Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNl 1973 SAI BAI N Eliszabet Ferrars: 1 Samfraráa i c laurianra — Roderiek hefur spurt hana seinna, hvernig þau hafi verið hingað komin. Og hún kann að hafa látið hjá líða að segja hon um, að systur hennar höfðu líka séð til hans. — Hún vissi ekkert um þetta, sagði Rakel. — Ég sagði henni af Bernice, en ég held ég hafi ekki minnzt neitt á hinar. — Hann drap hana, sagði Dal- ziel, — þegar hann kom úr inn- kaupaferðinni til þorpsins. Hann hlýtur að hafa komið fyrr en nokkurt okkar vissi af, og fundið hana, þar sem hún var að leika sér kringum bílinn minn á stignum. Creed reis á fætur. Hann minntist þess, að fyrir aðeins stundarkorni hafði honum dott- ið í hug, hve auðveldlega Neil Dalziel hefði getað myrt Bem- ice, eins og allt var í pottinn búið. Samt sem áður hafði hann haft á réttu að standa, hvað Ke vin Applin snerti. Frá fyrsta fari hafði hann haft augastað á honum sem morðingja. Þótt ekki hefði hann framið rétta morðið, en álit hans hafði verið rétt. Hann gat þekkt morðingja, ef hann sá hann. — Þetta er áhugaverð mynd, sem þér hafið dregið upp, hr. Hardwicke, sagði hann. Hún er vel þess virði að rannsaka hana nánar. Ég verð að ihuga hana vandlegá. Paul varð allt í eiinu ringlað- ur. Hann hafðd ætlað að segja eitthvað meim, en tónninn í Creed hafði einhvem veginn slegið hann út af laginu. En þetta kom að minnsta kosti ekk- ert við lausn morðgátunnar. Það var eitthvað viðvíkjandi Bern ice og æsku hennar — þessari hræðilegu æsku þeirra allira — Bemice, Kevins, Rodericks og Jane. Hann hafði ætiað að segja að þessi æska þeirra vaari þann- ig, að ekki væri hægt að vaxa upp úr henni, jafnvel þótt þau næðu fullorðins aldri, og að sök- isn á þessu gæti ekki verið þeirra — eða hvað? Hvernig var nokkru siinni hægt að fá svar við því, úr þvi að allur árangur af hinum ýmsu uppeldisaðferð- um væri jafn vafasamur og reynslan sannaði. En liklega hafði Creed engan áhuga á neinu slíku. Cower hafði staðið upp um leið og Creed. — Jæja, Kevin er að minnsta kosti búlnn að ganga frá sér til fulls, sagði hann með einkenniilegum sökn- uði í málrómnum. — Enginn vafi á þvi. Það er næstum eins og hann hafi valið sér styttri leið en hina að eyða ævinni í fangelsi. — Annars hefði það undir öll um kringumstæðum orðið hans ævi, sagði Creed. — Jæja, verra gæti það verið. Engin ábyrgð, engar áhyggjur, engir skattar. í þýáingu Páls Skúlasonar. En þessir asnalegu kviðdómar, sem nú gerast, hefðu sennilega sent hann frá sér, frjálsan eins og fugllnn fljúgandi, til þess að endurtaka þetta og lenda í snör unni. Það kæmi mér ekki á óvart. Ekkert kemur mér á óvart. Og þegar þeir gengu út saman, tautaði hann fyrir munni sér: — Guði sé lof, að maður á ekki nema tvö ár eftir. (Sögulok). Opnum verzlun okkar í endurbættum húsakynnum á nýjum stað í sama húsi Domus Medica milli Blómabúðar og Rafbúðar Egilsgötu 3 KL. 1 I DAG. ÝMSAR NÝJAR VÖRUR VERÐA A BOÐSTÓLNUM. Von okkar er að geta veitt hér eftir viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu sem við þegar höfum fengið orð fyrir að kappkosta. Verzlun okkar hefur fyrir löngu orðið þekkt fyrir vandaða vöru á sam- keppnishæfu verði og er ætlunin að halda