Morgunblaðið - 23.10.1973, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÖBER 1973
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Bjorn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 1 0-100.
Auglýsingar Aáalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasólu 22.00 kr eintakið
Iræðu, er Geir Hall-
grímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins flutti
á Alþingi s.l. fimmtudag í
umræðum um stefnuyfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar,
gerði hann að umtalsefni
ástandið í efnahagsmálum
þjóðarinnar og sagði m.a.:
„Verðbólgan er heimatil-
búin afleiðing af efnahags-
málastefnu ríkis-
stjórnarinnar eða réttara
sagt skorti á efnahags-
stjórn af hennar hálfu.
Ríkisstjórnin hefur haldið
frá byrjun uppteknum
hætti, bætt sífellt elds-
neyti á verðbólgubálið með
hækkun ríkisútgjalda og
stórfelldri aukningu útlána
úr sjóðum, án þess að
tryggt væri fé nema með
síauknum erlendum og
innlendum lántökum. Af-
leiðingin er örari og meiri
verðbólga en orðið hefur
hér um áratuga skeið.“
Formaður Sjálfstæðis-
flokksins vék síðan að því,
að ræða Ólafs Jóhannes-
sonar forsætisráðh. hefði
leitt í ljós mikla breyt-
ingu á viðhorfum ríkis-
stjórnarinnar til efnahags
mála. En forsætisráðherra
lagði áherzlu á það í ræðu
sinni, að árangursríkt
andóf gegn verðbólgu hlyti
að byggjast á „samstilltu
átaki á sviði launa- og verð-
lagsmála, fjármála ríkisins
og annarra opinberra aðila
o.s.frv.“. Sagði Geir
Hallgrímsson, að þetta
hefði einmitt verið inntak-
ið í þeirri stefnu, sem við-
reisnarstjórnin fylgdi í
heilan áratug með betri
árangri en áður hef ði náðst
í íslenzkum efnahags-
málum.
Geir Hallgrímsson gerði
síðan grein fyrir stefnu
Sjálfstæðisflokksins í efna-
hagsmálum, og um hana
hafði hann þetta að segja:
„Sjálfstæðisflokkurinn
leggur áherzlu á sam-
ræmda stjórn efnahags-
mála, þar sem allir þættir
þeirn eru teknir til með-
ferðar og yfirsýn yfir þá
höfð. Hér verður að breyta
um stefnu. Við viljum
leggja sérstaka áherzlu á: I
fyrsta lagi, að sveiflur
ísl. efnahagslífs sem eiga
ekki sízt rót sína að
rekja til verðsveiflna og
aflasveiflna í sjávarútvegi,
verði, eins og unnt er,
jafnaðar með eflingu Verð-
jöfnunarsj. sjávarafurða,
sem stofnaður var í tíð við-
reisnarstjórnarinnar, en
núverandi stjórn hefur
nýtt lítt þrátt fyrir sí-
hækkandi afurðaverð
sjávarafurða. I öðru lagi
teljum við, að draga megi
úr þessum sveiflum út-
flutningstekna með því að
renna fleiri stoðum undir
atvinnuvegi okkar, efla út-
flutning iðnaðarvara og
leggja áherzlu á stóriðju og
annan iðnað, sem fólginn
er í því, að vatnsafl og
varmaorka ásamt hugviti
og vinnuhæfni íslendinga
sé nýtt til framleiðslu verð-
mætrar vöru. í þriðja lagi
ber auðvitað að beita
gengisbreytingum til að
jafna sveiflur í efnahags-
lífinu, en varast ber að
hækka gengið, þótt verðlag
sjávarafurða fari
hækkandi, ef það er hinum
unga útflutningsiðnaði til
tjóns. Ber þá fremur að
leggja áherzlu á að efla
Verðjöfnunarsjóð sjávar-
afurða. I fjórða lagi verður
að hafa stjórn á peninga-
málum og auka ekki
peningamagnið í umferð
með erlendum lántökum,
sem kalla á aukið vinnuafl,
vörur og þjónustu, sem
ekki er fyrir hendi í þjóð-
félaginu. í fimmta lagi
verður að skera niður út-
gjöid ríkis og fjárstreymið,
sem fer um héndur hins
opinbera við gerð fjárlaga.
