Morgunblaðið - 09.08.1973, Side 10
MORGUNBLAÐXÐ — FIMMTUDAGUR 9. AGUST 1973
„Þakka borgarstjóranum fyrir
f rá strákunum í Blesugróf inni“
Erlendur Guðmundsson og Valdimar Þ. Valdimarsson gengu á fund borgarstjóra. — Nú
standa þe.ir hróðugir á knattspyrnuvellinum, sem verið er að gera fyrir piltana í Blesugróf-
inni. — Ljósm. Mbl. Brynjólfur.
f BLESUGRÓFINNI er nú
verið að gera knattspyrnu-
völl á vegum Reykjavíkur-
borgar, en tildrög þess eru
að tveir ungir piltar gengu á
fund borgarstjóra, Birgts Is-
Ieifs Gunnarssonar, með stór-
an undirskriftalista, þar sem
beðið var um að gerður yrði
knattspyrnuvölluir fyrir pilta
sem ættu heima í Blesugróf-
inni. Borgarstjóri brá skjótt
við, sneri sér til yfirmanns
leikvalia í Reykjavík með
þeim fyrirmælum að gerð-
ur skyldi knattspyrnuvöilur í
hvjrfinu.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins brá sér upp í Blesugróf
í gær og hitti að máli þessa
röggsömu pilta. Piltarnir
tveir, sem á fund borgar-
stjóra gengu heita Erlendur
Guðmundsson og Valdimar Þ.
Valdimarsson.
Erlendur varð fyrri til
svara, er blaðam. spurði hann
um tildrög þess að þeir
ákváðu að ganga á fund borg
arstjóra.
— Það byrjaði þanmig, að
gæzluvöl’lurinn í hverfinu var
girtur, en þar höfðum við
strákarnir getað verið í fót-
boita. Við vorum of gamlir til
að vera '.nni á vellinum, og
höfðum engan stað til að leika
okkur á, nema knattspyrnu-
völl, sem er uppi í Stekkjum.
Við gátum aldrei fengið að
vera í friði fyrir stórum
strákum, sem voru á jeppum
og mótorhjólum á vellinum.
Og ef við reyndum að halda
áfram þá lömdu þeir okkur
bara. Við höfum rakað yfir
völlinn, en alltaf sjást hjól-
för eftir jeppa, sem keyra
þama upp og niður moldar-
börð, sem eru við völlinn.
— Svo fór ég og annar
strákur til þess að safna und-
irskriftum um að gerður
yrði fctboitavöllur I Blesu-
grófinni. Við söfnuðum 54
undirskriftum. Þetta var í
marz. Mamma eins af strák-
unum hvatti okkur til að
gera þetta og fara síðan að
tala við borgarstjórann.
— En við týndum blaðinu,
sem við höfðum safnað und-
iskriftui.um á. Og svo ákváð-
um við að bíða með þetta.
Loks ákváðum við, ég og
Valdim-ar að ganga í hús í
hverfinu og safna undirskrift
um um að gerður yrði fót-
boltavöllur. Við söfnuðum 84
undirskriftum og fótk á ötl-
um aldri skrifaði undir.
— Svo fórurn við 4 strákar
saman til borgarstjóra á
þriðjudegi seinni hlutann í
júní, en okkur var sagt að
koma aftur á föstudegi, því
þá hefði han-n viðtalstíma.
— Þá fórum við tveir á
föstudeginum. Hann spurði
okteur hvað við vildum og
við sýndum honum blaðið
með undirskriftunum. Svo
spurði hann otekur, hvað við
hétum og sagðist ætla að tala
við manninn, sem sæi um
þessi mál.
— Einn daginn fyrst í júlí,
sagði gæziukonan á leikvell-
inum otekur, að komið hefði
maður, sem hefði beðið hana
að skila því til okkar að byrj-
að yrði á vellinum eftir
nokkra daga. ,
Að lokum sagði Erlendur:
— Þakka borgarstjóranum
fyrir frá strákunum í Blesu-
grófinni.
Blaðið sneri sér til Bjarn-
héðins Hallgrímssonar um-
sjónarmanns leikvalla Reykja
víkurborgar, og spurði hann
um hve mörg leiksvæði væri
í borginni. Sagði hanm, að
gæzluveltir væru 29, opin
leiksvæði 50, körfuboltavellir
14, sparkvellii 17 og 1 starfs-
völlur á Meistaravöiium, auk
þess sem 2 sumarleikveliir
væru við skóla.
