Morgunblaðið - 16.09.1973, Side 28

Morgunblaðið - 16.09.1973, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ — SU'NNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1973 velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá máuiudegi til föstudags kl. 14—15. • Leyfið frjálsan innflutning á hundum — hætta á því, að smyglaðir hundar beri með sér sjúkdóma Borizt hefur eftirfarandi bréf frá Jean Lanning, en hún var dómari á hundasýningunni, sem haldin var í Hveragerði á dögunum: Hundurinn er bezti vinur mannsins. Þetta er viðurkennd ur sannleikur í öllum löndum heims, nema á ísiandi. Það var sögulegur viðburður þegar í fyrsta sinn var haldin hunda- sýning á fslandi. Ég hef það starf að vera dómari á slík- um sýningum víða um lönd, og það var mér mi'kill heiður að vera boðið að segja álit miitt á hundum hér. fslendingar geta verið hreyknir af þvi að eiga eitt elzta hreinræktaða hundakyn í heimi, og þetta er vissulega ein elzta og verðmætasta arf- leifð ykkar. íslenzki hundur- inn er einstaklega gáfaður, og ljúfgeðja gagnvart eigendum sinum, hverra líf hann er reiðu búinn að verja ef nauðsyn krefst. Ég varð djúpt snortin aá þeim áhuga, sem hinir mörgu sýningargestir létu í ljós, og mikill áhugi virtist vera fyrir hendi hjá ungu fóiki á hunda- rækt. Þegar þessi áhugi er nú vaknaður, ætti að hvetja til þess, að hér verði leyfður frjáls innflutninigur hunda. Mér hefur verið sagt, að RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Éyf HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa við VÍFILS- STAÐASPÍTALA á dagvaktir og fastar næturvaktir. Einnig óskast SJÚKRALIÐAR til starfa á sama stað. Dagheimili er starfrækt í sambandi við spítalann. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 42800. STARFSSTÚLKUR óskaát til starfa við KÓPAVOGS- HÆLIÐ. Upplýsingar veittar í síma 41500. STARFSSTÚLKUR óskast til starfa í eldhúsi KLEPPSSPÍTALANS. Upplýsingar veitir matráðs- konan, sími 38160. bannað sé að flytja hingað hunda frá öðrum löndum, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Þannig er ísland eina landið í heiminum, sem leyfir ekki slíkan innflutning. Þetta hlýtur að hafa þær af- leiðingar, að hundum er smygl að til landsins, og geta allir séð hvers konar afleiðingar það getur haft. Svo tekið sé dæmi um það versta, sem gerzt getur, þá gætu hundar, sem þannig eru fluttir inn með ó- löglegum hætti o,g eftirlits- laust, borið með sér hunda- æði, en það er sjúkdómur, sem er ekki síður hættulegur mönn um en hundum. Væri leyfður innflutningur á hundum til Islands og eftir- lit með honum, þá væri þessi hætta ekki lengur fyrir hendi. Eftirlit væri haft með þvi, að hundar hefðu heilbrigðiisvott- orð, gefið út af dýralækni í því landi, sem þeir kæmu frá. ísland gæti haft mikiivægu hlutverki að gegna í hunda- rækt. I>etta getur þó þvi að- einis orðið að veruleika, ef gamlir og úreltir fordómar verða ekki látnir ráða ferðinni í þessum málum framvegis. Jean Lanning.“ 0 Aðgangur að vínveitingahúsum Guðlaugnr Einarsson, hrl. hringdi. Hann hafði farið á bingókvöld, sem Karlakór Reykjavlkur hélt að Hótel Sögu nýverið, í fyigd með kunningjakonu sinni og 10 ára bami hennar. Við inngang- inn var þeim tjáð, að bamið fengi ekki að fara inn með þeim, þar sem um vínveitinga- hús væri að ræða, og þar mætti enginn fara inn, sem væri undir 18 ára aldri. 