Morgunblaðið - 23.10.1973, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÖBER 1973
10
Agnar Guðnason:
„Eigi er smjörs vant, þá smári fæst”
Óskar Gunnarsson, forstjóri
Osta- og smjörsölunnar.
FYRIR nokkrum árum var það
ekki óalgengt, að neytendur f
höfuðborginni væru óánægðir
yfir því að geta ekki fengið
smjör eða osta frá ákveðnum
mjólkurbúum. Nú orðið er
sjaldgæft, að á þetta sé minnzt.
Með hliðsjón af þvf má draga
þá ályktun, að vel hafi tekizt til
með uppbyggingu og starf-
rækslu Osta- og smjörsölunnar.
Eftir að hafa rætt við Óskar
Gunnarsson, forstjóra fyrirtæk-
isins og gengið um glæsileg
húsakynni, þar sem snyrti-
mennska rfkir hvarvetna, er
auðvelt að skilja þann góða
árangur, sem náðst hefur á
þeim 15 árum, sem sölu-
samtökin hafa starfað.
ÖSKAR, ÞIÐ ERUÐ HÆTT-
IR AÐ AUGLYSA GÆÐA-
SMJÖR!
— Já, það er einfaldlega
vegna þess, að „gæða“hugtakið
er mjög teygjanlegt. Benda má
á, hve mörgum finnst kæst
skata eða vel verkaður hákarl
sannkallaður gæðamatur. Eins
er með mjólkurafurðir,
smekkur manna getur verið
misjafn, jafnvel er til eldra
fólk, sem mundi telja það gæða-
smjör, sem næði ekki einu sinni
öðrum flokki nú. Frá upphafi
hefur smjörið verið flokkað hér
í tvo flokka, en á árinu 1969
hættum við að kalla I. flokk
„gæðasmjör".
HVERNIG ER
GÆÐAMATIÐ?
— Við förum þar eftir reglu-
gerð, sem gefin var út 1962.
Starfandi er matsnefnd, 3ja
manna, skipuð af landbúnaðar-
ráðuneytinu. Tveir þeirra eru
mjólkurtæknifræðingar og
einn mjólkurfræðingur. Hvert
skipti, sem rjómi er strokkaður
hjá mjólkurbúunum, er sent
hingað smjörsýni, 2,5 kg að
þyngd. Þetta sýni er geymt hér
í 3 vikur við 15° C hita. Ef það
hefur ekki breytzt á þessum
tfma, uppfyllir skilyrði um
vatnsinnihald, sem má ekki
fara yfir 16%, gott að smyrja
með þvf og í alla staði óað-
finnanlegt, fer það í L flokk.
Þeir, sem dæma smjörið, vita
ekki um framleiðslustað þess.
Þegar sýnið hefur verið dæmt,
þá má fyrst setja það smjör á
markaðinn, sem sýnið var tekið
úr. Saltmagn i smjöri er breyti-
legt. I venjulegu smjöri er salt-
innihaldið 1%, einnig höfum
við smjör með 2,2% salti og svo
er hægt að fá ósaltað smjör.
HVAÐ UM SYRT SMJÖR?
— Slíkt smjör var flutt inn
frá Danmörku á árunum
1960—’61. Það féll ekki neyt-
endum hér vel í geð, svo við
höfum ekki talið ástæðu til að*
haf a sýrt smj ör á markaðnum.
HRÆRIÐ ÞIÐ SAMAN
SMJÖRI FRA FLEIRI
MJÓLKURBtJUM
FYRIR PÖKKUN?
— Nei! Það hefur okkur
aldrei dottið í hug, enda þjónar
það engum tilgangi. Ef smjör
fer í I. flokk, þá eru gæðin þau
sömu, bragðið hið sama, hvar
sem það er framleitt. Munur
getur verið á litnum. Á sumrin
er smjörið gult, en á veturna
hvítt. Þetta myndi breytast, ef
kýrnar yrðu fóðraðar í ríkari
mæli en nú, á heykögglum og
votheyi. Eii við höfum ekki
leyfi til að setja litarefni i
smjörið, en það er gert sums
staðar erlendis.
