Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNl 1973 Haflidi Jonsson SUMARBLÓMIN Reynslan hefur sýnt, að loft hiti er sjaldnast orðmn nœgi- lega mikill hér á landi til að gróðursetja sumarblóm, fyrr en í fyrstu viku júnímánaðar og vissar tegundir ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. Verðlag á sumarblómum og öðrum garðplöntum hefur ekki hækkað til jafns við verð lag á ýmsum öðrum fram- leiðsluvörum og er sízt hærra hér en t.d. í Noregi, Svíþjóð eða Danmörku. Hins ber þó að geta, að hjá frændþjóðum okkar er loftslag mun hag- stæðara yfir sumarmánuðina og þeir geta þar af leiðandi haft miklu meiri fjölbreytni í gróðri sinna garða en við. Við njótum þess aftur á móti, að okkar blómskrúð verður mun litsterkara vegna sumarbirt- unnar. Við höfum sjálfsagt veitt þvi athygli, að gulur og hvítur litur er rikjandi í þeim villtu blómum sem hér vaxa. Þetta er vegna þess, að jurtir, sem bera ljóslit blóm, þurfa mun minna ljósmagn tii að ná blómgun en t.d. rauð og blá blóm. Af þessu getum við nokkuð lært, er við röðum blómplöntum í gróðurbeðin okkar. Þeim mun minni sólar er beðin njóta, eru meiri lik- ur til, að hvítblómstrandi og gulblómstrandi plöntur eigi þar vaxtarstað. Á það má einnig benda, að úti i náttúrunni vaxa allar við kvæmari tegundir að jafnaði bezt i skugga fyrir morgunsól og það bjargar þeim frá dauða eftir kalda vomótt, þegar sól- argeislarnir flæða yfir klak- aða jörð. Þetta er mjög auð- skilið mál og þarfnast ekki fræðilegra skýringa. Við vitum það öll mæta vel, að tilgangur allra lífvera er sá að liía og f jölga sér. Oftast er það svo úti í villtri náttúr- unni, að þeim mun harðari sem lífsbaráttan er, verða ein- staklingarnir minni og jafn- framt nægjusamari með sitt lífsviðurværi, og þá kemur einmitt gleggzt í ljós hin mikla lifsbjargarhvöt tegund- anna. Þetta verður oft að hafa í huga, þegar áburður er borinn í blómabeðin. Ot mikill köfnunarefnisáburður verður oft til þess að plönturnar blómgast seint eða ekki, en verða hins vegar bústnar og blaðfallegar. Fosfórsýruáburð- ur flýtir fyrir blómgun og rót- arvexti. Kaiíúburður eykur frostþol piar.tnanna og mót- stöðuafl þeirra gegn sjúkdóm- um. Með hliðsjón af þessu skul- um við þvi bera hóflega í blómabeðin, ef við ætium að fá plönturnar til að blómstra ríkulega. Þó verða þær að fá sinn skammt, og þá eru þær bezt settar með gamlan hús- dýraáburð, þvi jafnan nægir þeim það, ásamt forða af nær- ingarefnu.n, sem fylgja með rótarkekki úr gróðrarstöðvun- um. Plöntum af ertublómaætt ætti þó að forða frá köfnunar efnisríkum jarðvegi. Raðið blómunum i bpþin samkvæmt uppdrætti, sem þið gerið af blómabeðunum, áður en þið aflið ykkur blóma- plantna. Með því tefjið þið minna önnum kafna af- greiðslumenn á gróðrarstöðv- blómaniðurröðunina í garðin- um. Til hægðarauka skulu hér taldar nokkrar helztu tegund- iir sumarblómaplantna, sem al- gengastar eru í sölu hjá gróðr arstöðvum. Bil milli Nafn: Stjúpur Litur: Ýmsir litir Hæð: 10—15 sm plantna: 15 sm Morgunfrú Gulrauð 30—50 — 20—25 — Bellis Hvítur og rauður 10 — 10—15 — Chrysanthemun Hvítur og gulur 30—60 — 20—30 — Ljónsmunni Gulur, hvitur, rauður25—40 — 15—20 — Levkoj Hvítur, blár, rauður 25—35 — 15—20 — Kornblóm Blá 25—30 — 15—20 — Nemesía Gulrauð 25—35 — 20—25 — Apablóm Rauðskræpótt 25—35 — 20—25 — Paradísarblóm Ljósskræpótt 25—30 — 15—20 — Skrautnál Hvít eða rauðblá 10—15 — 10—15 — Brúðarauga Fagurblá 7—10 —- 10—15 — Hádegisblóm Fagurrautt 10—15 — 15—20 — Regnboði Hvitt og laxableikt 15—20 — 15—20 — unum og flýtið jafnframt fyr ir ykkur sjálfum, auk þess sem þið fáið meira og skemmtilegra samræmi í Tvö hin síðast töldu sýna blóm sín aðeins i sólskini og er þvi ekki heppilegt að hafa þau í of stórum hluta