Morgunblaðið - 27.06.1973, Page 14

Morgunblaðið - 27.06.1973, Page 14
14 MORGUNBLAOIÐ, MLÓVÍKUDAGUiR 27. JÚNÍ 1973 Jón Sigrurg-eirsson heitir hann og finnst handbolti og fótbolti skemmtilegustu iþróttagrein- arnar. Henni finnst mest gaman að spila fótbolta. Dugleg börn á vornámskeiði VORNÁMSKEIÐ fyrir börn stendur nú yfir á vegum íþróttaráðs, Æskulýðsráðs, Leikvalianefndar og íþrótta- bandalags Reykjavikur. Börn á aldrinum 6 til 9 ára eru fyr- ir hádegi, frá kl. 9.30 til 11.30, en frá kl. 14 til 16 eru böm á aldrinum 9 til 12 ára. Yngri börnin eru aðallega í leikj- um, en þau eldri æfa knatt- spyrnu, langstökk, boðhlaup og 60 m hlaup. Kennsla fer fram annan hvern dag og hafa börnin fengið 7 staði viðs vegar um bæinn til um- ráða, og skipta þau svæðun- um á milli daga. Námskeið- inu lýkur með íþróttamóti á Melavelli 28. júní og verða þá veitt verðlaun þeim, sem bezt standa sig. Morgunblaðsmenn fóru og heimsóttu bömin í síðustu vilku og voru þau þá að æfa á KR-vellinum. Þegar okkur bar að, voru börnin að keppa í boðhlaupi og 10 ára snagg- aralegur drengur, Stefán Að- alsteinsson stóð sig bezt að þes9U sinni. Við ræddum við stúlku, sem heitir Bryndís Valsdótt- ir og sagði hún okkur, að henni fyndiist mest gaman að æfa fótbolta, en hún er ekki svo heppin að mega það á þessu námskeiði, því sá þáttur tilheyrir aðeins drengj unum. 1 staðinn æfir Bryndis aðallega langstökk. Leiðsögumaður bamanma tjáði okkur, að börnin væru öll mjög dugleg og væru iþróttamótin, sem haldin eru á hverju sumri, bezt sóttu íþróttamótin, er haldin eru í Reykjavik. Rokko-sófi sem skemmdist í flutningi til landsins, selst í því ástandi, með miklum afslætti. HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF., Laugavegi 13, sími 25870. Breiðir og þægilegir skór. Póstsendum. SKÓSEL, Laugavegi 60, sími 21270. Bjartmar Guðmundsson: „Upp er skorið, engu sáð“ Jóhann Sveinsson frá Flugu byrstir sig dálitið i Landfara- reit Tímans 25. f.m. í smágrein, sem hann nefnir: Leiðrétting á vísu. Vísa .;ú var prentuð í Vel- vakandadálkum Morgunbl. 10. apríl. Jóhann segir: „Visan er bæði rangfeðruð og afbökuð og virð- iist maðurinn ekki sérlega vand ur að heimlldum." Rétt er það, að eitt orð þess- arar vísu er skakkt með farið og höfundur er ekki Indriði á Fjatli eins og greinarhöf. Mbl. held- ur. Bn Jóhanni verður það sama á og Áma Heligasyni, að rang- feðra þessa vísu og afbaka ná- kvæmlega eins mikið og hann. Rétt er vísan svona: Upp er skorið, engu sáð, allt er í vargaginum. Þeir, sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum. Árni hefur fyrstu hendinguna svo: Upp er skorið illa sáð . . . Jóhann: Upp er skorið aldrei sáð . . . Og hann eignar Sigurði Sigurðs syni úrsmið á Akureyri vísuna. Staka þessi er eftir Egil Jón- asson, sem heima átti á Hraun- koti í Aðaldal, þegar hún varð til, og Friðrik Jónsson, póst og bónda á Helgastöðum. Þetta ei' einhver alra fyrsta ferhenda, sem á flot fór eftir Egí'l. En Friðrik var þá alkunn ur hagyrðiingur í Þingeyjar- sýslu. Mun seinni helmingurinn hafa orðið til á undan hinum. Vísan þótti vel gerð og fór strax víða og lærði ég hana eimhvern tíma á árunum kringum 1920. Enginn getur víst sagt um, hvemig eignarrétti þeirra fé- liaga að þesisari sameign var hátt að. Samt tel ég liklegt, að Frið- rik hafi átt öllu medra af efni- viðnum. En hand'bragðið gaf vís unni vængi meira en efnið, og þó hvort tveggja. Hún varð mér sérstaklega minniissitæð vegna þess að hún var ein sú allra fyrsta, sem frá Agli fór út fyr- ir heimabyggðir. Heimamenn þekktu alltaf vísur Indriða á Fjalli um þessar mundir. Þessi var honum á engan hátt 15k. Aft ur á móti hef ég áður heyrt hana eignaða Siigurði úr- smið. Og er gott ef Dagur á Ak- ureyri hefur ekki einmiitt gert það fyrir 40—50 árum. Alit þetta taldi ég mig vita mcö vissu, þegar ég las fræði þeirra Árna Helgasonar og Jó- hannis Sveinssonar. En til þess að fullvissa mig betur, sneri ég mér tii tveggja fróðleiksmanna, er ég vissi einna bezt að sér um þessa hluti og mundu vel till þess tíma, sem hér um ræðir. Annar, Siigurður Jónsson frá Haukagili, sagði strax: Er hún ekki eftir Egil og annan, sem hann tiltók i nágrenini hans. Reyndist svo að Sigurður hafði þetta bókað í visnasafni sínu, sem er mikið og merki- tegt. Svó til þess að kanna þetta enm betur átti hann tal við Eg- il. Hann staðfesti að rétt væri með þetta farið. Ekki verður sagt að miklu Bjartmar Guðnumdsson. muni á orðum: „ila sáð“, „aldrei sáð“ og „engu sáð“. Samt ber rétta orðið af himum. Og oft- ast er það svo, að hársbreidd- in ein skilur á millii feigs og ófeiigs á sviði orðlistarinnair. Vel er að þetta tækifæri hef- ur gefizt til að koma þvi rétta um þetta á framfæri. Stundum hafa Agli Jóniassyni verið eign- aðar visur, sem hann ekki á. 1 annan stað er þetta ekki í fyrsta skipti, sem öðrum hef- ur verið eignað það sem hans er. Jafnvel hefur það komið fyr- ir að einhver og einhver hefur í ógáti eignað sjálfum sér vísu eft ir hann, þó undarlegt megi telj- ast. Einu sinni sagðd hann líka: Léttu blaðri lokið er, ljóðaþvaðrið dvínar, hinir og aðrir eigna sér ígangs fjaðrir mínar. 29. maí 1973.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.