Fjárlög verði þannig úr
garði gerð, að hið opinbera
takmarki umsvif sín og
taki sem minnst af aflafé
borgaranna. Ákveða skal,
hve háu hlutfalli af þjóðar-
framleiðslu eða þjóðar-
tekjum hið opinbera hafi
úr að spila og fram úr því
marki verði ekki farið. I
sjötta lagi ber að stefna að
því, að aðilar vinnumark
aðarins geti með frjáls-
um samningum breytt til-
högun kjarasamninga og
komið sér saman um skip-
an mála. í því sambandi er
mikilvægt með frjálsum
samningum að endurskoða
vísitölufyrirkomulagið og
tryggja hinum lægst-
launuðu sérstaklega kjara-
bætur.“
Ástandið í efnahags-
málum þjóðarinnar er
vissulega uggvænlegt.
Verðbólgan eykst hröðum
skrefum, og ef miðað er við
12 mánaða tímabil frá
ágúst 1972 til ágúst 1973
kemur í ljós, að verðbólgu-
vöxturinn nemur um og
yfir 20% á þessu tímabili,
sem er allt að þrisvar sinn-
um meira en í helztu
nágranna- og viðskipta-
löndum. En það var
yfirlýst stefna ríkis-
stjórnar Ólafs Jóhannes-
sonar að halda verðbólgu-
vextinum í skef jum og tak-
marka verðbólguna við
það, sem gerðist í helztu
nágranna- og viðskipta-
löndum. í stefnuræðu for-
sætisráðherra gumaði
hann mjög af aukningu
kaupmáttar í tíð núverandi
ríkisstjórnar, en við athug-
un kemur í ljós, að kaup-
máttur ráðstöfunartekna
heimilanna jókst meir
síðustu tvö ár viðreisnar-
innar en fyrstu tvö ár
vinstri stjórnarinnar,
þannig að einnig á því sviði
er af litlu aðstáta.
STEFNA SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKSINS
í EFNAHAGSMÁLUM
ÞATTASKIL I STJORN-
ARSAMSTARFINU
EFTIR ELLERT B. SCHRAM
HVORT heldur sem ríkisstjórnin tórir
lengur eða skemur eftir þau átök milli
stjórnarflokkanna, sem þjóðin hefur orðið
vitni að þessa síðustu daga, er öllum Ijóst,
að þeir atburðir munu marka þáttaskil,
ekki aðeins í núverandi stjórnarsamstarfi
heldur og í íslenzkum stjórnmálum. Sér-
staklega geta þeir valdið örlagaríkum
sinnaskiptum í Framsóknarflokknum.
— 0 —
Það var Ijóst, strax eftir að úrslit síðustu
þingkosninga lágu fyrir, að FVamsóknar-
flokkurinn lagði ofurkapp á að komast í
ríkisstjórn. Flokkurinn tók þvf með
mikilli feginshendi, þegar Ölafi Jóhannes-
syni var falin stjórnarmyndun, og segja
má, að Framsóknarflokkurinn hafifórnað
flestu til þess eins að bræða saman þá
stjórn, sem nú situr.
Þessu gerðu samstarfsflokkamir sér
snemma grein fyrir. Af þessum ástæðum
er stjórnarsáttmálinn nánast eftirprentun
á óskalista Alþýðubandalagsins, og af
þeim sökum hafa framsóknarráðherrarnir
verið með eindæmum eftirgefanlegir í
stjórnarsamstarfinu.
Sérstaklega hafa ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins, með dyggri aðstoð Þjóð-
viljans, fært sér þennan veikleika Fram-
sóknarflokksins í nyt, og margoft haft að
engu skoðanir og yfirlýsingarframsóknar-
ráðherranna.
— 0 —
Þess má finna mörg dæmi.
1 nóv. 1971 sagði Einar Ágústsson: „Það
er mfn skoðun, að varnarsamningurinn
skuli fyrst endurskoðaður og síðan verði
tekin ákvörðun um uppsögn samningsins
að lokinni þeirri könnun.“
Aðeins nokkrum dögum seinna sagði
Lúðvík Jósepsson: „Ég get ekki fullyrt að
það sé rétt eftir utanríkisráðherra haft, að
fyrst skuli fara fram rækileg athugun á
aðstöðu hersins og síðan eigi að taka
ákvörðun um brottför hans. En hér er
haldið fram algerlega rangri túlkun á
málefnasáttmálanum."