beðsins. Auglýsing um að felld hafi verið niður stimpilgjöld af skírteinum um atvinnuleysistrygg- ingu sjómanna. Skv. heimild í 8 mgr. laga nr. 75/1921, um stimpil- gjald hefur ráðuneytið ákveðið, að felld skuli niður stimpilgjöld af skírteinum um atvinnuslysatryggingu sjómanna. Fjármálaráðuneytið, 6. júní 1973. — Eru þeir Frabmhald af bls. 2 SVFR leigutaki. Nú er ver- ið að reka smiðshöggið á hið nýja veiðihús, sem reist hef- ur verið við Grímsá, og mun það væntanlega verða vígt um miðjan mánuðinn. Hús þetta er af svipaðri stærð og húsið við Norðurá. 1 verðskrá SVFR kemur fram, að veiðileyfin í Grímsá kosta frá 5 þúsund kr. upp í 8 þúsund krónur á dag. Veiði- tímabilinu í Grímsá lýkur hinn 15. september. ELLIÐAÁR Veiði hefst í Elliðaánum hinn 20. þ.m., en áin var sem fyrr segir mjög gjöful i fyrra. Veiðileyfi eru seld fyrir hálf- an dag í senn, og kosta 2800 krónur fyrir þann tíma. Veiði tímanum lýkur hinn 19. sept- ember. LEIRVOGSÁ, GL.IÚFURÁ OG STÓRA-LAXÁ Veiði í Gljúfurá hefst 20. júní og lýkur 19. september. Veiði er þar leyfð á þrjár stengur, og kostar veiðileyfið frá 3 þúsund krónum upp í 6 þúsund krónur á dag. I Leirvogsá hefst veiðin þann 21. þ.m. og eins í Stóru Laxá, en lýkur í báðum án- um þann 20. september. Veiði leyfi í Leirvogsá kosta frá 2500 krónum upp í 6500 krón- ur á dag, en í Stóru Laxá kosta þau frá 1400 kr. upp í 1800 krónur á dag. LAXÁ I ÁSUM Veiði i Laxá hófst h'imin 1. júní sl. og hefur að sögn Hauks bómda á Röðli gemgið afskaplega vel. Hefur diag- veiðin veriið að jafniaði 6—7 laxar það sem af er veiði- timabilin'j, þanmig að nú eru á miilttá 30 og 40 laxar kommir á land úr ánni. Haukur sagði laxiinm vera með væmna móti, allt upp í 16 pund, og jafn- framt kvað hamn ána vera mjög „Mflega“. Hims vegar væri veðrið ekki að sama skapi gott, kuldanepja og jafnvel gengið á með styddu. 1 kvöld verður stofnað veiði- félag fyrir vatnaisvæðli Lax- ár, em auk Laxár eru á svæð- inu Laxárvaitn, Svínavatn, Fremri-Laxá og ár og iækir, sem renma í vötniim. Bílar til sölu Sunbeam Alphina '70 sjálfskiptur. grár fallegur, lítið ekinn. Ford Zephyr '67 luxs gerð, gólfskiptur, mjög glæsilegur. Skuldabréf koma til greina, einnig skipti. Sími 83177. Leiguíbúð óskast Höfum verið beðnir að útvega 3ja tU 4ra herbergja íbúð eða lnis í Hafnarfirði eða Kópavogi. Einhver fyrirfram- greiðsla ef óskað er. FASTEIGNASALAN HAMRANES Sími 51888, heima 52844. STEREO 8-rása hljómbönd (8-track cartridges) OG KASETTUR Gilbert O'Sullivan Slade Uriah Heep Pink Floyd Roxy Music Beach Boys The Beatles Crosby Stills Nash & Young Chicago Simon & Garfunkel Tom Jones Engelbert Humperdinck Santana T raffic The Who Joe Cocker The Rolling Stones Neil Diamond Sly & The Family Stone Neil Young Three Dog Night The Partridge Family Elvis Presley Johnny Cash John Lennon Elton John Janis Joplin Frank Sinatra Jose Feliciano Black Sabbath Donovan Perry Como Jim Reeves Andy Williams Sammy Davis Cat Stevens Al Jolson Emerson Yes Lake & Palmer Roger Mille Jimi Hendrix Ella Fitzgerald The Moody Blues Luis Armstrong Jethro Tull Harry Belafonte Doors Nat King Cole Dean Martin Paul Anka Humble Pie Mountain Carole King Creedence Paul McCartney Clearwater Graham Nash Revival Rod Stewart Grand Funk Ray Charles Railroad Blood Sweat & Tears Steppenwof Diana Ross The Mothers Ten Years After of Invention Deep Purple Faces James Brown Byrds Stephen Stills Paul Simon Guess Who America Don McLean Grateful Deal Alice Cooper Jefferson Led Zeppelin Airplane Bob Dylan o. m. fl. 5 gerðir stereotækja í bíla. Verð frá krónum 7.425.00. Opið til klukkan 9—6. Laugardaga kl. 9—12. PÓSTSENDUM. F. BJÖRNSSON, Bergþórugötu 2 Sími 23889

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.