Morgunblaðið - 09.08.1973, Síða 12

Morgunblaðið - 09.08.1973, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1973 UMHORF í UMSJÓN ANDERS HANSEN Herg-anffa í ríki Hitlers og i A-Þýzkalandi. Fyrir A-Þ.jóðverja þýddi fali na/.ismans síður en svo stöðvun einræðis og kúgunar. Kommúnisminn tók við þar sem frá var liorfið. Að glata virðingu sinni Lítilía sanda, lítilla sæva, litil eru geð guma. — Eitt- hvað á þessa leið varð mörg- um að orði er það fréttist að fúlltrúar hms svokallaða Æskulýðssambands íslands ætluðu að taka þátt í heims- móti æskunnar sem nú er haldið í A Berlín. Breytti þar engu um, að fulltrúum var gert að fara eftir reglum sem engir frjálsir og ókúgaðir menn hefðu getað sætt sig við. Þeir eru ekki vandir að virðingu sinni kommadreng- imir sem um dagimn héldu ut an tdl Berlínar. Kemur það raunar ekki á óvart, þar sem þeir lifa allir og hrærast inn- an ramma Marx-Lenimismans. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að A-Þýzka- land er og hefur verið um árabil eitt illræmdasta ein- ræðis- og harðstjórnarríki Evrópu. Hin kommúnistiska rikisstjóm landsins hefur, með dyggilegri aðstoð Sovét- rikjanna, haldið landsmönn- um í járngreipum allt frá stríðslokum. Fyrir A-Þjóð- verja táknaði fall nazismams þvi alls ekki endalok harð- stjómar og kúgunar, komm- únisminn tók við þar sem frá var horfið. Það er þvi vandséð hvaða lærdóm íslenzkt æsku- fólk ætti að sækja til A-Þýzka lands, og alla vega er það fremur vandséður heiður sem því fylgir að vera gestur stjómvalda í A-Berlín. För þeirra er hins vegar vatn á myllu þarlendra stjómvalda, enda ekki ónýtt að geta stát- að af að vera gestgjafi sam- taka æskufólks hvaðanæva að úr heimimum. Þá er og at- hyglisvert, að einmitt þeir hin ir sömu menn og nú eru í A- Berlín hafa ofts'nnis talið sig þess umkomna að ganga fram fyrir skjöldu og gagnrýna stjórnarhætti ýmissa ríkja í V-Evrópu, svo sem Grikklands og Portúgals. Vissulega er ástandið þar slæmt, og full ástæða til að vekja athygli á þvi, en af fengimni reynsiu verður þó að draga í efa heil- indi fulltrúa Æskulýðssam- bandsins í því máli. Þvi hefur oft verið haldið fram, að ungt fólk ú Islandi í dag sé frjálslynt og með nýj- ar og ferskar hugmyndir, ó- þvingað af kreddum og íhalds semi eldri manna. Þetta á þó greinilega ekki við um ýmsa yngri vinstrimenn, a. m. k. ekki þá er nú stjórna Æsku lýðssambandinu. Likt og hin- ir eldri hugsjónabræður þedrra eru þeir nú meira að segja tekrnir að fara í heimsóknir austur fyrir jámtjald, vænt- aniega til að kynna sér fram kvæmd „fagnaðarerimdisins" þar. Það er e. t. v. táknræmt, að fyrir valinu skyldi verða himn afgirti hluti Berlínar, þar sem smán kommúmism- ans ris einna hæst. Eftir úrsögn flestra hinna stærstu aðildarfélaga úr Æ. S.l. getur það í raun og veru ekki komið fram sem neinn fulltrúi íslenzkrar æsku, þrátt fyrir tilraunir stjórnar þess í þá átt. För fulltrúanna frá ís landi er islenzku þjóðinni til skammar ef eitthvað er. Hafi Æskulýðssambamd Islands áð ur notið virðingar íslenzkrar æsku, þá hefur það nú glatað henni. Eru dyr Háskólans loks að opnast? Á undanförnum árum hef- ur þróunin í öllu æðra nárai verið á þá leið að gera ætti sem flestum kleáft að öðlast þá menntun sem þeir óska. Á þetta ekki sízt við um háskól- ana, en þar sem áður var jafn an gerð krafa til stúdents- prófs, þar er nú margvísleg önnur menntun tekin gild svo fremi að hún standist ákveðn ar lágmarkskröfur. Enn frem- ur hefur nú vaknað skilnimg- ur á því að gefa því fólki sem ekki hefur neina framhalds- memntun, kost á þvi að afla sér hennar á sem auðveldast- an máta, s. s. með námskeið- um ýmiss konar. Ágætt dæmi um slíkt er hin svonefnda öld ungadeild í Menntaskólanum Við Hamrahlíð. Hin mikla þátt taka í henni sýnir vel hve þörfin á slíkri deild hefur ver ið brýn. En ekki þurfa þó allir þeir er ekki hafa stúd- entspróf að fara í slikt undir- búningsnám, þar sem til er margs konar önnur menntun er fyllilega stenzt stúdents- prófinu snúning. Ekki eru þó allir á sama máli um þetta hér lendis, og hefur tregða og íhaldssemi forráðamanna Há- skóla Islands oft verið furðu- leg cg