Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 12

Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 r Asgeir Ingólfsson; UNDANFARIN ár hafa laxveiði- málin oft verið til umræðu, og margar greinar birzt um þau, auk þess, sem um þau hefur verið fjallað í erindaflutningi, bæði á almennum vettvangi og lokuðum fundum. Astæðurnar eru margar. Eink- um hefur verið dregin fram i dagsljósið sérstaða Islands, sem er sú, að hérlendis hefur laxveiði tvöfaldazt á rúmum áratug, en á sama tíma hefur dregið mjög úr henni í löndunum beggja vegna Atlantshafsins. Af þessum sökum hefur Island boðið upp á betri veiði en önnur Atlantshafsríki í siauknum mæli; og það eru ein- mitt afleiðingar þess, sem orðið hafa aðalumræðuefnið: heim- sóknir erlendra veiðimanna, sem aukizt hafa ár frá ári, hækkað verðlag veiðileyfa og ársleiga og deilur um, hvernig skipta skuli takmörkuðum veiðitíma ár hvert milli innlendra og erlendra veiði- manna. Inn í þessar umræður hafa svo fléttazt deilur um kosti og galla ræktunar- og umbótaað- ferða, sem ýmist hafa verið gerð- ar af einstaklingum eða opinber- um aðilum, og oft hafa orðið að illkvittnislegum blaðaskrifum. Þessar umræður hafa flestar orðið til þess að beina athygli almennings að laxveiðimálunum, en því miður mjög oft á nei- kvæðan hátt. Heimur laxveiði- mannsins virtist um langt árabil vera venjuleg-fólki lokuð bók, og stangveiðimönnum oft og iðulega skipað á bekk með hreinum sér- vitringum. Almenn afstaða lax- veiðimannsins hefur hins vegar verið sú, að hann væri að leita sér hvíldar, fráhvarfs frá streitu borgar og þéttbýlis, og reyndar kann nú að vera svo komið fyrir mörgum veiðimanninum, að streitan við að afla fjárins til þess að standa straum af veiðileyfa kostnaðinum nær engan veginn að hjaðna þær fáu stundir, sem hann fær að dveljast við árbakk- ann, eða svo segja að minnsta kosti margir þeirra. Tilgangur þessara skrifa er þó ekki að ræða verðlagsþróunina eða skiptingu veiðitíma milli inn- lendra og erlendra veiðimanna; ekki heldur að neinu ráði ástæð- urnar til þess, að einstakar ár eru nú að heita má eingöngu eða að öllu leyti í höndum erlendra veiðimanna, fyrir milligöngu ein- staklinga eða samtaka. Það er frekar verkefni samningamanna landssambanda veiðiréttareig- enda og stangaveiðifélaga. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að vekja máls á mikilvægu at- riði, sem virðist vera að falla í gleymsku, einkum er málglaðir stangaveiðimenn skiptast á skoð unum í einkasamræðum og á fundum, ýmist yfir kaffibolla eða öðrum veigum, og harma þá gjarnan örlög sín. Ætlunin er að fjalla um laxinn sjálfan, þegar svo er komið, að þjóðnýting vatns- ins, sem hann sækir í, er orðið opinbert fundarefni. Rétt er þó, áður en lengra er haldið, að rekja nokkur atriði, sem gert hafa þrætueplið svo súrt, að margir hafa lagt það frá sér, þegar þeir hafa kyngt fyrsta bita. Laxveiði á stöng er nú nær engin lengur í Kanada, Banda- ríkjunum (Atlantshafsströnd), á Bretlandseyjum og í Noregi, svo að ekki sé minnzt á rfkin, sem liggja austanvert við Atlantshaf- ið, allt frá Eystrasalti til Norður- Spánar, en í ám, sem þar renna til sjávar, voru fyrrum heimkynni laxins, og nægir þar að minna á Rfn. Þróunin hérlendis hefur ver- ið þveröfug. Hér hefur ræktun verið stunduð, vötn afmenguð og veiðifélög stofnuð, bæði af