Morgunblaðið - 14.07.1973, Page 8

Morgunblaðið - 14.07.1973, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1973 Rabbað við Robert Garrity, forstöðumann Menn- ingarstofnunar Banda- ríkjanna, er kveður nú landið og fer til starfa sem ráðgjafi yfirmanns Kyrrahafsflotans á Hawaii Rol»ert Garrity á skrifstofu sinni i Menningarstof nun Bandaríkjanna á Nesvegi. Höfuðtilgangurinn að veita hlutlausar upplýsingar ROBKRT Garrity, forstöðumaður Menningarstofnun- ar Bandaríkjanna á fslandi, hefur nú látið af þeim starfa, og hefur þeg-ar haldið til annars fjarlægs ey- lands — til Honoiulu-borgar á Hawaii, þar sem ný verkefni bíða hans. Þessum geðþekka Bostonmanni hefur á þeim þremur árum, sem hann hefur haft aðset ur i líeykjavík, orðið vel til vina hérlendis og í hans tíð hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á starfsemi bandarisku upplýsingaþjónustunnar, hún flutzt i nýtt og rúmgott húsnæði og nafninu breytt í Menningarstofnun. „Já, .þegar við fluttumst í þetta nýja húsnæði hér á Nesveginum, þá gjörbreyttist um leið starfsað- staða okkar,“ sagði Bob Garrity í stuttu samtali við Morgunbiaðið, daginn áður en hann hélt utan. „Með nýja húsinu skapaðist aðstaða til mun fjölþættari starfsemi, því að nú getum við efnt til fundarhalda, fyrirlestra og sýninga, sem við áttum örðugt með áður vegna þrengsla. Og með umfangsmeiri starf- semi, áem öil beindist að því að auka hinn menn- ingarlega þátt stofnunar nnar, fannst okkur um leið viðeigandi að breyta nafni stofnunarinnar i Menn- ingarstofnun Bandarikjanna “ Við vikjum talinu að því hvern Garrity á'.íti meg- intilgang stofnunarinnar hérlendis, og hann seg st eiinkum hafa lagt tvö atriði til grundvallar við mót- un starfseminnar. „Stofnun af þessu tagi á að annást upplýsinga- miðlun, og þá á ég fyrst og fremst við það hlut- verk hennar að veita hiutlausar upplýs ngar um Bándaríkin, ekki áróðursmiðlun. Þetta finnst mér vera höfuðtilgangur stofnunarinnar, en hún hefur þó einmig annað veigamikið hiutverk — að efla tengsl milli landanna — fslands og Bandaríkjanna — um ýmis máefni, er varða bau bæði eða eru áhuga- verð fyrir þau bæði. SJík málefni eru fjölmörg og við getum á ýmsan hátt stuðiað að því að áhuga hópar um viðkomandi mál frá báðum löndunum nái saman til umræðna og skoðanaskipta um þau. Þetta má gera bæði með kvi’< nvndasýn ngum og með því að fá fyrirlesara hingað, se- . ræða um v ðkomandi málefni frá bandariskum sjénarhóii en fser síðan að heyra áiit heimamanna é þ'- ■ i umræðum á eft- ir. Eins er hægt að efna ti! ráóatt.i-u, og ég minn- ist tveggja sllkra, er v!ð efndum til ’:ki alls fyrir löngu. Fvrri ráðstefnan fjaiíar urn nýtingu sjávarins, og var sérlega vel heppnuð að minum dómi. Við feng- um hingað tvo sérfræðinga á þessu sviði að heim- an, og ti4 þáttöku af heimamönnum fengum við sér- fræðinga frá Hafrannsóknastofnunimini, fisikiðnaðar- menn, viðskiptajöfra og stjórnmálamenn. Mér fannst koma vel fram á þessari ráðstefinu, að þessi tvö lönd — Island og Bandaríkin — hafa mjög áþekkra hagsmuna að gæta hvað snertir nýtingu hafsins, enda þótt Bandaríkjamenn séu að sjálfsögðu ekki eins háðir hafiinu og þið eruð. Hin ráðstefnan var um fræðslumál, þar sem eink- um var rætt um framfarir og nýjungar í kennslu- tækni og notkun kennslutækja í því sambandi. f>ar fengum við til þátttöku með okkur Fræðsluskrif- stofu Reykjavikur, og var þetta einkar fróðleg ráð- stefna, enda hef ég veitt þvi athygli að íslendingar hafa einmitt mjög lifandi áhuga á menntamálum almennt,“ sagði Garity. Garrity lætur að öllu leyti vel af kynnurn sínum af íslendiin.gum og Islaindi, enda sótti harun um það á sinum tíma að dvöl hans hérlendis yrði fram- lengd um eitt ár umfram það sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. „Það tekur mann að minnsta kosti hálft annað ár að verða heiimavanur í öðru landi, og því .þótti mér eiginlega ófært að verða að fara einmitt i þann mund sem ég var að byrja að aðlagast himu íslenzka samfélagi. Þess vegna óskaði ég eftiir því að fá að vera hér eitt ár til viðbótar og mér tii mikillar ánægju féllst Washington á það.