Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 23
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 8. JÚNl 1973 dóttur, sem bjug'gu sín fyrstu hjúskaparár í Hafnarfirði en Quttust til Siglufjarðar 1924. Þar ólst Gunnar upp ásamt systkin um sínum, frú Birnu, sem var gift Vilhjálmi Guðmundssyni framkvæmdastjóra Síldarverk- smiðja rikisins, og Sævari Ijós- myndasmið. 1 þessum norðlæga bæ, sem var rólegur smábær 8—9 mán- uði ársins en iðandi af athafna lifi um sildartímann, snjóþung- ur og sambandslaus við önnur byggðarlög nema á sjó en veð- ursæll og vingjarnlegur, sleit Gunnar sínum barnsskóm við alls konar vinnu og þá fyrst og fremst við síld, sem þessi bær er þekktur fyrir. Þar lauk hann barna- og gagnfræðaskóla pirófi, og mun hann ætíð hafa talið sig Siglfirðing innst inni, enda þótt hann hafi eins og fleiri orðið að skipta um dval arstað og hafi verið ágætur borg ari í Reykjavík siðustu áratug- ina. Gunnar lauk verzlunarnámi frá Verzlunarskóla íslands ár- ið 1924 og kvæntist sama ár eft- irlifandi konu sinni Guðnýju dóttur hins þjóðkunna athafna- manns Óskars Halldórsson- ar. Hann varð fljótt fulltrúi tengdaföður síns og hans önn- ur hönd þar til Óskar féll frá um aldur fram. Þar fékk hann framhaldsmenntun og ómetan- lega þjálfun í margs konar við- slkiptum og stórhuga fram- kvæmdum, sem spönnuðu yfir miklu stærra svið en síldar- vinnslu, sem Óskar Hall- dórsson var þó þekktastur fyr- ir. En síldin var viðsjál og fyr- iirtækið hafði fleiri járn í eld- inum, mörg stór og umsvifamik- H. Við andlát og jarðarför þessa vinar okkar hjóna koma upp margar hugljúfar minningar i huga okkar, sem munu geymast. Hin frábæra tryggð og vinátta, sem við höfum orðið aðnjótandi frá þessum samvöldu og elsku- legu hjónum, Gunnari og Guð- nýju, er ómetanleg og frábær. Allt frá þvi við fluttumst til Siglufjarðar 1948 og þau tóku okkur strax sem vini, höfum við fengið að taka þátt í gleði og sorgum þessarar stóru fjöl- skyldu eins og nánustu ættingj ar. Sjálf eiga þau hjón 7 börn og hafa alið upp einn afa- og ömmudreng. Það er bjart yfir þessum minningum, þótt gleði og sorg hafi skipzt- á. „Minningar á ég margar, sem milda og hugga“, og „Lífið yrk- ir stöðugt en botnar aldrei braginn“, segir Davið eins og fleira gott. Hugljúfar eru minn ingarnar um hið stórglæsilega heimili þeirra hjóna, hinar fjöl mennu og tíðu samkomur ætt- ingja og vina, hina stórbrotnu risnu, glaðværð og einlægt við- mót þessara hjóna: Stór skörð eru höggvin. Gunnar var glæsimenni, stór, karlmenni að burðum, geðþekk ur og vinsæll samferðamaður. Hann háði langa og harða bar- áttu við manninn með ljáinn og varð að láta undan eftir langa og harða vörn, sem hann háði æðrulaus og rólegur, enda þótt honum væri fullljóst að hverju stefndi i hinu vægðarlausa um- sátri dauðans, sem alltaf hefur sdðasta leikinn, þrátt fyrir allt. Það er sorglegt að sjá ólækn- andi sjúkdóm tæra og slíta lífs- þrótt úr hraustmenni. Það er sorglegt og þó jafnframt hug- næmt að sjá konu á miðjum aldri sitja yfir sjúkrabeði eig- inmannsins daga og nætur til þess að reyna að lina þjáning- ar með