veiði- réttareigendum og stangaveiði- mönnum, svo að ekki sé minnzt á gerð fiskvega og aðrar úrbætur. Þá hefur sjávarveiði á laxi verið bönnuð hér við land, á sama tíma og hún er stunduð í miklum mæli við Grænland og Noreg, með hörmulegum afleiðingum. íslendingar hafa því orðið að horfast í augu við það, að þeir, engu síður en aðrir, sem búa þar, sem peningar eru viðtekinn gjald- miðill, verða að lúta lögmáli fram- boðs og eftirspurnar. Þar við bæt- ist, að Island er í þjóðbraut. Launungarmál er það ekki, að íslenzkir stangaveiðimenn hafa nú skipzt f hópa. Sumir viður- kenna staðreyndir lífsins, aðrir mótmæla en benda ekki á leiðir til úrbóta og enn aðrir heimta opinber afskipti, ef til vill þjóð- nýtingu; en svo ber að líta á hinn hópinn, veiðiréttareigendur, sem nú hefur bætzt ný tekjulind, eða réttara sagt aukin. Þessi mismun- andi sjónarmið verða ekki tekin til umræðu hér, heldur verður, eins og fyrr segir, fjallað um lax- inn sjálfan. Hann er að faila í skuggann fyrir þrætunni, sem stendur um, hverjir eiga að fá að veiða hann, hvernig og fyrir hve mikið fé. Marga áratugi tók að koma á því skipulagi veiðimála, sem leiddi til þeirrar hagstæðu þróunar, sem bezt sést af síauknu veiðimagni. Nú eru aðrar hliðar laxaveiðimál- anna ofar á baugi, eins og fyrr segir, eftir að erlendir veiði- menn, yfirleitt fjársterkari en þeir innlendu, tóku að leggja leið sína hingað, sumpart fyrir það orð, sem af laxveiði hérlendis fer, og sumpart fyrir tilstilli þeirra, er vilja hagnýta sér lögmál framboðs og eftirspurnar. Tvö eru þau ársvæði á landinu, sem mest orð fer af fyrir laxa- göngur, Borgarfjörður og Ames- sýslusvæðið, þótt æði mikill mis- munur sé þar á veiðiaðferðum. Löngum var það helzta þrætumál- ið, er saman komu fulltrúar stangaveiðimanna og veiðiréttar- eigenda, áður en erlendu veiði- mennirnir tóku að venja komur sínar hingað í stórum stíl, hve mikið skyldi veiða á stöng og hve mikið í net. Stangaveiðimenn vildu hlut netabænda sem minnstan, og öfugt, víðast hvar, að minnsta kosti. Báðir aðilar komu fram með rök, sem sum hver eru ekki þess virði, að um þau sé fjallað, því að kjami máls- ins var sá, og er reyndar víða enn, að þar var fyrst og fremst um að ræða málskrúð, er dulbúa átti það, er að baki bjó: tekjurnar af veiðinni og skiptingu þeirra, svo og gjald það, er stangaveiðimenn töldu sér fært að greiða, hverju sinni. Þótt fjársterkir erlendir aðilar hafi nú vfða náð undirtökunum, í samvinnu við Islendinga, og með vilja hóps þeirra, þá ber svo við hér á landi, að hér á sér stað þróun, sem fæstir munu hafa veitt eftirtekt. Þessi þróun er afar sjaldgæf, ef ekki einstæð, á tímum tækniþró- unar, mengunar og peningakapp- hlaups. Fjármagnið, sem erlendu veiðimennirnir flytja með sér til landsins, er nú laxastofninum til styrktar; með öðrum orðum, hér fer saman, og á væntanlega eftir að fara saman í auknum mæli, að óbreyttu ástandi í öðrum löndum, peningarog náttúruvernd. Þessa fyrirbæris hefur greini- lega orðið vart norðanlands, og nægir þar að minna á Laxá í Þing- eyjarsýslu þar sem aflamagn hef- ur nær fimmfaldazt á tæpum ára- tug, með skipulegri ræktun stór- lax, með stangaveiði eina í huga. Þessi þróun er og tekin að gera vart við sig í Borgarfirði. Þar haf a tekjur veiðiréttareigenda af stangaveiði aukizt á skömmum tíma með tilkomu erlendra