0 Strætisvagnaferðir um Austurstræti verði ekkilagðar niður Kæri Velvakandá! H. Hjálmarsdóttir skrifar á þessa leið: Mig langar til að taka und- ir orð Péturs Urbancic í pistl- um þínum 14. þ.m. um nauð- syn þess, að strætisvagnar þeinr, sem ekið hafa um Aust- urstræti, haldi þvi áfram, þó að strætið sé að öðru leyti lok- að bílaumferð. Eins og Pétur bendir á er hér um að ræða mikla þjón- ustu við almenning, sem þarf að hafa greiðan aðgang að al- menningsvögnum á þessum stað í miðborginni. Mikil óþæg- indi munu hljótast af ef breyt- ing verður á þessu nú. Tiíraunin með Austurstræti er vel þess virði að hún sé gerð, en má þó ekki verða til þess að strætið verði lagt í eyði, en það getur hæglega orð ið ef fáir eiga þangað erindi. Það er eindregin áskorun mín, að strætisvagnaferðum um Austurstræti verði ekki hætt, heldur verði þessi þjón- usta við almenning óskert — þar fer saman hagur atonenn- ings og Austurstrætis. H. Hjálmarsdóttir, Suðuirgötu 13.“ 1 framhaldi af þessu hafði Velvakandi samband við S.V.R- og spurðist fyrir um leiðir vagnanna, sem ekið hafa um Austurstræti, en umferð þeirra þar legigst niður frá og með morgundeginum. Um er að ræða leiðir nr. 2, 3, 4 og 6. Leið 2 mun nú aka um Lækj- argötu, Vonarstræti, Suður- götu og Aðalstræti, en leiðir 3, 4 og 6 aka um Lækjargötu, Vonarstræti, Suðurgötu og Túngötu. Þannig fara ailir þessir strætisvagnar mjög ná- lægt Austurstræti, og verður því ekki séð, að breytingin þurfi að koma sér neitt illa fyrir þá, sem erindi eiga á þessar slóðir. Bezta auglýsingablaöiö SÍMI í MÍMI er 10004 1 Fjölbreytt og skemmtílegt tungumálanám J Frá Ítalíu Skyrtublússurnar eru komnar. STARFSFÓLK óskast að UPPTOKUHEIMILI RÍKIS- INS, Kópavogi. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaðurinn, sími 41725. Reykjavík, 14. september 1973. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 I ljós kom, að dyravörður- inn haíði rangt fyrir sér, þar sem ákvæði um þetta í áfeng- iislöggjöf frá 1969 hljóða svo: „Ungmennum yngri en 18 ára er óheimil dvöl eftir klukkan 8 að kvöldi á veitingastað þar sem vínveitingar eru leyfðar, nema i fylgd með foreldrum sínum eða maka.“ Hins vegar er vert að benda á í þessu sambandi, að óheim- ilt er að veita vín þeim, sem eru undir 20 ára aldri, þó svo að þeir eigi aðgang að vínveit- ingastöðum með þessum skil- yrðum. f DODGE DART 1974~1 Dodge Dart’74 er bíll hinna vandlátu. Dodge Dart'74 er glæsilegur, vandaður og á betra verði en flestir aðrir sambæri- legir bílar. Nýjar sendingar á leiðinni Kynnið yður verð og kjör strax í dag. DART SWINGER DART CUSTOM VOKULL HF. ÁRMÚLA 36 REYKJAVlK SlMI 84366 GLUGGINN, Laugavegi 49. STARFSSTÚLKNAFÉLAGIÐ SOKN Félagsfundur veröur haldinn þriöjudaginn 18. sept- ember 1973 kl. 8,30 e. h. í Alþýðuhús- inu viö Hverfisgötu. FUNDAREFNI: 1. Uppsögn samninga. 2. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Starfsstúlknafélagið Sókn. 5PÓNN fyrirliggjandi í miklu úrvali. FINELINE: Hnota, palisander, teak, birki. Eik, fura, koto, gullálmur (einnig 2,8 mm.), palisander, teak, wenge og askur (einnig 1,5 mm.) Mahogni og Oregon pine væntanlegt. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO., Ármúla 27. Símar 86-100 og 34-000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.