Þá sagði hann að verið
væri að gera starfsvölt og
leiksvæði við Vesturberg í
Breiðholti, því hverfið væri
mjög barnmargt og börnin
yrðu að fá stað til að leitea
sér á. Vötlur sem er 40x60
metrar kostar 1.2 millj. kr.
— Það er alttaf verið að gera
nýja leikveldi, en þó vantar
alltaf velli.
Fiskveiðideilur
breiðast út
Þorskastríðið í erlendum blöðum
UM heim aiian hefur athygli
tnanna beinzt i mjög anknuni
mæli að fiskveiðimálum og
verndun fiskstofna á undan-
förnum mánuðum. Það er að
verða æ ljósara að málstað-
ur Islendinga i landhelgismál
inu er ekki einstakt fyrir-
brigði, heldur á sér hiiðstæð-
ur með sérhverri þjóð sem að
veruiegu ieyti sækir björg
sína í sjó. Skrif um þessi mál
hafa um leið orðið tíðari í er-
iendum blöðum. Hér á eftir
fer úrdráttur úr nokkrum úr-
klippum sem Morgunblaðinu
hafa borizt um fiskimál allt
frá Ameríku til Asíu.
1 blaðinu Bellingham Her-
ald sem kemur út í Washing-
tonfylki i Bandaríkjunum er
grein 24. júlí um síauknar
kröfur um 200 milna fisk-
veiðilögsögu í Bandaríkjun-
um, einkum á Nýja Englandi,
en þar telja f skimenn að 200
mílumar séu það eina sem
geti bjargað þeim frá því gíf-
urlega tjóni sem þeir verða
fyrir af völdum erlendra fiski
skipa sem ákaft sækja á mið
þeirra. Er tatið að Bandaríkja
menn missi af billjónum
punda af fiski árlega til útlend
inga. Leggja sjómenn á Nýja
Englandi allt traust sitt á að
Alþjóða hafréttarráðstefnan
leysi þetta mál, og segir blað
ið raunar að þrýstingur sé á
Sameinuðu þjóðirnar víðs veg
ar að úr heiminum að þær
beiti sér fyrir lausn landhelg-
isdeilna með alþjóðalögum.
1 greininni eru tekin þrjú
dæmi um útbreiðslu slíkra
mála og nauðsyn þess að þau
séu leyst á alþjóðavettvangi.
1 fyrsta lagi séu bandarisk
veiðiskip stöðugt tekin fyrir
veiðar i.nnan binnar 200 mílna
stóru fiskveiðilögsögu Perú
og Ekvacfor sem þau lýstu yf
iir einhliða.
1 öðru lagi virðist vera tals-
verður stuðningur við 200
milna efnahagslögsögu meðal
Afrikuríkja. Og í þriðja lagi
er svo þorskastriðið milli
Breta og íslendinga, en bæði
löndin bíði nú úrskurðar Al-
þjóða hafréttarráðstefnunnar.
„Ef ráðstefnan gerir ekki
eitthvað í þessu máli, og svo
kann að fara að hún geri það
ekki, þá getum við átt von á
þvi að mörg fleiri ríki færi út
lögsögu sína einhliða í 200
milur. Málstaður Islands verð
ur ekki einstæður," segir
John K. Gamble aðstoðarfor-
stjóri hafréttarstofnunarinnar
við háskólann í Rhode Island.
KANN AÐ CTILOKA
VEIÐAR A FÁUM ARUM
1 grein blaðsins segir að
bandaríska iandhelgisgæzlan
hafi engin tök á að halda uppi
nauðsynlegri gæzlu á miðun-
um við Nýja England til þess
að hafa eftirlit með veiðum
erlendra togara, og veiðum á
friðuðum svæðum og frið-
uðum fisktegundum. Og skort
ur á skipulagningu á nýtingu
auðlinda hafsins almennt hafi
haft mjög alvarlegar afleiðing
ar fyrir bandaj'íska fiskiðnað-
inn.
í fyrsta lagi er 1,3 billjón
dollara halli á viðskiptajöfn-
uði við útlönd varðandi fisk.
Þá er % alls fisks sem notað-
ur er í Bandaríkjunum inn-
flutt, og talsvert af því
magni raunar veitt á miðun-
um við Nýja England af út-
lendum fiskiskipum. Sjómenn
þar halda því fram, að þessi
samkeppni við útlendinga
muni ríða þeim að fultu á fá-
um árum.