veiði- manna, og þær bergvatnsár, sem sameinast í Hvítá, gefa nú langt á þriðja tug milljóna króna í tekjur árlega — fyrir stangaveiði eina saman, og eru þá ótaldar ýmsar þjónustutekjur. Og þá rís spurn- ingin: Er hægt að auka þessar tekjur enn meir, og þá hvemig? Svarið virðist liggja ljóst fyrir. Með því að stórminnka eða stöðva alveg netaveiðina í Hvítá, sem gefur minna af sér fyrir hvern veiddan lax en stangaveiddi berg- vatnsárlaxinn, en fjölga þess I stað stöngunum. Þetta gerist auð- vitað aðeins samhliða netaupp- töku; og þá er aftur komið að gömlu þrætuepli. Þvf miður hef- ur, allt fram á síðustu ár, látið til sín heyra hávær hópur stanga- veiðimanna, sem hafa talið neta- bændur varg í véum, og viljað þvinga þá, með löggjöf, ef ekki öðru, til þess að gefa frá sér hlunnindi sín, án þess að bjóða á móti sanrigjarna greiðslu. Rök- semdin hefur venjulega verið sú, að borgarbúinn þreytti og útslitni eigi fullan rétt á að njóta sveita- sælunnar og veiðanna á eignar- landi bænda, fyrir það verð, sem hann telur sér viðráðanlegt, hverju sinni. Hér er því miður oft um að ræða dulbúna röksemda- færslu, sem hefur orðið til þess að gera málið enn vandleystara, þvf að af reynslu vita menn, að af hálfum sannleika leiðir sjaldan allan, heldur þveröfugt; og þessi röksemdafærsla hefur leitt til þess, að netabændum er ekki sfzt um það kennt, að stangaveiðimað- urinn sé ekki lengur réttindamað- ur í eigin heimalandi. Ég geri mér fulla grein fyrir því, að þessi orð mín eiga ekki eftir að falla í góðan jarðveg hjá ákveðnum hópi manna, en til þess að taka af allan vafa, vil ég taka fram, að þau eru ekki rituð til þess að efna til deilu við einn eða neinn í ræðu eða riti, heldur einungis til þess að vekja menn til umhugsunar um, hvernig bregð ast skuli við staðreyndunum, eins og þær eru í dag. I Borgarfirði er laxveiðin talin skiptast nokkurn veginn jafnt milli netabænda og stangaveiði- manna. Samkvæmt lögum og regl- um, er reynt að miða stangafjölda við þann laxaf jölda, sem viðist að jafnaði í hverri á, og reyna þannig að halda jafnvægi. Borgarfjörður- inn hefur þó þá sérstöðu, miðað við Amessýslusvæðið, að i Borgarfirði veiðist, eins og fyrr segir, að jafnaði helmingur í net og helmingur á stöng, en í Ámes- sýslu eru um níutíu af hundraði veiðinnar netaveiði, en um tíu af hundraði stangaveiði. Ljóslega hefur komið fram, að hver stangaveiddur Iax gefur meira f aðra hönd en netaveiddur, og það svo, að miklu munar. Eigi að fjölga stöngum við bergvatns- árnar, og fækka netum, verður að haga málum þannig, að neta- bændur beri ekki skaða af. Því mun nú sú hugmynd uppi meðal framámanna veiðimála í Borgar- firði að stofna eitt veiðifélag um allt ársvæðið, þ.e. Hvítá, þar sem netaveiðin fer fram, Gljúfurá, Norðurá, Þverá, Reykjadalsá, Flókadalsá, Grímsá og Tunguá. Stangaf jölgunina yrði, samkvæmt laxveiðilögunum og almennri hefð, að miða við þann aukna fjölda laxa, sem gengi í bergvatns- árnar, en lenti ekki lengur í net- unum. Hér þurfa ráðherra, Veiði- málastofnunin og Veiðimála- nefnd að taka saman höndum, og vinna úr þeim gögnum, sem fyrir liggja um netaveiði og tekjur af henni. Takist, með hæfilegri fjölgun stanga, að afla fjárins, sem þarf til þess, að netabændur bíði ekki tjón af, ætti málið að vera tiltölulega auðleyst, ef um er að ræða eitt félag, sem