EF FÓLK ALlTUR SIG
HAFA FENGIÐ SVIKNA
VÖRU, HVAÐ GERIÐ ÞIÐ
ÞA?
.— Þegar fólk kvartar og
telur, að smjörið sé skemmt,
biðjum við um að fá umbúð-
irnar, þá getum við séð hvenær
og hvar smjörið var framleitt
og hvenær það hefur verið af-
greitt frá okkur. Það kemur
mjög sjaldan fyrir, að við fáum
kvartanir hingað beint. En þau
fáu skipti, sem það hefur gerzt,
hefur venjan verið sú, að all-
langur tími hefur liðið frá því
að við afgreiddum smjörið og
þar til kvörtunin berst.
ER ÞAÐ EKKI MISJAFNT,
HVERNIG SMJÖRIÐ FLOKK-
AST EFTIR MJÓLKUR-
BUUM?
Ekki er það áberandi, ef
miðað er við smjör, sem kemur
til sölumeðferðar hér.
I fyrsta flokk fóru á síðasta
ári 97,5%. Aðeins 3 tonn af
smjöri reyndust óhæf til sölu,
en afgangurinn fór i II. flokk.
Gæði smjörsins eru það mikil,
það er ekki hægt að fullnægja
óskum fólks um annars flokks
smjör, sem er 57 kr. ódýrara en
fyrsti flokkur.
GETUR FÓLK KEYPT
SMJÖR FRA AKVEÐNUM
MJÓLKURBUUM?
Ef átthagatryggð fólksins
nær einnig til smjörs, þá er
ekki úr vegi fyrir það að láta
vini eða vandamenn senda sér
smjör. Það er ekkert nema gott
um það að segja, að fólk. meti
framleiðslu sinnar heima-
byggðar meira en annarra. En
með hlutlausu mati á smjör-
gæðum hefur ekki komið fram
neinn munur á I-flokks smjöri,
hvar svo sem kýrnar hafa bitið
gras.
HVAÐ VAR MIKIL SMJÖR-
SALA A SlÐASTLIÐNU ARI?
Heildarsalan í. landinu var
1582 tonn, þar af seldi Osta- og
smjörsalan 1100 tonn. Heildar-
framleiðslan varð 1608 tonn.
A undanförnum árum hefur ostategundum fjölgað. I dag er hægt að
velja um 30 tegundir. Neyzlan eykst árlega. Það má þakka meiri
fjölbreytni og aukinni húsmæðrafræðslu á vegum Osta- og smjör-
sölunnar.
Arið 1969 hófst bitapökkun á osti. Mánaðarleg pökkun er nú 25
tonn. Mjögýtarlegarupplýsingareru á hverjum pakka um ostinn.
HVAÐ TAKIÐ ÞIÐ FYRIR
AÐ SELJA MJÓLKURVÖR-
URNAR?
A síðastliðnu ári nam
kostnaðurinn við rekstur Osta-
og smjörsölunnar um 3,2% af
heildarsölunni. Ef við höfum
ætlað okkur of háa þóknun
fyrir söluna, þá kemur það
fram í tekjuafgangi í árslok, og
honum er þá skipt milli mjólk-
urbúanna í hlutfalli við sölu á
þeirra framleiðsluvörum. Það
jafngildir að mjólkurframleið-
endurnir njóta góðs af, ef vel
tekst til um rekstur fyrirtækis-
ins. Sjálfsagt er það til hags-
bóta fyrir alla aðila, því neyt-
andinn í þéttbýli hagnast einn-
ig á lágum dreifingarkostnaði.
Það kemur fram, þegar verð-
iagning Iandbúnaðarvara er
ákveðin. Á síðastliðnu ári var
kostnaðurinn af rekstri fyrir-
tækisins jafnvirði 25 aura á
hvern lítra mjólkur, sem kom f
mjólkurbúin.
Eftir
Jörgen
Schleimann
SVIK
VIÐ ÍSLANl)
Jörgen Schleimann, hinn kunni
íslandsvinur og fréttastjóri
danska útvarpsins, hefur skrifað
eftirfarandi grein í Jyllands-
Posten.
