Morgunblaðið - 09.08.1973, Síða 4

Morgunblaðið - 09.08.1973, Síða 4
MORGUJNTBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 9 ÁGOST 1973 Fa 1 1 HÍI XI.I H. I \ A LVit! ® 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 ^>14444 k \& 25555 \mmn BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGAnTÚN 29 BILALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 AVIS SIMI 24460 BILALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL TRAUSTI HrtRHOlT JSATít. 25780 SKODA EYÐIR MINNA. STAKSTEINAR Tíminn og landhelgismálið Einn kunaastí hafréttar- fraeðingur Norðinanna lét fyr ir stuttu þau orð faila, að þróunin i hafréttarmálum væri slík, að bækur um þau efni, væru úrelt?- um leið og þær kæmu út. Ogf svo ör hef- ur þróunin í hafréttarmáluni orðið, að 30 milna fiskilög'- saga er ekái lengur stór, miklu fleiri ríki vilja helga sér stærra landgruun og allt að 200 milum. Það hefði því mátt ætla, að stjórnarblöðin tækju vel þeim mönnum, sem nú hafa krafizt |>ess, að ís- land taki sér 200 mílna fiski- lögsögu. En því miður hefur orðið sú raunin á, að höfnð- málgögn ríkisstjórnarinnar berjast nú gégn 200 mílna stefnunni og kalla hana land- ráðastefnu. Þannig segir Tómas Karlsson í Ieiðara Tímans: „Með þessum skrif- um, er ekki aðeins verið að óvirða störl íslenzku varð- skipanna, heldnr einnig Al- þingi, sem :neð einróma sam þvkkt ákvað útfærslu land- helginnar í 50 mílur, og þjóð- ina alla, sem hefur staðið sem ein fylking að baki þess- ari ákvörðun, þegar vissir forystumenn stjórnarand- stöðuflokkanna og leiðarahöf undar málgagna þeirra eru undanskildir.“ Þannig er það orðið að sérstöku nióógunarefni fyrir landhelgisgæzluna og Al- þingi að menn á íslandi hugsi lengra íram en rikis- stjóruin og telji að þegar eigi að stígn hið næsta skref. Öllu meira ofstæki í stjórnmála- skrifum er tæpast hægt að Imgsa sér, og eru menn þó ýmsu vanir frá Tómasi. Ríkisstjórn íslands er orð- in viðskiia við þjóðina í land- helgismáiinu. Stjórninni hef- ur mistekizt að framkvæma markaða stefnu Alþingis frá 15. ferbúar 1972. Þrátt fyrir útfærslu fiskilögsögunnar er afli erlendra veiðiskipa litlu minni en fyrir útfærsl- una. Bretuni er látið haldast j að uppi að bera það út á alþjóðavettvangi, að við sé- um aö brjóta alþjóðalög með útfærslu fiskilögsögunnar, í stað þess að sýnt sé fram á, að vio færum út fiskilögsögu okkar í samræmi við þrónn alþjóðaréttar. Og rétt eins og það var tímabært að hefjast handa um útfærslu lögsög- unnar á árinu 1971 er nú orðiö tímabært að taka næsta áfanga í málinu og skipa sér á ný í forystusveit þeirra þjóða, er berjast fyrir frið- un fiskimiðanna til handa íbúum strandríkjanna. Tómas Karlsson gétur skrifað marga og langa leið- ara um Iandráðastarfsemi 200 mílna mannanna. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að rík- isstjórn íslands er að verða einn ve.-sti þröskuldtirinn í baráttunni f;rir friðun ís- lenzku fiskimiðanna. Flaggað í hálfa stöng Ríkisstjórnin lét í gær flagga i hálfa stöng á Stjórn- arráðinu vegua útfarar Ulbrichts. Á sama tíma og Iýðfrjálsar þjóðir fagna því, að þessi maður skuli ekki hafa hafizt tif valda hjá þeim, samhryggist íslenzka fikisstjörnin austur-þýzku böðlunum. Það getur vel verið, að stuudum verði ménn af diplómatiskimt ástæðum að gera fléira en gött þykir, en éngih ástæða var til þess að fara að samhryggjast yfif fráfalli þess manns, sem liélt upp á þjöðhátíðardag fslend- inga fyrir tuttiigu ánun með því að siga skriðdrekum og vélbyssuhersveitum á vei-ka- menn í Beriín. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—11 frá mántidegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. ÖRORKA OG LÍFEYRIS- SJÓÐUR Kristinn Friðriksson, Bakka túni 22, Akrar.esi, spyr: Ég er í Kfeyrissjóði sjó- manna, en er örorkubótaþegi. Fá þeir sem hafa örorkubæt- ur ekki peninga úr Mfeyris- sjóðnum. Ef þeir fá einhverjar máiraðargreiðslur, hve mikið fá þeir þá? Örn Eiðsson, fulltrúi í Tryggingastofnun ríkisins, svarar: Örorkuiífeyrir almanna- trygginga er alveg óháður ígreiðslum úr Lífeyrissjóði sjómanna. Hver sjóðfélagi, er greitt hefur til sjóðsins í 10 ár eða lengur og ófaer verður til að gegna því starfi sem hann hefur gegnt þangað til, á rétt á örorkulifeyri, ef trygg ingalæknir metur örorkuna meira en 35%. Örorkumat þetta skal aðallega m ðað við vanhæfni sjóðsfélaga til að gegna starfi þvi er hann hef ur gegnt að undaníömu. Ef rekja má aðalorsök ör- orkunnar til starfs þess, sem öryrkinn gegndi, er hámark hins árlega örorkutifeyris hans jafnhátt eMilífeyri þeim er hann hefði öðlazt rétt til, ef hann hefði gegnt stöðu sinni til 65 ára aidurs. Endra nær miðast hárnark örorkulíf eyris við starfs-tíma og meðai- lauti 10 síðustu starfsár ör- yrkjans. TIL VEGAMÁLASTJÖRA Friðrik Daníelsson, Þing- holtsbraut 35, spyr: 1) Hvenær verður leiðin um Sölvahraun og Dómadali opnuð til umferðar? — henni hefur ekki verið haldið við undanfarin ár sem skyldi. Sigurður Jóhannsson vega- málastjóri, svarar. Fjallabaksleið nyrðri um Sölvahraun og Dómadalsháls hefur lítið verið sinnt undan farin ár sökum þess, að mun greiðfærari Leið er nú um nýja veginn að Þórisvatni inn að Siigöldu og áfram inn með Tungnaá að Frostastaðavatni. Þetta hefur verið gert til þess að unnt væri að verja örlítið meira fé til lagfæringa á leið- inini frá Landmamnaiaugum um Eldgjá í Skaftártungu. Til þess að gera leiðina uth Dómadalsháils örugga fyrir flesta bíla, verður að gera allkostnaðarsamar lagfærkig ar á Dómadalshálsi, en nægjan legt fé hefur eigi verið fyrir hendi til þess að framkvæma þær iagfæringar jafnhliða öðru viðhaldi á Fj allabaks- leið. Af þeim sökum hefur sá kosturinn verið valinn, sem að framan greinir. Til leign 4rn herbergjn íbúð í háhýsi Við Ljósheima. Fyrirframgreiðsla. PÉTUR AXEL JÓNSSON, Iögfræðingur, Öldugötu 8, sími 12672. Hjartanlegar þakkir færi ég þeim öllum, er auðsýndu mér vináttu og h'ýhug á sjötugsafmælinu 28. júlí sl.,,með gjöfum, skeytum, blómum og heimsóknum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll! Vilhelm Steinsen. KRiSTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF., rafeindadeild Söluferð um lundið Sölumaður rafeindadeildar er á hringferð um land- ið. Hann er með sýnishorn og upplýsingar um rad- ara, miðunarstöðvar, fjarskiptatæki, fisksjár o. fl. — Næstu daga gerir hann ráð fyrir að vera: Þann 9. ágúst Grundarfjörður, Stykkishólmur, þann 10. ágúst Patreksfjörður, þann 11. ágúst Tálknafjörður, Bíldudalur, þann 12. ágúst Þingeyri, Flateyri, þann 13. og 14. ágúst ísafjörður og nágrenni. KRISTJAN Ó. SKAGFJÖRÐ HF., sími 24120. Miðfjaröará VEIÐIFÉLAG MIÐFIRÐINGA auglýsir hér með eftir tilboðum í veiðirétt í Miðfjarðará frá og með 1974. Tilboð skulu hafa borizt á skrifstofu Jónasar A. Aðalsteinssonar, hrl., Laufásvegi 12 í Reykjavík fyrir kl. 17.00 hinn 24. ágúst 1973 og munu þau tilboð, sem berast, opnuð þar kl. 17.15 sama dag. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. F. h. Veiðifélags Miðfirðinga Jónas A. Aðalsteinsson, hrl., Laufásvegi 12, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.