Morgunblaðið - 23.10.1973, Qupperneq 23
„ Og svo kom rafmagnið allt í einu ”
Svört kómedía frumsýnd í Iðnó
Flestir hafa lent í þvl að þurfa að fikra
sig áfram I myrkri og getur fólk því gert
sér I hugarlund, hve spaugilegt það er.
Hugmyndin að baki Svartrar kómedín I
Iðnó er einmitt sú. Rafmagnið fer af.
Þessi bráðskemmtilegi gamanleikur
verður frumsýndur í Iðnó i kvöld. Vigdís
Finnbogadóttir leikhússtjóri hefur þýtt
verkið, og Pétur Einarsson er leikstjóri,
en hann hefur m.a. leikstýrt Superstar og
Hjálp.
Það er margslunginn söguþráður í
Svartri kómedíu, en allir þræðirnir fljóta
yfirleitt ofarlega I mannlífinu svo allt
fellur ljúflega saman í spennandi gaman-
leik.
Það voru snarar hláturrokur, sem fuku
um á æfingunni, sem við fylgdumst með.
Ekki er ástæða til að rekja sérstaklega
söguþráðinn utan það, að talsvert mörg
neikvæð atvik safnast að léttúðugum list-
málara og eins og í góðum tragidíum er
ekki langt í humorinn, sem skín í gegnum
vandræðaskapinn.
Höfundur Svartrar kómedíu, Peter
Shaffer, hressti mjög upp á leikritun í
Bretlandi ásamt fleiri leikritahöfundum
á árunum 1950 — 1960. Sumarleikhúsið
íslenzka hefur flutt verk eftir Shaffer.
Undanfarin ár hefur Shaffer skrifað
talsvert fyrir Brezka þjóðleikhúsið, og þar
er nú verið að sýna leikrit hans, Equus,
vinsælt leikrit, sem fjallar um dreng, sem
blindar 5 hesta. Svört kómedfa var sýnd
við miklar vinsældir á f jölum Brezka þjóð-
leikhússins.
I Svartri kómediu er m.a. notaður kín-
verskur látbragðsleikur um einvígi f
myrkri, en svo kemur rafmagnið allt í
einu.
Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd-
irnar í Kómedíunni, en hann er nýkominn
heim eftir 4 ára dvöl i Kaupmannahöfn,
þar sem hann vann m.a. við leikmynda-
gerð á Folketeatern.
Leikarar í Svartri kómedíu eru: Hjalti
Rögnvaldsson, Valgerður Dan, Þorsteinn
Gunnarsson, Helgi Skúlason, Halla Guð-
mundsdóttir, Guðrún Stephensen, Karl
Guðmundsson og Kjartan Ragnarsson.
— á.j.
„Það, sem kallar á lifandi mann ”
„ÞAÐ eru tvö ár síðan ég sýndi
siðast og þá var það i Bogasaln-
um,“ sagði Hringur Jóhannes-
son þegar við röbbuðum við
hann á sýningu hans í Norræna
húsinu, en henni lýkur í kvöld
kl. 22. „Þá,“ hélt Hringur
áfram, „voru ljós umbrotin,
sem hafa leitt til þessarar
sýningar, en þessi stíll hjá mér
hefst þó eiginlega með sýning-
unni í Unuhúsi 1969.“
„Hvernig hefur aðsóknin
verið?"
„Hún hefur verið góð, um
1200 manns hafa komið og það
er alveg prýðileg. Ég hef selt
yfir 20 myndir, svo það er allt
saman í blóma."
„Hvert sækir þú fyrirmyndir
þinar?“
„Motívin sæki ég í daglegt
umhverfi f Reykjavík og norður
í land og þau eru bæði séð og
hugsuð. Ég er frá Haga í Aðal-
dal, þar hef ég góða aðstöðu og
er þar mikið á sumrin. Mér
verður mest úr verki þar, þegar
ég er kominn úr skarkalanum,
en á veturna kenni ég í Mynd-
listarskólanum f Ásmundarsal,
þar sem ég hef kennt i II
vetur."
„Eru þessi verk allt frá
1969?“
„Flest eru máluð á síðustu
tveimur árum, þótt nokkrar
teikningar séu eldri. Ég hef
málað um 20 myndir á ári og
það finnast mér sjálfum mikil
afköst.“
„Hvað finnst þér um stöðuna
í islenzkri myndlist í dag?“
„Mér finnst staðan góð,
sérstaklega hvað umburðar-
lyndið er orðið mikið og for-
dómar yfirleitt foknir út í
veður og vind. Það var ekkert
grín, hvað harkan var mikil
áður, ef menn voru ekki á
abstraktlínunni, vóru þeir
rakkaðir niður af gagnrýn-
endum, en nú er meira farið að
dæma myndirnar sjálfar heldur
en flokka þær niður í isma i
heild.
Þetta unga fólk, sem er að
koma fram, ber mikla grósku
með sér og ég segi allt gott- um
það. Þetta eryfirleitt vel skólað
Rabbað við Hring á sýningunni
í Norræna húsinu
fólk og það er spennandi að sjá,
hvað kemur út úr því. pað
hefur verið mikil gerjun um
skeið og því eðlilegt, að stíl-
brögð séu margvísleg, en það
gefur bara von um að fjöl-
breytnin aukist.“
„Hvað með gerjunina í þér
sjálfum?"
„Eg er hinn galvaskasti og
mér hefur gengið vel. Ég held',
að ég sé á réttri leið, þetta
hefur komið svona af sjálfu sér,
og .ég hef ekki þurft að gera
nein hátiðleg plön.
Þessi stíll minn gefur mikla
möguleika og kallar á mikið
hugmyndaflug. Annars yrði
hann máttlaus. Ef ég er vel
upplagður geri ég feikn af
skissum með blýanti, birgi mig
hreinlega upp og þannig hef ég
safn til að ganga í og vinna úr.
Stundum er það orðið úrelt,
eftir að hafa legið hjá mér í ár,
þvf ennþá er maður lifandi og
sér alltaf eitthvað nýtt, sem
kallar á mann.“
—á.j.