“ Hvern'g hefur honum þá likað vi’ð Isiendinga eft- ir að hann varð hluti af hinu íslenzka samfélagi? „Undantekningarlaust vel," svarar hann, en bætir því við að það væri annars efni í heila bók að tí- unda margvísleg kynni sín af Islendingum. „Við hjónin höfum aldrei mætt öðru en vingjarnlegu og hiýju viðmóti meðan við höfum dvalizt hér,“ seg- ir Garrity. „Ég hef ekki aðra reynslu af Islendiing- um en að þeir eru opinskáir i tali — að visu feimm- ir 1 fyrstu, en þegar ísinn er brotinn ganga þeir beint að hlutunum og maður þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að það búi eitthvað annað að bakí orðanna en kemur fram í orðawna hljóðan." íslenzkan? „Skál og bless," svarar hann, „svona orð og orð á stangli en ekkert meira, þvi miður.“ Raunar segist hann sakna þess nú að hafa ekki lagt bað á sig að læra málið áður en hann kom hingað ti! lands frá Múnchen. — „Ég hélt auðvitað að það vær: auðveldara þegar maður væri kominn til iands'ns en þá gafst náttúrlega ekkert tóm til s'íkrar iðju," segir hann. „En mér þykir leitt að ég skuíi ekki hafa komizt meira inn í málið, því að tii að kymnast íslenzku þjóðinni verður maður eig- inlega að kunma máliið, svo veigamiíkill er þáttur þess í öllu þjóðlífinu. Annars ber að viðurkecnnia, að við, þessir enskumælandi útlendingar á Islamdi, stöndum harla vel að vígi, þvi að hér skilja lian-g flestir eða talia ensku, svo að ég get naumast fcaLað- um tungumálaörðugleika." Garrity er meira að segja velviljaður veðráttunrií, al'ltént kvartar hann ekki undan islenzka veðrmn — þvert á móti segir hann að það geti á stundum haft á sig dáleiðandii áhrif, hin snöggu veðrabrigði — þuingbúinn himinn þar sem sólin brýzt skyndiiega fram úr skýjum: „Við hjónin höfum allla tíð búið við sjóinn í Amarnesi og gátum þar fylgzt með samspiii veðurs og hafs; stundum gat veðrið verið ofsalegt með geysilegu ölduróti fyrir ufcan stofu- gluggann, sem mæstum því í eirani andrá gat breytzt í aiigjört logn með spegilsiéttum haffleti," segir hann. „Veðrið er svo stór þáttur í ístenzkri nátt- úru, hluti af hemni og þess vegna held ég að ís- tendingar tali svona mikið um veðrið, Hkt og við Bostonbúar, ekki til að halda uppi kurteislslegum samræðum, heldur af því að veðrið er hluti af öllu þjóðlífiinu.“ Garrity og kona hans hafa einnig notað árin þrjú hér á landi til að skoða landið — þau hafa farið um Norðurland, Vestfirði, Snæfellsnes og Borgar- fjörð, svo að eitthvað sé nefnt, en komust litið á Austurland. „Ég sá þess vegna aldrei skóginn miikla," segir Garrity og brosir í kampinn. „Armars er sérlega skemmti'legt að ferðast um landið, landslagið er svo óvenjulegt og margbreyti- legt, og sama gildir raunar um vegina hér,“ segir hann og brosir enn. „Einkanlega er skemmtilegt að taka börnin með í þessar ferðir. Ég man t.d. eft- ir ferðinni á Snæfellsnes, við ókum efbir veginum „undir Jökli“, þar sem mér skilst að draugar búi I hverjum hól. En það var bjartviðri og glampajndi söl þennan dag og því ekki draugalegt útsýni fyr- ir börrain, sem kunnu ofurlitil deili á þessari sögu- sögn. Sonur mimn gat ekki stillt sig um að hafa orð á þessu; það vaeri sennilega tóm vitleysa þetta með draugana, en hann hafði varia sleppt orðinu, þeg- ar hluti úr mæliaborðinu datt niður og fyrir fætur konu minnar seim sat frammi í. Við gátum þá bent honum á, að hamn skyldi varast að tala óvirðulega um draugana, þeir væru emn ekki dauðir úr öll- um æðuim.“ En nú tekur við annað land, önnur þjóð, atinað ladslag, anmað veðurfar, væntainiega aðrir draug- ar og ný verkefnii. Á Hawaii mun Garrity taka við starfi sem ráðgjafi yfirmamms Kyrrahafsflofca Banda- ríkjamna um utanríkismálastefnu Bandiaríkjamna. Af þessu má ráða að yfirboðurum Gairrity hefur líkað vel starf hans hér á iandi, því að hinn nýi sfcarfi er talsverð upphefð, aðeins fáiir memn i þjóinustu bandarisku uppiýsingastofnunarinnar starfa sem ráð- gjafar á þemnan hátt, enda starfið tiltölulega ný- tiilkomið. „Nýja starfið verður því næsta ólikt þvl sam ég hef átt að venjast hér sem forstöðumaðuir Menning- arstofnunarinnar, en vissulega hlakka ég til að tak ast á við það,“ segir Garrity. Eftirmaður Garrity á Isiandi verður rnaðuir að nafmi Chartes Robert Dickerman, og hefur þegar tekið við srbarfinu, þegar þetta birtist. „Dickeirman kemur hingað eftir ársdvöl við Harward-háskólann, þar sem hann lauk við ritgerð um Norðurlöndin. Hann er þamnig vel kunnuguir Norðurlöndum, enda var síðasta staða hans í utanrlkisþjónustuinini í Qsió. Hann kom hingað til lands fyrir fáeinum dögum og notaði helgina til að skoða sig ofurlítið um. Þegar ég hitti hann svo í morgun virtist mér hann h«rla ánægður með nýja aðsetursstaðimn," segir Gairrity að endingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.