óskiljanleg. Skal það nú útskýrt nokkru nánar. Forsaga þessa máls er sú, að fyrir nokkrum misserum gerði nefnd á vegum Stúdenta ráðs Háskóla íslands athugun eða úttekt á námsefni nokk- urra framhaldsskóla hér á landi, með háskólanám í huga. í ályktun þeirri er nefndin sendi frá sér að at- huguninni lokinni, kemur fram, að ýmsir framhaldsskól ar útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa fyllilega næga menntun til háskóla- náms, en aðrir þurfi að bæta einhverju við sig, mismun- andi eftir skólum. Nefndin komst jafnvel að þeirri niður- stöðu, að - sumir skólar s. s. Kiennaraskótó fslands sikilaði nemendum betur undirbúnum í sumar deildir Háskóla Is- lands heldur en sjálfir menntaskólarnir gera. 1 framhaldi af þessu sóttu um þrjátíu kennaramenntaðir menn um inngöngu í Háskól- ann á síðastliðnu hausti. Eftir mikið þref og vangaveltur hinna háu herra Ieit loks svo út á tímabili, að Háskólinn mundi taka við þessu fólki. Höfðu ýmsdr deildarforsetar lýst sig jákvæða, og var fullt útlit fyrir að Háskólaráð sam- þykkti umsóknirnar. Svo fór þó við atkvæðagreiðslu um þetta mál, að það var kolíellt Greiddu þá jafnvel sumir þeirra er áður höfðu heitið stuðningi sínum atkvæði á móti. Jafnvel annar fuUtrúi stúdenta í ráðinu greiddi til- lögunni ekki atkvæði, heldur sat hjá að göðum og gömlum framsóknarsið. Er e. t. v. ekki að vænta mikillar róttækni og vilja t;l breytinga hjá hinum eldri mönnum í Háskólaráðd á meðan hinir ungu — menn með nýjar og ferskar hug- myndir — þora ekki að taka af skarið. Ákvörðun Háskólaráðs í fyrra var í meira lagi hæpin, þar sem ráðið lét alls enga könnun gera á gidi kennara- menntunarinnar, og tók ekki Fyrir nokkru var gefin út ný reglugerð um að sporna viö m'snotkun á nafnskirtein- um, sem mikið mun hafa kveð ið að að undanfömu. Er það vissulega vel, þar sem annars væri notagildi þeirra harla lít- ið, ef ekki væri hægt að treysta því að þau væru óföls uð. Ei'tt atriði í þessari nýju til skipun vakti þó nokkra undr- un og reiði margra. En það var það atriði sem kvað á um, að sá sem einhverra hluta vegna þurfti að afla sér nýs skírteinis skuli hafa með sér ábyrgðarmann sem lagt geti fram full persónuskilríki, og skuli sá hinn sami hafa náð þrjátíu ára aldri. Þrjátfu? — Hvers vegna þrjátíu? Er ekki fólk við tuttugu ára aldur orð ið fullgildir þjóðfélagsþegnar tiBit til þess eina aðila sem gert hafði slika könnun; Stúd- entaráðs Háskóla íslands. Verð ur því ekki annað séð en að ráðið hafi gripið ákvörðun sína algjörlega úr lausu loftf. SUkt þættu varla æskileg vinnubrögð ef í hlut ættu nem endur á framhaldsskólastigi, hvað þá af stúdentum í Há- skólanum. En hæstvirtir for- ráðamenn þessarar æðstu menntastofnunar þjóðarinnar létu sig ekki muna um það. Nú í sumar sóttí aftur nokk ur hópur fólks með kennara- próf um inngöngu í Háskól- ann. Þau standa að þvi leyti með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja? Það virðist orka nokkurs tvimæl- is, að það fólk sem er talið nógu áreiðanlegt til að geta kosið til Alþingis og sveitar- stjórna sé ekki tatóð trúverð- ugt ef ábyrgjasit þairf urn- sókn um nafnskirteimi. Um leið og löggjafarvaldið hygg- ur á lækkun kosningaaldurs niður i átján ár, þá kemur fram ein af stofnunum ríkis- ins og segir, að við þrjátíu ára aldur sé hægt að treysta fólki, ekki fyrr. Þeir sem bera ábyrgðina á þessu ættu tafarlaust að sjá sóma sinn i að afnema þetta ákvæði tilskipunarinnar, enda á hún sér enga skynsamlega stoð. Svona ófyrirleitið van- traust á ungt fólk ætti að héyra fortíðinni til. betur að vigi nú en í fyrra, að nú hefur loks verið gerð einhver viðhlítandi könnun á gi'ldi kennaraprófsins af hálfu Háskólans. Eftir siðustu frétt um að dæma munu niðurstöð ur hennar vera jákvæðar. Er því full ástæða til að ætla að i haust innritist fólk með kennarapróf í Háskóla Islands i fyrsta sinn. Þvi verður trauðla trúað, að Háskólaráð láti söguna frá í fyrra endur- taka sig. Fari svo, hljóta þar að baki að vera eimhver ann- arleg sjónarmið, sem ekki hafa verið látin í ljós opinber- lega. Anders Hansen. Yantraust á ungt fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.