Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 14
14 MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1973 TÍZKUSKÓR Í HVÍTAS UNNUFERÐALACIÐ Leðurskór með hrágúmmísólum — randsaumaðir í 4 litum. Brúnt, hvítt, blátt eða gult. Stærðir nr. 36—42 — Verð kr. 2.285,— Teg. 2203 Leðurstígvél með hrágúmmísólum — randsaumuð. Litur: Brúnt. Stærðir: nr. 36—41 — Verð kr. 2.985,— 42 — 46 kr. 2.280,- Teg. 1253 Rúskinnsstígvél með hrágúmmísólum — randsaumuð. Litir: Rautt nr. 34—41 kr. 2.280,— Litir: Millibrúnt eða Ijósbrúnt. Stærðir nr. 34—41 kr. 2.280,— 42—46 kr. 2.380,— PÓSTSENDUM Skóv. Þóröar Péturssonar Kirkjustrœti 8 við Austurvöll — Sími 14181 Ályktun Mbl. liefur borizt eftirfar- andi: Fundur í Tý, félagi ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi haldiinn 23. maí 1973, fordæmir harðlega fólskulega árás brezka hersins á íslenzkt yfir- ráðasvæði. Fundurinn telur að rétt sé að grípa til eftirtaldra aðgerða. 1. Þar sem hér er um brot á Atlantshafssáttmálanum að ræða, verði Bretar kærðir fyrir bandalaginu og látið reyna á hvort bandalagið stendur við skuldbindingar sínar við Islemd inga. Til greina kemur að veita bandalaginu tiltekinn frest til þess að sjá svo um að brezki flotinn hverfi tafarlaust ella endurskoði Island afstöðu sína tll Nato. 2. Athugað verði hvort ekki sé rétt að kæra Breta fyrir Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. 3. Islenzk stjórnvöld krefjist þess að vamarliðið á Keflavík- UTflugvel'li hreki brezkar her- og njósnaflugvélar frá landinu og láta þannig reyna á það, hvort herstöðin er hér okkar végna eða einungis vegna ann- arra bandalagsþjóða. 4. Boðað verði til ráðstefnu allra þeirra rikja, sem fáert hafa landhelgi sina út fyrir 12 míl- ur, til að samræma aðgerðir og afstöðu fyrir hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þar sem endanlegum sigri verði náð. 5. Utanríkisráðherra og starfs menn utanrí ki sþ j ön u s t u nn ar kynni málstað okkar erlendis með viðræðum við erlenda stjórnmálamenn. 6. Sendiherra Islands í Lund- únum fari ekki aftur út að svo stöddu. Þó telur fundurinn rangt að slitið verði stjórnmálasambandi við Breta, þar sem slífct kæmi einungis niður á íslendingum i Bretlandi. 7. Öll fyrri samningstilboð ís- lendinga verði dregin til baka og ekkert samið vlð Breta með- an herskipin eru innan 50 míki anna. í>á telur fundurinn, að sé rétt spilað úr þeim trompum sem við nú höfum á hendi, sé fullnað- arsigur skammt undan. Hann vinnst þó ekki með aðgerðar- leysi, heldur stórsókn á hendur Bretum á alþjóðavettvangi, jafn framt sem áreitni við landhelg- isbrjóta verði haldið áfram. Nýtt rækjuverð: 7 króna hækkun YFIRNEFND Verðiagsráðs sjáv arútvegsins ákvað í gær nýtt verð á rækju, sem gildir frá 1. júní sl. til 31. október nk. í frétt frá Yfirnefndinni segir, að iyr'.r hvert kíló af stórri rækju, 220 stykki eða færri í kíl óið skuii greiða kr. 38,00. Fyrir smárækju 221 til 350 stykki í kílóið greiðist 22 krónur fyrir kilóið. Að sögn Sveins Finnssonar framkvæmdastjóra Verðlagsráðls sjávarútvegsins, þá var verð á stórri rækju áður 31 kr. og fyrir smærri rækjuna var verðið 18,00 krónur. Um það hefur verið rætt, að gert verði að skyldu í siumar, að rækjubátar noti flokkumarvélar við veiðarnar, en þessar vélar éru taldar geta komið I veg fyrir að of smá rækja verði drepin. Því fylgir það þessari nýju verðá- kvörðun, að ef þetta verði gert að skyldu, þá sé verðiagsráðs- mönnum heimilt að segja upp verðinu með viku fyrirvara að fenginni minnst tveggja vikna reynslu af notkun þessara véla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.