skiptir tekjum af ársvæðinu eftir löglega samþykktum félagsreglum. Yrðu tekjur af ársvæðinu meiri, eftir netaupptökuna, yrði um beint hagsmunamál að ræða, ekki vandamál, ef sanngirni ræður. Hins vegar er ljóst, að sennilega yrði farið varlega I það f fyrstu að fjölga stöngum, þvf að hver við- bótarstöng yrði að sanna ágæti sitt, þ.e. gefa af sér um það bil sama magn af laxi hver og þær stangir, sem fyrir eru. Eini agnú- inn á þessu fyrirkomulagi, í byrj- un, gæti orðið sá, að aukatekjurn- ar nægðu ekki til þess að tryggja netabændum þær tekjur, sem þeir nú hafa. Sannmæli er, að friður er bezta ræktunin. Sé litið á lax- og silungsveiðilögiii frá 1970, má ef til vill finna lausn þessa vanda sem virðist helzt geta staðið í vegi fyrir þvi, að sú leið verði farin, sem minnzt er áNhér að ofan. í VIII. kafla laganna, um veiði- félög, 44. grein, 2. málsgrein, er setningin: „Fiskrækt telst friðun fisks“. Virðist fátt því til fyrir- stöðu að túlka þessa setningu þannig, að netafriðun teljist frið- un fisks. I XIV. kafla þessara laga, um fiskræktarsjóð og styrk- veitingar til fiskræktar, 92. grein, 1. málsgrein, segir svo: „Lán og styrki skal veita úr fiskræktar- sjóði til framkvæmda er lúta að fiskrækt (leturbreyting höf.) eða fiskeldi, enda samþykki veiði- málastjóri tilhögun framkvæmda, þær séu gerðar undir eftirliti hans og hann mæli með styrkveit- ingu. „ I næstu málsgrein á undan segir svo, að með stjórn fisk- ræktarsjóðs fari Veiðimálanefnd og veiðimálastjóri. I lögunum virðist því ekki fara milli mála, að fiskrækt telst frið- un fisks, og fiskræktarsjóður skal veita lán eða styrki til fram- kvæmda, er lúta að fiskrækt. Sýn- ist því fátt því á móti, að fisk- ræktarsjóður verði látinn styrkja, um visst árabil, a.m.k., þá tilraun er fælist I því að taka upp að mestu eða öllu leyti net úr Borgarfirði, nægi stangafjölgun ein í fyrstu ekki til þess að greiða fyrir netaupptökuna. Hvort tveggja, stangafjölgun og styrkur úr fiskræktarsjóði, undir stjórn eins veiðifélags alls Borgarfjarð- ar, ætti að skera úr um það, innan eins áratugar, ef ekki á skemmri tfma, hvort þannig mætti ekki stórauka heildartekjur allra veiði- réttareigenda; og svo gæti farið, að styrkurinn gerði sjálfan sig óþarfan, er fram í sækir. Þá ber og að hafa i huga, að netaveiði er ekki með öllu kostnaðarlaus, hvorki að þvf er varðar veiðitæki né eftirlit og vitjanir. Hitt má ljóst vera, að sú gamla skoðun, að netaveiði beri að hætta til þess eins að auka stangaveiði, án tillits til hagsmuna þeirra manna, er netaveiði hafa stundað, á alls ekki rétt á sér. Netaveiðin hefur verið dæmd frá náttúruverndarsjónarmiði, og það vissulega oft réttilega. Hún hefst venjulega mun fyrr á sumr- in en stangaveiði, en venjulega gengur stærsti laxinn snemma á vorin, og er hann undirstaða meðalstærðar laxastofns hverrar ár, miðað við stærð hennar og aðrar aðstæður. Tflraunir, sem gerðar hafa verið, benda til þess, að stærð laxins sé arfgeng: að lax, sem er eitt ár f sjó, og því smálax, er hann gengur í ár til hrygning- ar, geti af sér smálax. Astæðan er af ýmsum álitin sú, að í smálaxi taki hrogna- og svilamyndun að gera vart við sig á fyrsta ári í sjó, og þannig vakni hvötin til þess að snúa til heimkynnanna; en hrogna- og svilamyndun stórlax- ins gerist á öðru eða jafnvel þriðja ári í sjó. Þeim mun fleiri