Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNl 1973 The New York Times: Gæti orðið til bóta — ef Bretar létu undan New York, 7. júni. AP. „The New York Times“ birtir i dag ritstjómargrein uni fisk- veiðideiluna milli Bretlands <>K Is- lands, þar sem segir, að nýjustu átök milli brezku toffaranna og islenzks varðskips sýni þær hætt ur, sem þessi versnandi deila miUi tveg-g-ja aðildarrikja Atlants hafsbandalag'sins hafi í för með sér. Telur blaðið, að það gæti orð ið til bóta, ef Bretar létu undan kröfum íslands um að kalla burt brezku herskipin svo að samn- ingaviðræður geti hafizt aftur. 1 ri'tstjórnargreminni segir meðal annars, að Bretum virðist í mun að ná samkomulagi, þeir hafi þegar fallizt á að viður- kenna forréttindi Islendinga til veiða innan 50 mílna markanna og séu reiðubúnir að taka þátt i aðgerðum, er miði að þvi að koma í veg fyrir rányrkju fiski- miða. Síðan rekur blaðið stöðuna í sáðustu samningaviðræðum Breta og Islendinga og kröfur Islendinga um að aflamagn Breta fari ekki yfir 117.000 tonn auk þess sem íslendingar virðist stefna að því að losna alveg við erlenda fiskimenn af miðunum. Síðan segir blaðið, að íslending- ar virðist hafa býsna sterkan málstað, þar sem þeir vilja gera ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir rányrkju, er hafi al- varlega skert fiskstofnana á miðunum undan landinu, en við þetta eigi mörg strandríki að striða, þeirra á meðal Bandarík- in. Blaðið lætur þá skoðun í ljós, að þetta mikiivæga alþjóðlega lögfræðivandamál eigi að leysa á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem fyrirhuguð er í Chile í maímánuðd 1974 en ekki með umdeilanlegum einhliða að- gerðum. Að lokum segir „The New York Times". „Það gæti orðið til hjálpar, ef London gengi að kröf um íslands um að brezku her- skipin verði kölluð á brott, svo að hægt sé að taka aftur upp samningaviðræður." — Skora á Framhaild af bls. 1. og þar sem deilan væri þar að auki orð'n sldkt tilfinnin-gamál. Hins vegar sagði Kleppe, að með tilliti til þess hve ástandið væri orðið alvarliegt skipti það miklu máld, að amtnar hvor deiliuaðila stigi fj'rsta skrefið í þá átt að leysa máldð úr þeirri sjálfheldu, sem það væri komið í. Kleppe sagð', að á þessari for sendu hefði norska ríkisstjórnin, að vandlega athuguðu máli, beint þeim tilmælum til brezku rikis- stjórnarinnar á fundi NATO-ráðs ins 30. maí sl., að taka frumkvæð ið og kalla herskipin frá hinum umdeildu hafsvæðum. KLeppe sagði, að Norðmenn styddu heilshugar viðleitni fram kvæmdastjóra NATO, Josephs Luns, að koma aftur á sambandi milli deiluaðila og bætti við: — „Frá því fundur fastaráðsins var haldinn 30. maí, hefur ástandið einn versnað. Það er nú orðin bein hætta á því, að Islendinigar taki til athugunar að segja sig úr At- lantshafsbandalaginu, ef brezku herskip'n fara ekki út af hinu umdeilda svæði. Með þetta mjöig svo alvaríega ástand í huga, snýr KAPPREIÐARNAR HEFJAST KL. 14,30 með góðhestasýningu. Keppnin í hlaupunum hefst kl. 15,00. 90 hestar koma fram. Æsispennandi keppni, mörg met í hættu. Veðbankinn starfar. Dregið verður í happdrætti félagsins. Vinningar: 1. Leirljós gæðingur. 2. Ferð til Mallorca fyrir 2. Komið og sjáið stærstu kappreiðar landsins. Öll umferð um Vatnsendaveginn er bönnuð meðan á mótinu stendur, nema fyrir mótsgesti. Strætisvagnaferðir hefjast kl. 14,00, frá Hlemmtorgi. Athugið! Fáksfélagar, þeir sem ætlað í sumarferðir félagsins láti skrá sig eigi síðar en 12. júní. HuiTflsunnuenppREiÐflR PflES norska ríkisstjórnin sér fnn á ný til brezku rikisstjómari'nnar og skorar á hana, að kalla burt herskipin án þess að setja fyrir því nokkur sk'lyrði um eftirgjöf af ísla.nds hálfu.