Ólafur Jóhannesson lét 1 ljós lands-
frægar persónulegar skoðanir á því,
hvernig bæri að leysa efnahagsvandann
um haustið 1972. Þær voru ekki virtar
viðlits.
Halldór E. Sigurðsson sagði á fundi í
nóvember 1972: „Þessi ríkisstjórn fer
ekki út 1 gengisbreytingu." Rúmum
mánuði síðar höfðu ráðherrarfrjálslyndra
rekið þessa yfirlýsingu ofan í fjármálaráð-
herra — gengið var fellt.
Landhelgismálið, eðli málsins sam-
kvæmt, heyrir undir utanrikisráðherra.
Samt sem áður hefur Lúðvík Jósepssyni
verið látin eftir öll forysta í því máli og
Framsóknarflokkurinn hefur látið teyma
sig til alls kyns aðgerða og yfirlýsinga,
sem Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn
hafa haft frumkvæði að. Það hefur verið
raunalegt að fylgjast með því, í ljósi
þeirrar staðreyndar, sem nú blasir við, að
fyrir Alþb.l. hefur það frá upphafi verið
markmið í sjálfu sér, að koma í veg fyrir
samninga.
1 öllum þessum málum og mýmörgum
öðrum hefur Framsóknarflokkurinn gerst
leiðitamur meðreiðarsveinn af ótta við að
upp úr stjórnarsamstarfinu slitnaði.
Þessu til viðbótar hefur flokkurinn átt í
innbyrðis erfiðleikum og talið sér nauð-
synlegt að biðla til vinstri að geðþótta
nokkurra framagosaí flokknum.
Vitaskuld hefur stjórnarandstaðan gert
sér mat úr þessum veikleika Framsóknar-
flokksins og reyndar hefur þjóðin öll
staðið forviða frammi fyrir endurteknu
geðleysi framsóknarráðherranna.
— 0 —
Það voru því sannarlega meiriháttar
tíðindi, þegar það spurðist um síðustu
mánaðamót, að Ólafur Jóhannesson hefði
tekið þá rögg á sig, að fresta stjórnmála-
slitum og þiggja boð Heath um viðræður 1
London. Og enn meiri tíðindi hafa það
sannarlega verið, þegar hann nú mælir
með samningum við Breta í fullri and-
stöðu við Alþýðubandalagið.
Það mátti nánast heyra hvernig þjóðin
varpaði feginsamlega öndinni, ekki aðeins
vegna þess, að afstaða forsætisráðherra
hefur þótt skynsamleg, heldur og vegna
þess, að hann hefur þorað að taka þessar
ákvarðanir á eigin spýtur.
Enginn vafi er á því, að þessi óvænta
röggsemi hefur orðið forsætisráðherra til
framdráttar og engum framsóknarmanni
ætti að dyljast, að nú loks, þegar for-
maður þeirra býður Alþýðubandalaginu
byrginn, er hlutur þeirra einhvers
metinn. Það er sú staðreynd, sem hlýtur
að valda sinnaskiptum f Framsóknar-
flokknum.
— 0 —
Framsóknarflokkurinn bætir ekki þá
sök, að hafa leitt Alþýðubandalagið til
æðstu valda með því að láta það segja sér
og ríkisstjórninni fyrir verkum fram að
þessu.
En Framsóknarflokkurinn getur vissu-
lega dregið lærdóm af þeim viðbrögðum,
sem það fær, þegar Alþýðubandalaginu er
nú loks settur stóllinn fyrir dyrnar; þegar
vinstra dekrið er ekki látið sitja í fyrir-
rúmi. Af þeim viðbrögðum verður sú
ályktun ein dregin, að öllum þorra manna
hefur blöskrað hin allsráðandi áhrif
Alþýðubandalagins.
Þjóðin vill ekki að forsætisráðherra
Islands sé handbendi kommúnista.
Þessar augljósu ályktanir munu marka
þáttaskil f stjórnarsamstarfinu. Nú þegar
hafa þessi veðrabrigði gert Ölafi kleift að
leysa deiluna við Breta til bráðabirgða.
Þau munu styrkja mjög öfl innan Fram-
sóknarflokksins, sem vilja flýta sér hægt f
varnarmálunum og þau munu áður en yfir
Iýkur ráða örlögum þessarar rfkisstjórnar.