þeirri stefnu framvegis. Heiðraða viðskiptavini okkar biðjum við að athuga að sérfræðileg viðtöl verða veitt á sama stað og áður en innan skamms flyzt sú þjónusta einnig á annan stað i húsinu. OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD Sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu. DOMUS MEDICA, EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Úðun garða Velvakanda hefur borizt harðort bréf frá manni, sem kallar sig „Vatnssullara". Inntak bréfsins er í stuttu máli það, að úðun garða sé hið mesta óráð, vegna þess að þann ig sé beinlínis verið að eitra fyr ir óvita, þ.e.a.s. börn og smá fugla. Bréfritari bendir á, að hægt sé að halda óæskilegum skor- kvikindum í skefjum með þvi að sprauta venjulegu vatni úr venj ulegri garðslömgu á tré og runna. Auðvitað sé slík með- ferð ekki eims fljótvirk og þægileg fyrir garðeigandann og eiturúðun, en meira virði sé að lifa í sátt og samlyndi við nátt- úruna og sjálfan sig. 0 Gluggað í sálarlíf „Húsmóðir" skrifar: „íslemdingar munu seint gleyma síðasta uppstigningar- degi og ber margt til. Hér báru saman ráð sin tveir forystu- menn þeirra þjóða, sem báðar hafa unnið þjóða mest að freisi og mannréttindum í heimiinum. Veðurguðimir virtust láta þá velþóknunaraugum. Reykvík- ingar sáu svo með sínum auig- um gönigu, sem farin var til þess að sýna þessurn mönnum fjandskap. Gongan var allfjöl- menn, en þegar betur var að gáð voru þar margir, sem von- andi er að hefðu ekki látið sjá sig þar, nema vegma þess að sennilega hafa þeir ekki gert sér grein fyrír tilganginum með þessari spásséringu. Ég segi fyrir mig, að ég er ekki sá mannforaktari að óska þess, að saklaus börn, sem sumt af fólkinu bar á baki sér eða i fanginu, verði svo blind þegar þau eru komin á kosningaaldur, að þau kjósi yfir sig kommúnisma — heldur ekki þau, sem gátu geng ið sjálf. Þetta fólk æpti og heimtaði úrsögn úr NATO. Það sagði aftur á móti ekki neitt þegar Rússar létu bandalags- þjóðir Varsjárbandalagsins ráð ast inn í Tékkóslóvakíu. Hver var svo glæpur Tékkóslóvakíu gagnvart Varsjárbandalaginu? Þeir voru bara að aflétta svolít ið kommúnískri kúgun í land- inu, svona eins og aðrar þjóðir skipta stundum um stjórn þeg- ar kosið er í löndum þeirra. Hvað skyldi hafa sungið í þessu gömgufólki, ef NATO-rik in með Bandaríkin í broddi fylkingar, hefðu meinað núver- andi stjóm að taka við eftir síð- ustu kosntogar, af því að þeir vissu fyrirfram, að tveir ráð- herramna voru á móti þeiim? Þessa spunningu ættu fyrirliðar margnefndrar göngu að leggja fyrir sjálfa sig. Það er nefnilega meiri mun- ur á þessum tveimur hernaðar- bandalögum em þessir svoköll- uðu meniningarvitar hér á landi vilja vera láta. Húsmóðir." I f vegna flutnings verzlunar okkar veröur útsala á ýmsum góðum vörum á eldri staðnum miðvikudaginn 13/6 með miklum afslætti. Útsölur okkar eru alltaf vinsælar vegna þess, að um góðar vörur er að ræða, að þessu sinni verða á útsölunni vestur-þýzkir kven- skór m. a. frá Hassia og fleiri vandaðar gerðir af karlmanna- og drengjaskóm. Notið fágætt tækifæri strax í byrjun. Sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu. DOMUS MEDICA, EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.