stórlaxar, sem veiddir eru í net, þeim mun færri stórlaxar hrygna, og þetta er, í framhaldi af fram- ansögðu, af mörgum, lærðum og leikum, talin skýringin á því, að lax fer víða smækkandi, bæði í Borgarfirði og annars staðar, þar sem netaveiði er stunduð; enn kemur þar og til, að smálaxinn smýgur möskva, sem ná trausta- taki á stórlaxi. Sé helmingur alls laxastofnsins í Borgarfirði veiddur í net ár hvert, má í hendi sér sjá, að mikil breyting yrði á, ef sú veiði hætti. Meira yrði um hrygningu stór- laxa, laxinum fjölgaði, og minni þörf yrði fyrir klak- og eldisstöðv- ar, sem dýrt er að reisa og reka; þær mætti hins vegar hafa smærri í sniðum, og miða þá fyrst og fremst að ræktun stórlaxa stofna hverrar ár fyrir sig, en það eykur að sjálfsögðu verðgildi hverrar ár, er meðalþyngd laxins eykst. Hinu ber hins vegar ekki að gleyma, að með fjölgun stanga, myndi á ný vænkast hagur inn- lendra veiðimanna. Framboð á stangadögum ykist. Hér sýnist skynsamlegt tækifæri til þess, á vorum tímum, er iðnvæðing eyðir hverju náttúrufyrirbærinu á fæt- ur öðru, að láta haldast í hendur peninga, náttúruvernd og náttúrubætur. Það er ekki til neins, eins og málum er nú hátt- að, að blekkja einn eða neinn með innantómum náttúruverndarslag- orðum, til þess er fjármagn — peningar — allt of áhrifamikið afl. Vafalaust vilja Borgfirðingar, eins og aðrir íslendingar, ekki sjá sveit sína verða iðnvæðingu að bráð, er spilla myndi vatni og lofti, og í Borgarfirði, eins og ann- ars staðar, hefur landbúnaður sín takmörk. Laxveiðarnar gætu orð ið nýr atvinnuvegur, og tekju- aukning af stangaveiði hefur þeg- ar sýnt og sannað á órækan hátt, að svö getur orðið. Vafalítið má segja, að bæði stangaveiðimenn og netabændur hafi gert sig seka um eitt og ann- að, sem betur hefði mátt fara, á liðnum tíma, en með það í huga, hve sterkt afl fjármagn er í nú- tímaþjóðfélagi, og fari svo um þróun laxveiðimála í Borgarfirði sem margt bendir nú til að verði, er ósennilegt, að bændur í öðrum landshlutum, og þá á ég sérstak- Iega við Amessýslusvæðið, læri ekki af reynslu stéttarbræðra sinna í öðrum landshlutum, og reyni, með sanngjarnri veiði- félagsstarfsemi, að breyta I fé þeirri staðreynd, að hver stanga- veiddur lax er netaveiddum verð- mætari. I Ámessýslu er hver bergvatnsáin annarri fallegri en öðrum laxlausari til stangaveiði, á meðan niutiu af hundraði aflans fæst í net í Hvítá og ölfusá. Enginn sanngjarn maður getur hins vegar krafizt þess, að netum sé lyft fyrir hálft gjald eða ekk- ert, en hitt ber og að hafa í huga, að varningurinn verður að vera á boðstólum, áður en kaupandinn er reiðubúinn að greiða fyrir hann; en eins og nú horfir í lax- veiðimálum Atlantshafsríkjanna, virðist lítil hætta á þvi, að aukið framboð stangaveiðidaga dragi svo úr verði stangaveidds lax, að netaveiði verði á ný ábatasamari; hins vegar yrði niðurstaðan vafa- lítið sú, að innlendir stangaveiði- menn ættu aftur greiðari aðgang að „ánum sinum“, og veiðiréttar- eigendur nytu aukinna tekna. Ríkisvaldið ætti að láta sig einu máli skipta, hvort það veitir styrk úr fiskræktarsjóði til ræktunar í formi netafriðunar eða eflingu klak- og eldisstöðva, jafnvel langt umfram það, sem nauðsynlegt er, ef réttlát netafriðunarleið er far- in. Friðun er bezta ræktunin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.