Edward Kennedy öldunga-
dei'ldarþingmaður fyrir Massa
chussets lagði á síðasta þingi
fram nokkur frumvörp sem
ætlað er að bæta sjómönnum
það tjón sem þeir verða fyrtr
vegna útlendra skipa, auka at
vinnuleysisstyrk, öryggiskröf-
ur og tryggingu gegn náttúru
hamförum, og veita 100% af
tollum fyrir innfluttan fisk til
bandaríska fiskiðnaðarins í
stað 30% e;ns og nú er.
Fulltrúadeildarþingmaðurinn
Gterry E. Studds frá sama
fyiki, heldur því hins vegar
fram að slikar ráðstafanir
nái skammt ef ekki verði
neinn fiskur eftir til að veiða,
og hann lagði fram frumvarp
í fulltrúadeildinni sem ætlað
er að koma í veg fyrir slíkt.
Öldungadeildarþingmaðurinn
Warren G. Magnusson lagði
það fram um leið í öldunga-
deildinni. Það gerir ráð fyrir
að komið verði á 200 mílna
fiskveiðilögsögu til bráða-
birgða til vemdar fiskveið-
um, unz Hafréttarráðstefnan
skeri úr um málið á næsta
ári.
Bellingham Herald bætir
því við að líklegt sé að Hvíta
húsið beiti neitunarvaldi gegn
þessu frumvarpi, komist það
gegnum báðar þingdeiJdir.
H'flUMÓTMÆLI
í tveimur kanadískum blöð
um segir frá því að áköf mót
mæli hafi komið fram innan
bandariska fiskiðnaðarins
vegna tillagna frá Alþjóða-
nefndnni um lúðuveiðar í
Kyrrahafi um að veiðar á
lúðumiðunum í Alaskaflóa
verði hætt mánuði fyrr en
venja er, eða 1. september.
Telja útgerðarmenn að þetta
muni gera erlendum fiskiskip
um kleift að stunda rányrkju
á lúðu í stórum stíl, og það
sé einkum veiðifloti Rússa á
þessum slóðum sem valdi
hinni mitelu fækkun lúðu.
Hins vegar segir nefndin
að þessar tillögur hennar geti
bjargað um fimm milljönum
fiska, og lækkað heildarafl-
ann veruiega. Útgerðarmenn
hafa sent mótmæli sín til
William Rogers utanrikisráð-
herra.
Þá er sagt frá því, að sam-
tök kanadiskra sjómanna hafi
sent mótmæli til umhverfis-
málaráðherra Kanada vegna
rámyrkju erlendra togara á
lúðumiðum við vesturströnd
Kanada. Segja þeir að kanad-
ísku sjómennirnir hafi borið
hitann og þungann af friðun
fiskstofnanna, en siðan komi
útlendingarnir og eyðileggi
margra ára starf. Nefna sjó-
menn Japani og Sovétmenn
sem aðalsökudólgana.
ÞORSKASTRÍÐ í ASÍU
1 blaðinu Vancouver Sun er
grein 16. júlí sem segir frá
því að eins konar þorskastríð
sé í uppsiiglimgu á Kyrrahafi,
sem ekki verði síður erfitt við
ureignar en stríðið milli Breta
og íslendinga. Blaðið segir að
það sé eimkum á miðunum við
Indónesiu, Singapore, Mala-
ysíu og Filipseyjar sem deil-
ur séu að verða ákafar vegna
mikilla veiða japanskra fiski-
skipa. Og Kína sé að hvetja
smáríkin í Asiu tii að lýsa yf-
ir 200 mílna f'skveiðMögsögu,
en einnig spili hugsanlegar
olíulindir á hafsbotninum inn
í slíkar kröfur. Mörg áður-
nefndra landa séu nú að
byggja upp sinn eigin fisk-
iðnað og líki ekki samkeppnin
við hina ágengu Japani.
Sem dæmi tekur blaðið
Fitipseyjar, en þar er nú ört
vaxamdi fiskiðnaður. Fiskveiði
floti landsmanna hefur t. a. m.
vaxið úr 1500 skipum upp í
2500 steip síðan árið 1965 og
eftir þrjú til fjögur ár gera
þeir ráð fyrir að geta byrjað
að flytja út fisk í stórum stíl.
Við skipulagningu slíkrar
aukningar í fiskiðnaði veldur
veiði Japana á sömu miðum
Filipseyingum milklum áhyggj
um. Embættismenn á Filips-
eyjum telja óhjákvæmilegt að
til árekstra muni koma á mið
unum, taki stjórnvöld ekki í
taumama til þess að verja
heimamiðin fyrir ágangi út-
lendinga.