“ Lét Kleppe að því liggja, að slíkt skref af hálfu Breta kynm að hreinsa loftið og opna leiðir til frekari viðræðna. Þá lét Kleppe í ljós þá skoðun sína, að næstu dagar kynnu að ráða úrslitum um afstöðu Islend inga til Atlantshafsbandcilagsms og sagði, að ákvörðun yrði að taka í máli þessu fyrir utanríkis- ráðherrafund NATO í Kaup- mannahöfn i næstu viku. Danski landvarnaráðherrann, Olesen, tók næstur tii máls og tók að verulegu leyti undir það, sem Johan Kleppe hafði sagt. „HERSKIPIN VERÐA AFRAM---------“ Carrington, l'ávarður, ráðherra Breta, svaraði og sagði, að það væri erfitt fyrir sitjóm hains að stíga fyrsta skrefið án nokkurs mótleiks af hálfu Islendinga. — Hann sagði að brezku stjóminni væri umhugað um að leysa deil- una með sammingaviðræðum og hún væri fús til viðræðna, þegar er íslenzka ríkisstjómin sýndi, að hún væri reiðubúin. Síðan ítrekaði hann þá afstöðu brezku stjómarininar, að staðreyndir málsins væru þær, að íslending- ar hefðu rofið samn'.nga við Bret land og brotið alþjóðalög. Bretar væru þeirrar skoðunar, að brezk ir togarar við strendur Islands væru þar að veiðum á alþjóð legu hafsvæði. Carrington lávarð ur sagði, að Bretar hefðu haldið stiliiingu sinni í þessu máli og mundu halda því áfram, en floti hennar hátignar yrði áfram á Is- landsmiðum meðan deilan væri óleysit. NÝ ÁSTÆÐA TIL AÐ REYNA AÐ LEYSA DEILUNA Samkvæmt NTB-frétt frá Osló í gær, skýrði utanrfkisráðherra Noregs, Dagfinn Várvik Stórþing nu norska frá þeirri afstöðu, sem norska stjórnin hefði tekið til fiskveiðideilu Islands og Bret- lands. Sagði Várvik, að morska stjórn'n teldi, að nú væri til kom in ný ástæða til að reyna að leysa dei'luna milli Islands og Bret- lands eftir að Islendingar temgdu málið aðil'd landsins að NATO. Várv k kvað utanríkisráðuneyt- ið þegar áður hafa látið í ljós þá skoðun að vera herskipanna brezku innan nýju fiskveiðimark anna við Islánd væri verulegur þröskuldur á vegi lausnar deil- unnar, — og sagði, að sú afstaða norsku stjómarimnar væri ó- breytt. Á þessari forsendu hefði Noregur — og fleiri ríki, sem fuJl trúa eiga í NATO-ráðinu — hvaitit Breta til að kalla herskipin brott, og af hálfu Norðmanna hefði áskorun þar að lútandi verið send beint til brezkra yfirvalda. Várvik sagði, að meðal þe%rra, sem styddu þessa afstöðu No*ð- manna, væri Joseph Luns, fram kvæmdastjóri NATO: „Norðmenn hafa verið þeirrar skoðunar, að hafréttaTTáðstefna Sameinuðu þjóðanna elgi að á- fevarða grundvallarrcglur fisk- veiðitakmarka," sagði Várvik, og bætti við — „en við neyðumst til þess að sýna Islendingum skiln ing i þessu máli vegna þess hve fiskveiðamar eru þjóðinni mikii vægar. Stjómnin vomasit til þess að bráðabirgðalausr. finnist á þessari deiliu þar til úrstourður Hafréttarráðstefnunnar liggnr fyrir.“ - Brandth Framhald af bls. 1. til Jerúsalem i þyriu, ásamt Goldu Meir og Abba Eban, utan- ríkisráðherra ísraeis. Þar lagði hann sem fyrr segir blómsveig að Yad Washem — minnismerki um Gyðinga, sem létu láfið í út- rýmingarbúðum Hitlers. I Jerúsalem var hvarvetna strangur hervörður — og mestu öryggisráðstafanir, sem þar hafa nokkru sinni verið gerðar við kornu erlends ríkisleiðtoga, — jafnvel meiri en þegar Páll páfi VI. kom tii Jerúsalem fyrir niu árum. — Danir Framliakl af bls. 1. júlí nk. og kvaðst gera sér vonir um að fá nokkru áorkað um lausn fiskveiðideilunnar milll Bretlands og íslands meðan I>anir liefðu þá aðstöðu. Nörgárd hefur undanfarið átt viðræður við Michel Jobert, ut- anríkisráðherra Frakklands, Nörgárd sagði, að líta yrði á fiskveiðivaindamál Grænlands og Færeyja í lljósi þeirra breybtu viðhorfa, sem fylgdu í kjöJ- far útfærsliu fiskveiðilögsögu'nn- ar við Island og ákvörðun Norð- manma um að ganga eteki i Efnahagsbandalagið. Kvaðsit Nör gárd þeirrar skoðunar, að EBE yrði að taka upp nýja stefnu i f iskve i óimáiuim fyrir næstu ára- mót. Verzlunorfólk Suðurnesjum Að gefnu tilefni minnum við ykkur á að almennur fundur í félaginu hinn 23. maí sl. samþykkti ein- róma yfirvinnubann á laugardögum og sunnudög- um á tímabilinu 1. júní til 1. september 1973. Því er afgreiðslufólki í sölubúðum og skrifstofufólki óheimilt að vinna þessi störf á nefndum dögum. Verzlunarmannafélag Suðurnesja. Útboð Póst- og símamálastjórnin auglýsir útboð á bygg- ingu 3ja radíóstöðva í Skagafirði og Eyjafirði. Útboðsgögn eru fáanleg hjá umdæmisstjóra Pósts og síma á Akureyri, stöðvarstjóranum á Sauðár- króki og í skrifstofu Radíótæknideildar Pósts og síma, Krikjustræti 4, 4. hæð, Reykjavík. Skila- trygging er 1000 kr. Útboðsfrestur rennur út kl. 11 f. h. 21. júní 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.