Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 ElNino við Perú- ansiósuna ogn (heimild: Scientifie American) Efri myndin: Ansjósu- bátar við akkeri utan við höfnina Pisco. Neðri myndin: Ansjósunni landað. Kortið sýnir hvað veiðar Perúmanna féllu skyndilega f fyrra eftir stöðuga aukningu frá 1957. O) O v- CNJ CO lí) (D (O (O (O O) O) O) O) O) O T- C\J h* h* 0)0)0) Veröld Perú ansjósunnar er sveipur úr miklum köldum haf- straumi. Þær berast hægt með straumnum, ásamt óteljandi smá- plöntum og dýrum. Ansjósurnar mynda stórar torfur, sem oft er splundrað að ofan. Fuglar tína ansjósurnar upp í hundruð þús- unda tali og milljónir lenda í netum sjómanna. A stuttri ævi ansjósunnar (sjaldan lengri en þrjú ár) verða yfirleitt ekki nema litlar breytingar á því kalda um- hverfi, sem hún lifir f. Um aldur nokkurra kynslóða, getur heimur þeirra hins vegar orðið fyrir mik- illi röskun. Hinn hægi norður- straumur, verður enn hægari og getur jafnvel snúist. Vatnið hitnar og saltmagn minnkar, breyting verður á lífheimi þessum, og mörgum hinna ör- smáu plantna og dýra fækkar, og sum hverfa. Ólífvænlegt verður þá f heimi ansjósunnar og hún dreifist, margar deyja ungar og ksmslóðir, sem enn eru ókomnar, koma e.t.v. aldrei. Sú breyting á hafinu, sem þekkt er undir nafn- inu E1 Nino, hefur átt sér stað. Við strönd Perú er venjulega svalt og þokusamt, gagnstætt þvf sem gerist á sömu breiddargráðu á hitabeltissvæðunum á austur strönd Suður-Ameriku. Það er hinn kaldi hafstraumur, sem ekki er nema 10 gráður á Celcius fyrir sunnan, en verður allt að 22 gráða kaldur, þegar norðar dregur, sem því veldur. Perú straumurinn saman- stendur af fjórum hlutum. Sam- spil þeirra skapar, og breytir veröld ansjósunnar. Tveir hlut- anna streyma í norður: strand- straumurinn næst ströndinni, og hafstraumurinn, lengra út, til hafs. Á milli þessara tveggja strauma, á og við yfirborðið, er Perú-gagnstraumurinn oe undir öllum þrem er Perú-neðanstraum urinn. Bæði gangstraumurinn og neðanstraumurinn streyma í suður. Strandstraumurinn nær djúpt og brotnar á strandlengjunni allt frá Valparaiso í Chile norður fyrir Chimbote f Perú. Ansjósan lifir aðallega í norðurhluta þess- arar vatnslengju. Staðvindar, blása þarna frá suðri eða suð- austri, samsfða ströndinni. Staðvindarnir flytja yfirborðs- vatnið norður og vestur. Um leið og yfirborðsvatnið leitar frá ströndinni, verður uppstreymi af köldu undirborðsvatnj, sem kemurf staðþess. 22 prósent alls af la Líffræðileg áhrif uppstreymis- ins eru gífurleg. Þessi vatns- ræma, sem aðeins er örsmátt brot hafflatarins gefur af sér 22 prósent alls þess fisks, sem veiddur er í heiminum. Frjósemi hennar stafar af stöðugri endur- nýjun næringarefnabirgða — aðallega fosfötum og nitrötum — sem hafa góð áhrif á gróður. Þetta mikla magn næringarefna, sem er allt frá þrefalt upp i fimmtánfalt meira en í nærliggjandi hafsvæð- um, hefur skapað geysilegan fjölda af lífverum, sem gefa sér stærri lífverum orku. Heldur þannig áfram koll af kolli þar til orkuflóðið stöðvast að mestu á ansjósunni. Þessari einu fisk- tegund hefur tekist að ná óvenju háu hlutfalli af þeirri næringar- orku, sem umhverfið býður upp á og breytir henni f geysi mikið magn af lífverum. Þegar ansjósu- stofninn er í sínu árlega hámarki er hann líklega um 15 til 20 milljón lestir. Ansjósutorfurnar dreifa sér lítið um hafið, heldur halda þær sig á takmörkuðu svæði í hinum kalda strandstraumi. Hann er mjóstur yfir sumarið og nær stutt út frá ströndinni og er sjaldan dýpri en 200 metrar. I þessum litla heimi halda ansjósurnar sig saman f þéttum geysimiklum torfum nálægt ströndinni og uppi við yfirborðið. Það er um þetta leyti, sem óvinunum vegnar bezt. Stærri fiskar og krabbar lifa góðu lífi og sjávarfuglar þurfa ekki að fljúga langt eða kafa djúpt eftir bráð sinni. Mestur óvinanna er þó sjómaðurinn, sem oft þarf ekki að fara nema rétt út úr höfninni til að ná í 100 