom til Israels i dag í fimm daga opinbera heimsókn. Er litið á hana sem tilraun hans til að sætta Fjóðverja og ísraela og binda enda á þann þátt í sam- skiptum þeirra, sem hófst með ofsóknum nasista á hendur Gyð- ingum fyrir og í heimsstyrjöld- inni síðari. • Golda Meir, forsætisráðherra ísraels, tók á móti kanslaranum á Loil-flugvelii en þaðan var far- ið með þyrlu til Jeriisalem þar sem hann lagði blómsveig að minnismerki — síloganili eidi — um þá Gyðinga, sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista. Þar las hann á þýzku úr 103. sáJmi Biblíunnar: „Lofa þú drottin, sála mín, sem fyrirgefur allar misgjörðir þinar . . . Drottinn fremur réttlæti og veitir réfct öll- um kúguðum ..." — og orð hans bergmáluðu i salnum, þar sem skráð eru á svarta steina nöfn fórnarlamba Hitlers. Hann stóð síðan grafkyrr og þöguU í hálfa minútu — við aðra hlið hans Gideon Hausner, sem sótti málið á hendur Adolf Eichmann á sínum tima, hins vegar Yitzhak Arad, fyrrum herforingi, einn þeirra, sem af komust í upp- reisninni í Varsjá. Úti fyrir stóðu um 200 ungmenni, er hrópuðu „Þýzku morðingjar“, en talsmað ur þeirra sagði, að þeim orðum væri ekki beint gegn Brandt persónulega heldur þjóð hans. • Þetta er í fyrsta sinn sem v- þýzkur ríkisleiðtogi heimsækir Israel. Geysilegar öi-yggisráðstafanir höfðu verið gerðar fyrir komu Brandts vegna hugsantegra mót mælaaðgerða því að margir hóp ar manna i Ísirael höfðu lagzt gegn heiimsókn hans á þeirrd for- sendu, að hin nasiistiska fortið V-Í>ýzkalands ætti ekki að faiíla í gleymsku, enda þótt þessiir að- iiar viðurkenndu baráttu Brandts sjáifs gegn nasismanuan. Aðeins tveir flokkar manna fóru þó fram á leyfi lögregl'u till að halda mótmæiafundi en fjöldamörg samtök Gyðinga höfðu lýst þvi yfir fyrirfram, að þau mundu eldtí standa fyrir neinum mót- mæJaaðgerðum. Blöð i Israel hafa yfiirleitt fagnað heimsókn Brandts. Þegar Willy Brandt steig út úr flugvél siinni á Lodiflugvelli, voru þar fyrir nokkrir tugir ungl inga, sem lögreglumenn héldu fjarri móttökuathöfniinni. Golda Meir, forsætísráðherra tók á móti Brandt, ásamt fleiri embættismönin'um og var sýni- lega hrærð, að sögn fréttamanna, þegar Brandt sagði í ávarpi sónu, að þjániingar þjóða þeirna og hörmungar yrðu aldrei þurrkað- ar burt úr vitund þeirra, en hann væri þess fullviss, að koma hans mundi bæta samskipti rikjanna og hanm gerði sér vonir um, að hún þjónaði máistað friðar i Mið- Austurlöndum. Golda Meir lofaði Brandt íyrir baráttu gegn nasiistum og sagði, að heimsókn hans yrði án nokk- uirs vafa tíl hins mesta gagns. Hún boðaði, að viðræður þeirra yrðu ýtarlegar og opinskáár. Frétbamenn töldu siig sjá, að Goldu Meir og öðrum Gyðing- um liði ekkd sérlega vel undir þýzka þjóðsöngnum, sem kunnur var undiir textamum: „Iteutsch- land, Deutschland iiber aIJes.“ Talið er, að 10% íbúa IsraeJs, um 300.000 fnanns hafi á einn eða annan hátt orðið fórnarlömb nasdsta á styrjaidarárunum auk þeirra sex milljóna sem þeir eru taddir hafa myrt. Frá L<xJ-flugveHi hélt Brandt Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.