hlýjum höndum og huga — en vonleysi í hjarta. Hér hef ur þessi gamla og nýja saga, saga lifs og dauða, verið end- urtekin. Við hjónin vottum Guðnýju, bömum þeirra, ættingjum og vinum innilega samúð og þakk- iir. HVERS VEGNA, spyrjuim við. Já hvers veigna verða svo marg- ir lifendur að kveðja þennan heim okkar á miðjuim aldri? Hvers vegna verða svo margir að hverfa frá okkur, sem eftir lifum? Er réttimætt að spyrja sllíkra spurninga, jafnvel ekíki, en það er þó mannlegt. Við sitjuim eftir án svara, og þó. Höfum við svar? Var okkur ekki einu sinni gefið svar, svar fyrir okkur öll? Ef við gleym- um því, erum við þá ekki um leið búin að gleyma hver við erurn og hver tilgangur okkar hér á jörðu er? Jú það er hugg- un okkar og styrku.r, þegar ást- vinir eru kvaddir, að frelsar- inn opinberaði fyrir okkur þau orð sín, er hann sagði: „ég lifi og þér munuð Iifa.“ Sá, sem er kvaddur hættir ekki að vera til. í hverjum þeim huga er þekkti þig, ást- kæri tengdafaðir, munt þú og lifa. Ég var svo heppinn að tengjast fjölskyldu þinni fyrir um það bil tíu árum. Þegar ég lít yfir þessi tíu ár, sem því miður urðu aðeins tíu, er margs að minnast. í aliliri gleði og sorg fjölskyldu þinnar varst þú styrk stoð. At- ferli þitt, sem svo mjög var rólynt, var svo sannarlega verð- ugt til eftirbreytni. Hugur þinn leitaði ávallt til fjökskyldu þinn- ar, til barna þinna og eiginkonu. Þegar börn þín og tengdabörn þurftu á aðstoð að halda, varst þú ávallt fljótur til hjálpar. Per- sónulega vil ég gjaman færa þér þakkir fyirir alla þá aðstoð, er þú og kona þin veittuð okk- ur hjóniunum, er ég var erlendis við nám. Víst er, að allit það, sem þú hefur fyrir okkur öll gert, í fjölskyldu þinni, verður ekki fullþakkað. Þín spor á meðai okkar verða ekki afmáð. Megi góður Guð gefa að sú vitnesikja, ásamt þeirri vitneskju, er frels- ari okkar færði okkur, verði eftirlifandi eiginkonu og böm- um styrkur í þeirri baráttu, sem framundan er. Það er mín staðfasta trú og huggun, að yfir dauðans djúp, Drottinn leiðir hönd. Tengdasonur. Hestamannafélagið GUSTUR hin fyrirhugaða ferð félagsins í Þjórsár- dal verður farin 23.-30. júní. Þátttaka tilkynnist fyrir 12. júní. Upplýsingar í símum: 41026 og 50486. Stúdentoi MH. 72 Samkvæmi að Hótel Esju í kvöld kl. 21. Takið með ykkur gesti. SÓMALÍA. Ferðir í Þjórsdrdol um Hvítasunnuhótíðina „VOR í DAL“ Frá Keykjavík. Í!r Þjórsárdal. Föstudagur 8. júní. kl. 15.00 kl. 13.15 frá Búrfells- kl. 17.00 virkjun. kl. 20.30- -21.30 (eftir þörfum) Laugardagur 9. júní. kl. 10.00 kl. 14.00- -15.00 (eftir þörfum) kl. 19.00 Sunnudagur 10. júní. kl. 10.00 kl. 17.00 kl. 2100 kl. 23.00 Mánudagur 11. júní. kl. 21.00 kl. 10.00 Frá kl. 13—19 verða ferðir eftir þörfum frá mótsstað. Síðasta ferð kl. 22.00. Brottfararstaður frá Reykjavík, B.S.I. Umferðar- miðstöð. Brottfararstaður frá Þjórsárdal, við móts- stað „Vor í Dal“. Verð farmiða kr. 365,00 hvora leið. LANDLEIÐIR H.F. NYKOMIÐ! Jakkar, Kjólar, (stuttir og síöir) Blússur, Peysur, Baggybuxur, ^ Smekkpils úr denim ofl. . ^S^Sendum gegn^^"’^ Guðflnnur Þorbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.