Mér finnst furðulegt og afskap-
lega sorglegt, hvað Danir hafa
veitt Islandi og íslendingum lítil-
fjörlegan stuðning í deilu þeirra
við Breta um viðurkenningu land-
helginnar, sem fslenzka rfkis-
stjórnin hefur talið nauðsynlegt
að færa út, til þess að tryggja
efnahag Islands.
Vissulega er engin ástæða til að
ætla, að danska ríkisstjórnin hafi
látið undir höfuð leggjast að tala
máli Islands við Breta eftir veniu-
legum diplomatískum leiðum.
En er það nóg? Hefur það haft
áhrif á brezku ríkisstjórnina? Og
hefur þetta sýnt dönsku þjöðinni
nógu áþreifanlega, að danska
stjórnin líti málið alvarlegum
augum og telji sig það njiklu
skipta?
I hreinskilni sagt, finnst mér
fátt bendatil þess.
Engin þjóðarhreyfing hefur
heldur reynzt vera með erfiðu
stríði íslands hér í Danmörku.
Skýringin er líklega sú, að yfir-
gnæfandi meirihluta dönsku þjóð-
arinnar finnst Island aðeins vera
landfræðilegt hugtak, sagnfræði-
legt og bókmenntafræðilegt,
þegar bezt lætur, og Islendingar
eru okkur flestum óþekkt þjóð.
Þetta er mikil hneisa, því að
Island og Islendingar vinna meira
á við nánari kynni en nokkurn
gæti grunað.
Kannski gætir einnig hjá
nokkrum Dönum vissrar beizkju
vegna þess, hvernig islentjingar
slitu sig endanlega lausa frá Dan-
mörku með stofnun lýðveldisins
1944, þegar Danmörk var her-
numin af Þjóðverjum.
Slík beizkja er aftur á móti
mjög óviðeigandi, og hana er
aðeins hægt að skýra með algerri
fávizku um þá byrði sögulegrar
sektar, sem Danir bökuðu sér
gagnvart Islandi í þau fjögur
hundruð ár, sem samvistir þjóð-
anna stóðu. Alger fávizka um þá
ósegjanlegu þjáningu, sem Is-
lendingum var búin af völdum
dönsku einokunarverzlunarinnar,
eftir að hún var innleidd 1602.
I raun og veru ber það vitni um
íslenzka hófsemi og stillingu, já,
og ég hika ekki við að segja veg-
lyndi, að Danir eru eins vel liðnir
á islandi nú og raunin er, þrátt
fyrir sögulegar samvistir.
Og í raun og veru höfum við
getað séð sömu stillingu og sama
veglyndi á sjónvarpsskjánum hjá
forsætisráðherra Islands og yfir-
mönnum og áhöfnum varðskipa
islenzku landhelgisgæzlunnar,
jafnvel þegar þeim hefur verið
ögrað á hinn freklegasta og gróf-
asta hátt með brezkri fallbyssu-
pólitik.
Þessi afstaða hefur verið sam-
boðin þjóð, sem hefur fyrir löngu
afneitað meginreglunni um her-
styrk með samþykkt frá Alþingi
og gert grófasta glæpinn, morðið,
að fyrirbæri sem heyrir til al-
gerra undantekninga.
Ef einhver þjóð á jörðinni á þá
skilið stuðning annarrar þjóðar í
krafti háþróaðrar siðmenningar,
andlega menningarþroska, vak-
andi Iýðræðisvitundar og mann-
úðlegs hugarþels, þá er það, án
nokkurs vafa, íslenzka þjóðin.
Islendingar hefðu líka hiklaust
átt að fá sem víðtækastan stuðn-
ing Dana í strfði, sem, hvað
áhrærir íslenzku þjóðina, snýst
um sjálfan grundvöllinn að efna-
hagslífi þjóðarinnar, en hvað
áhrærir mótaðilann, Stóra-Bret-
land, snýst ekki um annað en
vopnavald til þess að verja hefð-
bundin forréttindi og gróðalindir
óverulegs hluta brezks atvinnu-
lífs.
Framkoma Breta hefur hingað
til ekki verið samboðin mikilli
þjóð. Hún hefur aðeins verið sam-
boðin hefðbundnu stórveldi.
Og við getum ekki verið þekktir
fyrir þann litla stuðning, sem við
höfum veitt.