lestir af ansjósum. E1 Nino á sér stað með óreglu- legu millibili. Sagt er, að um sjö ára sveiflur sé að ræða, en í raun- inni er fyrirbærið mjög óreglu- Iegt. Stundum endurtaka þessar miklu umhverfistruflanir sig f tvö ár f röð, stundum verður þeirra ekki vart í áratug eða meir. E1 Nino fylgir þó einni áveðinni reglu, sem nafnið er dregið af. Breytingarnar byrja venjulega um jólaleytið, og þvf fá þær spánska nafnið á Jesúbarninu, E1 Nino. Hin flókna atburðakeðja á E1 Nino ári kemur ansjósunum stundum verulega úr jafnvægi. Nú eru vindarnir að vestan í stað suðaustan, og bera með sér mollu frá Kyrrahafinu. Fyrsta aðvörun um, að E1 Nino sé á leiðinni, er hækkandi sjávar- hiti. Með hlýja vatninu koma framandi skepnur norðan frá hitabeltishafsvæðunum, gulugga túnfiskur, höfrungar, sleggju- hákarl o.fl. Sumar þeirra nærast á ansjósum. Það stofnar ansjós- unum þó í enn meiri hættu, að norðurstreymi strandstraumsins verður enn hægara, og upp- streymið minnkar eða hættir alveg. Birgðir fæðuefna dragast saman og sjávarplöntur, sem eru grundvöllur myndunar fæðu á hafsvæðinu, deyja, og lífkeðjan deyr stig af stigi. Auk þess er sjávarhitinn orðinn of hár til að henta ansjósunum. Jafnvel þó að fæðuskortur hafi ekki dregið verulega úr fjölda þeirra, þá dreifa þær sér og hætta að vera f uglum og sjómönnum auðlind. Þegar vestlægir vindar verða ríkjandi, þrýstir gagnstraumur- inn, sem venjulega er veikur, tungu af heitu vatni á milli strandstraumsins og hafstraums- ins, sem stöðugt verða veikari. Gagnstraumurinn nær æ sunnar og þekur kalda vatnið með 30 metra þykku lagi af heitum sjó, sem er minna saltur, súrefnislítill og fátækur af fæðuefnum. Þær lífverur, sem verst verða fyrir barðinu á þessu fyrirbrigði, eru sjávarfuglarnir. Eftir hið slæma E1 Nino ár 1957 fækkaði þeim ur 27 milljónum í 5.5 milljónir. Þeim fjölgaði svo aftur þar til þeir voru orðnir 17 milljónir, þegar E1 Nino kom aftur 1965, og þá féll tala þeirra niður í 4.3 milljónir. Ekki gera allir sér grein fyrir því, að ansjósan hefur á síðustu árum gert Perú að einni mestu fiskveiðiþjóð heims. Til skamms tlma veiddu Perúmenn 10 milljónir lesta á ári, sem er meira en öll veiði einstakra ríkja f gamla heiminum. Árið 1970 voru tekjur af útfluttum fiskafurðum þriðjungur af gjaldeyristekjum Perú. Ansjósuiðnaðurinn er ekki gamall. Það var ekki fyrr en 1957, að farið var að vinna mjöl úr henni að einhverju gagni. A næstu 10 árum voru byggðar á milli 10 og 15 fiskimjölsverk- smiðjur og mörg hundruð bátar voru gerðir út á veiðarnar. líftir Nino árið 1965 komu nokkur mjög góð aflaár, og náði aflinn hámarki 1970, þegar hann komst upp í 12,3 milljónir lesta. I lok apríl 1972, stuttu eftir að vertíðin hófst, brást svo aflinn gjörsamlega, og í árslok höfðu ekki veiðst nema 4,5 milljónir lesta. Allt bendir til þess að aflinn verði enn minni í ár. Og það sem meira er — óttast er, að ansjósu- stofninn hafi orðið fyrir varan- legu tjóni, og ef svo er, þýðir það algjört hrun fyrir fiskiðnað lands- ins. Þessi svartsýni er byggð á tveim staðreyndum. Fyrir það fyrstá þá er ansjósustofninn nú mun minni en eðlilegt getur talist. Líklega er hann ekki nema ein eða tvær milljónir metralesta í stað lá, sem eðlilegt getur talist. I öðru lagi er sá fiskur, sem nú fer í vinnslu, minni en nokkru sinni áður. Þó E1 Nino eigi hér mesta sök eru vísindamenn ekki á því að gefa þvf alla sökina. Veiði hefur undanfarin ár verið töluvert miklu meiri en fiskifræðingar hafa talið ráðlegt, og kemur það heim við þá staðreynd, að meðal- aldur ansjósu var farinn að falla, áður en E1 Nino birtist. Þó að útlitið sé nú svartar I ansjósuiðnaði Perú, þá bíða menn eftir þróun mála nú í október, þegar seiðin eru orðin nógu stór, til að hægt sé að vinna þau. Ekki er þó búist við því, að mikil breyt- ing verði til batnaðar, enda spá menn ekki meiri afla en þrem milljónum lesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.